Þjóðviljinn - 20.01.1985, Síða 19
SKAK
Svœðamótið í Gausdal
Þegarein umferðvareftiraf
svæðismótinu í Gausdal voru
allir íslendingarnir við toppinn
og áttu möguleika á sæti í
millisvæðamóti. Margeirvar
efstur ásamt þeim Larsen og
Agdestein með 6V2 vinning.
Næstur kom Jóhann með 6
vinninga og Helgi var með 51/2
vinning sem og þeir Schus-
sler og östenstad. Allir þessir
menn eiga möguleika á sigri
og síðasta umferðin því afger-
andi. ÞáteflirMargeirmeð
hvítu gegn Westerinen, Jó-
hann hv. gegn Larsen, Helgi
hv. móti Ostenstad, Agde-
stein sv. gegn Ernst, Schus-
sler sv. gegn Hansen og loks
tefla þeir Yrjola og Moen en
skák þeirra hefur enga þýð-
ingu ítoppbaráttunni. Skák
dagsins verður að öllum lík-
indum Jóhann-Larsen þar
sem báðir munu tefla stíft til
vinnings enda mikið í húfi.
Það mun þó Ijóst vera að
Margeir stendur best að vígi
af íslendingunum og á hann
verulega möguleika á sigri.
Ýmislegt hefur gerst frá því aö
fjallað var um mótið í síðasta
helgarblaði. Larsen tók undir sig
stökk eftir slæma byrjun og hefur
heldur betur komist í stuð. Norð-
manninum unga Agdestein hefur
tekist að hrella hina íslensku
keppendur, lagði þá Jóhann og
Margeir að velli. Góð frammi-
staða Östenstad, sem er einnig
Norðmaður, hefur vakið verð-
skuldaða athygli, h'ann er aðeins
16 ára. Uppgangur í skáklífi
norskra og er það vel, enda tími
til kominn.
Margeir Pétursson hefur teflt
mjög vel það sem af er þessu
móti. í tíundu umferð mætti hann
Schiissler með svörtu. Schiissler
þessi hefur orð á sér fyrir traustan
skákstíl og ekki mun vera neinn
hægðarleikur að leggja hann,
hvað þá með svörtu mönnunum.
Eins og búast mátti við svaraði
Margeir drottningarpeðsleik
hans með Tarrasch vörn, en með
henni lagði hann einmitt Larsen í
fyrstu umferð eins og mönnum er
vonandi enn í fersku minni.
Schussler hefur eflaust gefið sér
góðan tíma til að rannsaka þessa
byrjun en hafði ekki árangur sem
erfiði. Tarrasch vörn Margeirs
stóð af sér eitt áhlaupið enn, enda
býst ég við því að töp Margeirs í
þessari byrjun megi telja á fingr-
um annarrar handar. En skoðum
nú rás atburða nánar.
Hvítt: Harry Schiissler (Sví)
Svart: Margeir Pétursson
Tarrasch vörn (En ekki hvað?)
1. d4 dS 5. RD Rc6
2. c4 e6 6. g3 Rf6
3. Rc3 c5 7. Bg2 Be7
4. cxdS exd5 8. 0-0 0-0
Þessi staða er orðin að nokkurs
konar grunnstöðu í þessari byrj-
un, hún kemur upp í langflestum
tilfellum. Uppbyggingin sem
hvítur beitir náði vinsældum um
1920 og átti Rubinstein stærstan
þátt í því, lagði sjáfan Tarrasch
með henni í frægri skák árið 1922
í Bad Pistyan. Síðan hefur upp-
byggingin oftast verið nefnd Ru-
binstein afbrigðið. Er Tarrasch
var, í upphafi, að kveðja byrjun
sinni hljóðs átti hún erfitt upp-
dráttar. Menn töldu hið staka
peð sem svartur fær oftast á d5
mikla veilu og höfnuðu þar með
hugmyndinni. Mann skal svo sem
ekki undra því að á þessum tíma
var stöðulegi skólinn allsráðandi
með Capablanca í fararbroddi.
Tarrach vörnin gleymdist síðan
að mestu fram til 1956 er Keres
beitti henni í áskorendamótinu.
En 1969 verður samt að teljast
upphafsár endurlífgunar varnar-
innar því þá notaði Spassky hana
mikið í einvígi sínu um
heimsmeistaratitilinn við Petro-
sjan. Vörnin bar góðan árangur
og átti sinn þátt í sigri Spasskys,
en það er annað sem er merki-
legra: Petrosjan hinum mikla
meistara stöðubaráttunnar mis-
tókst að koma á hana höggi. í ljós
kom að þó peðaveilur væru í
svörtu stöðunni unnu menn hans
vel saman, höfðu einskonar
leyndan sprengikraft. Það kemur
því ekki á óvart að nýjasti „guru“
varnarinnar sé enginn annar en
Kasparov og má því búast við að
á næstu árum vaxi Tarrasch vörn-
inni enn fylgi.
