Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti - 1. d. karla Fyrstir til að sigra Val - úrslit 19-15 Besti leikur Víkinga í vetur Víkingar eiga enn von um að hreppa íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir óvæntan en sanngjarnan sigur á Val, 19-15, í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap Valsara í deildinni í vetur og dýr- mæt stig sem þeir misstu þarna í toppbaráttunni. Það var greinilegt strax í byrj- un leiks að Víkingarnir ætluðu að selja sig dýrt, vörn þeirra var geysisterk og markvarsla Ellerts Vigfússonar var mjög góð. Þeir komust í 4-2, Valsmenn jöfnuðu 6-6 en fimm síðustu mörk hál- fleiksins voru eign Víkings. Btyndís byrjar vel Eins og við sögðum frá í gær dvelja þrjár íslenskar stúlkur hjá ítölsku 1. deildarliði í knatt- spyrnu með það fyrir augum að leika með því á komandi keppnis- tímabili. Bryndís Valsdóttir er ein þeirra og hún byrjar mjög vel - í fyrsta leiknum með Napoli, æf- ingaleik nú á dögunum, skoraði hún 2 mörk í 6-0 sigri. -VS Valsmenn voru öllu grimmari fyrri hluta seinni hálfleiksins, minnkuðu muninn í 13-11. Vík- ingar gáfu sig þó ekki og í lokin var fjögurra marka munur á lið- unum. Ellert Vigfússon átti stórleik í marki Víkings og þá var Þorberg- ur Aðalsteinsson aðalsprautan í sóknarleiknum. Þessi leikur var óumdeilanlega besti leikur Vík- ings á keppnistímabilinu, allir leikmenn liðsins börðust vel og það eina sem hægt var að setja út á leik liðsins var það að sóknarl- eikurinn var ekki alltaf nægilega beittur. Einar Þorvarðarson sýndi snill- darmarkvörslu og hinn „síefni- legi“ Jón Pétur Jónsson sýndi góða takta. Vörn þeirra var sterk en sóknarleikurinn datt oft niður á lágt plan. Mörk Víkings: Þorbergur 7/1 v, Viggó Sigurðsson 4/4v, Karl Þráinsson 2, Hilmar Sigurgíslason og Steinar Birgisson 2, Guð- mundur Guðmundsson og Einar Jóhann- esson 1. Mörk Vals: Jón Pótur 4, Jakob Sigurðs- son 3, Valdemar Grímsson 3/3v, Júlíus Jónasson og Þorbjörn Guðmundsson 2, Geir Sveinsson 1. Dómgæsla þeirra Guðmundar Kolbeinssonar og Þorgeirs Páls- sonar var þokkaleg í fyrri hálfleik en í þeim seinni misstu þeir öll tök. -Frosti. Hörður Harðarson KR-ingur ógnar Stjörnumarkinu - -eik. Magnús Teitsson og Guðmundur Þórðarson eru til varnar. Mynd: Handbolti - l.d.karla Stjaman náði jöfnu Úrslit 19-19. KR betra af tveimur slökum England Sætt hjá Darlington Darlington, sem leikur í 4. deild ensku knattspyrnunnar, vann í gærkvöldi sætan sigur á hinum kunnu nágrönnum sínum, Middlesboro. Leikurinn var í 3. umferð bikarkeppninnar og sig- raði Darlington 2-1. Þegar staðan var 2-0 og stutt eftir réðust fylgis- menn „Boro“ inná völlinn og lög- regla var 10 mínútur að koma þeim í burtu. Við stjórnvölinn hjá Darlington er Cyril Knowles sem um árabil lék með Totten- ham og hans menn fá utan- deildaliðið Telford í heimsókn í 4. umferð. Aðeins einn annar leikur gat farið fram í gærkvöldi vegna frostharkanna á Bretlandseyjum. Grimsby vann Notts County 4-2 og leikur við 1. deildarlið Wat- ford á heimavelli í 4. umferð. -VS „Skyldi Stjörnuhrapið halda áfram í kvöld,“ var sagt við undirritaðan áður en leikur KR og Stjörnunnar hófst í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Það stöðvaðist að háifu leyti, liðin skildu jöfn, 19-19, í lélegum leik sem þó varð spennandi í lokin. Stjarnan komst aldrei yfir í leiknum, KR leiddi 12-8 í hálfleik, en Guðmundur Þórðarson jafn- aði með glæsimarki rúmri min- útu fyrir lcikslok, KR mistókst skot þegar 10 sek. voru eftir en Stjörnumenn klúðruðu hrað- aupphlaupi og leikurinn var úti. Knattspyrna Magnús hættir Magnús Bergs landsliðsmaður í knattspyrnu hefur ákveðið að hætta í atvinnumennskunni, og knattspyrnunni yfirleitt, 28 ára gamall. Það er bæði af persónu- / kvöld Handbolti Áttundu umferð 1. deildar karla lýkur í kvöld. Tveir leikir eru á dagskrá og hefjast báðir kl. 20. í Hafnarfirði fá FH-ingar ört vaxandi lið Þróttar í heimsókn og í Vestmannaeyjum mætast tvö neðstu liðin, Þór Ve. og Breiða- blik. Körfubolti í Keflavík verður háður leikur í bikarkeppni meistarflokks karla í kvöld. B-lið Keflvíkinga fær þar sterka andstæðinga, lið númer tvö í úrvalsdeildinni, Hauka. Leikurinn hefst kl. 21. legum ástæðum og vegna meiðsla. Magnús hefur í vetur leikið með Eintracht Braun- schweig í vestur-þýsku Bundes- ligunni og verður þar til vorsins en lék áður með Racing Santand- er á Spáni, Tongeren í Belgíu og Borussia Dortmund í V.