Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 8
ÞJÓÐMÁL
Bandaríkin
Kjamorkuvopn til fjögurra landa
Grein þessi birtist í bandaríska dagblaðinu The New York Times ígœr, miðvikudaginn 13. febrúar og er eftir Leslie H. Geld,
fyrrverandi háttsettan embœttismann í utanríkisráðuneyti Carter-stjórnarinnar í Bandaríkjunum
Washington, 12. febrúar.
Bandaríkin hafa gert áætlun
um að flytja kjarnorkuvopn til
Kanada, íslands, Bermuda og
Puerto Rico á hættutímum að
sögn embættismanna
Reagan-stjórnarinnar og sam-
kvæmt opinberum skjöium þar
sem áætlunin er sett fram.
Nýlegar fréttir í erlendum
blöðum um að áætlanir þessar
séu til staðar hafa skapað vand-
ræði í Washington vegna þess að
bandarískirembættismenn höfðu
ekki upplýst viðkomandi
stjórnvöld um málið. Tilvist áætl-
ananna var staðfest fyrir
stjórnvöldum í viðkomandi
löndum eftir að blöð höfðu skrif-
að um málið, að sögn embættis-
manna í Washington, jafnvel þótt
áætlanirnar hafi verið í gildi í allt
að áratug.
Samþykki áskilið
Aðspurðir sögðu embættis-
mennirnir að hér væri um skil-
orðsbundnar áætlanir að ræða,
og að forsetinn hefði ekki veitt
Pentagon heimild fyrirfram um
uppsetningu vopnanna, og að slík
uppsetning yrði ekki framkvæmd
án heimildar viðkomandi
stjórnvalda.
Engu að síður hafa uppljóstr-
anir fréttablaða síðustu vikurnar í
Kanada, á íslandi, Puerto Rico
og Bermuda hrundið af stað víð-
tækri opinberri umræðu og
gagnrvni, sérstaklega í Kanada
og á Islandi.
Embættismenn stjórnarinnar
létu í Ijós áhyggjur þess efnis að
frekari uppljóstranir gætu leitt til
vaxandi „kjarnorkuvopnaof-
næmis“ í heiminum, eins og það
var orðað, og væru nýjustu dæm-
in um slíkt frá Nýja Sjálandi og
Vestur-Evrópu, - það er að segja
að fólk vildi ekki hafa hið
minnsta með kjarnorkuvopn að
gera.
Samkvæmt umræddri áætlun
eru vopn þau sem hér um ræðir
kjarnorkudjúpsprengjur, sem er
hver um sig 10 kílótonn að styrk-
leika, sem samsvarar 10.000
tonnum af TNT sprengiefni, sem
er örlítið innan við sprengjumátt
Hiroshima-sprengjunnar.
Sprengjum þessum yrði varpað af
P-3 Oriön sprengjuflugvélum eða
öðrum flugvélakosti flotans og er
þeim ætlað að eyða kafbátum eða
loka kafbátaleiðum. P-3 flugvél-
ar eru staðsettar nánast árið um
kring í öllum löndunum fjórum til
kafbátahernaðar, þótt vera
þeirra sé yfirlýst tímabundin af
hernaðarástæðum.
Áætlanirnar urðu fyrst kunnar
í Kanada, á íslandi, Puerto Rico
og Bermuda eftir að yfirvöldun-
um höfðu borist í hendur afrit af
skjölum sem stimpluð voru sem
ríkisleyndarmál frá árinu 1975,
þar sem fjallað var um hina
mögulegu vopnaflutninga. Yfir-
völdunum var tjáð að áformin
væru enn í gildi. Svo virðist sem
það hafi verið William M. Arkin,
sérfræðingur í kjarnorkuvopnum
við Institute for Policy Studies í
Washington, sem kom skjölun-
um á framfæri.
Arkin lét The New York Times
í hendur skjal sem bar yfirskrift-
ina „Nuclear Weapons Dep-
loyment Plan“. Svo virðist sem
um sama skjal hafi verið að ræða
og komið var á framfæri erlendis,
að sögn embættismanna
stjórnvalda. Létu embættis-
mennirnir í ljós mikla óánægju
með framferði Arkins, og töldu
mögulegt að hann hefði gerst
brotlegur við lög sem banna birt-
ingu slíkra upplýsinga.
Umræddar áætlanir áttu að
komast til framkvæmda á hættu-
tímum samkvæmt skjölunum, en
ekki var gerð nánari grein fyrir
því hvers konar hætta myndi
kalla á beiðni um vopnaflutn-
inga.