9. dxcS
Aðrir möguleikar eru t.d. 9. Bg5
og 9. b3 en því lék Larsen einmitt
gegn Margeiri í fyrstu umferð.
9. - Bxc5 10. Ra4
Algengasta leiðin er 10. Bg5 d4
11. Bxf6 Dxf6 12. Rd5 eða 12.
Re4 og staðan er flókin þó smá-
sjáin segi hvítan standa örlítið
betur. Leikur Schusslers er ein-
mitt sá sami og Rubinstein lék
gegn Tarrasch í áðurnefndri
skák. Hann hefur það markmið
að ná uppskiptum á svartreita
biskup svarts en við það veikjast
svörtu reitirnir í kringum staka
peðið á d5. Helstu annmarkar
þessarar áætlunar eru þeir að hún
er hægfara og svartur nær að
koma liði sínu vel fyrir.
10. - Be7 12. Hcl Bg4
11. Be3 He8 13. Bc5
Mér sýnisf þessi leikur vera eðli-
legt framhald þeirrar áætlunar er
ég greindi frá áðan. Á Reykjavík-
urskákmótinu í fyrra lék hol-
lenski stórmeistarinn Ree 13. h3
gegn Margeiri en eftir 13. - Bh5
14. Rd4 Dd7 15. Rxc6 bxc6 16.
Hel Bb4 hafði svartur komið ár
sinni vel fyrir borð. Schussler
virðist á sama máli.
13. — Re4! 83 Bxf3
14-. Bxe7 Dxe7 16- 8x13
Hér skilja þeir félagar við fræðin
eftir því sem ég kemst næst. Á
skákmóti í Palma de Mallorca
1969 lék Reshevsky 16. exf3!?
gegn Ivkov og fékk eftir 16. - Rf6
17. f4 Hac8 18. Hel Dxel+ 19.
Dxel Hxel+ 20. Hxel heldur
betra endatafl. Mér segir svo
hugur að taflmennsku Ivkov
megi bæta t.d. reynir svartur yfir-
leitt að koma í veg fyrir drottn-
ingarkaup í áþekkum stöðum.
16. — HadR 17. Bg2Hd6!
24. - Dg5
25. Hcdl bS!
26. Da3 Re5
27. b3
Svartur hótaði að vinna skiptam-
un með 17. - Rc4
Mjög nytsamlegur leikur. Svarti
hrókurinn eykur valdið á c6 hann
heldur þeim möguleika opnum
að tvöfalda og getur sveiflað sér
yfir á kóngsvænginn í sókn ef svo
ber undir.
18. Rc5 Rxc5 19. HxcS
Hvítur notar hvert tækifæri til
þess að skipta upp á mönnum
enda munu möguleikar hans
aukast er nær dregur endataflinu.
19. - d4!
20. Hc2 h5! 21. Hd2?
Hvítur beinir spjótum sínum að
staka peðinu en eftir því sem mér
skilst mun það peð varla teljast
veikt lengur.
21. - h4 23. Da4 H8d7
22. g4 Hed8
Nauðsynieg varúðarráðstöfun til
að valda peðið á a7 eftir hugsan-
leg uppskipti á c6.
24. Hcl?
Áætlun hvíts stenst ekki af takt-
ískum ástæðum og nú tapar hann
tempói.
27. - Rxg4!
Djörf ákvörðun þegar mikið er í
húfi en sagði ekki einhver: „The
world belongs to the brave“!
28. hxg4 Dxg4
29. Kh2 Df4+
30. Khl Dxf2
31. b4?
Flétta svarts byggir ekki síst á því
að hvíta drottningin er út úr spil-
inu. Betri leið til þess að bæta úr
því væri 31. Dc5 og enda þótt
þvingað framhald liggi ekki fyrir
svörtum verður sókn hans að telj-
ast í versta falli beitt.
31. - h3 32. Bxh3?
Tapleikurinn þó að 32. BO líti
ekki glæsilega út.
32. - d3!
33. Hxd3 Hxd3 34. exd3
Ef 34. Hxd3 þá 34.-Del+ og35.
- Dxe2+ og hrókurinn fellur.
34. - Df3+
35. Kh2 De2+
36. Kg3 He7 og Schussler gafst upp
því mát blasir við.
STORUTSALA
Mikið úrval af fatnaði, t.d.
gallabuxur
flauelsbuxur
háskólabolir
SKÚLAGÖTU 26
jogginggallar
úlpur
jakkar
vinnuskyrtur
sokkar
VfSA
Sendum f póstkröfu
stígvól
leðurjakkar
VINNUFATABUÐIN ftst
Sunnudagur 20. janúar 1985 pjóðvIUINN - SÍÐA 19