Þjóðviljinn - 14.02.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Qupperneq 2
Eyjafjörður Mengun yffir stórt svæði Norskar rannsóknir: Mengun við Eyjafjörð afvöldum álvers meiri en haldið var. Staðarvalsnefnd boðarfund með heimamönnum! - Ég get í raun og veru ekki sagt neitt um þetta að svo komnu þar sem iðnaðarráðherra og aðrir sem málið snertir, eiga eftir að fá skýrsluna. Það er þó hægt að segja, að samkvæmt niðurstöð- um skýrslunnar lítur út fyrir að mengun frá álveri við Eyjafjörð, komi til með að ná til stærra svæðis en við höfðum gert okkur vonir um. Þetta sagði Sigurður Guð- mundsson, formaður Staðar- valsnefndar, er blaðið leitaði fregna hjá honum um niðurstöð- ur mengunarrannsókna, sem norsk rannsóknarstofnun hefur gert og miðar að því að spá um dreifingu frá hugsanlegu álveri við Eyjafjörð. - A þessu stigi verður ekkert um það fullyrt hvort þessi meng- un verði slík, að gróðri og dýralífi stafi hætta af, sagði Sigurður Guðmundsson. Staðarvalsnefnd mun, við fyrstu hentugleika, halda fund með heimamönnum um þessar niðurstöður. Leitað verður álits þeirra manna, sem best ættu að þekkja til þessara mála og hafa m.a. fjallað um mengun frá álver- inu í Straumsvík. í framhaldi af því verður svo væntanlega hald- inn blaðamannafundur á Akur- eyri og skýrslan lögð þar fram. Norska rannsóknarstofnunin hefur lagt til að gerðar verði frek- ari rannsóknir, sem m.a. væru í því fólgnar að hleypa út á stór- iðjustaðnum óskaðlegu gasi og athuga síðan útbreiðslu þess. -mhg. Skólalúðrasveit Stykkishólms. Stjórnandi: Daði Þór Einarsson. Hljómleikar Sex skólahljómsveitir í Háskólabíói Félag einstæðraforeldra stendur fyrir tónleikunum Félag einstæðra foreldra stend- ur fyrir glæsilegum og eftir- tektarverðum hljómleikum í Háskólabíói n.k. laugardag, 16. febrúar, og hefjast þeir kl. 14.00. Þarna koma fram skólahljóm- sveitir frá eftirtöldum sveitarfé- lögum og borgarhlutum: Frá skólunum í Kópavogi, stórnandi Björn Guðjónsson, Seltjarnar- nesi, stjórnandi Skarphéðinn Einarsson, Stykkishólmi, stjórn- andi Daði Þór Einarsson, Arbæ og Breiðholti, (sameiginleg sveit), stjórnandi ÓlafurL. Krist- jánsson, Mosfellssveit, stjórn- andi Birgir D. Sveinsson og Laugarnesskólanum, stjórnandi Stefán Þ. Stephensen. Kynnir á hljómleikunum verður Jón Múli Árnason. Það er Björn Guðjónsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs, sem hugmyndina átti að þessu hljómleikahaldi og hef- ur undirbúið það af áhuga og at- orku. Hann giskaði á að í hljóm- sveitunum væru 20 hljóðfæra- Ieikarar a.m.k. og eru þeir á aldr- inum frá 9 og upp í 15-16 ára. Börnum verður boðið upp á ókeypis hressingu í hléi. Viðfangsefni hljómsveitanna eru hin fjölbreytilegustu og er ekki að efa að margir munu leggja leið sína í Háskólabíó á laugardaginn til að hlýða á hina ungu hljóðfæraleikara. Og ekki ætti það að spilla fyrir að allur ágóði rennur í byggingarsjóð Fé- lags einstæðra foreldra. