Þjóðviljinn - 20.01.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1985, Síða 2
FLOSI Miku skammtur af frelsi Stundum hendir það að íslenskt efni kemur á skjá- inn í sjónvarpinu. Þá er alltaf mikið um dýrðir heima hjá mér. Við heiðurshjónin fáum okkur uppáhelling, komum okkur notalega fyrir í betri stofunni, þar sem sjónvarpið er að sjálfsögðu. Þar sem íslenskt efni er tiltölulega sjaldgæft í ís- lenska sjónvarpinu eru þetta ginnheilagar stundir og til þess ætlast af húsbóndanum að sjónvarpshelgi heimilisins sé virt í hvívetna meðan á útsendingu stendur. Gestum og gangandi er gert að halda sig á mottunni, Ijósin deyfð, stólar færðir úr stað og þeim komið fyrir í réttri afstöðu til sjónvarpsskjásins. Spenna liggur í loftinu. Ný íslensk sjónvarpsútsend- ing er að hefjast. Að þessu sinni er það þáttur Ingva Hrafns um frelsi til fjölmiðlunar. Skilyrðin til að njóta þessa rammís- lenska dagskrárliðar á heimili mínu eru ekki sem best. Slangur af unglingum í heimsókn, aldin frænka konunnar minnar og miðaldra frændi minn sem er hættur að drekka. Ég geri öllum Ijóst, með nokkrum vel völdum orð- um, að húsbóndinn ætlist til þess að fá ótruflaður að njóta þessa tilleggs íslenska sjónvarpsins í landsins gagn og nauðsynjar og allt fer raunar nokkuð vel af stað. Ingvi Hrafn segir að líklegasti fyrsti rétthafinn til útvarps- og sjónvarpsreksturs sé kominn „í starthol- urnar“ og gæti hafið útsendingar eftir viku ef tækja- búnaður væri fyrir hendi. - Vantar bara ekkert annað en græjurnar, gellur í einum unglingnum, en ég hasta snarlega á hann og Ingvi Hrafn tilkynnir að ísfilm muni verða þeir fyrstu eða með þeim allra fyrstu sem fái leyfi til sjónvarps- útsendinga. - Gæinn er bara í fánalitunum í tilefni dagsins! æpir ein úr unglingaskaranum í stofunni og það snarfýkur í mig, en enginn tekur mark á því frekar en vant er. Og ekki er Ingvi fyrr búinn að kynna þátttakend- urna í þættinum en upphefjast snarpar deilur í stof- unni um þau sem eru á skjánum, talin rangsælis: Ragnhildur Helgadóttir, Sigríður Dúna, Vilborg Harðardóttir og Eiður Guðnason. Fljótlega nær þó stjórnandinn athyglinni þegar hann spyr menntamálaráðherra: - Hvenær koma kakan okkar og jólin? Þetta er svo dæmalaust vel að orði komist að allir fara að hlæja bæði heima hjá mér og í sjónvarpinu. Menntamálaráðherra gefur Ingva Hrafni greinargóð svör, en frænka konunnar minnar segir: - Afskaplega er hún nú alltaf raffíneruð hún Ragnhildur. Þessu samsinna þeir sem vita hvað er að vera raffíneraður. Á meðan Sigríður Dúna er að defínera hugtakið „frelsi" upphefst ekkert smá andskotans pex hérna inní stofunni hjá mér um hárgreiðsluna á henni, blússuna sem hún er í, næluna sem hún er með í barminum og hverra manna hún sé. - Hún er æði, æpir ein smápían úr unglingahópn- um og Ijóst er að hérna í stofunni á þessi kona kvennanna miklum vinsældum að fagna og ekkert síður hjá sterkara kyninu en því veikara. - Er hún ekki dótturdóttir Jóns bakara?, segir frændi minn sem er hættur að drekka. - Þú ert nú eitthvað bilaður, segir þá frænka kon- unnar minnar, en konan mín, sem veit allt