Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 1
14 febrúar 1985 fimmtu- dagur 37. tölublað 50. órgangur DJOÐVIUINN New York Times ÞJÓÐMÁL HEIMURINN Vamarsáttmálinn brotinn New York Times staðfestir ígœr að „varnarsáttmáli“ íslands og Bandaríkjanna hafi verið brotinn árum saman. Forsetinn hafi ílO árgefið varnarmálaráðuneytinu heimild til aðflytja kjarnorkuvopn til íslands án vitundar íslenskra stjórnvalda. „Ég trúiþvíekki“ sagði Geir ídesember Bandarískir embættismenn sögðu íslenskum stjórnvöldum að áætlunin um að flytja kjarnorkuvopn til íslands væri til. Hvorki Geir né Steingrímur hafa skýrt frá þessari staðfestingu. Orion P-3 flugvélarnar í Kefla- vík ætlaðar til að varpa sprengjunum. Hver hinna 48 sprengja á stærð við Hiroshimasprengjuna. Carrington framkvæmdastjóri NATO gagnrýnir Bandaríkin fyrir að gera slíkar áætlanir án vitundar íslands og dregur í efa að tími gefist til að ieita eftir samþykki íslenskra stjórnvalda þegar herinn teidi nauðsynlegt að koma með kjarnorkusprengjunar. Upplýsingar Arkins enn staðfestar. Greinin er eftir Lesli H. Geld einn helsta sérfræðing blaðs- ins í afvopnunarmálum stórveld- anna. Hann var forstöðumaður þeirrar deildar Bandaríkja- stjórnar sem fer með pólitísk og hernaðarleg málefni á árunum 1977-79 (í tíð Carter- stjórnarinnar) og cr mjög virtur fræðimaður á þessu sviði. Hljóð- varpið greindi frá þessum frétt- um í hádeginu í gær. í greininni segir, að Banda- rfkjastjórn hafi gert áætlanir um að flytja á ófriðartímum kjarn- orkuvopn til Islands, Kanada, Bermuda og Puerto Rico og er þetta haft eftir embættismönnum í Washington. Fréttir um þessar áætlanir hafi gert embættis- mönnunum erfitt fyrir vegna þess að þeir hefðu ekki tilkynnt við- komandi ríkisstjórnum þessar áætlanir. Sumar þeirra hefðu ver- ið í gildi í áratug. Haft er eftir embættismönnum að upplýsingar um þær hafi fyrst verið veittar stjórnum landanna eftir að fjöl- miðlar í viðkomandi löndum fjöl- luöu um þær. Þeir leggja áherslu á að þetta séu bráðabirgðaáætl- anir og viðkomandi ríkisstjórnir verði spurðar leyfis komi til greina að flytja þangað kjarnork- uvopn. Þetta er önnur staðfestingin á réttmæti þeirra upplýsinga sem Arkin veitti hérlendis í desember sl. og utanríkisráðherra lét hafa eftir sér „Ég trúi því ekki“. Þjóðviljinn fékk senda þessa grein úr New York Times í gær og er þýðing hennar birt í heild sinni á bls. 8. óg- Lögbann Prófmál um hugbúnað Lögbannsbeiðni lögðfram um bann við sölu og dreifingu forrita Tölvubúðin hf í Reykjavík hef- ur lagt fram lögbannsbeiðni við gerð, dreifingu og notkun allra þeirra forrita, sem íslensk for- ritaþróun sf. hefur gert eða látið gera eintök af síðan leigt afnot af eða dreift á annan hátt undir nafninu Plús-hugbúnaður eða Plús forrit. Eigendur síðarnefnda fyrir- tækisins voru um árabil starfs- menn Tölvubúðarinnar og unnu m.a. við að þróa hugbúnað fyrir bókhald. f samantekt Tölvubúðarinnar vegna lögbannsbeiðninnar segir að hugbúnaðarframleiðsla fyrir míkrótölvur sé tiltölulega ný atvinnugrein og samkeppnin sé oft hörð og óvægin innan hennar. „Á íslandi hefur réttarstaða for- ritara gagnvart hugbúnaðarfram- leiðanda ekki verið skýrð t.d. með prófmáli", og bent er á að atvinnugreinin hafi ekki fengið ráðrúm til að móta með sér sínar eigin siðareglur. Eigandi Tölvubúðarinnar er Reynir Hugason, en eigendur ís- lenskrar forritunar eru Örn Karlsson og Vilhjálmur Þor- steinsson. -óg HelgiÓlafssonogBentLarsenhélduáframaðteflaskáksínaúrfyrstuumferð afmælismóts Skáksambandsins í gær og fór skákin aftur í bið. Staðan er nú þannig aö einungis er spurt hvort Larsen tekst að ná jafntefli. Allt um skákmótið er á síðu 7 í blaðinu í dag. (Ljósm.: E.OI.). Húsbyggjendur Löng bið eftir lánum Þeirsem gerðu íbúðirfokheldar í ágúst 1984 hafa enn ekkifengið húsnœðismálalán og enginn veithvenœrþau koma Staða þeirra sem eru að byggja nú er vægast sagt orðin alvar- leg. Þeir sem gerðu íbúðir sínar fokheldar í ágúst í fyrra og áttu íbúðir fyrir, hafa enn ekki fengið fyrsta hiuta lána hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins og það sem verra er, stofnunin segist ekki geta sagt til um hvenær þeir fái lán. Þeir sem ekki áttu íbúðir fyrir og gerðu fokhelt í ágúst eða sept- ember hafa fengið fyrsta hluta lána. Þeir sem aftur á móti gerðu fokhelt í október, hafa enn ekki fengið lán og enginn veit hvenær þeir fá lán. - S.dór Skák Larsen aftur í sviðsljósinu Bent Larsen var aftur í sviðs- Ijósinu í gærkveldi þegar 2. um- ferð afmælismóts Skáksam- bandsins fór fram. Hann tefldi þá gegn Margeiri Péturssyni og var skák þeirra æsispennandi allan tímann en hún fór í bið og staðan tvísýn, en þó öllu vænlegri hjá Larsen. Önnur úrslit urðu þau að Spas- sky sigraði Curt Hansen, Helgi Ólafsson og Karl Þorsteins gerðu jafntefli, sömuleiðis Jóhann Hjartarson og Hort. Skák Guð- mundar og Yusupov fór í bið en Jón L. og Van der Wiel gerðu jafntefli. Sjá nánar um skákina á síðu 7.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.