Þjóðviljinn - 20.01.1985, Page 10
Fyrsta stjórn Félags bifvélavirkja, kjörin 17. janúar 1935: Nicolai Þorsteinsson gjaldkeri, Eiríkur Gröndal formaður og
Óskar K.B. Kristjánsson ritari.
Valdimar Leonhardsson, sem gegndi
formennsku í félaginu í tæpa 2 ára-
tugi.
Félag bifvélavirkja 50 óra
Félag bifvélavirkja er 50 ára um þess-
ar mundir. Félagið var stofnað 17. janúar
1935 í Bárunni við Vonarstræti. Fyrstu
stjórn félagsins skipuðu þeir Eiríkur
Gröndal, formaður, Óskar K.B. Krist-
jánsson ritari og Nicolai Þorsteinsson
gjaldkeri. Stofnendur félagsins voru 60
talsins. Valdimar Leonhardsson tók við
formennsku félagsins 1937 og gegndi
henni allt til 1960 er Sigurgestur Guð-
jónsson tók við. Sigurgestur var formað-
ur félagsins til 1976, en núverandi for-
maður er Guðmundur Hilmarsson.
Vasklegur hópur bifvélavirkja á verkstæði Ræsis 1942.
Menntunarmálin
mikilvœg
segir Guðmundur Hilmarsson
núverandi formaður félagsins
Guðmundur Hilmarsson er
núverandi formaður Félags
bifvélavirkja. Við lögðum fyrir
hann nokkrar spurningar um
stöðu félagsins og iðngreinar-
innarídag.
í Félagi bifvélavirkja eru nú
um 480 félagsmenn og nær fé-
lagið til alls Stór-Reykjavíkur-
svæðisins og Ámessýslu. Auk
kjaramálanna eru helstu verkefni
félagsins nú tengd
menntunarmálum : annars vegar
endurskipulagningu bifvéla-
virkjadeildar Iðnskólans og hins
vegar höfum við staðið að endur-
menntunamámskeiðum fyrir
starfandi bifvélavirkja. Að þessu
höfum við unnið í samvinnu við
atvinnurekendur í Bflgreina-
sambandinu.
Þá má einnig geta þess að við
höfum fengið Þórunni Björns-
dóttur sjúkraþjálfa til þess að
halda námsskeið á vinnustöðu-
num í réttri líkamsbeitingu við
Guðmundur Hilmarsson við fé-
lagsfána Félags bifvélavirkja.
vinnuna og hefur Þórunn einnig
gert tillögur um bætta vinnuað-
stöðu með tilliti til líkamsbeiting-
ar.
Þá stendur einnig yfir endur-
skoðun á reglugerð frá 1953 um
vinnuaðstöðu á bifreiðaverk-
stæðum, og er endurskoðunar-
nefndin skipuð fulltrúum Vinnu-
eftirlitsins,Félags bifvélavirkja
og atvinnurekenda.
Pið eruð með sýningu í tilefni
afmœlisins?
Já þetta er sýning sem á að
sýna þá þróun sem átt hefur sér
stað á þessu 50 ára tímabili. Jafn-
framt er á sýningunni sýnt gró-
flega hvernig námsaðstaðan var í
Iðnskólanum fyir á ámm.
Þá fannst okkur tilhlýðilegt í
tilefni þessara tímamóta að láta
skrifa atvinnulífssögu greinarinn-
ar. Það er Ásgeir Sigurgestsson
sem unnið hefur að þessu verki
síðastliðin 2 ár. Mikilvægt er að
allir þeir sem lúra á gömlum ljós-
myndum eða öðrum heimildum
hafa samband við skrifstofu
félagsins eða Ásgeir beint. ólg.
