Þjóðviljinn - 12.01.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Síða 13
TONLIST er Páll Jóhannesson? Páll í viðtali við Finnboga Hermannsson á ísafirði Hver Fyrir jólin kom út hljómplata noröur á Akureyri meö söng- list Páls Jóhannessonar. „HvurerÓlafur Jóhannes- son?“ var eitt sinn spurt og ýmsum þætti líklega f róölegt að vita hvur Páll Jóhannes- son er, einkum þeim sem eignuöust plötuna, en þetta er frumraun hans á plasti. Þaö var á þrettándanum, aö söngvarinn gaf kost á svolitlu viðtali vesturá ísafirði, svo okkur gæfist kostur á aö skyggnast á bak viö þennan söng sem við erum að hlusta á um þessar mundir og hefur hlotið ágæta dóma svokall- aöra gagnrýnenda. Og þaö er oft byrjað aö spyrja menn hvernig þaö hafi boriðtil, aö þeir tóku aö iöka hlutað- eigandi listgrein. „Það hefur líklega verið, þegar ég var í barnakór í skólanum í Glerárþorpi. Það sem ég kom næst nálægt kórastarfsemi, var inni í firði þar sem ég var í vinnu- mennsku, en þar var ég í blönd- uðum kór, æfði mig í fjósinu og hafði óskaplega gaman af að syngja. Þá víkur sögunni til Hvanneyrar, ég er búfræðingur að mennt, og ég var náttúrlega í kórnum þar. Aftur víkur sögunni norður og 1973 fór ég í nám hjá Sigurði Demetz. Ég söng með Karlakór Akureyrar um skeið, en fór svo að syngja með Passíu- kórnum og var þar í um það bil þrjú ár, en stiórnandi hans var Roar Kvam. Ég átti ekki von á því, að það væri svona skemmti- legt að syngja þessa músík sem kórinn var með. Það var svo 1976, að ég fór í Söngskólann í Reykjavík til Magnúsar Jóns- sonar og var þar í þrj ú ár. Auðvit- að vann ég alltaf með náminu, þessa algengu vinnu sem bauðst, einkum við trésmíðar og annað sem til féll. En eftir þrjú ár í söngskólanum fannst mér ég vera orðinn staðnaður, enda þótt þetta hafi verið góð undirstaða. Ég fór samt hálf sár frá þessum skóla, mórallinn þarna átti ekki beint við mig, ég var kannski of lengi hjá Magnúsi og maður fór að kenna öðrum um það sem aflaga fór. Auðvitað átti maður sjálfur hlut í þessu, hefur kallað yfir sig óvild með stífni og ekki sanngjarnt að kenna öðrum um.“ Or Hvalstöðinni í nám hjá Ratti En Páll Jóhannesson lætur ekki þar við sitja, hann heldur til Ítalíu í söngnám, og það var fyrir kynni hans við Eugeniu Ratti, sem þjálfaði Pólyfónkórinn, að hann fer utan og hefur nám ein- mitt hjá Ratti, í bæ sem heitir Vigolo Marchese og er skammt frá Piacensa, ekki langt frá Mí- lanó. „Við vorum þarna nokkrir ís- lendingar, þetta var dásamlegur tími og reyndar í fyrsta skipti sem ég kom til Suðurlanda. Þarna vann maður að sínum hugðarefn- um og gat sólað sig þess á milli. En þetta var nú bara námskeið í byrjun, en það varð svo úr, að ég hóf reglulegt nám hjá Ratti haustið 1981. Ég fór reyndar heim til að ganga frá mínum mál- um og vann í Hvalstöðinni hjá Magnúsi Ólafssyni um sumarið til að afla mér farareyris, og náði upp ágætispening, en um vetur- inn komst ég svo inn á Lánasjóð- inn. Ég hef alltaf orðið að þéna eins mikið á sumrin og kostur hefur verið til að vega upp á móti því sem vantar, þegar fé úr Lán- asjóðnum hefur þrotið. Skólinn var í þorpi sem heitir Fiorentsuola og er skammt frá þeim fyrri stað, þar sem ég var á námskeiðinu, en þarna var ég í tvö ár hjá Ratti, bæði í