Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Borgin
Margra manna maki
Miklar mannabreytingar hjá
borginni að Markúsi öllum
Hulda Valtýsdóttir tekur sæti í
borgarráði. Margrét Einarsdóttir
tekur sæti í félagsmálaráði, og
þar verður Ingibjörg Rafnar for-
maður. Jóna Gróa tekur sæti í
fræðsluráði, Ragnar Júlíusson
verður formaður. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson tekur sæti í launa-
málanefnd, Ragnar Júlíusson
verður formaður. Hilmar Guð-
laugsson tekur sæti í fram-
kvæmdanefnd vegna bygginga
stofnana í þágu aldraðra. Þórunn
Gestsdóttir situr nú í stjórn
Reykjavíkurviku, Júlíus Hafstein
er nýr formaður samstarfsnefn-
dar um ferðamál, Ragnar Jú-
líusson situr í samstarfsnefnd
með fulltrúum Reykjavíkurpróf-
astsdæmis og Magnús L. Sveins-
son í viðræðunefnd borgarráðs og
slökkviliðsins.
Endurskipulagningu á borg-
armálaliði Sjálfstæðisflokks
eftir að Markús Orn hætti er nú
að mestu lokið. Hann sat í einum
fjórtán stjórnstöðvum borgarinn-
ar, en heldur aðeins tvemur titl-
um: varamaður í stjórn Lands-
virkjunar og fulltrúi í afmælis-
nefnd.
Jóna Gróa Sigurðardóttir
tekur sæti í borgarstjórn, en for-
seti hennar er nú Páll Gíslason.
Skipadeild Sambandsins
Foimaðurinn fær ekki frí
Sambandið meinar formanni Stýrimannafélagsins að taka þátt í gerð
kjarasamninga fyrir farmenn. Ingólfur Stefánsson: Algert einsdœmi!
Skipadeild Sambandsins hefur
neitað formanni Stýri-
mannafélags íslands sem er stýri-
maður á einu skipa félagsins um
Iályktun sem smábátaeigendur
á Seyðisfirði samþykktu á
gamlársdag skora þeir á sjávarút-
vegsráðherra að fella niður trill-
ukvótann á þessu ári.
„Héðan eru gerðir út milli 20
og 30 smábátar yfir sumarmánuð-
leyfl frá störfum til að taka þátt í
gerð kjarasamninga fyrir hönd
sinna félaga.
„Þetta er algert einsdæmi, ég
ina“, segir í ályktuninni, „og er sú
útgerð drjúgurþáttur í atvinnu og
afla á þeim tíma. Með kvótafyr-
irkomulaginu er útgerð þessara
litlu báta stefnt í mikla tvísýnu og
jafnframt boðið heim kapphlaupi
þeirra um hinn takmarkaða afla á
minnist ekki svípaðrar framkomu
hjá skipafélögunum áður og
þetta þykir mér heldur óþokka-
legt frumkvæði hjá Samband-
hverju tímabili. Með þessu er
einnig öryggi sjómanna teflt í
óþarfa tvísýnu þar sem menn eru
knúðir til að róa í misjöfnum
veðrum.“
-m
inu“, sagði Ingólfur Stefánsson
hjá Farmanna- og fiskimannas-
ambandinu í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Farmenn hafa nýlega hafið
samningaviðræður við skipafé-
lögin, en Ara Leifssyni formanni
Stýrimannafélagsins hefur af
hálfu Sambandsins verið meinað
að taka þátt í þeim viðræðum.
„Það er best að þeir skýri frá
því sjálfir hverju þeir báru við en
við tökum ekkert mark á þeim
svörum því þeir hafa nóg af
mönnum til að leysa af í slíkum
tilfellum sem þessum", sagði Ing-
ólfur.
Ekki náðist í Axel Gíslason
forstjóra Skipadeildar SÍS í gær.
-lg-
Fræðsluráð hefur enn ekki
skipað mann í stað Markúsar í
stjórn Menningarmiðstöðvarinn-
ar við Gerðuberg, en stjórnkerf-
isnefnd, sem Markús átti einnig
sæti í, hefur lokið störfum.
-m
Lækkar
bensínið?
í gær var ákveðið í viðskipta-
ráðuneytinu að fella niður 0.1%
leyfisgjald vegna innflutnings á
bensíni og olíu. Á síðasta ári nam
þetta gjald 4.6 miljónum króna.
Ættu því umræddar vörutegundir
að lækka í verði af þeim sökum.
Rétt er að geta þess að á dög-
unum hækkaði bensín án tilkynn-
inga um 10 aura vegna hækkunar
á söluskatti. -v.
Sjórinn
Burt með trillukvótann
Seyðfirskir smábátaeigendur mótmœla
Kjaradómur
Hvað segja vegfarendur?
Úrskuröur Kjaradóms um allt að 37% launahækkun
til handa alþingismönnum og æðstu embættis-
mönnum þjóðarinnar hefur vakið mikla athygli.
Niðurstaða nokkurra vikna verkfalls BSRB sl. haust
var um 23% launahækkun fyrir almenna félaga
BSRB og sama er að segja um launahækkanir
verkafólks innan ASÍ. Eflaust sýnist sitt hverjum um
réttmæti launahækkunarinnartil ríkistoppanna, og til
að grennslast fyrir um það fór Þjóðviljinn á stúfana
og innti fjóra vegfarendur álits.
-aró
Guðrún Samúelsdóttir:
Hræðilegt. Ég er nýbúin að vera í verkfalli
og berjast fyrir betri launum. Þá var álit
þeirra ekki í þá áttina að búast mætti við
þessu. Úr því að þjóðin hafði ekki efni á að
hækka kaup BSRB ætti ekki að hækka kaup
þessara manna sem einmitt eiga að vera
fyrirmynd okkar hinna.
Ingi Steinn Gunnarsson:
Mér finnst þetta forkastanlegt. Það hefði
verið nær að lækka kaup þeirra um 10%.
Slík lækkun hefði verið allt í lagi og réttlát
miðað við þá kauphækkun sem BSRB fékk
og gengisfellinguna. Þeir voru með alveg
nógu hátt kaup fyrir.
Gunnlaugur Þórarinsson:
Þetta er fáránlegt. Ég tek undir þau orð
Steingríms forsætisráðherra í Mbl. að þetta
væri óhugnaleg hækkun. Með þessu tel ég
að verið sé að gefa hættulegt fordæmi.
Veronica:
Ég skil ekki þessa ákvörðun þó ég sé ekki að
sjá eftir góðum launum handa þessum
mönnum. En það er alltof mikill mismunur
á launum almennings og æðstu embættis-
manna.
-aró
Miövikudagur 9. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3