Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ FRETTIR Bankaráð AB Húsavík Almennur félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 10. janúar nk. í Félagsheimili Húsa- víkur kl. 20.30. Rætt um vetrarstarfið en einnig mun Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kynna stöðu landsmála. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Fundir í Lárusarhúsi Þriðjudaginn 8. janúar verða eftirtaldir fundir í Lárusarhúsi Eiðs- vallagötu 18: Verkalýðsmálaráð kl. 18.00 og Almennur félags- fundur kl. 20.30. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kemur á fundina. - Stjórnln. AB Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur ABK Fundur verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar kl. 17.30. Dagskrá: 1) Jafnréttismál, 2) Önnur mál. Ath. breytingar á fyrri dagskrá. - Stjórnin. AB Norðurlandi eystra Fundir verða í Alþýðubandalagsfélögunum á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Akureyri þriðjudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Suður Þing. miðvikudaginn 9. janúar. Húsavík fimmtudaginn 10. janúar í Félagsheimilinu kl. 20.30. Við Öxarfjörð föstudaginn 11. janúar kl. 20.30 á Kópaskeri. Raufarhöfn laugardaginn 12. janúar kl. 13.00 í félagsheimilinu Þórshöfn sama dag. Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundina. Allt stuðningsfólk velkomið. Alþýðubandalagið Innskrift Prentsmiðja Pjóðviljans óskar eftir að ráða starfskraft til innskriftarstarfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 81333. ■sÉfc Laust embætti sem forseti íslands veitir Embætti prófessors í réttarlæknlsfræðl í læknadeild Há- skóla íslands er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 15. september 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 20. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 2. janúar 1985. II! Fr.á Fjölbrautaskólanum við Ármúla Fimmtudagur 10. jan. frá kl. 11-13. Afhentar einkunn- ur haustannar '84. Kl. 13-14: Prófasýning. Föstudagur 11. jan. kl. 10-13: Afhentar stundaskrár fyrir vorönn ’85 og bókalistar gegn 800 kr. greiðslu nemendagjalda. Laugardagur 12. jan. kl. 14: Útskrift stúdenta (Fríkirkj- unni í Reykjavík. Skólameistari. !|! Auglýsing ijjf um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1985 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíró- seðlum vegna 1. greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einn- ig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reyjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl liggja fyrir og yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík, 2. janúar 1985. Vegur stjómar- þingmanna vex Helmingastjórnin skipar2 þingmenn Sjálfstœðisflokksins íformennsku í banka- ráðum og Stefán Valgeirsson íformennsku í Búnaðarbankanum. Kristinn Finn- bogason varaformaður bankaráðs Landsbankans. Viðskiptaráðherra hefur skipað Pétur Sigurðsson, al- þingismann, formann bankaráðs Landsbanka íslands og Kristin Finnbogason, framkvæmda- stjóra, varaformann bankaráðs- ins. Skipun þeirra gildir til næstu fjögurra ára frá 1. janúar 1985 að telja. Viðskiptaráðherra hefur skip- að Valdimar Indriðason, alþing- ismann, formann bankaráðs Út- vegsbanka íslands og Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmann fé- lagsmálaráðherra, varaformann bankaráðsins. Skipun þeirra gild- ir til næstu fjögurra ára frá 1. jan- úar 1985 