skólanum og eins í tímum heima hjá henni. Það var geysilega gaman að kynnast því, hvernig þeir byggja upp tónfræðina á Ítalíu, en undir- staðan úr Söngskólanum kom sér einnig vel. Tónleikar í Mílanó Eftir tvo og hálfan vetur fannst mér ég vera byrjaður að staðna hjá henni og það var svo fyrir til- viljun, að ég kynntist Pier Mir- anda Ferraro, sem er einn fremsti söngkennari í Mílanó. Við vorum reyndar tveir íslendingarnir sem komum að máli við hann, og það varð úr, að við fengum tíma hjá honum til prufu og hann gaf gagnlegar ábendingar að mér fannst. Þetta var eftir áramótin ’83/’84. Það varð svo úr, að ég var hjá Ferraro fram á vor eða í fimm mánuði, og mér fannst ég læra gríðarlega mikið. Hann fór mikið út í það sem við köllum frasering- ar, fór miklu rneira út í smáat- riðin en ég átti áður að venjast og skipta verulegu máli. Ég er svo á leið aftur út núna í janúar til Ferr- arós, einnig ætla ég að knýja á um að halda tónleika í Mílanó með hans fulltingi." En Páll Jóhannesson hefur ekki setið auðum höndum síðan hann kom heim í vor. Hljómplata hefur verið gefin út, og hann hef- ur haldið hljómleika bæði fyrir norðan og vestan og stefnir að því að halda konsert í Reykjavík nú um helgina, þegar þetta viðtal er gert á ísafirði á þrettándanum. Þá hefur Páll verið með námskeið á ísafirði bæði hjá Sunnukórnum og Karlakór ísafjarðar. En viðtali lauk með hugleið- ingum um framtíðarmöguleika fyrir söngvara á íslandi og m.a. um þátt íslensku óperunnar og verða ekki gerð skil nema í lengra máli og lýkur hér skrásetningu. KVIKMYNDIR Búningameistarinn Thc Dresser Bretland, 1984 Handrit: Konald Harwood Stjórn: Peter Yates Kvikmyndun: Kelvin Pike Leikendur: Albert Finney, Tom Courtenay. Sýnd í Stjörnubíói. Búningameistarinn er önnur jólamynda Stjörnubíós í ár og lætur ekki mikið yfir sér miðað við hina jólamyndina, Ghostbust- ers. En hér er á ferðinni gagn- merk mynd sem full ástæða er til að hvetja menn til að sjá. Reyndar þarf það engum að koma á óvart: Albert Finney og Tom Courtenay eru heimsfrægir leikarar. Finney fékk silfurbjörn- inn á kvikmyndahátíðinni í Berl- ín 1984 fyrir leik sinn í hlutverki Sir, roskins og geðveiks leikara sem er að syngja sitt síðasta í hlut- verki Lés konungs meðan sprengjunum rignir yfir borgina, því myndin gerist á stríðsárunum. Það er ekki langt síðan við sáum aðra mynd sem fjallaði um leikhús á stríðstímum, Síðustu lestina eftir Truffaut. Auk þessa sameiginlega þema eiga þessar tvær myndir það sameiginlegt að þær lýsa ást á leikhúsinu og því fólki sem þar kemur við sögu. Þær gefa okkur innsýn í heim leikhússins, þennan litla heim þar sem allir eru að þykjast. Þessi ást á leikhúsinu fer mjög í taugarnar á mörgum, sem vilja að kvik- myndin sé fyrst og fremst kvik- mynd, slíti sig lausa frá leikhús- inu og bókmenntunum. Búning- INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR ameistarinn hefur verið gagnrýndur m.a. á þeim forsend- um að myndin sé alltof „leikhús- leg“. Öðrum finnst hún minna um of á sjónvarpsleikrit. En þeir sem eru svo heppnir að vera lausir við slíka fordóma hljóta að meta að verðléikum þann frá- bæra leik sem þeir sýna félagarnir Finney og Courtenay í hlutverk- um sínum. „Sir“ er semsé aldraður leikari, stjarnan