Þjóðviljinn - 14.02.1985, Page 16
ÞJÓÐMAJL
Orkusölustefna
eða orkustefna
Al þýðubanda lagsi ns
Rœtt við Hjörleif Guttormsson um stöðuna í
orkumálum íslendinga, þróun orkumálannafrá
1978 ogframtíðarhorfur orkuiðnaðarins
Orkumálin hafa mjög verið á
dagskrá að undanförnu. Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra
lýsti því yfir á dögunum að „þess-
ari orkuvcislu væri nú lokið“, og
margt bendir til þess að orkumál-
in séu nú í heiidarendurskoðun. I
viðtali í Morgunblaðinu nýverið
kenndi iðnaðarráðherrann fyrir-
rennara sínum Hjörleifi Gutt-
ormssyni um flest það sem miður
hefði farið í orkumálum okkar ís-
lendinga. Af því tilefni ræddum
við við Hjörleif Guttormsson um
viðhorf hans til orkumálanna al-
mennt, verkefni þau sem hann
vann að sem ráðherra á árunum
1978-83, verðmyndun á raforku
og fleiri brennandi mál er varða
orkubúskap okkar Islendinga.
Hvaða hugmyndir höfðu menn
umframtíð orkuiðnaðarins þegar
þú tókst við ráðherraembœtti
1978?
Þegar ég tók við iðnaðarráðu-
neytinu 1978 voru það fyrst og
fremst hin ítarlega stefnumörkun
Alþýðubandalagsins í orkumál-
um frá 1976 og ákvæði stjórnar-
sáttmála þeirra tveggja ríkis-
stjórna sem ég átti aðild að sem
mörkuðu stefnuna, og má segja
að í báðum tilfellum hafi þessi
atriði fallið það vel saman að ekki
var um stórárekstra að ræða.
Stefnumörkun Alþýðubanda-
lagsins var afgreid á flokksráðs-
fundi 1976 og var fyrsta heildar-
stefnumótun stjórnmálaflokks
hérlendis í orkumálum.
Brýnustu
viöfangsefnin
Hver voru brýnustu viðfangs-
efnin?
Þau snérust í fyrsta lagi um
jöfnun raforkuverðs, skipulags-
mál raforkuiðnaðarins, fram-
kvæmdaáætlun um uppbyggingu
virkjana til lengri tíma og jafn-
framt áætlun um orkunýtingu.
Hvað varðar jöfnun raforku-
verðsins, þá tengdist hún skipu-
lagsmálunum, þar sem stefnt var
að því að sameina raforkuflutn-
ing hjá einum aðila sem ýmist var
þá kallaður Islandsvirkjun eða ný
Landsvirkjun. Strax á árunum
1978-’79 tókst þó að færa mjög
saman gjaldskrár á heimilisraf-
magni þannig að verðbilið var
minnkað úr 90% niður í 20-25%
þar sem það var mest. Með ný-
jum lögum um Landsvirkjun sem
sett voru í mars 1983 var kveðið á
um að raforka skyldi seld sam-
kvæmt sömu gjaldskrá í heildsölu
á öllum afhendingarstöðum
byggðalínanna. Þetta var mikil-
vægt stefnumarkandi atriði sem
fól í sér hagsbætur fyrir dreifbýl-
ið, ekki hvað síst fyrir Orkubú
Vestfjarða. Hins vegar hafði raf-
orkuverð hjá Landsvirkjun
hækkað verulega hjá Landsvir-
kjun á þessu tímabili og stóðu um
það mikil átök, sem tengdust raf-
orkusölunni til stóriðju.
Með nýju lögunum um Lands-
virkjun spannaði orkusvæði fyrir-
tækisins allt landið en hafði áður
verið takmarkað við Suðvestur-
land. Þetta gerðist samfara teng-
ingu byggðalína sem fyrirtækið
yfirtók af ríkissjóði, en Raf-
magnsveiturnar höfðu lagt. Jafn-
framt yfirtók Landsvirkjun heim-
ildir til virkjana samkvæmt
lögum um raforkuver frá 1981.
Brotið blað
í orkumálum
Undanfari þeirrar lagasetning-
ar og þingsályktunartillögu um
röðun virkjanaframkvæmda sem
afgreidd var vorið 1982 voru
harðar deilur utan þings og
innan, en þeim lyktaði með sam-
hljóða samþykkt þingsins vorið
82, þar sem ákveðið var að
Blönduvirkjun yrði næsta virkjun
í landskerfinu, þá Fljótsdalsvirkj-
un og síðan Sultartangavirkjun.
Með öllum þessum ákvörðunum
var brotið blað í orkumálum
landsmanna og komið á heildar-
skipulagi fyrir allt landið og
ákveðið að ráðast í meiriháttar
virkjanir utan Suðurlands. Fram-
kvæmdahraði var hins vegar ekki
fastmótaður, enda voru ákvarð-
anir um orkunýtingu og þróun
markaðar ekki fullmótaður.
