Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 11
________________VIÐHORF____________
Ungt fólk og Alþýðubandalagið
eftir Sigurð Einarsson
Fimmtudaginn 3. jan. sl. birtist
hér í Þjóöviljanum grein eftir
Kristínu Sævarsdóttur með-
stjórnanda í Flokki mannsins.
Eftir því sem ég kemst næst mun
hún vera fyrrverandi varafor-
maður Félags ungra Framsóknar-
manna í Hafnarfirði. Þó það
komi ekki beinlínis málinu við,
segir það okkur heilmikið um
hennar persónulegu reynslu af
starfi í stjórnmálaflokki (og ekki
nema von að hún yfirgæfi þennan
flokk). Hins vegar kemur fram í
greininni ótrúleg skammsýni og
fullyrðingar sem ég tel vert að
gera nokkrar athugasemdir við.
Æskulýðsfylkingin
Kristín heldur því fram að unga
fólkið og konurnar geri lítið ann-
að en að „mæna upp til öldung-
anna, bíða eftir fyrirskipunum,
raða stólum og baka kleinur".
Svona er nú ekki fyrirkomulagið
hjá okkur í Æskulýðsfylking-
unni. Ég get frætt Kristínu á því
að Æskulýðsfylkingin er sjálf-
stæð fylking sem hefur sitt eigið
landsþing og tekur allar sínar
meiri háttar ákvarðanir á því
þingi. Þingið okkar tekur ákvörð-
un um það hverjir eiga að sitja í
forystusveit fylkingarinnar,
hverjir eiga að bera ábyrgð á hin-
um ýmsu nefndum á vegum
hreyfingarinnar, hverjir eiga að
sitja í miðstjórn flokksins, og fl..
Allt þetta er gert án samráðs við
forystusveit flokksins. Þetta er
okkar verk og okkar ákvörðun.
Og ekki veit ég betur en að for-
ystumenn flokksins hafi stutt
okkur eins og mögulegt er.
Kristín leggur til að ungmenna og
kvennahreyfingar flokkanna
verði lagðar niður. Til að vera
stuttorður (greinin má ekki vera
of löng, það verður víst að vera
pláss fyrir kúltúrinn í blaðinu),
vísa ég á 15 ára reynslu AB, í því
að hafa enga Æskulýðsfylkingu,
og núna 3 síðustu árin sem Æsku-
lýðsfylkingin hefur starfað. Með
kvennafylkingu get ég einnig
bent á reynslu síðustu 15 ára. Það
á eftir að koma meiri reynsla af
starfi kvennafylkingarinnar, en
það sem komið er sýnir að full
þörf er á slíkri hreyfingu. Svona
hreyfingar stuðla ekki að mismun
heldur þvert á móti hefur þetta
fyrirkomulag eflt sjálfstraust
margra í hreyfingunni, veitt þeim
félögum sem í þeim starfa
ómetanlegan skóla, sem hefur
komið að miklu gagni síðar meir.
Niðurstaðan er sem sagt sú að
það er nauðsynlegt fyrir ungt fólk
að hafa sína eigin hreyfingu þar
sem það ræðir þá málaflokka sem
það hefur mestan áhuga á. Ýmsar
aðrar fullyrðingar sem koma
fram í grein Kirstínar nenni ég nú
ekki að eltast við, enda vandamál
sem eru mér óþekkt sern félaga í
Æskulýðsfylkingunni (hlýtur að
vera Framsóknarvandamál), t.d.
tunglferðir og öldungatal. Hins
vegar get ég bent henni á það að
formaður Alþýðubandalagsins er
aðeins 13 árum eldri en ég, og
yngsti þingmaður AB er tveimur
árum eldri. En þess má geta að ég
er félagi í ungliðahreyfingu
flokksins, og sama er að segja um
yngsta þingmanninn okkar.
Pjóðfélags-
umbrot
Hin síðari ár, sem hafa verið
töluverðir umbrota og óvissutím-
ar, hafa komið fram ýmis
stjórnmálaöfl, sterk og veik. Sum
þessara afla hafa náð inn þing-
manni, en við það lengjast lífdag-
ar þessara samtaka og eða
flokka. En flest þessara samtaka
ná engum þingmanni, þannig að
dauðdagi þeirra verður hávaða-
minni. (Síðasta andlátið sem ég
heyrði var að samtökin hans
Albaniu-Valda voru búin að gefa
upp öndina reyndar var ég búinn
að bíða dálítið lengi eftir því and-
láti. Nú bið ég bara eftir að
sveinninn fari að ganga í Alþýðu-
bandalagið). Þessi samtök eiga
það sammerkt að hafa lausnina á
öllum vandamálum, pennastriks
aðferð er greinilega í hávegum
höfð hjá þessu fólki. Það spretta
upp flokkur mannsins, flokkur
konunnar, flokkur á móti kerfi.