og stjórnandinn í leikhópi sem vegna stríðsástands- ins samanstendur af gömlum og bækluðum leikurum mestanpart - hinir eru á vígvöllunum. Þetta ástand er „Sir“ mikill þyrnir í augum, svo og sú staðreynd að það er alltaf verið að sprengja leikhús í loft upp. Samt er haldið áfram að leika. Jafnvel þótt merki hafi verið gefið um að allir eigi að leita hælis í loftvarnar- byrgjum. Hlutverk leikarans er að leika - færa áhorfendur um Listina með stórum staf. Á stríðs- tímum bætist það við, að leikhús- ið eflir þjóðernisvitundina, hvet- ur menn til dáða. Þeir sem sprengja leikhúsin í loft upp eru skrælingjar, en við geymum Shakespeare í hjartanu... Norman (Tom Courtenay) beitir Sir (Albert Finney) sálfræðilegum brögðum til að fá hann með sér heim í leikhúsið þar sem hann á að leika Lé konung. „Sir“ er harður húsbóndi og þyrmir engum, allra síst búning- ameistaranum sínum, Norman (Tom Courtenay). Samband þeirra er mjög náið og flókið og minnir að sjálfsögðu á ótal aðra „dúetta" - ég nefni bara Don Qu- ixote og Sancho Panza til að þið skiljið hvað ég á við. í „Búning- ameistaranum" kemur það e.t.v. betur fram en venmjulega að þarna er um ástarsamband að ræða. Ástin er óendurgoldin og vonlaus, sorgleg einsog homma- ástir einar geta verið. En Norman er ekki eini maðurinn sem elskar „Sir“ vonlausri ást. Það gerir Ma- dge (Eileeii Atkins) líka, sviðs- stjóri leikhópsins, og hefur gert í 20 ár. „Sir“ elskar engan nema sjálfan sig, er ónæmur á tilfinn- ingar annarra og getur ekkert gefið öðru fólki nema rétt á með- an hann stendur uppi á sviði í ein- hverju gervi. Hann hefur alltaf verið svona, en þegar myndin hefst er hann kominn að fótum fram þótt hann reyni enn að leika einræðisherra (sbr. atriðið þar sem hann stöðv- ar járnbrautarlest með valds- mannlegri skipun). í næstu andrá er hann niðurlægður, eða öllu heldur niðurlægir hann sjálfan sig með fáránlegri hegðun -á al- mannafæri - hann, konungur sviðsins, vekur meðaumkun al- múgans. Hann er gjörsamlega ófær um að leika, en Norman fær hann til að leika, bjargar honum upp úr fúlum pytti sjálfsmeðaumkunar og þunglyndis og bjargar þarmeð sýningunni, en fær engar þakkir fyrir það. Um þetta má segja að myndin fjalli - um það hvernig leiksýningu er bjargað í anda kjörorðs allra leikhúsmanna: „the show must go on!“ Það er engin tilviljun að Lér konungur er á dagskrá þetta kvöld - hlið- stæðurnar eru augljósar. Gamli, brjálaði konungurinn sem veit ekki hve heitt hann er elskaður, sem þekkir ekki sinn vitjunar- tíma fyrr en það er um seinan... Andrúmsloft stríðsáranna kemst vel til skila í þeim fáu at- riðum sem gerast utan leikhúss- ins, og það andrúmsloft berst inn í leikhúsið með áhorfendum, með loftvarnarpípinu og skömmtunarseðlunum. En fyrst og síðast er þetta kvikmynd um leikhús og mannleg samskipti bakvið tjöldin. Leikstjórinn Pet- er Yates og leikararnir Finney og Courtenay eru gamlir skólabræð- ur frá Royal Academy of Dra- matic Art í London og þekkja þennan heim mætavel. Leikrit Ronalds Harwoods, sem myndin er byggð á, er kannski ekki það frumlegasta í heimi, en býsna snoturlega gert og stendur vel undir þrumugóðum leik þeirra félaganna. Laugardagur 12. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.