Þjóðviljinn - 07.02.1985, Page 22
Finnbogi Ragnar óttar
Sialufjörður
Afvinnumálaráðstefna
Alþýöubandalagið efnir til ráðstefnu um atvinnumál á Siglufirði nk
sunnudag 10. febrúar kl 16.00.
Framsögumenn verða Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Ið-
þróunarfélags Eyjafjarðar, Ragnar Arnaldsalþingismaðurog Ótt-
ar Proppé bæjarstjóri. Ráðstefnan eröllum opin. - Alþýðubanda-
lagið
Steingrímur Ragnar Þórður
Vestur-Hún. - Skaaafjörður
Almennir fundir
um byggðastefnu og málefni bænda verða haldnir í: Ásgarði
Miðfirði föstudaginn 8. febrúar kl 21.00 og Ásgaröi Lýtingstaða-
hreppi Skagafirði laugardaginn 9. febrúar kl 14.00. Framsögu-
menn verða þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Þórður
Skúlason og Ragnar Arnalds. - Fundirnir eru öllum opnir. Frjálsar
umræður. - Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráð ABH boðar fund í Skálanum Strandgötu 41, mánu-
daginn 11. febrúarn.k. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Hafn-
arfjarðarbæjar fyrir 1985. Félagar fjölmennið. Áríðandi að allirfull-
trúar í nefndum og ráðum mæti.
Stjórnin
Árshátíð Alþýðubandalagsins
á Akureyri
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin í
Húsi aldraðra á Akureyri laugardaginn 23. febrúar
næstkomandi.
★ Hátíðin hefst kl. 20.00 stundvíslega með borðhaldi.
★ Vönduð skemmtiskrá verður auglýst síðar í Þjóðviljanum
og/eða Norðurlandi.
★ Að loknu borðhaldi verður stiginn dans við undirleik Sig-
urðar Sigurðssonar og félaga.
Væntanlegir þátttakendur í hátíðahöldum þessum eru vin-
samlegast beðnir að láta skrá sig sem fyrst hjá Ragnheiði í
síma 23397 eða Óttari í síma 21264.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Útboð
Tilboð óskast í stýribúnað með umferðarljósum og fleira
vegna brúarframkvæmda fyrir gatnamálastjórann í Reykja-
vík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 27. febrúar
nk. kl. 11.00 f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Sókn auglýsir
Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um
stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1985
liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með
fimmtudeginum 7. febrúar. Öðrum tillögum ber að
skila á skrifstofu Sóknar fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn
14. febrúar.
Stjórnin.
Auglýsið í Þjoðviljanum
HEIMUPINN
Framhald af bls. 17
fasísku herforingjastjórnar sem
þá sat í Aþenu til að sameina
Kýpur Grikklandi, sem hratt
þeim atburðum af stað).
Um tíma leit út fyrir að
meiriháttar uppgjör væri í
vændum milli bræðra í Nató.
Utanríkisráðherra Tyrklands lét
svo um mælt, að Tyrkir ættu
tilkall til hálfs Eyjahafs - og
meinti þá grískar eyjar skammt
undan vesturströnd Tyrklands -
og hermálaráðherrann bætti um
betur: „Valdahlutföllin í
Eyjahafi eru Tyrkjum í vil“, sagði
hann.
Og ekki var látið við þetta sitja.
Tyrkir drógu saman um 100
þúsund manna herlið á
vesturströndinn og hafa 147
landgöngupramma tilbúna, sem
áreiðanlega „eiga ekki að landa á
Svartahafsströnd Sovétríkj anna“
eins og Papandreú hefur komist
að orði. Grikkir svöruðu með því
að senda um 70 þúsund manna lið
til þessara eyja. Tyrkjum
gramdist það mjög og vitna í
samkomulag frá 1923 um að eyjar
þessar skulu ekki vígvæddar - en
Grikkir telja það samkomulag
löngu úrelt. Niðurstaðan er svo
sú, að hvorki Grikkir né heldur
Tyrkir vilja núna setja tilteknar
hersveitir sínar beint undir stjórn
Nató til ráðstöfunar á tvísýnum
tímum eins og það heitir.
ÁB tók saman.
Olof Palme
„Eg lofa ekkí gulli
og grænum skógum“
Erfið kosningabarátta bíður Sósíaldemókrata
Óvissuþœttir bœði til hœgri og vinstri
Olof Palme í ræðuham. Sósíaldemókratar sækja í sig veðrið síðustu vikurnar,
en borgarasamsteypan hefur drjúgt forskot.
Það verður kosið í Svíþjóð í
september og skoðanakann-
anir benda til þess að Olof
Palme forsætisráðherra og
Sósíaldemókrata flokkur hans
eigi undir högg að sækja: enn
geta þó veður skipast í lofti.
Samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum njóta Sósíaldemó-
kratar nú fylgis 40.5% kjósenda,
en fengu 45.6% þegar síðast var
kosið. Það er svo VPK, Vinstrifl-
okkurinn kommúnistar, sem hafa
tryggt stjórn sósíaldemókrata í
sessi. En með þeim ca. 5% at-
kvæða, sem þeim er nú spáð,
vantar mikið á að verkalýðs-
flokkarnir hafi í fullu tré við borg-
araflokkana,en þeim er nú spáð
um 53% atkvæða. Hægfara, aðal
hægriflokkurinh hafa nú 31% at-
kvæða í skoðanakönnunum,
Miðflokkurinn 9.5% og Þjóðarf-
lokkurinn 9%. Kristilegir demó-
kratar hafa 3-4% en ættu að kom-
ast á þing með kosningasamstarfi
við Miðflokkinn. (í Svíþjóð þarf
flokkur að fá fjögur prósent at-
kvæða til að komast á þing).
