Þjóðviljinn - 09.01.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 09.01.1985, Side 4
LEIÐARI Stefnumótun Kjaradóms: Allir fái 25-35% hækkun Þaö hefur veriö grundvallarforsenda í launastefnu stjórnvalda um árabil aö hinir lægst launuðu fengju ekki minna í sinn hlut en þeir sem væru í efstu þrepum launastigans. Ráö- herrar núverandi ríkisstjórnar hafa ítrekaö þessa stefnu hvaö eftir annaö. Ákvarðanir í launamálum ættu ekki að auka á misréttiö í þjóðfélaginu. Launastefnan væri á hverjum tíma mikilvægt tæki til jöfnunar. í vetur hafa verið haröar deilur um hlutfalls- tölu launahækkana. BSRB setti fram kröfu um 30% hækkun og stóö í sögulegu verkfalli án þess aö ná þó meiru en 20% meðaltalshækkun sem meö sérkjarasamningum getur orðið nokkrum prósentum meiri. í október og nóvem- ber voru forystumenn Sjálfstæöisflokksins og Framsóknarflokksins, þingmenn og ráðherrar, andvígir því aö hlutfallshækkun launa færi yfir 10%. Þeir voru tilbúnir aö lama starfsemi þjóö- félagsins til aö fylgja þessari stefnu eftir. Þegar niðurstaða BSRB verkfallsins lá fyrir sögöu ráö- herrar og þingmenn í forystu stjórnarflokkanna aö hækkunin væri allt of mikil. Rúmum mánuöi seinna gerast hins vegar þau tíðindi aö trúnaöardómstóll stjórnvalda, sem skipaður er sérstökum fulltrúum ríkisvalds- ins, fellir úrskurö um launakjör þeirra sem eru í efstu þrepum launastiga opinberra starfs- manna. Niðurstöður Kjaradóms eru þær aö nauðsynlegt sé aö hækka launin um 25-37% og fá þingmenn, en í þeim hópi er öll helsta forystusveit stjórnarflokkanna, mesta hækkun. Er hún nærri helmingi meiri en samiö var um í kjarasamningum viö BSRB. Þessi niðurstaða Kjaradóms felur í sér nýja stefnumótun í launamálum. Hún er staðfesting á því aö kröfur verkalýðshreyfingarinnar voru réttmætar. Laun í landinu þurfa aö hækka á bilinu 30-40%. Ef toppurinn þarf samkvæmt úrskuröi Kjaradóms aö fá 25-35% þá má ætla að um 40% hækkun sé algjör lágmarkskrafa hvaö hina lægst launuðu snertir. Þaö er athyglisyert aö Albert Guömundsson fjármálaráðherra samþykkir þessa niðurstöðu Kjaradóms í viðtölum viö fjölmiðla í gær. Hann segir í samtali viö Morgunblaöiö aö hann sjái ekki neitt óeðlilegt viö þessar launahækkanir. Ráöherrarnir og þingmenn stjórnarflokkanna ætla síöan allir að taka viö þessari 37% hækk- un. Þar með staðfesta þeir hina nýju stefnu í verki. Varla geta þeir síöan reynt að telja ööru launafólki trú um að þaö eigi svo aö fá minna. pað yröi nú meiri hræsnin. Úrskurður Kjara- dóms sýnir að forystulið ríkisstjórnarinnar hefur samþykkt aö kjarastefna verkalýöshreyfingar- innar um 30-40% hækkun var í senn eðlileg og rétt. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir í blaðaviötali í gær aö dómurinn sé enn ein staðfesting á auknu misrétti í þjóðfélaginu. Þeg- ar hæsta kaupið heföi verið hækkað meö þessu móti hlyti úrskurður Kjaradóms aö stuðla aö auknum þunga í kaupkröfum launafólks á þessu ári. Kristján Thorlacíus formaöur BSRB tók í sama streng og minnti á aö æöstu emb- ættismenn fengju nú 25-35% kauphækkun án nokkurra aðgerða en þaö heföi kostað fjögurra vikna verkfall í haust aö knýja fram 20% hækk- un fyrir aöra. Formaður BSRB benti einnig á aö athyglisvert væri að Kjaradómur tæki ómælda yfirvinnu inn í dagvinnukaupið en þaö væri oröiö eitt helsta vandamál launafólks hversu da- gvinnukaupið væri lágt. Einnig aö þessu leyti væri Kjaradómur stefnumarkandi. Kjaradómur hefur því stigiö mikilvægt skref til aö móta launastefnu ársins 1985. ór KLIPPT 0G SK0RIÐ Persónulaus styrkleiki Morgunblaöið gerir nokkurt veður út af því í leiðara í gær, að Þjóðviljinn hefur tekið að nýju upp þann sið að merkja rit- stjórnargreinar í blaðinu. Geri hinn persónulausi leiðarahöfund- ur það hið tortryggilegasta mál, þrátt fyrir að Össur Skarphéðins- son ritstjóri blaðsins hafi undir- strikað í viðtali við Morgunblaðið að engin stjórnmálaflækja lægi á bak við þessa nýbreytni og að þetta væri fyrst og fremst gert vegna óska lesenda þar um. I leiðaranum segir orðrétt: „Morgunblaðið hefur markvisst og affastheldni fylgt nafnleynd að þessu leyti. í því felst styrkur blaðsins og staðfesting á þeirri samstöðu sem einkennir og ein- kennt hefur ritstjórn þess. “ Sú var tíð, að Morgunblaðið hafði stórar áhyggjur af því kerfi sem steypir alla í sama mót. Og undarlegt má það heita að það skuli verða sérstakt tilefni til stærilætis, að í lífsviðhorfum gangi ekki hnífsblaðið á milli fjöl- margra manna á