Þjóðviljinn - 07.02.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Page 3
FRÉTTIR Arnarflug Lækkar fargjöldin Arnarflug hefur tekið upp nýtt fargjald sem felur í sér 38% lækk- un fyrir þá sem þurfa að fara í stuttar ferðir til útlanda í miðri viku. Venjulegt fargjaid virka daga hefur verið 33.000 krónur en hið nýja fargjald Arnarflugs, annafargjald er aðeins um 20.500 krónur. Annafargjald Arnarflugs gildir aðeins á milli Reykjavíkur og Amsterdam en hins vegar er far- þegum gert kleift að fara í stuttar ferðir til annarra staða á verulega lægra heildarverði en fram til þessa hefur verið unnt. Með sam- starfi við hollenska flugfélagið KLM má t.d. spara sér 17.000 krónur á flugleiðinni Reykjavík- Róm, hægt er að komast yfir rúmlega 10.000 króna lægri upp- hæð til Frankfurt og um 16.500 króna lægri upphæð til Madrid. Á móti afsala farþegar sér vissum sveigjanleika því gildistími er styttur og fljúga verður í gegnum Amsterdam. —v. Leiðrétting Okkur Þjóðviljamönnum varð á sú skyssa að lengja vitlausa flugbraut í frétt af uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar í blaðinu í gær. Inn á kort af vellinum var suður-vesturbrautin lengd en átti að vera austur-norðurbrautin eins og raunar kom fram í texta. Fimmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Húsnœðismál aldraðra Neyðarástand hjá tugum fjölskyldna UmlOOO einstaklingar og 120 hjón á biðlista eftir húsnœði íReykjavík. Þórir Guðbergsson ellimálafulltrúi: Vœgastsagt neyðarástand hjá um 300 manns Um 1000 einstaklingar og um 120 hjón eru á biðlista hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar eftir húsnæði fyrir aldr- aða. Þar af eru um 300 manns sem búa við neyðarskilyrði og eru í bráðaþörf fyrir húsnæði og að- stoð. Þórir Guðbergsson ellimála- fulltrúi borgarinnar sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að væg- ast sagt ríkti neyðarástand hjá tugumfjölskyldnaíborginni. „Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um þetta veikasta fólk sem búið er að vinna áratugum saman hörðum höndum, hefur aldrei þurft á hjálp að halda fyrr en núna, en þá er hún ekki til staðar“. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, stafar þetta neyðarástand í húsnæðismálum aldraðra borg- ara fyrst og fremst af því að ekk- ert hefur bæst við hjúkrunar- heimili eða félagslegar íbúðir fyrir aldraða frá því að Sjálfstæð- Alþingi Vaxtaokrið verði stöðvað Prír þingmenn Alþýðuflokksins leggja til að greiðslubyrði lántakenda verði létt Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Kar- vel Pálmason hafa flutt frumvarp til laga um breytingar á frægum Ólafslögum. Með breytingunni er ætlunin að létta greiðslubyrði lántakenda, með því að afborgan- ir og vextir af lánum megi ekki hækka meira en kaup kaup- greiðsluvísitala. Er lagt til að sú lækkun á ársgreiðslum, sem frumvarpið felur í sér bætist við höfuðstólinn og greiðist síðan þegar upphaflegum lánstíma lýk- ur. Þingmenn sem tóku til máls töldu frumvarpið til bóta og gat Svavar Gestsson þess að hann fagnaði því og myndi styðja það. í ræðu sinni rakti Svavar aðdrag- anda og áhrif af þeirri vaxta- stefnu sem nú ríkir í landinu. í ræðu hans kom m.a. fram: Vaxtaokursstefnan veldur nú stórfelldri eignaupptöku hjá launafólki og sérstaklega hús- byggjendum. Vaxtaokrið í landinu veldur því að margar fjöl- skyldur þurfa nú að greiða í sumum tilfellum margfalt íbúðar- verð. Aldrei hefur það átt betur við en nú að hinir ríku verða ríka- ri og hinir fátæku fátækari. Sú hávaxtastefna sem Alþýð- uflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn með atbeina Seðlabankans og Framsóknarflokksins knúðu fram á árinu 1979 veldur pening- atilflutningi og byggðaröskun. Þá vitnaði hann til nýlegra frétta um að