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins að Traðar- kotssundi 6 alla daga fram til laugardags og í Háskólabíói frá kl. 13 á laugardag. -mhg. Ætli Reagan muni símanumer- ið hjá Geir? Landspítali Nýbygging hafln Krabbameinsdeild í K-byggingu árið 1988 í gær um fjögurleytið stakk Matthías Bjarnason skóflu í jörð norðan við Landspítalann og hóf- ust þar með framkvæmdir við svonefnda K-byggingu spítalans. í þessu 7600 fermetra húsi verður fengist við krabbamein og gjör- gæslu og þar verða skurðstofur og röntgendeild. K-byggingin verður reist í tveimur áföngum og er ætlunin að fyrri áfanginn, krabbameinsdeildin, verði full- búinn árið 1988. Hönnun hófst fyrir sex árum. Fjárveiting frá alþingi í fyrra og aftur í ár gerir kleift að ljúka á þessu ári jarðvegsframkvæmd- um, byggja undirstöður og kom- ast nokkuð á veg með uppsteypu fyrri áfanga sem er um þriðjung- ur alls hússins. Gert er ráð fyrir að fyrri áfanginn kosti um 225 milljónir, og fara þaraf 75 til að kaupa tæki og búnað. í fréttatilkynningu frá yfir- stjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð segir að eitt meg- inmarkmiða með K-byggingunni sé að koma upp góðri aðstöðu til krabbameinslækninga; nú sé tækjabúnaður og aðstaða öll til þeirra alls ófullnægjandi og þjón- usta við krabbameinssjúklinga minni en í grannlöndum. Þær deildir aðrar sem eiga að vera í byggingunni búi nú við þrengsli. Á hin nýja bygging fullreist að „gera Landspítalanum kleift að rækja hlutverk sitt sem þjónustu- og kennslusjúkrahús alls lands- ins“. Vonir standa til að lokið verði við bygginguna árið 1992. -m Vertíðin Blaðaútgáfa Stóraukinn þorskafli Heildaraflinn íjanúar um 117þús. lestir orskaflinn í janúar var nær helmingi meiri en á sama tíma í fyrra samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélagsins. í ár eru komin á land rúm 22 þús. lestir af þorski en aðeins 13 þús. lestir í janúar í fyrra. Það eru einkum góðar gæftir í mánuðinum sem skipta sköpum auk þess sem nokkuð jöfn og góð þorskveiði hefur verið fyrir norður- og vesturlandi. Hins veg- ar hefur verið mjög dræm þorsk- veiði fyrir suðurlandi það sem af er árinu. Heildarbotnfiskaflinn frá ára- mótum er tæp 160 þús. tonn en var aðeins 31.400 tonn á liðnu ári. Hér munar fyrst og fremst um stóraukna loðnuveiði. Nú hafa komið á land nær 117 þús. lestir en í fyrra aðeins 804 lestir á sama tíma. -•g- Ný ratsjá Andófsmenn ratsjárstöðva gefa útblað á Vestfjörðum. „Velduþá lífið“ AVestfjörðum er nú komið út blaðið Ratsjá, sem er gefið út af þeim sem andæfa byggingu rat- sjárstöðva vestra og á norð- austurhorninu. Ábyrgðarmaður blaðsins er séra Lárus Þ. Guð- mundsson, en auk hans unnu tveir aðrir klerkar að blaðinu, þeir séra Jón Ragnarsson og séra Jakob Hjálmarsson. Hópur ann- arra andófsmanna ratsjárstöðva vann einnig að útgáfu blaðsins. Efni blaðsins er mjög vandað og ber merki þess mikla tilfinn- ingahita sem býr í fólki yfir vænt- anlegri byggingu ratsjárstöðva. Auk greina um ratsjár almennt og andófið fyrir vestan er líka grein um ratsjár á norðaustur- landi. Þá er flett rækilega ofan af þeirri leynd, sem hefur hvílt yfir byggingu ratsjárstöðva og þeim blekkingum sem stjórnvöld hafa haft í frammi. Þannig er greint frá ummælum Wesley MacDonald, yfirmanns Atlantshafsflota Bandaríkjamanna, sem lýsti því yfir sl. haust að búið væri að á- kveða uppsetningu nýrra ratsjár- stöðva á Islandi og þakkaði yfir- völdum góða samvinnu. Þegar Sverrir Haukur Gunnlaugsson hjá svokallaðri varnarmáladeild var spurður út í þetta á fundi í Bolungarvík svaraði hann því til, að hershöfðinginn hefði bara mismælt sig! Á einum stað er vitnað í Móse- bók: „Ég hef lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvun- ina. Veldu þá lífið...“ -OS 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.