Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1985, Blaðsíða 15
FRÉTTIR Vertíðarbyrjun Mjög góð línuveiði Með 13-15 tonn í róðri. Mikið um ýsu og smáþorsk í Flóanum og undir Jökli. Lélegt í net við Eyjar. Vertíðin hefur byrjað með á- gætum hjá bátum á suðvest- urhorninu og á Snæfellsnesi. Hafa stærri bátarnir verið að koma með 13-15 tonn úr róðri og smærri bátar allt upp í 4 tonn á 24 bjóð. Góð veiði hefur verið á miðun- um út af Reykjanesi undir Jökli og út af Snæfellsnesi. Nær allir bátarnir stunda línuveiðar á þess- um miðum og er aflinn að hálfu leyti góð ýsa og millistór og smár þorskur. Sérstaklega hefur gengið vel hjá minnstu bátunum bæði á Snæfellsnesi og í Sandgerði en nær allir þeir bátar eru byrjaðir veiðar enda veðráttan með ein- dæmum góð. Aðeins þrír bátar eru byrjaðir veiðar frá Grindavík en nokkrir eru stopp vegna þess að ekki fást undanþágur fyrir yf- irmenn. Aflinn hefur verið með ágætum enda sækja bátarnir allir vestur fyrir nesið. Ordeyða hefur hins vegar verið hjá þeim Eyjabátum sem byrjað- ir eru veiðar en þeir eru alíir á netum. Hefur aflinn verið frá nær engu uppí 5 tonn. -Jg- Hólmavík Banaslys Búvélar Innan við 30% stóðust práfið Athugun á öryggisbúnaði 863 dráttarvéla leiðir í Ijós mikla vankanta Yfir fjörutíu dauðaslys við landbúnað á 12 árum Aundanförnum árum hafa slys við landbúnaðarstörf verið í- skyggilega mörg. Samkvæmt ár- bókum Slysavarnafélagsins hafa dauðaslys við landbúnað orðið 41 á árunum 1970-1982. Um helm- ingur þessara slysa varð í sam- bandi við dráttarvélar, drifbún- aða þeirra og vélar tengdar þeim. flokki voru 272 vélar, 62 í lagi eða 22,8%, 210 fengu athugasemdir eða 77,2%. í C-flokki voru 273 vélar, 102 í lagi eða 37,4%, en 171 fékk athugasemd eða 62,6%. Flestar athugasemdirnar beind- ust að hlífum aflúrtaks, stýribún- að, hemla, stöðuhemil og ljósa- búnað, þar sem hans er krafist. Af öðrum vélum, sem skoðað- ar voru: heyvinnuvélum og vél- um við almennan búrekstur, iðn- aðarvélum, snjóblásurum o.fl., alls 2124, voru athugasemdir gerðar við 810 eða 38,1%. Oftast beindust þær að drifskaftshlífum, aflúrtaki og aflinntaki, reimh- lífum, hlífum yfir keðjudrif, net- ahlífum yfir blásara og hlífðar- svuntum á sláttuþyrlum. Þessum athugunum verður haldið áfram og í sumar eru fyrir- huguð skoðun véla á 360 býlum. -mhg Síðdegis á sunnudag varð ban- aslys á Hólmavík er 14 ára piltur varð undir dráttarvél. Pilturinn var á heimleið er dráttarvélin rann til á hálku og missti hann stjórn á vélinni sem fór út af veginum og valt. Skorð- aðist hann undir dráttarvélinni en var enn á lífi þegar að var komið. Voru þegar gerðar ráðstafanir til að flytja piltinn til Reykjavíkur með sjúkraflugi en hann lést á leiðinni. Sumarið 1983 hóf Vinnueftirlit ríkisins eftirlit með landbúnaðar- vélum. Fór það þannig fram, að dregin voru út 10% bændabýla á öllu landinu, sem voru með meira en 100 ærgildi og var miðað við hefðbundinn búskap. f úrtakinu voru 357 býli og náði skoðunin til 302 afþeiníeða 84,6%. Skoðaðar voru 863 vélar. í nýútkomnum Frey segir Guð- mundur Eiríksson hjá Vinnueft- irlitinu frá niðurstöðum þessara athugana. Dráttarvélunum var skipt í 3 flokka. í A-flokki voru vélarmeð þeim búnaði, sem kraf- ist er í reglugerð um gerð og bún- að ökutækja, auk öryggishúsa eða öryggisgrinda, og því heimilt að aka í almennri umferð. í B- flokki voru þær vélar, sem ætlað- ar eru til notkunar við bústörf utan alfaravegar, eru búnar ör- yggishúsi eða -grind en undan- þegnar kröfum um ljósabúnað. í C-flokknum voru svo húss- og grindarlausar vélar, notkunar- svið hið sama og hjá B-flokknum en stjórnendur þeirra mega ekki vera undir 16 ára aldri. í A-flokki voru skoðaðar 318 vélar. í lagi reyndust 84 vélar eða 26,4%. Athugasemdir voru gerð- ar við 234 vélar eða 73,6%. í B- Selfoss Kulda- kasti lokið Selfyssingar þurfa ekki lengur að skjálfa úr kulda vegna heita- vatnsskorts en eins og menn rekur minni til hrundi ofaní aðalholuna á jóladag. Síðastliðinn laugardag bilaði svo dæla í varaholu. Skömmu eftir miðnætti á sunn- udag var viðgerð lokið á dælu í varaholu en aðalholan er enn bil- uð. Vatnskrafturinn er því eitthvað minni en vant er en ráð- gert að viðgerð á aðalholu hefjist fljótlega. Mun ætlunin að dæla upp úr aðalholunni eða jafnvel bora hana upp aftur ef ekki vill betur til. Sundlaug Selfoss er lok- uð og verður það áfram meðan viðgerð á aðalholu stendur yfir. Þú fœrð miðana hjá umboðsmanninum og svör við spurningum: Liggur draumanúmerið á lausu? Hve mikið get ég unnið? Hve marga miða get ég fengið með sama númeri? Hvernig get ég spilað langsum og þversum? Hœkkar miðaverð aðeins um 20 kr. ? Hvenœr fœ ég vinninginn greiddan? Umboðsmenn Happdrættis Háskóla íslands 1985: Reykjavík: Aðalumboð, Tjarnargötu 4, sími 25666 Búsport, verslun, Arnarbakka 2—6, sími 76670 Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 686145 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Stokkur, bókaverslun, Kleppsvegi 150, sími 38350 Griffill s.f., Síðumúla 35, c/o Teitur Gústafsson, sími 36811 Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Rafvörur, Laugarnesvegi 52, sími 686411 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg I I, sími 27766 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2b. sími 12400 Úlfarsfell, Hagamel 67, sími 24960 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS milljón í hverjum mánuði Seltjarnarnes: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Austurströnd 3, sími 625966 Kópavogur: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Blómaskálinn v/Nýbýlaveg, sími 40980 Garðabær: Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720 Hafnarfjörður: Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, sími 54343 Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326 Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra s.f., Þverholti, sími 666620

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.