um ættir allra, fer að rekja ættir Sigríðar Dúnu. Ég er orðinn svartur af illsku yfir að fá ekki að njóta sjónvarpsins fyrir kjaftæði, þó ekki væri nema til þess eins að komast til botns í því hvað er „frelsi“. Með því að færa mig alveg að tækinu kemst ég þó að því, að ekki hafi allir sama frelsið. Og ég rétt næ því að heyra Sigríði Dúnu segja að frelsi sé sama og - einkarekstur samkvæmt frumvarpinu, en þá segir konan mín: - Manstu ekki eftir henni Boggu dökkhærðu í skó- búðinni? Ég man auðvitað vel eftir Boggu dökkhærðu í skóbúðinni, en kæri mig ekkert um að fara að rifja það upp, enda er ég hér til að fá almennilega defína- sjón á „frelsi". - Meinarðu hana Boggu Péturs sem fór að halda við hann Gúnda?, hrópar frænka konunnar minnar. Og nú upphefst mikið málþóf út af Boggu og umsvif- um hennar. Við þetta missi ég þráðinn í sjónvarpinu, en rétt næ því þó þegar Eiður segir að hægt sé að hafa þráðlaust boðveitukerfi, svoleiðis kerfi sé vest- ur í Winnipeg, og að oft sé betri krókur en kelda, en Ragnhildur segir að það, sem hafi skipt meginmáli fyrir þrem árum, hafi líka skipt meginmáli fyrir tuttugu árum, en það sé frelsi hlustandans og áhorfandans. Afturámóti séu kvennalistakonur að berjast fyrir því að fólk hafi frelsi frá því að hafa frelsi. Vitanlega sé rétt að öllu frelsi fylgi nokkur ábyrgð og að frelsi þrífist best innan ramma laganna. Og nú eru allir unglingarnir farnir útúr stofunni, miðaldra frændi minn, sem er hættur að drekka, sofnaður í stólnum, en konan mín og frænka hennar farnar að pexa um það hvar Vilborg Harðardóttir hafi keypt bómullarskyrtuna sem hún er í. Svo segir konan mín við frænku mína: - Kondu heldur fram í eldhús. Og loksins er ég orðinn einn í stofunni ásamt sofandi frænda mínum sem er hættur að drekka. Loksins hef ég öðlast frelsi til að fá að njóta íslenska sjónvarpsins til fullnustu. Og ég drekk í mig hvert orð Ragnhildar. - Ég held að það sem við eigum að gera, segir hún, sé að auka frelsið í þeim viðtekna skilningi íslensks máls, auka frelsi manna til þess að velja það efni sem þeir sjá í sínu sjónvarpi ef það er möguleiki, og uppá það býður tæknin. Og ég hugsa með mér: - Þetta er nefnilega alveg rétt hjá henni. Steini minn Eftir að Þorsteini Pálssyni var endanlega hafnað sem ráð- herra í núverandi ríkisstjórn í þeirri lotu um „Stólinn hans Steina" sem stóð yfir um og eftir jólin varð einum blaða- manni Þjóðviljans þetta að orði: Þá eru liðin þessi jól, þrautum meður sínum. Þeir hafa stungið undir stól Steina vini mínum. ■. jmiklu framsýnni og tengjum lóðamálin í nýja miðbaenum við umfangsmikla einföldun í stjórnkerfismálum: steypum saman Mogga, ráðuneyti og sendiráði í eina höll, - og ger- um Brement að sendiherra, ritstjóra og utanríkisráðherra. Þótt Geir vilji ekki standa upp fyrir Þorsteini mundi hann treysta Brement í stólinn, og svo er þetta sparnaður í launakostnaði eftir nýja kjara- dóminn, - og síðast en ekki síst verða engar málalenging- ar á ferð þegar Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra um af- stöðu Bandaríkjmanna... ■ Einföldum stjórnkerfið Bandaríkjamenn