'ö
ö
tö
£
'O
'ö>
0)
tn
nmmmm
>
ö
'<D
z
m mnmmm
JQ
c
8
co
C
'O
*o
D
0
j5
0
ö)
% D
ö>
ln
Við vorum
aliir með
Sigurgestur Guðjónsson sat í
stjórn Félags bifvélavirkja í 41
árog hefursetiðþarlenguren
nokkurannar. Hann varritari
félagsins í 25 ár frá 1935-
1960 er hann tók við for-
mennsku þess. Henni gegndi
hann til ársins 1976 eða í 16
ár. Sigurgestur starfar nú hjá
Brunabótafélagi íslandsvið
útreikninga bifreiðatjóna, og
það var þar sem Þjóðviljinn
hitti hann að máli eftirvinnu-
tíma til að ræða gamla daga í
tilefni af 50 ára afmæli Félags
bifvélavirkja.
Þegar fyrstu samtök bifreiða-
viðgerðarmanna voru stofnuð á
árinu 1929 unnu á milli 40 og 50
manns í faginu og þá var einungis
greitt fyrir unna tíma á verkstæð-
inu og var greitt dagvinnukaup
hvort sem unnið var að degi,
kvöldi eða nóttu. Af þessu leiddi
að þeir sem þurftu á þjónustu
verkstæðanna að halda komu
þangað ógjarnan á sínum vinnut-
íma og vinnutími viðgerðar-
manna á bflaverkstæðunum var
að verulegu leyti utan hefðbund-
ins vinnutíma. Svo sátu menn að-
gerðarlausir og kauplausir um
leið á verkstæðunum á daginn.
Haustið 1929 tóku menn sig sam-
an um að fara fram á eftirvinnuk-
aup þegar unnið var eftir klukkan
7 á kvöldin. Það voru þeir Vil-
hjálmur H. Jóhannesson og Ósk-
ar K.B. Kristjánsson, sem þar
stóðu fremstir í flokki. Jafnframt
var stofnað félag, en það lognað-
ist fljótlega útaf.
Félagið stofnað
Næst komst svo skriður á þetta
veturinn ’33-’34, en þá var fyrst
og fremst unnið að því að fá fagið
samþykkt sem iðngrein. Verk-
stæðiseigendurnir stóðu með í
þeirri baráttu. Á þessum tíma
voru 8 eða 10 verkstæði í Reykja-
vík. Félagið var svo stofnað í jan-
úar 1935 og voru stofnfélagar
þess 60 talsins. Bifreiðaviðgerðir
hlutu síðan viðurkenningu sem
iðngrein um sumarið i 1935, og
hlutu þeir sveinsréttindi sem voru
búnir að vinna í faginu í meira en
4 ár. Fyrstu sveinsprófin voru síð-
an haldin í janúar 1936. Þegar
búið var að ganga þannig frá hin-
um faglegu réttindamálum, gat
félagið farið að huga að kjara-
málunum. Það var hins vegar erf-
iðleikum bundið vegna þess að
atvinnurekendur og verkstæðis-
eigendur voru þá einnig félagar í
Félagi bifvélavirkja. Árið 1937
var það hins vegar samþykkt, að
þeir einir gætu verið félagar í Fé-
Íagi bifvélavirkja sem væru
launþegar og veittu ekki öðrum
atvinnu í iðninni. Þar með var fé-
lagið orðið að hreinu stéttarfé-
lagi. Var nú leitað eftir samning-
um við verkstæðiseigendur, en
það gekk mjög treglega. Var þá
sótt um inngöngu í Alþýðusam-
band íslands og síðan var boðað
verkfall í júní 1937 sem stóð í 5
vikur. Þá loksins var samið um
kaup og kjör.
Fyrsta verkfallið
Hver urðu áhrif þessarar
fyrstu verkfallsreynslu félagsins?
Menn voru eðlilega mjög
óhressir með það hvað illa gekk
að ná samningum. Ég tel hins
vegar að það hafi orðið félaginu
mjög til góðs að samningarnir
náðust ekki fyrirhafnarlaust, því
verkfallsreynslan þjappaði
mönnum saman og herti þá í bar-
áttunni og félagið bjó lengi að
þeim kjarna sem þá myndaðist.
