Þjóðviljinn - 07.02.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Qupperneq 7
Annir hjá borgarfulltrúum í kvöld, - seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur og breytingartillögur fleiri en nokkru sinni fyrr. Hljóðið í minnihlutafulltrúum virðist samt vera nokkuð gott, enda eitthvert fé til ráðstöfunar til flestra þeirra málaflokka sem þeir hafa hamrað á undanfarin ár. Við ræðum málin við Sigur- jón Pétursson oddvita Atþýðu- bandalagsins í borginni: - Já,staðaborgarsjóðsergóð, og ástæðurnar eru að raunskattar á borgarbúa hafa hækkað mikið vegna kjaraskerðinganna í fyrra. Útsvarið á þessu ári verður 30% þyngra að greiðslubyrði en árið 1982, og það þrátt fyrir að út- svarsprósentan sjálf hefur lækk- að frá 1982 úr 11,88 í 10,8. Þetta skapar verulegt aukið svigrúm til rekstrar og framkvæmda. Sigurjón Pétursson í ræðustóli í borgarstjórn: Við erum ósátt við að Reykjavíkurborg er lögum samkvæmt skylduð til að leggja sömu útsvarsprósentuna á alla, hvort sem þeir hafa lágar tekjur eða háar. Borgin Utsvarið óréttlátt Síðari umrœða umfjárhagsáœtlun í borgarstjórn í kvöld. Sigurjón Pétursson: Mikil skattheimta skapar borginni svigrúm -það á að nýta til að auka jöfnuð og styðja lýðrœðislegtstarf íbúanna sjálfra - Þetta svigrúm viljum við Al- þýðubandalagsmenn nýta í þágu þeirra sem verst eru settir í borg- inni. Okkar breytingartillögur miða að því að auka jöfnuð með- al borgarbúa, rétta þeim hjálpar- hönd sem búa við lökust kjör, og reyna jafnframt að styðja ýmsa þá starfsemi borgarbúa sem við teljum góða og í lýðræðisátt. Áskorun til þingmanna - Við erum ósátt við að borgin er samkvæmt lögum skyld að ieggja sömu útsvarsprósentuna á alla, hvort sem þeir hafa lágar tekjur eða háar. Þótt þetta kunni að hafa verið rétt einhvern tíma er augljóst að eftir kjaraskerðing- ar síðustu tveggja ára leiðir þessi regla til mikils óréttlætis. Það er ekki á valdi borgarfulltrúa að breyta þessu, - og þess vegna leggjum við til að borgarstjóm skori á þingmenn Reykjavíkur að beita sér til að hægt sé að jafna útsvörunum niður eftir efnum og ástæðum. - Við flytjum margar tillögur til breytinga á fjárhagsáætluninni núna. Sem dæmi má nefna að við leggjum til að það verði byggðar 200 söluíbúðir sem borgin ætti svo forkaupsrétt á við endursölu. Þetta ætti að létta á húsnæðis- vandanum til viðbótar við aðrar lausnir. Við gerum ráð fyrir að íbúðirnar verði byggðar á þrem til fjórum árum og Reykjavíkur- borg láni allt að 80% af bygging- arkostnaði fokheldrar íbúðar eða tilbúinnar undir tréverk. - Annað dæmi um tillögur okkar er að við viljum auka fjár- veitingu til B-álmu Borgarspítal- ans þannig að hægt sé að taka eina hæð álmunnar í notkun strax á þessu ári. Þetta er brýnt verk- efni. Fjöldi aldraðrasem þarfnast umönnunar á nú engan kost á vistun. Sendiþjonusta - Að auki leggjum við til að Reykjavíkurborg kaupi hús í Vesturbænum fyrir dagvistun aldraðra og til þjónustu við þá. Það er líka rétt að nefna nýmæli sem við leggjum til: að koma á fót sendiþjónustu fyrir aldraða og fatlaða í borginni. Þeir sem eiga erfitt með að komast að heiman ættu þannig möguleika á að láta sækja fyrir sig til dæmis lyf og aðrar nauðsynjar. Einangrun þeirra yrði að hluta rofin. Þessi hugmynd fæðist í beinu framhaldi af ferðaþjónustu fatlaðra sem hófst á síðasta kjörtímabili. - Við flytjum líka tillögu um sérstakt átak við að gera göng undir umferðaræðar í tengslum við stíga í borginni. Stígakerfið er orðið nokkuð umfangsmikið en margir stíganna enda við stórar umferðargötur sem skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur. - Það þarf að efla tengsl borg- arstjórnar við íbúa í borginni og í grein minni „Þess vegna svona mikið um stuðning" eins og hún birtist í Þjóðviljanum í gær féll niður mikilvæg málsgrein, sem gerir að verkum að það sem á eftir kemur verður lítt skiljan- legt. Bið ég menn að lesa greinina aftur með tilliti til eftirfarandi leiðréttingar. Á eftir öðrum greinarskilum í kaflanum „Stefnuskrá í afstöðu- leysi" átti þessi málsgrein að vera: samtök þeirra. Við erum með til- lögur um hækkun á framlagi til slíkra félaga, og sérstaklega vil ég nefna að við gerum ráð fyrir að fimm milljónir verði settar til hliðar á fjárhagsáætluninni til verkefna sem hverfasamtökin óska eftir. Þessu fé yrði þá skipt síðar í samráði við þau. - Fleiri tillögur koma frá okk- ur um breytingar. En áður en lengra er haldið er sanngjarnt að geta þess að ef þær yrðu sam- þykktar yrði auðvitað að skera í ágætri grein Guðmundar Hall. um Þjóðviljann og utan- ríkismálin 15. jan. s.l. segir hann að skrif Á.B. um Sovétríkin að þau byggist ekki á mótaðri póli- tískri greiningu, heldur séu hug- læg persónuleg afstaða Á.B. sjálfs. Þetta held ég sé ekki rétt hjá Guðmundi. Skrif Á.B. um Sovétríkin eru skrif þrautþjálfaðs flokksblaðamanns tækifæris- sinnaðs flokks, sem langar til að dilla sér í tískufötum miðjunnar. niður á móti. Við leggjum til að sá niðurskurður verði í gatna- gerðarlið áætlunarinnar. Þar er lagt til að framlag til að leggja nýjar götur hækki allt uppí 80% frá fyrra ári, - en flestir aðrir liðir í áætluninni hækka um 25-30%. Okkur þykir vel stætt á að hækka framlag til gatnagerðar ekki nema um 50%, sagði Sigurjón að lokum. Umræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlunina hefjast um fimmleytið í dag. -m Markmið skrifanna er ekki að auka skilning á mótsagnakenndu eðli Sovétríkjanna, heldur að koma vel fyrir framan í íhalds- pressunni og vera ekki á skjön við þá „almenningsþekkingu“ sem hún hefur skapað. Síðan átti að koma: Sjálft svar Á.B. sunnudaginn 20. jan. við grein G.H.... o.s.frv. Ragnar Stefánsson Slæm prentvilla Fimmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.