munu hafa haft hug á að flytja sendiráð sitt í Reykjavík af Laufásgötu- nni uppí nýja míðbæ, en hafn- að lóðinni þegartil kom. Nú er utanríkisráðuneytið hinsveg- ar að leita hófanna um þessa sömu lóð, ekki langt frá nýju Morgunblaðshöllinni. Sú til- laga kom fram í einu dagblað- anna fyrir nokkru að sendi- ráðið og ráðuneytið samein- uðust bara um hús á lóðinni, þetta væri hvort sem er svo nátengt. Við á Þjóðvilja erum Hátíðarræða wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm-Æ um hneyksli Árshátíð starfsfólks SÍS var haldin um síðustu helgi. Mörg, mörg undanfarin ár hefur starfsfólkið orðið að hlýða á forstjórann Erlend Einarsson halda ræðu, langloku sem all- ir kvíða fyrir að þurfa að sitja undir. Nú brá aftur á móti svo 2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1985 við að flestir lögðu v\$hlustir. Ástæðan var sú að langur kafli ræðunnar fór í að tala um Braga-kaffihneykslið - þar sem forstjórinn sagði vonda menn rétt einu sinni enn vera að koma óorði á SÍS. Þótti ýmsum í hæsta máta ó- smekklegt af forstjóranum að nota árshátíð starfsfólksins til að reyna að breiða yfir vafa- samar gerðir yfirmanna þess. Markmið eða leiðir Ungur athafnamaður er á leiðinni útí fasteignabissness þessa dagana og teljast ekki tíðindi. Hann á í töluverðum vandræðum með nafn á fyrir- tækið, vegna þess að honum leiðast fínu nöfnin penu sem siík fyrirtæki skreyta sig yfir- leitt með: Húsafell, Hraun- hamar, Miðborg, Laufás, Eignaval, Stakfell. Athafna- maðurinn vill að nafn fyrirtæk- isins gefi lágmarksupplýsing- ar um eðli þess og stendur nú valið milli leiða og markmiðs: Brask hf. eða Gróði hf. ■ í úlfakreppu? Nýverið var stofnað fyrirtækið ísey hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins er afar göfugur: rekstur smásölu og heildsölu, fasteigna, lánastarfsemi, inn- heimta og umboðssala. Hér verða ekki bornar fram neinar hrakspár, en stofnendum skal þó bent á að fara gætilega í sakirnar. Kæmi upp úlfúð í fé- laginu gæti það lent í úlfa- kreppu. Eigendurnir eru nefnilega: Ólöf P. Úlfarsdóttir, Ólafur Helgi Úlfarsson, Petr- ína S. Úlfarsdóttir, Þorsteinn E. Úlfarsson og Úlfhildur S. Úlfarsdóttir. ■ Kunna þeir ekki að reka sjoppu? Menn rekur eflaust ennþá minní til sjoppumálsins ógur- lega sem á gekk í tíð vinstri- meirihlutans í Reykjavík. Þá ákváöu menn að sjoppan í biðskýlinu við Hlemm, - á besta sjoppustað í bænum, - yrði í eigu borgarinnar þannig að ágóðinn af sjoppurekstrin- um rynni til samneyslu bæjar- búa. Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn ruku upp til handa og fóta og gagnrýndu af öllum kröftum þessa árás alræðis- aflanna að helgustu véum einstaklingsframtaks og frjálsrar hugsunar, það er sjoppustandinu; en borgin rak sumsé sjoppuna, og varð af ágætur hagnaður fyrstu árin. Nú brá svo við eftir að Flokkur allra stétta vann aftur höfuðvígi sitt að heldur fór að draga úr sjoppugróðanum, og á fjárhagsáætlun borgarinnar nú er ekki gert ráð fyrir neinum hagnaði af sjoppunni á Hlemmi. Kann íhaldið ekki einusinni að reka sjoppu? ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.