En nýjasta aðferðin er bara að
kjósa nýjan formann og hókus
pókus það er kominn nýr flokk-
ur, en það mun vera í annað sinn
á 8 árum að flokkurinn verður
nýr. Sé litið yfir hugmyndafræði
þessara flokka svona í grófum
dráttum kemur ýmislegt sérk-
ennilegt í ljós. Flokkur mannsins
sem á víst rætur sínar að rekja til
Argentínu. Þar mun einhver
maður, sem ég man nú ekki nafn-
ið á, hafa fundið það upp að til að
leysa öll vandamál heimsins væri
bara að biðja valdamenn
heimsins að fara frá. Það á sem
sagt að segja við menn eins og
Pinochet í Chile; þar sem þú ert
kominn með magasár og harðlífi
ætlum við að vera svo góð að
leyfa þér að fara frá og leyfa þér
aðfaraágrasahæli. Nú.konurnar
taka svolítinn annan pól í hæðina.
Þær segja „setjum konur í allar
áhrifastöður í þjóðfélaginu og þá
munu öll vandamál þjóðfélagsins
hverfa eins og dögg fyrir sólu“.
Að þeirra mati eru engar stéttir
til í þjóðfélaginu og setja þar af
leiðandi allar konur undir einn og
sama hatt. En þetta er hug-
myndafræði sem þjónar aðeins
einum aðila í þessu landi, en það
er auðvaldinu. Bandalag jafnað-
armanna er nú hálf skrítinn
flokkur. Þeir eru nefnilega með
kerfið á heilanum. Ekki getur
maður lesið eða heyrt í neinu af
þessu fólki, nema heyra minnst á
kerfið, kerfið, útrýma kerfinu og
þá lagast allt, með einu penna-
striki. Stundum finnst manni eins
og frjálshyggjugaurarnir hjá
íhaldinu séu að gaspra. Enda
munu þeira hafa áþekka hug-
myndafræði. Sá nýjasti og kannki
sá kjánalegasti af þessu öllu er
hinn nýi formaður Alþýðuflokks-
ins. Þetta mun vera í annað sinn á
8 árum að reynt sé að gera ein-
hverja andlitslyftingu á þessum
flokki. Vilmundur heitinn talaði
um nýjan flokk á gömlum grunni.
Jón Baldvin talar um „vinstra
megin við miðju“ en sú miðja get-
ur auðvitað verið í miðjum Sjálf-
stæðisflokknum. Hann (ekki
flokkurinn) boðar róttæka um-
bótastefnu innanlands, en íhalds-
sama utanríkispólitík. Sem sagt,
hann reynir að taka verkalýðs-
sinnaða afstöðu innanlands en
um leið og hann er kominn upp á
Miðnesheiði gerist hann liðh-
laupi, gengur í lið með óvini al-
þýðu allra landa. Það vita náttúr-
lega allir hvað á að gera við liðh-
laupa og tækifærissinna.
Unga fólkið
og AB
Æskulýðsfylking Alþýðu-
bandalagsins hefur ekki aðeins
sannað tilverurétt sinn heldur
einnig sýnt fram á að hreyfing
ungs fólks er nauðsynleg flokkn-
um. Enginn flokkur nema AB
getur státað af því að ungt fólk í
hundraða vís hefur fylkt sér um
Æskulýðsfylkinguna, og vil ég að
lokurn skora á það unga fólk sem
ekki hefur nú þegar fylgt sér um
Æskulýðsfylkinguna að koma til
starfa með okkur, oft er þörf en
nú er nauðsyn.
Sigurður Einarsson er félagi i
Æskulýðsfylkingu Alþýðubanda-
lagsins.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
hefur ekki aðeins sannað tilverurétt
sinn heldur einnig sýnt fram á að
hreyfing ungs fólks er nauðsyn flokknum
FRÁ LESENDUM
Nató og íslensk framtíð
Pierre Trudeau, fyrrverandi
forsætisráðherra Kanada, sem
tók við stjórnartaumunum 1968
eftir Lestger B. Pearson, tamdi
sér enga launkofa-pólitík, enda
var hann oft opinskár og djarf-
mæltur í ræðum sínum. Kjörorð
stjórnartímabils hans var réttlátt
þjóðfélag (just society).
