Þjóðviljinn - 20.01.1985, Blaðsíða 12
ÆT7FRÆÐI
LAUS STAÐA FRÉTTAMANNS
í EÞÍÓPÍU
Rauði kross íslands auglýsir hér með fyrir
Alþjóðarauðakrossinn lausa stöðu fyrir
fréttamann í Addis Ababa í Eþíópíu.
Ráðningartími er þrír mánuðir frá miðjum
febrúar og möguleiki áframlengingu.
Meðal verkefna fréttamannsins verður:
a) að vinna og senda til
Alþjóðarauðakrossinsfréttaefni í máli og
myndum, sem síðan verður dreift til
landsfélaga og fjölmiðla víða um heim,
b) að aðstoða Rauða krossinn í Eþíópíu
við að taka á móti erlendum fréttamönnum
ogsinna þeim,
c) að vinna við gerð upplýsingabæklings
um starfsemi Rauða krossins í Eþíópíu.
Leitað er að starfsmanni með:
a) minnstfimm árastarfsreynslu sem
fréttamaður,
b) gott „fréttanef",
c) fullkomið vald á ensku í mæltu og rituðu
máli
d) þekkingu og áhuga á starfsemi Rauða
krossins.
Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra
Rauða kross íslands, Nóatúni 21,
Reykjavík, sem gefur nánari upplýsingar í
síma 26722.
Rauði Kross íslands
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Síðumúla 13. 105 Reykjavík. Sími 82970
Lausar stöður
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
UMDÆMISEFTIRLITSMAÐUR
Á NORÐURLANDI VESTRA
með aðsetri á Sauðárkróki.
UMDÆMISEFTIRLITSMAÐUR
Á VESTFJÖRÐUM
með aðsetri á ísafirði.
Umsækjendur skulu hafa staðgóða tæknimenntun, t.d.
tæknifræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun
kemur þó til greina.
Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upp-
lýsingar um starfið veitir Sigurður Þórarinsson, deildarstjóri
eftirlitsdeildar, í síma 91-29099.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Umsóknum skal skilaö
á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á aðalskrifstofu stofn-
unarinnar (sími 91-82970).
Á mölinni mætumst
með bros á vör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 46711
Ættfrœðigetraun 2
Að þessu sinni er ættfræðiget-
raunin með því sniði að lesendur
spreyta sig á því að finna út barn-
abörn 6 þekktra manna og
kvenna sem öll eru horfin yfir
móðuna miklu. Á myndum 1-6
eru afar eða ömmur en á mynd-
um 7-12 eru barnabörn þeirra.
Nú eiga lesendur að spreyta sig á
að finna hver eru barnabörn
hvers. Er t.d. sr. Bjarni Jónsson
afi Kolbrúnar Kjarval eða ein-
hvers annars á myndum 7-12
eða er Theódóra Thoroddsen
amma Helgu Kress?
Dregið verður úr réttum
lausnum ef margar berast. Þær
sendist Þjóðviljanum, Síðumúla
6, merktar Ættfræðigetraun 2 og
er nauðsynlegt að setja þær í
póst fljótlega eftir helgi því að
dregið verður úr réttum lausnum
nk. föstudag og rétt svör birt í
næsta Sunnudagsblaði. Ef blað-
ið berst mjög seint til staða úti á
landi má hringja inn lausnir til
Guðjóns Friðrikssonar.
Glataðir
snillingar
Fyrir jólin kom út meistaraverk-
ið Glataðir snillingar eftir William
Heinesen hjá Máli og menningu.
Þetta er áttunda bókin í sagna-
safni Heinesens sem kemur út
hjá forlaginu í rómaðri þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar. Um
næstu helgi verður skorið úr um
hver fær þetta eigulega skáld-
verk færeyska meistarans í verð-
laun.
1. Sr. Bjarni Jóns-
son, vígslu-
biskup
2. Guðbrandur 3. Héðinn Valdi-
Magnússonfor- marssonalþm.
stjóri ÁTVR.
4. Helgi Hjörvar rit-
höfundur
5. SigurðurThor- 6. TheódóraThor-
oddsen verk- oddsen skáld
fræðingurog
yfirkennari
7. DagurSigurðar-
son skáld
10. Kolbrún Kjarval
myndlistarmað-
ur
8. Guðrún Ágústs- 9. Helga Kress
dóttir borgarfull- cand.mag.
trúi
11. Laufey Sigurðar- 12. Magnús Kjart-
dóttir fiðluleikari anssonmynd-
listarmaður
Svör við œttfrœðigetraun 1
Greinilegt er aö margir hafa
haft gaman af því að spreyta
sig á ættfræöigetrauninni og
bárust blaðinu fjölmargar
lausnir. Dregið var úr þeim og
kom upp nafn Gísla Jó-
hannssonar, Brunnum,
Suðursveit. Verðlaunin eru
endurminningar Sigurðar
Thoroddsens, Einsog
gengur, og hafa þau þegar
verið póstlögð til þess
heppna.
Rétt svör voru þessi:
1. Adda Bára Sigfúsdóttir og
Gísli Jónsson eru börn hálfsyst-
kinanna Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar alþm. og Arnfríðar Sigur-
hjartardóttur húsfreyju á Hofi í
Svarfaðardal.
2. Björn Bjarnason og Markús
Örn Antonsson eru synir
systkinanna Sigríðar Björnsdótt-
ur (konu Bjarna Benediktssonar
forsætisráðherra) og Antons
Björnssonar íþróttakennara en
þau voru frá Ánanaustum í
Reykjavík.
Hátt á annað hundrað svör bárust í
fyrsta hluta ættfræðigetraunarinnar
og sést yfirættfræðingur Þjóðviljans
draga hér úr lausnunum í gær.
(M.E.ÓI).
3. Erlingur GÍslasoh og Hlíf
Sigurjónsdóttir eru börn bræðr-
anna Gísla Ólafssonar bakara-
meistara í Rvík og Sigurjóns Ól-
afssonar myndhöggvara.
4. Hjörleifur Guttormsson og
Jón Helgason eru synir systranna
Guðrúnar Pálsdóttur á Hallorms-
stað og Gyðríðar Pálsdóttur á
Seglbúðum, en þær voru frá
Þykkvabæ í Landbroti.
5. Ragnhildur Helgadóttir og
Sigurður Baldursson eru börn
hálfsystranna Kristínar Bjarna-
dóttur læknisfrúar á Kleppi og
Marenar Pétursdóttur í Reykja-
vík en þær voru dætur Ragnhildar
Ólafsdóttur í Engey.
6. Sigrún Stefánsdóttir og Þór-
arinn Eldjárn eru börn
systkinanna Petrínu Soffíu Eld-
járns á Akureyri og Kristjáns
Eldjárns forseta íslands.
Þess skal svo að lokum getið að
Adda Bára og Gísli annars vegar
og Sigrún og Þórarinn hins vegar
eru af 2. og 3. lið og Ragnhildur
og Sigurður annars vegar og
Björn Bjarnason hins vegar eru
sömuleiðis af 2. og 3. lið.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. januar 1985