Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 7
Vörubifreiðastjórar
fékk vegagerðina undir Enni,
hefur það haft alla vegagerð og
viðgerðir, nær hverju nafni sem
þær nefnast fyrir sig og vörubif-
reiðastjórar í Ölafsvík, sem eru 7,
ekkert fengið þar að gera. Þá
sagði hann að það hefði verið
mjög slæmt að Vegagerðin boð-
aði það ekki með fyrirvara að
bjóða ætti út þessa vinnu. Margir
sem höfðu treyst því að fá þessa
vinnu áfram, hefðu verið búnir
að endurnýja vörubíla sína. Nú
sitja þessir menn uppi með ný og
mjögdýr tæki, sem ekkert er fyrir
að gera og það sem verra er, eng-
in leið er að losna við. Þetta á
ekki bara við á Snæfellsnesi held-
ur út um allt land. Á mörgum
stöðum hafa menn með lítil þung-
avinnutæki haft nokkra atvinnu
hjá Vegagerðinni. Nú gildir það
sama með þá og vörubifreiða-
stjórana, þeir fá enga vinnu fyrir
þessi tæki og geta heldur ekki
losnað við þau.
Þá benti Rúnar á, að sú þróun
að stór verktakafyrirtæki, sem
koma úr Reykjavík útum landið
til vegagerðar og annarrar mann-
virkjagerðar, leiddi til þess að
minna yrði eftir að peningum í
sveitarfélögunum útum iand.
Þessi stóru fyrirtæki greiða útsvar
í Reykjavík, en heimamenn sem
áður höfðu þessa vinnu, greiða
að sjálfsögðu minna útsvar til
sveitarfélaganna en áður. Þessi
þróun ýtti einnig undir menn að
flytjast burt af landsbyggðinni.
„Ég fæ ekki betur séð en að
þetta sé einn liðurinn í þeirri
stefnu núverandi ríkisstjórnar að
selja öll ríkisfyrirtæki, bjóða alla
opinbera vinnu út og þar með að
„Sá siður sem Vegagerð ríkis-
ins hefur tekið upp að bjóða út
allavegagerðog meiriháttar
vegaviðgerðir hef ur orðið til
þess að vörubifreiðastjórar
útum allt land eru að gefast
upp. Vegavinna hefur um ára-
tuga skeið verið uppistaðan í
atvinnu vörubifreiðastjóra hér
á landi og þá alveg sérstak-
lega úti á landsbyggðinni.
Þegar svo þessi vinna dettur
algerlega niður, þá er ekkert
til þess að taka við hjá okkur“,
sagði Rúnar Benjamínsson
vörubifreiðastjóri í Ólafsvík.
Rúnar er að gefast upp, hefur
lagt vörubifreið sinni og sett bíl-
inn á söluskrá, búinn raunar að
vera með hann þar lengi, en að-
eins einn aðili hefur spurst fyrir
um bílinn, þannig að ljóst er að
nær ógerningur er fyrir vörubif-
reiðastjóra að losna við tæki sín,
enda ekkert fyrir þau að gera.
Undir venjulegum kringum-
stæðum sagði Rúnar að vörubifr-
eiðastjórar hefðu atvinnu í 5-6
mánuði ársins hjá Vegagerðinni.
Árið 1984 sagðist hann aðeins
hafa haft vinnu í einn mánuð og
þannig væri með flesta vörubif-
reiðastjóra á Snæfellsnesi. Hann
sagðist vita að ástandið væri mjög
svipað víðast hvar um landið. 1
sjávarplássum landsins hafa
vörubifreiðastjórar svolitla at-
vinnu yfir vertíðina við að aka
fiski frá bát í vinnsluhús. Sú vinna
fer líka minnkandi vegna þess að
fiskvinnslufyrirtækin eiga mörg
hver orðið sína eigin vörubíla.
Rúnar Benjamínsson.
Starfstétt að leggjast niður
Vörubifreiðastjórar um allt land að gefast upp. Verkútboð Vegagerðar ríkisins ástœðan
Aðspurður hvort vörubifreiða-
stjórar gætu ekki tekið sig saman
og keppt við verktakafyrirtækin
sem bjóða í vegagerðina sagði
hann það nær útilokað. Ástæðan
er sú að stóru verktakafyrirtækin
í landinu eru svo vel tækni- og
tækjavædd að engin leið er að
keppa við þau. Þau eru með
flutningatæki sem taka á við tvo
til þrjá venjulega vörubfla, jarð-
ýtur og gröfur af nýjustu og stær-
stu gerð, sem engin leið væri fyrir
fátæka menn að keppa við. Sú
vinna sem vörubifreiðastjórum
býðst nú hjá Vegagerðinni eru
smærri viðgerðir, svo sem ho-
lufyllingar og annað því um líkt.
Þetta væri hinsvegar svo lítið og
að auki réði klíkuskapur víða
ríkjum hjá Vegagerðinni um það
hverjir fengju þessa snattvinnu.
Rúnar tók sem dæmi Ólafsvík
og nágrenni. Allt síðan Hagvirki
koma öllu á fárra manna hend-
ur“, sagði Rúnar Benjamínsson.
Hann sagðist ætla á sjóinn í vetur.
Maður verður að reyna að vinna
fyrir sér með einhverjum hætti,
sagði hann að lokum. - S.dór
Borgarnes
Brúin breytir
ekki miklu
Tilþess erum við ofnálœgt Reykjavík
segirJón S. Karlsson hótelstjóri
Hótel Borgarnes er eitt af
fáum alvöru hótelum, sem
rekið er allt árið í kring. Jón S.
Karlsson hótelstjóri var
spurður að því hvort tilkoma
brúarinnaryfirBorgarfjörðinn
hefði orðið til þess að grund-
völlur væri fyrir því að halda
hótelinu opnu allt árið. Hann
sagðist að vísu aðeins hafa
verið við hótelið í 2 ár, en
sagðist draga í efa að sú um-
ferð um Borgarnes sem af
brúnni hlytist skilaði miklu til
hótelsins.
Varðandi gistingu sagðist hann
telja Borgarnes of nærri Reykja-
vík til þess að staðsetning þess
inní bænum, nokkuð langt frá
landtöku brúarinnar yrði til þess
að færri kæmu til að borða en
ella.
Aftur á móti sagði hann rekst-
ur hótelsins ganga ágætlega. Það
hefði komið nokkur afturkippur í
reksturinn við verkfallið í haust
vegna þess að nokkrar ráðstefnur
sem fyrirhugað var að halda í
Hótel Borgarnes hefðu fallið nið-
ur. Nú væri þetta allt á uppleið
aftur. Hann sagði það færast í
vöxt að ráðstefnur og fundir væru
Hótel Borgarnes.
haldnir í Hótel Borgarnes, sem
og námskeið hverskonar. Kæmi
þar margt til. Ágæt aðstaða til
funda og ráðstefnuhalds er í hóte-
linu, rúm eru þar fyrir 70 manns
og veitingasalir fyrir enn stærri
hóp. Heimamenn í Borgarnesi
halda margskonar skemmtanir í
hótelinu og eins stendur það
sjálft fyrir skemmtunum um helg-
ar.
Yfir sumarið er mikið um það
að hópar komi og gisti, bæði út-
lendingar og fslendingar og að
sjálfsögðu væri alltaf nokkuð um
það að fólk í sumarleyfi gerði
stans í Borgarnesi og gisti á hótel-
inu.
Yfir veturinn er starfsliðið 15-
18 manns en um það bil helmingi
meira yfir sumarið. - S.dór