Hlutverk herráðsins
Skilorösbundnar áætlanir eru
geröar innan kjarnorkuvopnaá-
ætlunarinnar sem samin er árlega
af herráði Bandaríkjanna. Kjarn-
orkuvopnaáætlunin er síðan
„samræmd" við áætlanir utan-
ríkisráðuneytisins, en það þýðir
að utanríkisráðuneytiö fær að sjá
áætlunina en veitir henni ekki
samþykki. Síðan er það hlutverk
varnarmálaráðherrans að senda
forsetanum áætlunina til sam-
þykkis. Annar áðilinn veitir
heimild til uppsetningu vopn-
anna víðsvegar um heiminn, hinn
aðilinn sér um framkvæmdina.
Eitt sinn voru þessar áætlanir
kallaðar skilorðsbundnir vopna-
flutningar, þar sem hernum var
heimilt að setja sig í samband við
viðkomandi yfirvöld og setja upp
vopnin að fengnu leyfi viðkom-
andi yfirvalda og að uppfylltum
settum skilyrðum.
Embættismenn stjórnarinnar
sögðu hins vegar að heimild væri
ekki lengur veitt fyrirfram til
hersins til þess að setja sig í sam-
band við viðkomandi stjórnvöld.
Sækja þyrfti um leyfi til Hvíta
hússins ef hættuástand kæmi upp.
Aðspurðir sögðu embættis-
mennirnir að þegar kanadísk yfir-
völd gerðu nýverið fyrirspurn um
það hvort áætlanirnar væru til, þá
hefði háttsettur embættismaður
stjórnarinnar sagt þeim að svo
væri ekki. Pað var á þeim for-
sendum sem Robert C. Coates,
varnarmálaráðherra Kanada lýsti
því yfir í fulltrúadeild þingsins 21.
janúar s.l. að „ekki væru til slíkar
áætlanir“.
Hvað varðar Puerto Rico, sem
er samveldisríki undir banda-
rískri vernd, þá er í gildi samning-
ur sem bannar öllum kjarnorku-
veldum að setja upp kjarnorku-
vopn þar.
Engu að síður viðurkenndu
embættismenn stjórnarinnar (í
Washington) í síðustu viku að að-
stæður til geymslu kjarnorku-
vopna og sérþjálfað lið hermanna
væri til staðar í Puerto Rico til
þess að taka við vopnunum. Þeir
sögðu einnig aðspurðir að í um-
ræddu leyniskjali væri kveðið á
um að umræddan samning yrði
að nema úr gildi áður en áætlunin
yrði framkvæmd.
Uppljóstrun
í Kanada
í febrúar 1984 lýsti Pierre El-
liot Trudeau forsætisráðherra því
yfir að við lok ársins yrðu engin
kjarnorkuvopn lengur í vörslu
kanadíska hersins. „Við munum
losa okkur við síðustu leyfar
kjarnorkuvopnanna“*, sagði
hann. í byrjun janúar á þessu ári
heimsótti Mr. Arkin Kanada og
nýjar sögur komust á kreik, þar
sem umræddum áætlunum var
lýst. Hinn 10. janúar lýsti Coates
utanríkisráðherra því yfir að hon-
um væri ekki kunnugt um slík
áform.
Sama daginn lýsti Alan Romb-
erg talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins því yfir að-
spurður að það væri „skilyrðis-
laus stefn NATO og Bandaríkj-
anna að játa hvorki né neita sann-
leiksgildi nokkurra þeirra skjala
sem stimpluð væru sem
leyndarmál af Bandaríkjunum
eða NATO.“
Hann bætti við þeirri fullyrð-
irfgu, að engum vopnum yrði
komið fyrir í Kanada eða annars
staðar „án ströngustu samræm-
ingar við gildar áætlanir NATO
og samkvæmt tilskildum reglum
og fyrirframgefnu samþykki
ríkisstjórnar viðtökuþjóðarinn-
ar.“
Þegar James F. Dobbins,
aðstoðar-varautanríkisráðherra
(Bandaríkjanna) fyrir málefni
Evrópu og Kanda var spurður um
málið í síðustu viku endurtók
hann svar Mr. Rombergs.
Kanadamenn fengu
staðfestingu
Þann 11. janúar sagði Gerard
C. E. Theriault yfirmaður her-
varna Kanada að aðstoðarmenn
hans hefðu fengið staðfestingu á
tilvist áætlananna í samtölum við
háttsetta yfirmenn bandaríska
hersins daginn á undan. Hann
sagðist ekki hafa vitað um tilvist
áætlananna fyrr en þá.
Hin opinbera skýring ríkis-
stjórnar Kanada var sú að áætlan-
irnar væru „hypothetical" eða
styddust við óraunsæjar tilgátur.