Þú hefur tekið þátt í þessu
verkfalli, - hvað varstu gamall
þá?
Ég er nú hræddur um það, ég
var 25 ára.
Hafði þetta áhrif á þig persónu-
leg?
Já, þetta hafði mikil áhrif á
mann til virkari þátttöku í félags-
málum. Ég var kominn í stjórn
félagsins þegar þetta var og ritaði
undir samninginn fyrir hönd
þess. Þessi fyrsti samningur okk-
ar hljóðaði ekki upp á fast vikuk-
aup, heldur var einungis um að
ræða taxta á tímakaupi fyrir unn-
ar dagvinnu- og eftirvinnustund-
ir. Tímakaupið var ein króna og
sextíu eða sjötíu aurar ef ég man
rétt og til þess var ætlast að við
sætum og biðum eftir að verkefni
bærust kauplausir þegar lítið var
að gera. Ég man eftir því að eina
vikuna 1939 var ég með 27 kr. í
laun eftir vikuna og var þá hæstur
þeirra 9 manna sem unnu á verks-
tæðinu hjá Jóhannesi Ólafssyni &
Co. Þetta var meira árstíðabund-
in vinna þá en nú. Það var oft nóg
að gera á sumrin, en að minnsta
kosti á veturna vorum við of
margir. Það kostaði jú verkstæð-
iseigandann ekkert aukalega að
hsfa fleiri menn þar sem einungis
unnar stundir voru greiddar!
Hvenær breyttist þetta?
Ætli það hafi ekki verið á árun-
um '42-44.
Margt bilaði
í þessum bílum
Hvernig voru bílarnir á þessum
tíma? Voru þeir sterkir og endi-
ngargóðir miðað við bflana í dag?
Á þessum tíma var mest um
litla eins og hálfs til tveggja tonna
vörubfla og fólksbfla sem tóku 5-
7 manns. Strætisvagnar komu
upp úr 1930 og langferðabílar
fara að koma um svipað leyti.
Áður var fólk flutt í svokölluðum
boddí-bflum, sem voru yfir-
byggðir pallbflar. í rauninni var
margt veikt í þessum bflum, og
þeir þurftu mikið viðhald. Veg-
irnir voru líka slæmir og buðu
ekki upp á góða endingu. Hemla-
búnaður var oft lélegur og mikið
um fjaðrabrot fyrir utan venju-
legar vélaviðgerðir.
En nú entust þessir bflar oft
mikið lengur en nútímabflar
gera?
Það verður að taka það með í
reikninginn að keyrslan var mun
minni á þessum árum. Algengt
var að fólksbflum væri hreinlega
lagt yfir vetrarmánuðina. bflum
er í dag ekið mun meira þótt þeir
endist kannski skemur. Annars
má segja að yfirbygging bflanna á
þessum árum hafi verið úr þykkra
og vandaðra efni en nú tíðkast.
Eitt af því sem olli minni endingu
gömlu bflanna var hins vegar sá
vani sem hér skapaðist að hlaða
þá langt umfram uppgefið burð-
arþol. Það er í rauninni tiltölu-
lega stutt síðan farið var að ganga
eftir því að bflar væru ekki of-
hlaðnir.
Hvenær byrjaðir þú að vinna
að bflaviðgerðum?
Ég byrjaði að vinna í þessu
1929. Fyrstu 3 mánuðina fékk ég
ekkert kaup, en síðan átti ég að fá
100 krónur á mánuði. Mér þótti
það heldur lítið, og þá var þessu
breytt yfir í tímakaup, og fékk ég
1,50 kr. fyrir hverja unna vinnu-
stund.
Fyrsti bíllinn
Chevrolet '29
Hvenær eignaðist þú þinn
fyrsta bfl?