að telja. Viðskiptaráðherra hefur í dag skipað Stefán Valgeirsson, al- þingismann, formann bankaráðs Búnaðarbanka íslands og Friðjón Þórðarson, alþingis- mann, varaformann bankaráðs- ins. Skipun þeirra gildir til næstu fjögurra ára frá 1. janúar 1985 að telja. Allir eru hinir útvöldu núver- andi þingmenn stjórnarflokk- anna, nema Jóhann Einvarðsson, - hann er fyrrverandi þingmaður. -óg Aldarafmœli 3366 tillögur í hugmyndasamkeppni Verðlaunum úthlutað hjá Landsbankanum 366 tillögur bárust í samkeppni Landsbankans sem efndi tii verð- launasamkeppni um nýtt merki fyrir Landsbankann í tiiefni af 100 ára afmæli bankans 1986. 100 þúsund króna verðlaun hlaut Tryggvi Tryggvason fyrir tillögu sína (útfærslu á bókstafn- um L). Tryggvi hlaut einnig verð- launin fyrir sérstakt afmælis- merki. Ragnheiður Kristjáns- dóttir hlaut svo verðlaun fyrir til- lögu að minjagrip. Um miðjan mánuðinn verður efnt til sýningar á úrvali innsendra tillagna í af- greiðslusal aðalbanka. - óg Verðlaunahafarnir ásamt Jónasi Haralz bankastjóra. ________________________________I FLÓAMARKAÐURINN Hús til leigu Frá og með miðjun júní n.k. viljum við ieigja fremur lítið hús í vesturbæ Kóp- avogs. „Húsgögn". Leigutími 1 ár sem gæti framlengst. Uppl. í síma 31519, eftirkl. 18. íbúð óskast Óskum eftir að taka á leigu 4ra-6 herb. íbúð. Öruggar mánaðar- greiðslur. Nánari uppl. í síma 71514. Húsnæði óskast fyrir teiknistofu 80-160 m2 nærri eða í gamla bænum. Uppl. í síma 26999 eða 19792. Barngóð kona. Barngóð fullorðin kona óskast til að gæta heimilis og 3ja barna á aldrinum 6-10 ára í smáíbúðarhverfi milli kl. 13- 17, 3 daga í viku. UpDl. í síma 686945. Vel með farinn Brio barnavagn til sölu. Verð kr. 4.500,- Sími 82249. Tek að mér Ijósmyndun fyrir einstaklinga og félagasamtök. Sanngjarnt verð. Sími 27404. Til sölu notuð ATARI 2600 tölva með tveimur stýripinnum og leik. Uppl. í síma 75990. Barnarúm og ísskápur óskast keypt. Uppl. í síma 621454. Óska eftir að kaupa gamaldags barnarúm eða svefnbekk á sanngjörnu verði. Sími 39584. Stór, gamall barnavagn (svalavagn) óskast á vægu verði. Sími 37822. Gamalt sjónvarpstækl fæst gefins. Uppl. í síma 14654. Barnagæsla. 11-13 ára krakkar í gamla vesturbæ. Mig vantar barnapíu til að vera hjá 7 ára strák nokkur kvöld í viku. Elín sími 27117. Pelsar og stígvél til sölu. Nýlegur stuttur pels úr þvottabjarnar- skinni, sérlega fallegt skinn. Stærð 38-40 úr yrjóttum, brúnum litum. Verð kr. 11.000.- Hinn er stuttur pels úr kínverskum minki, stærð 38-42, gljá- andi og fallegt skinn, dökkbrúnn. Verð kr. 6.500. Stígvél úr leðurlíki, mjúk, fóðruð, glæný, númer40, dökk-vínrauð. Verð 900 kr. Uppl. í síma 16471. Herbergi. 62ja ára öldungur óskar eftir herbergi í vesturbæ eða miðbæ. Hefur leigt á sama stað í 9 ár. Sími 27461. Krossgáta Nr 42 Lárétt: 1 bílífi 4 lengja 6 hryðju 7 sver 9 afla 12 hagur 14 aftur 15 þögla 16 íláti 19 skaup 20 hvíldum 21 mælti Lóðrétt: 2 fóður 3 öðlaðist 4 skoru 5 þræll 7 reimar 8 sykur 10 strit 11 þyngdareiningu 13 eldsneyti 17 rasa 18 land Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 staf 4 sókn 6 ýfa 7 busli 9 unna 12 ýlfra 14 ess 15 tár 16 læðan 19 kaup 20 pakk 21 ramir Lóðrétt: 2 tíu 3 fýll 4 saur 5 kæn 7 brekka 8 sýslur 10 natnar 11 afreki 13 fæð 17 æpa 18 api 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 8. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.