Landsbankinn hefði tekið ólöglega vexti af skulda- bréfum sem hann hefði til inn- heimtu. Svar bankamanna væri það að leiðbeiningar Seðlabank- ans um vaxtatöku væru svo vit- lausar og óskiljanlegar að ófram- kvæmanlegar væru. Með öðrum orðum: Til viðbótar við hina lög- legu okurvexti þá væru dæmi um að bankar tækju vexti þar um- fram. Lagði Svavar að lokum áherslu á að nú skipti öllu máli að fulltrú- ar allra flokka virtust sammála um að breytinga væri þörf á vaxtamálum. -hágé isflokkurinn tók við stjórn borg- armála árið 1982. „Það er átakanlegt að stjórn- málamenn skuli ekki einu sinni setjast niður til að gera átak í áæt- lunargerð vegna þessara mála. Á árunum 1974 - 1982 voru byggð: Lönguhlíð, Furugerði, Dalborg og Droplaugarstaðir. Það var geysimikið átak sem var gert á þeim árum en það hefði þurft að halda áfram á sömu braut í minnst 10 ár til að leysa brýnustu þörfina“, sagði Þórir Guðbergs- son í gær. Nú er í byggingu vistheimili fýrir aldraða í Seljahlíð sem mun taka 80 manns en leysir aðeins lítinn hluta vandans. Á sama tíma og biðlistarnir lengjast, t.d. um 300 manns á sl, ári, eykst stórlega fjöldi háaldraðra þ.e. þeirra sem eru komnir yfir áttrætt og búa hvorki við fullnægjandi aðstöðu né hafa öruggt húsaskjól. „Brýnust, erfiðust og átakan- legust eru þau dæmi með sjúkl- inga sem útskrifaðir eru af sjúkrahúsum en geta hvergi feng- ið inni. Þeim er komið fyrir hjá vinum og ættingjum sem verða að vera kerra, plógur, hestur við að passa og hjúkra þessu fólki. Hér er um stóran hóp að ræða“, sagði Þórir Guðbergsson. - Ig. Þórir Guðbergsson: Geysimikið átak fram til 1982 en lítið gerst siðan. Mynd - eik. Hársnyrting Mikill verðmunur Munur á hœsta og lœgsta verði áþjónustu allt að 120% samkvœmt könnun Verðlagsstofnunar Mikill munur er á verðlagn- ingu flestra þjónustuliða hársnyrtistofa í Reykjavík. í könnun sem Verðlagsráð efndi til í janúar kom í Ijós að formklipp- ing karla kostar frá 190-417 krón- ur, og er munurinn á hæsta og lægsta verði 120%. Barnaklipping kostar frá 165 til 358 kr. og er munurinn á hæsta og lægsta verði um 117%. Konur með stutt hár gátu sam- kvæmt könnuninni fengið hár- þvott, formklippingu og perman- ent fyrir verð sem spannar frá 870 kr. til 1.541 kr. og er munurinn um 77%. Verð á þjónustu hársnyrtistofa hefur almennt hækkað um 33- 55% frá því að Verðlagsráð gerði síðustu könnun í janúar 1984. Þannig hefur meðalverð á form- klippingu kvenna hækkað úr 225 kr. í 310 kr. eða um 38%. Meðal- verð á permanenti og hárþvotti hefur hækkað úr 669 í 908 kr. eða um 36% á einu ári. Könnun Verðlagsráðs tók til 123 hárgreiðslu- og rakarastofa á höfuðborgarsvæðinu. -ólg. Fiskiskipastóllinn Meðalaldurinn tæp 19 ár Meðalaldur skipa af stœrðinni 50-99 lestir er 28,4 ár Allir kannast við þá kenningu að íslenski fiskiskipastóllinn sé of stór. Hitt vita kannski ekki allir að meðalaldur hans er orð- inn hvorki meira né minna en 18,6 ár, sem hlýtur að teljast hár aldur skipa sem sækja harðsótt- ustu mið veraldar. Þessar upplýs- ingar komu fram í „Skrá yfir ís- lensk skip“ sem Siglingamála- stofnun var að senda frá sér. Lang hæstur er meðalaldur skipa af stærðinni 50 til 99 lestir eða 28,4 ár sem sýnir að þessi skip eru orðin algerlega úrelt. Lægst- ur er meðalaldur skipa af stærð- inni 300 til 499 lestir eða 12,2 ár. í þessum stærðarflokki eru flestir minni togaranna, svo og nokkur loðnuskip. Þau eru þó flest í stærðarflokknum 500 lestir og þar yfir, ásamt stóru togurunum en þar er meðalaldurinn 15,1 ár. Elsta skip íslenska fiskiskipa- flotans er Nakkur SU 380, fimm lesta skip smíðað 1912. Þá er til einn bátur smíðaður 1916 og tvö skip smíðuð 1926. Öll eru þessi skip enn að veiðum. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.