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1985
Sigurgestur Guðjónsson við gamlan Chevrolet árgerð 1934. „Það var óvenjuflegt að strákar eignuðust bíla á þeim árum“, segir Sigurgestur.
Ég eignaðist minn fyrsta bfl
1935. Þá var ég23 ára. Þetta var 5
manna Chevrolet, árgerð 1929
tveggja dyra með ónýtri vél. Ég
skrapaði saman úr öðrum bflum,
keypti aðra gamla vél og gerði úr
þessu þokkalegan bfl. Ég átti
hann síðan í ár eða svo. Næsti bfll
sem ég eignaðist var einnig
Chevrolet árgerð 1929, en það
var mun vandaðri bfll, enda
keypti ég hann af borgarstjóran-
um í Reykjavík, Jóni Þor-
lákssyni!
Var ekki óvenjulegt að ungir
menn ættu bfla á þessum árum?
Jú, það mun hafa verið frekar
óvenjulegt að strákar eignuðust
bfla á þessum árum.
Hvað voru margir bflar til í
Reykjavík, t.d. í kringum 1930?
1930 voru bflanúmerin komin á
9. hundrað og árið eftir yfir 900.
Fólksbflar seldust bara á sumrin á
þessum árum.
Bílverðið 3000 kr.
Hvað kostaði nýr fólksbfll þá?
Það hefur verið um 3000 krón-
ur. Ég man eftir þeim á afsláttar-
verði haustið 1930 rétt undir 3000
krónum. Þá höfðum við 1,50 í
tímakaup og sjaldnast fulla vinn-
uviku. Sambærilegur nýr bfll
kostar nú 4-500 þúsund krónur og
mánaðarkaup bifvélavirkja er
23.000. Ef við reiknum síðan með
fullri 40 stunda vinnuviku hefur
vikukaupið verið 60 krónur og
bflverðið samsvarað 50 vinnuvik-
um. Ef vikukaupið nú er 5.700
krónur og samsvarandi bfll kostar
420.000 í dag þá jafngildir það
hins vegar 73 vinnuvikum hjá bif-
vélavirkja í dag.
Varstu með bfladellu þegar þú
varst ungur?
Já, við vorum allir með bfla-
dellu, og sjálfsagt hefur það átt
sinn þátt í að maður fór að vinna
við þetta. Það þurfti átak til að
eignast sæmilegan bfl og þótti
heilmikið fyrirtæki. Margir létu
sér reiðhjólið nægja, enda var
þörfin ekki eins mikil þá og nú.
Bærinn var minni og allar vega-
lengdir styttri. Menn voru komn-
ir út úr bænum hérna við
Rauðará.
72 daga
verkfall '49
Eru einhverjir sérstakir at-
burðir eða áfangar í sögu fé-
lagsins sem þér eru minnisstæðir
á þessu tímabili?
Það er margs að minnast og af
mörgu að taka. Það tók sinn tíma
að vinna iðngreinina upp þannig
að hún hlyti svipaðan sess og aðr-
ar iðngreinar. Kreppan bitnaði á
okkur eins og öðrum, og á stríðs-
árunum var hér bensínskömmtun
sem einnig bitnaði á greininni.
Árið 1949 lentum við í 72 daga
verkfalli. Meðal áfanga í sögu fé-
lagsins má nefna eftirlaunasjóð-
inn, sem stofnaður var 1959, en
áður höfðum við stofnað sérstak-
an styrktarsjóð. Við áttum aðild
að stofnun Málm- og skipasmíð-
asambandsins og gengum í líf-
eyrissjóð þess 1970.
Hvernig var félagslífinu hátt-
að?
Við héldum veglegar árshátíðir
þar sem oft komust færri en vildu,
við stóðum fyrir spila- og
skemmtikvöldum og tókum
snemma upp á því að halda nám-
skeið fyrir félagsmenn.