Þýska- landi, en var leikmaður með Val áður en hann hélt utan. -VS V. Pýskaland Essená toppinn Alfreð Gíslason og félagar í Essen náðu forystunni í vestur-þýsku Bundesligunni í handknattleik um helgina með því að sigra Reinfusche Berlin 15-14. Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum og Essen er nú á ný komið í efsta sæti deildar- innar með 15 stig en Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnarssonar, er í öðru sæti með 14 stig. Þvílíkur reginmunur á þessum liðum síðan þau mættust í byrjun íslandsmótsins. Þá var Stjarnan virkilega sterk og vann yfirburða- sigur. Nú er sem allt annað lið klæðist bláa búningnum. KR- ingarnir eru á rólegri uppleið og voru skárra liðið af tveimur slökum í gærkvöldi. í heild ein- kenndist leikurinn af slæmum mistökum og þau voru öllu meira áberandi hjá Stjörnunni. KR- ingar virkuðu lengst af frískari og áhugameiri, og daufleiki Garð- bæinga kom því meir á óvart vegna þess hve leikurinn var mikilvægur. Barist um sæti í efri hlutanum. Leikur Stjörnunnar var þung- lamalegur og tilþrifalítill, sóknin oft á tíðum ráðlítil og markvarsl- an slök þartil Brynjar Kvaran hrökk í gang í seinni hálfleiknum. Guðmundur Þórðarson var besti maður liðsins, í sókn og vörn. Páll Björgvinsson þjálfari KR átti ágætan leik og bindur liðið vel saman, og hefur bara náð merkilega miklu útúr því miðað við mannskap. Annars var meðalmennskan í fyrirrúmi - varnarleikurinn þó góður. Jakob Jónsson og Ólafur Lárusson voru skotgráðugir með afbrigðum og nýtingin hjá þeim sennilega 10-20 prósent. Mörk KR: Páll 5, Ólafur 3, Jóhannes Stefánsson 3, Haukur Geirmundsson 3 (1 v), Jakob 2, Friörik Þorbjörnsson 2 og Hörður Haröarson 1 Mörk Stjörnunnar: Guömundur Þ. 7 (2v), Sigurjón Guðmundsson 4, Eyjólfur Bragason 3, Hermundur Sigmundsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2 og Magnús Teits- son 1. Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson dæmdu ekki vel. Láir þeim þó enginn að smit- ast af leikmönnunum. -VS Staðan í 1. deild karla í handknattleik eftir leikina í gærkvöldi: FH..............7 6 1 0 185-155 13 Víkingur........7 3 2 2 170-163 8 Valur...........6 3 2 1 147-119 8 KR..............6 3 1 2 128-116 7 Þróttur.........7 2 2 3 163-175 6 Stjarnan........8 2 2 4 171-181 6 ÞórVe...........6 2 0 4 125-144 4 Breiðablik......7 1 0 6 141-177 2 Markahæstir: Kristján Arason, FH............52 Þorbergur Aöalsteinsson, Vík...47 GuðmundurÞórðarson, Stjörn......44 Björn Jónsson, Breiðabliki....41 Hans Guðmundsson, FH............40 Innanhússknattspyrna Þór í karlaflokki KA í kvennaflokki Þór varð Akureyrarmeistari í meistaraflokki í karla í innan- hússknattspyrnu um áramótin, vann KA 2-1 í úrslitaleik. Nói Björnsson og Bjarni Svein- björnsson skoruðu fyrir Þór en Hafþór Kolbeinsson fyrir KA. KA hafði sigrað Vask 7-4 og Þór marið sigur á Vaski, 6-5, og skorað þar sigurmarkið á síðustu stundu. í meistaraflokki kvenna snerist dæmið við, KA vann Þór 5-4, og það þó Þórsstúlkurnar kæmust í 4-1. KA jafnaði og skoraði síðan sigurmark í framlengingu. K&H/Akureyri Körfubolti Stórsigur ÍS á KR! íslandsmeistarar ÍS gerðu sér allt í hörkukeppni milli Hauka og lítið fyrir og unnu stórsigur á KRummeistaratitilinn. KRvann toppliði KR, 60-40, í 1. deild sigur á ÍS rétt fyrir jólin, 51-46. kvenna í íþróttahúsi Kennarahá- Staðan í 1. deild er þessi: skólans í fyrrakvöld. IS lék mjög KR.......9 7 2 429-352 14 vel og var vel að sigrinum komið. Haukar...8 6 2 320-287 12 Kristín Magnúsdóttir skoraði 15 ||........| \ s 318-336 8 stig fyrir ÍS og Helga Friðriks- Njarðvik.im . .....7 0 7 175-328 0 dóttir 13 en systurnar Linda og Fiest bendir til þess að Kefla- Erna Jónsdætur skoruðu flestöll víkurstúlkurnar taki sæti ná- stig KR, Linda 18 og Erna 15. granna sinna úr Njarðvík í 1. A sunnudagskvöldið unnu deild. Þær eru efstar í 2. deild og Haukastúlkurnar sigur á 1R, 42- unnu stórsigur á ÍA um helgina, 37, og hafa því tapað jafnmörg- 96-25. um stigum og KR. Það stefnir því _yg Miðvikudagur 9. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Víkingar eiga von!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.