Þjóðviljinn - 07.02.1985, Síða 14
HREYSTl & FEGURÐ
— waVtsVat Áhrifarí
fyrir bakveika og (:
sem þjást af vöðvabólgi
Einfalt og hagkvæmt í notkui
Remedia Borgartúnl 20 - sími 27511.
>i
■>g
Feb rúar-Marz
5alon a paris er hárgreiðslustofa í
hjarta borgarinnar, Hafnarstrœti 20
(á torginu). Salon a paris býður fjöl-
breytta þjónustu í hársnyrtingu fyrir alla fjöl-
skylduna. Okkar mottó er að finna og draga
fram stíl og persónuleika hvers og eins.
Og svona til frekari áréttingar og
hvatningar til að kynna yður þjón-
ustu okkar, þá bjóðum við yður
20% afslátt af allri okkar þjónustu í febráar
og marz. Þessi afsláttur nœr aðeins
til handhafa þessa
sakxi á i iris
VERTU VELKOMIN
VIRÐINGARFYLLST
»g...............>€.....
SP
SALON A PARIS
Hafnarstræti 20 (Lækjartorgi)
>!
fœst f leira en klístur
í krukkum.
et '
- haö
jretösVa1've ggst sVa%
sc'”
ioao- ------------------- ~ i
Hárgr<
Jón Gíslason næringafræðingur:
Ef við borðum fjölbreytta og
skynsamlega fæðu ættu vítamín-
pillurnar að vera óþarfar.
Þegar skammdegið leggst
á okkur íslendinga með fullum
þunga og dregur úr mönnum
kraftinn verður mögum góð-
um manninum það til ráðs að
grípa til vítamínpillunnar, fá
sér sopa af kvöldvorrósarolíu,
gleypagerikomplex, drott-
ningarhunang, frjóduftspillur,
ginsegn eða kínaelexírtil
þess að bæta sér birtuskort-
inn. Aðrirfara í megrunarkúra,
borða baunir og rokdýrt græn-
meti eða þamba lýsi. Öll er
þessi viðleitni góðra gjalda
verð, en við leituðum til Jóns
Gíslasonar næringarfræðings
hjá Hollustuvernd ríkisins og
spurður hann hvort þetta holl-
efnahungur sem sækir á
landann á þorranum væri í
raun og veru hollt, og hvað
væri vænlegast að gera til að
bæta þann skort, sem
skammdegið virðist skapa í
skrokk okkar íslendinga.
Ofneysla
vítamína
Ég tel ekki að við höfum þörf
fyrir að nota mikið af þessum efn-
um. Neysiukönnun Manneldis-
ráðs, sem gerð var 1980, sýndi
reyndar að neysla okkar íslend-
inga á vítamínum er undir svo-
kölluðum „ráðlögðum dag-
skammti“ í nokkrum vítamínum,
en þá er þess að geta að ráðlagður
dagsskammtur er ávallt nokkuð
fyrir ofan raunverulega þörf lík-
amans. Það er hins vegar ljóst að
við fáum hér ekki nægilegt D-
vítamín og þurfum því að bæta
okkur þann skort. Til þess er lýs-
ið heppilegast. Ef fólk tekur hins
vegar inn vitamíntöflur eða
önnur hollefni reglulega.þá ráð-
legg ég fólki eindregið að fara
eftir þeim leiðbeiningum sem
gefnar eru, því fólk tekur oft
meira inn af þessu en þörf er á.
Það er algeng skoðun að vatns-
leysanlegu vítamínin séu skað-
laus, sama í hvað magni þau eru
tekin, en þettaer ekki rétt. Rann-
sóknir sýna að vatnsleysanleg
vítamín eins og B- og C-vítamín
geta haft eiturverkanir ef þau eru
tekin í of miklu magni, og einnig
geta komið fram fráhvarfs-
einkenni ef menn hætta skyndi-
lega að taka þessi vítamín eftir að
hafa neytt þeirra í óhófi. Flestir
vita svo að fituleysanlegu vítam-
ínin eins og A- og D-vítamín eru
hættuleg ef þeirra er neitt í of rík-
um mæli. En það er semsagt allt í
lagi að taka vítamín ef menn fara
eftir leiðbeiningunum.
Meiri kolvetni *
minni sykur
En þú telur þetta þá vera hálf-
gerðan óþarfa?
Málið er að ef menn hafa
skynsamlegt mataræði, þá fá þeir
flest vítamín og steinefni í nægi-
legu magi, og því ætti frekar að
hvetja til breyttra og bættra
neysluvenja í mataræði en að
hvetja fólk til að taka þetta inn í
töfluformi. Neyslukönnun
Manneldisráðs, sem áður var
nefnd, segir að 41% af þeirri orku
sem við neytum sé úr fitu og 16%
úr próteinum og 43% úr kolvetn-
um, þar af 19% úr sykri, sem er
mjög hátt. Fitan og sykurinn eru
nánast hrein orka sem hefur lítið
næringargildi að öðru leyti.
Æskilegt er talið að fitan sé
minna en 35% af orkuneyslunni
og að kolvetnin séu 50-60%, þar
af um 10% sykur. Ef við myndum
breyta þessum hlutföllum í
neysluvenjum okkar, minnka fit-
una og sykurinn en auka neyslu
annarra kolvetna, þá myndi það
auka upptöku vítamína, stein-
efna og annarra snefilefna sem
líkamanum eru nauðsynleg. Það
er á þetta sem við þurfum að
leggja áherslu með aukinni
fræðslu, en ekki á pilluátið.
Nú hefur því verið haldið fram
að menn œttu að neyta C-vítamíns
í miklu magni, sérstaklega finni
þeir fyrir kvefi eða hálsbólgu. Er
þetta líka hjátrú?
Rannsóknir um jákvæð áhrif
þess að taka inn vítamín í miklu
magni eða önnur hollefni hafa
ekki bent til þess að það hafi til-
ætluð áhrif. Ráðlagður dags-
skammtur af C-vítamíni er 60 mg.
Mörg matvæli eru nú sérstaklega
bætt með C-vítamíni og ég hef
litla trú á að við búum við skort á
því ef við borðum reglulega græn-
meti. Ef menn taka t.d. eitt
gramm á dag, þá eru þeir komnir
langt uppfyrir ráðlagðan dag-
VILLI RAKARI
ER FLUTTUR!
Hárgreiðslu- og rakarastofa
á heimsmælikvarða!
ARpMlE
Síðumúla 23. Tímapantanir sími 687960.
TOPP-FAGFÓLK