Á árunum í kringum 1963 var
samið við atvinnurekendur um
sérstakan kaupauka fyrir þá fé-
lagsmenn sem höfðu sótt fagleg
námskeið. Félag bifvélavirkja og
atvinnurekendur hafa í samein-
ingu unnið að því að þróa iðn-
greinina og verkleg kennsla fer
nú orðið að miklu leyti fram
innan Iðnskólans.
Atvinnusjúkdómun
bakveiki
Eru einhverjir atvinnusjúk-
dómar sem fylgja þessu starfi?
Já, það má segja að bakveiki
hafi verið algeng meðal bifvéla-
virkja, þótt ég viti ekki nákvæm-
lega hvernig það er nú. Menn
höfðu ekki nógu góð tæki hér
áður fyrr og þurftu oft að lyfta
Sunnudagur 20. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
þungum hlutum. Það hefur ekki
mikið breyst fyrr en á allra síð-
ustu árum. Þá var algengt hér
áður fyrr að loftræsting væri ekki
nógu góð á verkstæðum og menn
gátu farið illa á því. Nú er búið að
setja reglur um þetta. Með lögun-
um um vinnuvernd frá 1979-80
var stigið stórt skref í þá átt að
bæta vinnuaðstöðuna.
Þannig lauk samtali okkar Sig-
urgests Guðjónssonar bifvéla-
virkja, mannsins sem sat í 41 ár í
stjórn síns stéttarfélags og mætti
á því tímabili á öllum stjórnar-
fundum nema einum. Sigurgest-
ur er enn í fullu starfi og við bestu
heilsu að sjá, og um leið og við
óskum honum alls hins besta ósk-
um við honum og íslenskum bif-
vélavirkjum til hamingju með
þessi tímamót í sögu stéttarfé-
lagsins.
ólg
Forsíðumyndin
Forsíðumyndin ertekin á
bifreiðaverkstæði Nikulásar
Steingrímssonar að Vatnsstíg
3 árið 1927, og mun vera elsta
Ijósmyndin sem tekin hefur
verið inni á bílaverkstæði hér-
lendis. Á myndinni eru Ingólf-
ur Sigurjónsson til vinstri og
Nikulás Steingrímsson til
hægri. Á gólfinu situr Korn-
elíusHannesson.
Það er rétt, að við erum þarna
að gera við bflinn hans Carls Ól-
afssonar ljósmyndara, sagði
Kornelíus Hannesson bifvéla-
virki þegar við bárum ljósmynd-
ina undir hann.
Þetta er Citroén fólksbfll ár-
gerð ’25 eða ’26. Ég held að það
sé einmitt verið að gera þennan
bfl upp núna.
Hvað ertu gamall á myndinni?
Ætli ég sé ekki 16 ára. Ég byrj-
aði í þessu hjá Nikulási 1. febrúar
1926 sem lærlingur. Þá var verk-
stæðið á Klapparstígnum bak við
Fálkann. Síðan fluttum við á
Vatnsstíginn. Verkstæðið var í
kjallaranum þar sem nú er lager
heildverslunar Eiríks Ketils-
sonar.
Hvað voruð þið margir á verk-
stœði Nikulásar?
Við vorum 3 fyrir utan Lása. Á
myndina vantar Steingrím Weld-
ing.
Komelíus Hannesson. Myndin er
tekin á afmælisdegi stéttarfélagsins,
17. janúar 1985. Komelíus vann í fag-
inu í 46 ár frá 1926 til 1972.
Hvað hafðirðu í kaup á þessum
tíma?
Það voru 20 krónur á viku.
Hvernig voru vinnuaðstœðurn-
ar?
Verkfærin voru af skomum
skammti og mörg léleg. Við unn-
um líka talsvert úti. En það var
alltaf nóg að gera.
Hvað varstu lengi í faginu?
Ég var í þessu þangað til 1972,
þá fór jafnvægistaugin úr sam-
bandi og ég hef verið öryrki síð-
an. Að vísu var ég 4 ár til sjós á
árunum 1964-’68. -ólg