Eftir að vera kominn á eftir-
laun hefir hann haldið upptekn-
um hætti og leyst frá skjóðunni.
Þannig sagði hann nýverið frá
toppfundum NATO frammi fyrir
amerískum tilheyrendum. Kom
þar m.a. fram, að Ameríkanar
nota NATO sem átyllu, til þess
að halda uppi mannfrekum her-
stöðvum víðsvegar í Evrópu.
Eftir 16 ára innanbúðar
reynslu geti hann fullyrt, sagði
Trudeau, að í þeim herbúðum
beinist athygli meir að lit her-
mannabúninga en að heimsfriði.
Stjórnarherrar hittist, til þess að
halda einhverjar ræður, sem
samdar séu af ráðgjöfum þeirra
og fj alli um það, að best sé að láta
allt sitja við það sama, sem sagt
eilífur status quo.
„Stjórnmálamenn hafa fyrrum
staðhæft, að styrjöld sé of viður-
hlutamikið mál til að vera eftir-
látin hershöfðingjum einum sam-
an; nú láta þeir svo sem friður sé
of torsóttur til þess að vera eftir-
látinn þeim sjálfum". - í stjórn-
artíð Trudeaus var loka-
yfirlýsing NATO-ráðstefnu
auðvitað fullsamin og frá gengin
áður en fundir yfirleitt hófust; og
allar tilraunir til að véfengja hana
mættu sterkri mótspyrnu. „Og þá
stígur fram svona oflátungur eins
og Caspar Weinberger (hermála-
ráðherra Bandaríkjanna) og
segir; „Heyrið þér nú, við erum
önnum kafnir vegna Sovétríkj-
anna og allra annarra heims-
hluta; troðið þér nú ekki upp og
ruglið fyrir okkur öllum hand-
kortum!“
Ætla mætti, að taka bæri tillit
til næststærsta lands heimsins,
Kanada. En svo erekki. Hér ríkir
algjört gjörræði valdasjúkra
hershöfðingja og hermálasér-
fræðinga undir forystu USA.
NATO er orðið að hernaðar-
bandalagi, sem fyrst og fremst
gætir hagsmuna Bandaríkjanna.
Herseta í framandi löndum þjón-
ar eingöngu þeim tilgangi. Island
er þar vissulega engin undan-
tekning.
Amerísk framtíð á íslandi, í
vígaböndum NATO, er í raun-
inni hrollvekjandi tilhugsun.
Auðvelt er með ginningum að
lama mótstöðuþrek lítillar, ein-
angraðrar eyþjóðar við nyrstu
höf. Neyslufárið er fyrsta stig. f
kjölfar hennar siglir mikil skulda-
söfnun. Annað stig er hremming
alþjóðlegra auðhringa. Þriðja
stig er afsiðun óábyrgra
stjórnmálamanna. Þegar svo er
komið, verður skammt til al-
gjörrar upplausnar. Þá rekur ey-
lendan fyrir straumi og vindum,
þakin vígabröndum, vopnum og
atómsprengjum.
En svo lengi sem friður helst er
tækifæri til afturhvarfs, alvar-
legrar íhugunar um aðsteðjandi
háska, einlægrar ákvörðunar um
breytta stefnu, hingað og ekki
lengra. Þrautin sú er oft þygst: að
skilja virkileikann. Virkileiki
fyrir tilveru þjóðar er ekki hlað-
inn hermönnum og vopnum, ekki
búinn arðrænandi stóriðju, ekki
krýndur ofurneyslu og skulda-
konungum ríkisbanka og ríkis-
fjárhirslu, ekki kappsetinn af inn-
flutningsflóði óþurftarmuna. -
Mótsetning við þessa þykjustu
óráðvandrar mikilmennsku, er
þrífst utan við þann virkileika,
sem hæfir ungu, lítt reyndu lýð-
veldi, er sú leið afturhvarfs, sem
til bjargar mætti verða. Sá virki-
leiki stendur í samræmi við þau
skilyrði, sem landið býður íbúum
sínum, náttúruauðlegð þess og
framleiðslu, án hersetu, án sjúk-
legrar neyslugræðgi, án yfirdrif-
innar stóriðju, án sívaxandi
skuldabyrði. Þá getur upp risið
eðlilegt þjóðlíf með stolti og reisn
þegna, sem una glaðir við sitt,
elska sína ættjörð og sjá mestan
sóma sinn í því, að hagur hennar
sé ætíð sem blómlegastur. Þá
blasir við íslensk framtíð.
Miðvikudagur 9. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11