Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Blaðsíða 10
HREYSTI & FEGURÐ ------------- Undirstaða ffyrir alla hármeðhöndlun er góð klipping eg permanent PERLA Hárgreiðslustofan Vitastlg 18a simi 14760 Tilbreyting í skammdeginu Yiltu nýjan tón í hárið. Nýjung í hárlitun, hárgljái og hárskolun. Iðnaðarmannahúsinu, v. Hallveigarstíg sími 27030. U ÞREKHJOL Varahluta- og viðgerða- þjónusta FRÁ KETTLER V-ÞÝSKALANDI • Vönduð og traust þrekhjól • Fjórar mismunandi gerðir • Verð frá kr. 4t888 • Sendum í póstkröf u • Kreditkortaþjónusta Verslunin /V14RKIÐ Suðurlandsbraut 30 — Sími 35320 Húðina þarf a styrkja og h Ingunn Þórðar- dóttirsnyrtifræð- ingur:enginnsem kominneryfirþrí- tugtgeturveriðán andlitskrema. Að- sókn karla að snyrtistofunum fer vaxandi Þegar ég var strákpolli að alast upp í Reykjavík var eitt af því sem stakk í augun dimmrautt skilti á húsinu bak við Dómkirkjuna með mynd af nakinni konu og útlenskri áletrun. Þettaolliokkurpoll- unumtalsverðum heilabro- tum og við töldum okkur hafa rökstuddan grun um að þetta væri hóruhúsið í Reykjavík. Hvað annað gat farið fram í þessu lokaða húsi sem aug- lýsti sig með mynd af nakinni konu? Seinna uppgötvaði ég að þetta var snyrtistofa. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku að ég fékk tækifæri til þess að kynna mér hvað færi fram í þessum dularfullu sal- ónum bernsku minnar. Það var hjá Ingunni Þórðardóttur í snyrtistofunni Ásýnd við Garðastræti og hún leiddi mig í allan sannleika um þá bráð- nauðsynlegu þjónustu sem þarna er boðið upp á. Andlitsböð og húðhreinsun, djúphreinsun og Bio-peeling, andlistsmaskar og háreyðing, háræðameðferð og varanleg raf- straumsháreyðing, handsnyrting og fótsnyrting, ísetning augn- hára, litun, aflitun, plokkun, dag- og kvöldförðun eru dæmi um þá þjónustu sem boðið er upp á og við byrjum á því að spyrja Ingunni hvað helst beri að gera til þess að halda húðinni hraustri og heilbrigðri. Fólk hefur misjafna húð og það þarf að beita mismunandi aðferð- um allt eftir gerð húðarinnar, sagði Ingunn. Þess vegna myndi ég ráðleggja sem flestum að fara að minnsta kosti einu sinni til snyrtisérfræðings til þess að fá ráðleggingar. Sérstaklega ef um einhver vandamál er að ræða. En þó eru viss atriði sem allir ættu að tileinka sér. íslenskar aðstæður gera það að verkum að húðin þornar gjarnan upp og stífnar, fái hún ekki rétt krem og rétta hreinsun. Þetta stafar af þurrum og heitum húsa- kynnum og vindasamri veðráttu og snöggum skilum á milli hita og kulda. Hreinsun húðarinnar Það sem húðin þarfnast fyrst og fremst er regluleg hreinsun. Þá er rétt að nota milda sápu en ekki venjulega handsápu. Það eru til sérstakar andlitssápur af ýmsum gerðum - t.d. jumbos - og það eru mismunandi sápur fyrir þurra og feita húð. Einnig er gott að nota sérstaka hreinsimjólk daglega, að minnsta kosti á kvöldin. Mismunandi Ingunn Þórðardóttir setur maska á konuandlit. Ljósm. E.ÓI. gerðir eru til fyrir feita og þurra húð. Konur sem nota andlits- farða (make) verða að nota hreinsimjólk, því farðinn næst ekki nógu vel af með venjulegu vatni. Þá er til ýmiss konar and- litsvatn sem getur haft góð áhrif þótt það sé ekki alltaf nauðsyn- legt. Andlitsvatn fyrir feita húð affitar hana en andlitsvatn fyrir þurra húð er styrkjandi án þess að þurrka hana. Síðan koma maskarnir, sem rétt er að nota einu sinni í viku. Þar er bæði um að ræða hreinsi- og rakamaska. Þeir sem hafa feita húð eiga að nota hreinsi- maska. Maskar þessir eru af ýms- um gerðum og þeim er yfirleitt smurt á húðina og hafðir á í 5-10 mínútur. Maskarnir hreinsa burt dauðar húðfrumur og gera húð- ina slétta og áferðarfallegri. Ofangreind meðferð húðar- innar varðar hreinsun hennar, en eftir hreinsunina er rétt að bera á húðina rakakrem, sem er til af mismunandi gerðum, allt eftir gerð húðarinnar. Rakakrem Þar sem þurr húð er algengust hér á landi, þá er rakakremið nauðsynlegt til þess að mýkja húðina og hjálpa henni til að binda í sér raka. Rakakrem hafa oft í sér vaxkennd efni sem draga úr útgufun húðarinnar. Raka- krem fyrir feita húð hafa hin veg- ar í sér efni sem virka þurkkandi. Fyrir þá sem hafa þurra húð er einnig gott að drekka mikið vatn eða annan vökva. Fyrir þá sem stunda útivist í miklum frostum og vindum, t.d. skíðafólk, er til sérstakt svokallað sportkrem sem gott er að bera á kinnar og nef. Er þessi meðhöndlun húðar- innar hugsuð bæðifyrir konur og karla? Karlmenn hafa yfirleitt grófari og þykkari húð en konur og því þola þeir kannski meira án þess að nota krem. En engin kona yfir þrítugt getur í raun verið án raka- krems og góðrar húðhreinsunar, því annars stífnar húðin. Reyndar trúi ég því að það sé al- gengt að karlmenn stelist í krem- krukkur eiginkvenna sinna, og ég held að þeir þurfi ekki síður að hugsa um andlitshúðina en kon- ur. Líka fyrir karla Koma karlmenn hingað á snyrtistofuna? Já, það hefur færst í vöxt. Þeir koma aðallega í svokallaða djúp- hreinsun (Cathiodermie) sem er sérstök húðhreinsiaðferð sem við beitum hér. Þetta er meðferð sem tekur um klukkustund, þar sem húðin er hreinsuð með hlaup- 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.