Þá var það að Robert H. Falls,
fyrrverandi yfirmaður kanadíska
heraflans sagði í tímaritinu Mac-
leans magazine: „Bandaríkin eru
siðferðilega skuldbundin til þess
að hafa samráð við okkur þegar
þau nota land okkar til jafn til-
finningalega viðkvæmra hluta og
kjarnorkuvopnaáætlana. Það er
siðlaus afstaða að gera slíkar
áætlanir án þess að hafa samráð
við viðkomandi lönd“.
Á næstu dögum, þegar málið
hafði vakið mikla athygli í kana-
dískum fjölmiðlum og á þingi, gaf
háttsettur embættismaður
(bandaríska) varnarmálaráðu-
neytisins þá yfirlýsingu annað
hvort í Washington eða Ottawa
eða á báðum stöðum til kanad-
ískra yfirvalda að áætlunin væri
ekki „current“ (sem mætti út-
leggja að hún væri ekki á dag-
skrá).
Er herra Coates (varnarmála-
ráðherra Kanda) svaraði fyrir-
spurnum í neðri deild þingsins
þann sama dag sagði hann að um
„gamalt skjal“ væri að ræða, og
að allar hugsanlegar áætlanir um
slíkt í framtíðinni myndu fela í sér
að samráð yrði haft við Kanada.
Er gengið var frekar að ráðherr-
anum fullyrti hann að „það væru
engar slíkar áætlanir".
Samkvæmt heimiidum banda-
rískra embættismanna verður
kjarnorkudjúpsprengjunum
komið fyrir í British Colombia og
Nova Scotia í samræmi við áætl-
unina. Fjöldi sprengjanna á að
vera 32.
Þegar Carrington lávarður og
aðalritari NATO talaði á fundi í
Kanada fyrir nokkrum vikum um
kjarnorkuvopnaáætlunina
gagnrýndi hann stjórnvöld í Was-
hington.
Samkvæmt frásögnum blaða
sagði Carrington lávarður að það
væri „góð hugmynd ef samráð
væru höfð við lönd á meðan kjar-
orkuvopnaáætlanir væru í
gangi". Hann endurtók síðan að
ekki ætti að bíða með samráð til
síðustu stundar, þar sem „ég hef
það á tilfinninguni að samráðin
yrðu ekki of mikil ef hættuástand
væri skollið á“.
Skýrsla um
Bermuda
Fyrri uppljóstranir sem einnig
virðast runnar undan rifjum
herra Arkins komu einnig af stað
opinberri umræðu á Bermuda og
íslandi. Bermuda er nýlenda
bresku krúnunnar og Bretland er
ábyrgt fyrir vörnum landsins.
Þegar fréttir birtust snemma í
janúár lýsti John W.D. Swan for-
sætisráðherra því yfir að hann
hefði enga vitneskju um slíkar
áætlanir og krafðist hann skýr-
inga frá Washington. Hann fékk
einnig tryggingu fyrir því frá
Reagan-stjórninni að um enga
kjarnorkuvopnaflutninga yrði að
ræða án leyfis réttra stjórnvalda.
í þessu tilfelli var ekki hægt að
sjá hvort hin réttu yfirvöld voru
talin vera bresk, eða frá báðum
löndunum, eða hvort fyrirfram
yrði að upplýsa bresk stjórnvöld
um áformin. Einn embættismað-
ur stjórnvalda (í Washington)
sagði að yfirstjórn breska hersins
og breska flotans hefði fengið
upplýsingar um þetta oftar en
einu sinni. Að sögn bandarískra
og erlendra sendifulltrúa hefur
herra Swan látið sér skýringar
stjörnarinnar í Washington
nægja.
ísland bað
um skyringu
Samkvæmt fréttum afhenti
herra Arkin Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra ís-
lands leyndarskjölin um kjarn-
orkuvopnaflutninginn frá 1975
snemma f desember 1984, og
hann krafðist opinberlega skýr-
ingar frá Washington.
Þann 7. desember sagði Geir
Hallgrímsson, utanríkisráðherra
íslands, að ef bandarískur forseti
hafi gefið heimild til slíkra vopna-
flutninga þá væri það „hreint brot
á varnarsáttmálanum" á milli
landanna.
Þar átti hann við samkomu-
lagið frá 1951 um herstöðina í
Keflavík þar sem segir meðal
annars: „þjóðernisleg samsetn-
ing herafla og þau skilyrði sem
honum er gert að hlíta við notkun
aðstæðna á íslandi samkvæmt
þessum samningi skulu ákvarðast
í samkomulagi við ísland".
Embættismenn (í Washington)
sögðu að Island hefði kannað af-
stöðu Danmerkur og Noregs
varðandi uppsetningu kjarnorku-
vopna á hættutímum, og komist
að því að þau myndu geta sam-
þykkt slíkt, en ekki án sérstakrar
samþykktar.