ritstjórn Morg- unblaðsins. Allir eins? En eru ritstjórnargreinahöf- undar jafn eins og þeir vilja vera láta? Auðvitað ekki. Það fer til- aðmynda ekki á milli mála, þegar ofstækisfull skrif Björns Bjarna- sonar og lærisveina hans eru í leiðurum, Reykjavíkurbréfum og Staksteinari. í slíkum skrifum má jafnvel sjá gægjast þann brodd sem lætur það jaðra við guðlast, að efast um réttmæti her- valdsins og í svoleiðis skrifum má sjá því logið upp að Þjóðviljinn hafi ekki skýra og klára stefnu til innrásar Sovétmanna í Afghan- istan. Ætli þeir Styrmir og Matthías vilji skrifa undir þann ofstopa all- an? Eða ætli Björn Bjarnason vilji skrifa undir viðhorf í Reykjavík- urbréfum Styrmis og Matthíasar, þar sem fram koma efasemdir um allt milli himins og jarðar, - (jafnvel Sjálfstæðisflokkinn) svo sem vera ber? Tilaðmynda var sagt í síðasta Reykjavíkurbréfi að engilsaxnesk menningaráhrif hefðu riðið yfir þjóðina einsog holskefla - og hætta væri á að þjóðin hætti að vera þjóð ef ekki væri snúið af braut. Ætli Björn og lærisveinar hans vilji skrifa undir þetta viðhorf? Allur gangur Annars er allur gangur á því hvernig dagblöð kjósa að haga merkingum á leiðurum. Um þrjátíu ára skeið hefur Þjóðvilj- inn merkt leiðara sína með þeirri undantekningu að í hálft annað ár eða svo hafa engar merkingar verið. Þannig er Þjóðviljinn að taka upp fornan sið í þessu efni - að ósk lesenda sinna. Og nú er svo komið að blöð einsog Washing- ton Post og Þjóðviljinn merkja leiðara sína, - en Pravda og Morgunblaðið hafa þá áfram per- sónulausa; ómerkta. Þannig eru vegir drottins ó- rannsakanlegir. Illa farið sálarlíf f slúðurdálki í ætt við þennan segir NT m.a. frá innanbúðar- ht. Arvakur, Reyk|avik. Haraldur Sveinason. Matthias Johannessen. Styrmlr Gunnarsson. B)örn B|arnason Þorb|örn Guömundsson. B|örn Jóhannsson, Arni Jöroensen. :reysteinn Jóhannsson. ^agnús Finnsson. 'igtryggur Sigtryggsson. tgúst Ingl Jónsson aldvin Jónsson. Æ&rr siml 10100 Auglysingar: nglan 1. siml 83033. Asl lausasölu 25 kr. eintaki J jslenska aettbáiT* /ÆSS!«£«5* ■ ■jsw*** h,r"Ui,)ur " IHkiJ‘r\kuliáinliíVi,ndi I A'iSíSÍfi/* I • " • ’L A’ V, ""KKÚI,. •" Un'niðtl K,r.... hc""utn,iiZ T*""'""'!) k.iu/i;,,'J" “Wuí/.,/ 'u "' "g iii ,.' ‘""Kinrf Un:/vss .r r f-s/e/ia■ .. n un/túnhrr, 1 UPP tir l T'nu ^ 5^'* j a cr h ilutn. tir ,nitr Mcfn-. i*Urinn i 1 hwíh'""TC.....l_______________________ arflokksins lítur með öðrum orð- um á það sem mannúðarmál. að Ónothæfur í ríkisstjórn í leiðara málgagns forsætisráð- herra eru Sjálfstæðisflokknum ekki vandaðarkveðjurnar: „Þetta margbrotna bákn, Sjálfstœðis- flokkurinn verður á einhvern hátt að leysa sín innanbúðarmál. Fyrr verður hann ekki nothæfur í stjórnarsamstarf sem leitt getur þjóðina með gætni og af viti upp úr þeim efnahagslega öldudal sem hún hefur verið Hér er um tímamótayfirlýsing- ar að ræða. f fyrsta lagi viður- kennir málgagn forsætisráð- herra, að ríkisstjórnin hafi verið „ónothœf' - og skellir skuldinni á samstarfsflokkinn. í öðru lagi hafa aðal stjórnmálaskríbentar blaðsins einsog Baldur Kristjáns- son ekki minnstu trú á að boðað- ar breytingar á ríkisstjórninni verði að veruleika. Eggjahljóð í Framsókn Allt þetta eru hefðbundin merki þess að Framsóknarforyst- an er farin að sjá fram á kosning- ar. Meira að segja eru þeir farnir að vera með áróður á Tímanum einsog hjá Þórarni í gamla daga; fréttin í fyrradag um að Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn væru að velta fyrir sér samstarfi. Og eins- og áður þegar eggjahljóðið er komið í Framsókn er hafin stór- sókn á hendur samstarfsflokkn- um, sem er höfundur allra mis- taka í ríkisstjórninni. Framsókn kom þar hvergi nærri. Allt veit þetta á kosningar með vorinu. -óg DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulitrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljóamyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaemdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Sfcrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýslngastjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Slmavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmaaður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innhaimtumann: Brynjótfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, siml 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Varð I lausasölu: 30 kr. Sunnudagavarð: 35 kr. ^•krtft^varð á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.