Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Prófasýning og afhending einkunna í dagskóla veröur í dag kl. 13.00. í öldungadeild á morgun, 10. janúar kl. 15.00. Kennarafundur 10. janúar kl. 15.00. Braut- skráning stúdenta veröur laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Upphaf kennslu verðurauglýst í dagblöðunum um helgina. Rektor Frá Flensborgarskóla Stundatöflur fyrir vorönn veröa afhentar í skólanum föstudaginn 11. janúar kl. 10.00. Skólameistari Starfskraftur - lögfræðiskrifstofa Lögfræöiskrifstofa óskar eftir starfskrafti. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst, vera tölu- glöggur og hafa vald á bókhaldi, auk hæfni til annarra venjulegra skrifstofustarfa. Einhver tölvukunnátta æskileg. Stundvísi og reglu- semi áskilin. Eiginhandarumsóknir leggist inn á auglýs- ingadeild Þjóðviljans fyrir 14. janúar n.k. merkt „Töluglöggur starfskraftur". Fundarboð Aöalfundur Stálfélagsins h.f. veröur haldinn fimmtudaginn 24. janúar 1985 á Hótel Esju og hefst kl. 18.30. Dagskrá samkvæmt 17. gr. samþykkta félagsins. Lagabreytingar. Til þessa fundar er boðaö í staö aðalfundar, sem halda átti 18. desember 1984 og ekki varö lögmætur vegna ónógrar fundarsóknar. Reykjavík 7. janúar 1985. Stjórnin. Ðygging á Landspítalalóð Tilboð óskast íjarövinnuframkvæmdir 1. áfanga bygg- ingar K á Landspítalalóð. Helstu magntölur: Losun á klöpp ca. 16.000 m3 Uppgröftur alls ca. 18.000 m3 Verkinu skal að fullu lokiö 15. júlí 1985. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk., gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboö verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 29. janúar 1985, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍM> 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Styrkir til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn- um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferðar 1985. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda ís- lendingum að ferðast til Noregs. ( þessu skyni skal veita viður- kenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til' Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk- hæfir af öðrum aðilum." i skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til- greina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnaráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1985. AB Húsavík Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. janúar nk. í Félagsheimili Húsa- víkur kl. 20.30. Rætt um vetrarstarfið en einnig mun Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kynna stöðu landsmála. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Fundir veröa í Alþýðubandalagsfélögunum á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Suður-Þing. miðvikudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Barnaskólanum Reykjahlíð. Húsavík fimmtudaginn 10. janúar í Félagsheimilinu kl. 20.30. Við Öxarfjörð föstudag 11. janúar kl. 20.30 á Kópaskeri. Raufarhöfn laugardaginn 12. janúar í Félags- heimilinu. Þórshöfn sunnudaginn 13. janúarkl. 14.30 í Félagsheimilinu. Dal- vík mánudaginn 14. janúar kl. 20.30. Ólafsfjörður þriðjudag 15. janúar kl. 20.30. Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundina. Allt stuðningsfólk velkomið. Alþýðubandalagið. A ustur-Skaftfellingar Almennur fundur Á almennum fundi, sem haldinn verður í Sindrabæ Höfn í Horna- firði laugardaginn 12. jánúar kl. 15.00 - klukkan þrjú - hafa fram- sögu: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sem fjallar m.a. um sþurninguna: Verða kosningar í vor? Gerður G. Óskars- dóttir kennari sem ræöir um stöðu kvenna við lok kvennaáratugar. Áfundinn koma einnig alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandaiagið Bæjarmálaráðsfundur ABK Fundur verður haldinn í dag miövikudag 9. janúar kl. 17.30. Dag- skrá 1) Jafnréttismál. 2) Atvinnumálanefnd. 3) Önnur mál. Ath. breytingar á fyrri dagskrá. Stjórnin. Borgarmálaráð AB Fundarboð Fulltrúar borgarmálaráðs eru boðaðir til fundar kl. 17.00 í dag (mið- vikudaginn 9. janúar) að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar 1985.2) Önnur mál. Athugið: Fundurinn er öllum opinn! Formaður. 1X2 1X2 1X2 19. leikvika - leikir 5. janúar 1985 Vinningsröð: X21-21X-XXX-21Xx 1. vinningur: 12 réttir, kr. 342.765.- 59972(4/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 3.865.- 9282+ 40211+ 52105 56743+ 63772 91962 35179(2/11) 14688 40350+ 52602+ 56746+ 85516 95085 59269 2/11) 36388+ 45830 55059 58050 85608 95133 úr 18 viku' 36385+ 49656+ 56428+ 59207 87608+ 182377 61192+ 40128 49769 56495 59721 88205 Kærufrestur er til 28. janúar 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Sjúkraliðaskóli íslands Nýir nemendur verða teknir inn í skólann í byrjun mars 1985. Umsóknareyðublöð um skólavist liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, milli kl. 10 og 12. Umsóknir skulu berast fyrir 26. jan! n.k.. Skólastjóri. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Elínborg Guðbjarnadóttir Hátúni 12 áður Solbakka við Laugalæk verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. janú- ar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson Guðný Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir tengdabörn og barnabörn. BRIDGE Aðeins 3 pör komust í 4 spaða í Reykjavíkurmótinu í þessu spili: (no. 21). Á104 K873 Á965 73 Á98 62 32 DG1087 KDG2 106 10765 KD42 DG95 K4 Á9854 G3 Það voru: Jón Hjaltason- Hörður Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson-Þórarinn Sigþórs- son og Ólafur Lárusson- Sigtryggur Sigurðsson. Þeir Jón og Hörður fengu topp- inn þegar Hörður fékk 11 slagi. Hvernig það er hægt er víst flest- um hulið. Sennilega hefur komið tígulkóngur, sem fengið hefur að eiga slaginn, tíguldrottning (tían í) drepið á ás, spaða spilað tvisvar, tíguláttunni spilað, litið og laufi hent, tígulníu, gosi og trompað og þriðja laufinu verið hent í fimmta tígulinn og laufagosinn trompað- ur I borði. Þetta er eina leiðin (óleiðin) til að nálgast það að fá 11 slagi. Á flestum borðum var spilaður spaðabútur. Á þremur borðum var spilið passað niður og á 5 borðum „stálu“ A/V samningn- um, í hjarta eða laufi. SKÁK i endatafli er oft talað um mis- lita biskupa sem grundvöll fyrir sáttaumleitanir. í miðtafli geta þessir sömu biskupar oft þýtt hið gagnstæða, því að sá aðilinn sem er í sókn telst í raun oft manni yfir: andstæðingurinn hefur ekki mann til þess að sporna við hon- um. i okkar tilfelli er um hvítu reitina að ræða. Staðan kom upp í skák milli Petrosjans og Moldag- alijev í Moskvu árið 1969. Sökum fyrrgreindra ástæðna getur Petrosjan (hvítur) óhindrað ráðið hvítu reitunum umhverfis kóng svarts og fléttaði 1. Hh8+! Kxh8 2. Dh5+ Kg8 3. Be6+ Kf8 4. Df7 mát. MINNIM. NHMÓHUK ÍSI.EN/K l( \li U.I-SlM SIGKliS SIGURHJARTAHSON Minninj’arkortin eru tilsölu ú eftirtöldurn stödum: fíókubúd Múls og menningar Skrifstofu A Iþýðubandulugsins Skrifstofu PjóðvUjuns Munið söfnunarútuk I Sigfúsarsjóð vegnu flokksmiðstöðvar A Iþýðubandalagsins UMFERÐIN -VIÐ SJÁLF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.