Embættismenn (í Washington)
sögðu að þeir væru ekki vissir í
sinni sök um afstöðu íslands til
hugsanlegrar uppsetningar vopn-
anna, en þeir töldu þó að (ís-
lensk) stjórnvöld teldu sig hafa
fengið næga skýringu.
Könnun í
Puerto Rico
Umræðan um viðbúnað til að
taka á móti kjarnorkuvopnum
kom upp í Puerto Rico í ágúst
síðastliðnum eftir útkomu niður-
stöðu rannsóknar sem gefin var
út af Puerto Rico Bar Associati-
on. I könnun þessari varekki sér-
staklega rætt um vopnaflutninga-
áætlun Bandaríkjanna, en sagt
var frá starfsemi sem gerði það
mögulegt að koma kjarnorku-
vopnum fyrir á eyjunni.
Árið 1967 gekk í gildi samning-
ur um bann við kjarnorkuvopn-
um í Rómönsku Ameríku, og er
hann þekktur undir nafninu
Tlatelolco-samningurinn. Hann
var m.a. undirritaður af Banda-
ríkjunum. á síðari árum hafa
önnur kjarnorkuveldi samþykkt
að líta á svæðið sem kjarnorku-
vopnalaust. Árið 1977 var sam-
þykktur viðbætir þar sem Banda-
ríkin samþykktu að bannið skyldi
einnig ná til Puerto Rico. Banda-
rískir embættismenn sögðu að á
því ári hefðu verið fjarlægð þau
kjarnorkuvopn, sem þar höfðu
áður verið geymd.
Washington lýsti því einhliða
yfir á þessum tíma að bannið tæki
ekki til viðkomu skipa eða flug-
véla um kjarnorkuvopn. En í ág-
úst síðastliðnum lýsti (banda-
ríska) utanríkisráðuneytið því
yfir í svari við skýrslunni frá Pu-
erto Rico Bar Association að við-
koma þýddi að flogið væri yfir
eða lent aðeins til stuttrar við-
komu.
Burðarásinn í skýrslu The Pu-
ertoc Rico Bar Association var
byggður á vinnu herra Arkins.
Embættismenn (í Washington)
viðurkenndu eins og staðhæft var
í skýrslunni, að Bandaríkin hefðu
nokkur kjarnorkusprengjuskýli á
eyjunni, og þá sérstaklega í flota-
stöðinni í Roosevelt Roads í
Ceiba. Jafnframt var viðurkennt
að þarna væru bandarískir starfs-
menn sem hefðu sérþjálfun í
meðhöndlun kjarnorkuvopna og
að sumar af æfingum þessa liðs
tengdust nútíma kjarnorkuhern-
aði.
En embættismenn (banda-
rísku) stjórnarinnar lögðu
áherslu á að þetta væri einungis
skyndiþjálfun og að daglegar
skyldur liðsins fælust í starfsemi
sem ekki tengdist notkun kjarn-
orkuvopna. Þeir sögðu jafnframt
að (bandarísk) stjórnvöld stæðu
fullkomlega við Tlatelolco-
samninginn.
Leiðbeiningar til
sendiráða
Þegar embættismenn stjórnar-
innar voru spurðir að því í dag
hvernig stjórnvöld (í Washing-
ton) myndu bregðast við frekari
uppljóstrunum um kjarnorku-
vopnaáform Bandaríkjanna,
sögðu þeir að sendiráðum
Bandaríkjanna í öllum löndum
þar sem kjarnorkuvopn eða
áform um slík vopn væru til stað-
ar hefði verið sendar eftirfarandi
Ieiðbeiningar:
„Eins og við höfum oftar en
einu sinni lýst yfir opinberlega,
þá er það stefna bandarískra
stjórnvalda varðandi uppsetn-
ingu kjarnorkuvopna í öðrum
löndum að hún sé í fullu samræmi
við fyrirliggjandi tvíhliða samn-
inga á milli ríkjanna og í samræmi
við ákvörðun þjóðarleiðtoga
NATO-ríkjanna, sem samþykkt
var í París 1967, þar sem ákveðið
var að „uppsetning þessara vopn-
abirgða og eldflauga og aðstaða
til notkunar þeirra verði ákveðin
í samræmi við varnaráætlanir
NATO og með samkomulagi við
viðkomandi ríki.“
Embættismennirnir sögðu að
með öðrum orðum væri (banda-
ríska) stjórnin að segja að héðan í
frá muni hún upplýsa, hafa
samráð og leita tilskilins sam-
þykkis viðkomandi ríkisstjórnar
fyrir öll áform um uppsetningu
kjarnorkuvopna á hættutímum.
(ólg. þýddi).
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1984