En með þessu er ekki öll sagan
sögð. Það er vert að muna eftir
því að á síðastliðnu ári skiptist
borgarablökkin og vinstriblökkin
á um að hafa meirihluta í skoð-
anakönnunum. Því er ekki úr
vegi að benda á tvö atriði í við-
bót. í fyrsta lagi segjast um 6.5%
ekki hafa ákveðið sig enn um það
hvað þeir vilji kjósa (það þykir
mikið í Svíþjóð, en er reyndar
ótrúlega lítið á íslenskan mælik-
varða). f annan stað er búið að
stofna nýjan flokk sem vill ekki
láta skipa sér í fylkingar og getur
hirt um fjögur prósent af mót-
mælaatkvæðum af ýmsu tagi, en
það er flokkur umhverfisvern-
darmanna.
Kommunistar
Fleiri óvissuþætti er reyndar að
finna í dæminu en hina sænsku
græningja. Vinstriflokkurinn-
-kommúnistar, VPK, stuðnings-
flokkur sósíaldemókrata, á í
uppgjörserfiðleikum. Hér er
bæði um að ræða endurtekin átök
milli evrópukommúnista og len-
ínista í flokknum og svo gamlar
og nýjar deilur um um stuðning
við sósíaldemókratíska stjórn.
Formaður flokksins, Lars \Vern-
er, sem er mjög hlynntur sam-
starfinu við sósíaldemókrata, var
á nýlegu þingi VPK í janúar mjög
gagnrýndur fyrir stefnu sína og
það gerðist, sem ekki hefur lengi
komið fyrir hjá VPK, að stillt var
upp gegn honum í formanns-
kjöri. Að vísi drógu mótfram-
bjóðendur sig til baka - en það er
ekki talið fara á milli mála að með
framboðum þessum hafi andstað-
an viljað leggja áherslu á, að
VPK eigi að draga sósíalíska
stefnu miklu skýrar fram í sam-
skiptum sínum við sósíaldemó-
krata. Reyndar skrifaði einn af
hagfræðingum sósíaldemókrata,
Sven Gassman, nýverið grein í
málgagn VPK, og gagnrýndi
kommúnista fyrir að þeir væru of
auðsveipir sósíaldemókrötum -
það þætti einum' of sjálfgefið, að
VPK væri öryggisnet sósíaldemó-
krata þegar borgaraflokkarnir
gerðu hríð að þeim. VPK nýttist
því ekki þeim öflum meðal sósí-
aldemókrata sjálfra, sem reyndu
að færa verkalýðsflokkinn stóra
lengra til vinstri.
Borgaraflokkarnir
Olof Palme getur hinsvegar
huggað sig að nokkru við það, að
borgaraflokkarnir eiga einnig við
sín heimilisböl að stríða. Borg-
aralegar samsteypustjórnir hafa
lent í miklum samstarfsörðug-
leikum og þau dæmi ganga sem
illur draugur um búðir hægri-
manna.
Hver á til dæmis að taka við
stjórnarforystu? Svo virðist sem
það hljóti að vera formaður
hinna Hægfara, Ulf Adelsohn, sá
flokkur á um helming borgara-
legs fylgis í landinu. En þar með
er borgaraleg stjórn komin með
mjög greinilegan íhaldssvip og
það kæra miðjuflokkarnir sig
ekki um. Síst þó Miðjuflokkurinn
sem gat áður gert foringja sinn
Torbjörn Fálldin að forsætisráð-
herra borgaralegra stjórna.
Efnahagurinn
Efnahagsástandið ætti að vera
Olof Palme heldur í vil. Hagvöxt-
ur í sænskum iðnaði er fjórum
sinnum meiri en í Vestur-Evrópu
sem heild. Það er gróði á við-
skiptum við útlönd. Halli á fjár-
lögum dregst saman úr 80 milj-
örðum í 65 miljarði sænskra
króna og nemur þá ekki nema
sem svarar vaxtabyrði af er-
lendum skuldum.
Þegar þetta er haft í huga gæti
það virst undarlegt, að stjórn sós-
íaldemókrata hafi verið að tapa
fylgi. En þá má því ekki gleyma,
að almenningur varð í upphafi
ferils þessarar sósíaldemókrat-
astjórnar að taka á sig verulegar
byrðar til að undirbúa þá upps-
veiflu í efnahagslífi sem nú er
staðreynd. Rauntekjur minnk-
uðu eftir að sænska krónan var
felld um 16% og eftir ítrekaðar
aðhaldsráðstafanir á fjárlögum.
Palme minnti á þetta í nýjársræðu
sinni og bætti því við, að nú væri
að koma betri tíð, á árinu 1985
mættu menn gera ráð fyrir
aukningu rauntekna, hærri barn-
abótum og eftirlaunum. En hann
vildi samt ekki hleypa of mikilli
bjartsýni í menn: Eg lofa ekki
gulli og grænum skógum, sagði
forsætisráðherrann sænski enn-
fremur - enda bíða hans manna
erfiðir launakjarasamningar í
vor, sem miklu ráða um skap-
lyndi kjósenda í haust.
áb tók saman.
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 7. febrúar 1985