Öllum mátti hins vegar vera ljóst
að þessi mál þyrftu að haldast í
hendur ef vel átti að fara. Þannig
lögðu Orkustofnun, Landsvirkj-
un og Rafmagnsveiturnar fram
mikla doðranta um þessi efni.
Samstaða um
stefnuna
Ríkti á þesslim tíma ágreining-
ur innan ríkisstjórnarinnar um
mótun stefnunnar?
Ég get ekki sagt að hann hafi
verið teljandi, þótt áherslur hafi
verið mismunandi hjá stjórnar-
flokknum. Sérstök orkunýtingar-
nefnd skipuð fulltrúum stjórnarf-
lokkanna vann að stefnumótun
og athugun á nýtingarkostum,
þar sem gengið var út frá þeirri
forsendu að um virkt íslenskt
forræði yrði að ræða í þeim orku-
iðnaði sem hér kæmi til greina.
Dæmi um þetta var undirbúning-
ur lagasetningar um kísilmálm-
verksmiðju vorið 1982, þar sem
gert var ráð fyrir að íslendingar
gætu staðið einir að fyrirtækinu
og því slegið föstu að íslenska rík-
ið ætti minnst 51% hlutafjár. Á
sama tíma starfaði á vegum ráð-
aneytisins svokölluð Staðarvals-
nefnd sem vann mikið og gott
starf að því að kanna hvar helst
væru forsendur til að koma upp
meiriháttar iðnfyrirtækjuum í
landinu sem hagnýttu innlendar
orkulindir og innlent hráefni.
Meiri bjartsýni
Ríkti ekki meiri bjartsýni þá en
nú urn möguleika orkufreks iðn-
aðar?
Það má til sanns vegar færa,
enda gaf efnahagsástandið í
heiminum visst tilefni til þess,
t.d.hvað varðar olíuverð sem var
þá í hámarki eftir stökkið mikla
1979.
f þessu sambandi er vert að
minna á Orkuþing, sem haldið
var á vegum Iðnaðarráðuneytis-
ins og fleiri aðila 1981. Þar kom
fram allvíðtæk samstaða um þá
stefnu sem stjórnvöld fylgdu, en
erlenda stóriðjustefnan, sem á
þessum árum fékk nafnið orku-
sölustefnan, reyndist mjög á
undanhaldi. Eitt af mörgu sem til
athuganar var á þessum árum var
framleiðsla á innlendu eldsneyti í
krafti innlendrar orku, en mark-
aðsverð á olíu hefur nú gert slíka
framleiðslu óhagkvæma í bili að
minnsta kosti.
Hvað með orkusöluna til Alu-
suisse?
Eitt mikilvægasta verkefnið
sem iðnaðarráðuneytið beitti sér
fyrir á þessum árum var endur-
skoðun orkusölusamninga til
stóriðju, sem kom gleggst fram í
deilunni við Alusuisse vegna ísal.
Þau mál eru kunnari en svo að
ástæða sé til að ryfja þau upp að
þessu sinni. Ég minni aðeins á að
á árunum 1980-81 töldu þáver-
andi stjórnarandstæðingar flestir
ástæðulaust að knýja á um hækk-
un raforkuverðsins og settu sig í
harðar varnarstellingar fyrir ork-
usölusamninginn við Alusuisse.
„Að drepa
allt í dróma“
Hver var afstaða stjórnarand-
stöðunnar á þessum tíma?
Á mér dundi stöðug gagnrýni á
þessum árum bæði á Alþingi og í
málgögnum stjórnarandstöð-
unnar um að ég væri að „drepa
allt í dróma" í orkumálum og færi
alltof hægt í sakirnar. Undir lok
stjórnartímabils ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsen hafði for-
ysta Framsóknarflokksins slegist
í þennan hóp og tók meðal annars
undir kröfuna um stækkun ál-
versins sem lið í samkomulagi við
Alusuisse. Þessar aðstæður komu
vel í ljós þegar iðnaðarráðuneyt-
ið óskaði eftir endurskoðun á
framkvæmdaáætlun við Hraun-
eyjarfossvirkjun með stuðningi
af stjórnarsáttmála og óskaði
eftir viðræðum við Landsvirkjun
um það efni í september 1978. Þá
voru framkvæmdir við virkjunina
nýlega hafnar á grundvelli ák-
varðanna fyrri ríkisstjórnar.
Þetta þótti hin mesta ósvinna af
þáverandi stjórnarandstöðu og
Morgunblaðinu, þótt aðeins væri
um tilmæli að ræða. Niðurstaða
þessara viðræðna varð tilfærsla á
fjármagni og framkvæmdum á
milli ára, en haldið var við upp-
haflega áætlun um gangsetningu
virkjunarinnar haustið 1981.
Svipað var uppi á teningnum þeg-
ar kom að ákvörðun um Sultar-
tangastíflu veturinn 81-82, þá
óskaði ráðuneytið eftir skírari
rökstuðningi frá Landsvirkjun
um nauðsyn þeirrar framkvæmd-
ar, en sú ósk ein framkallaði póli-
tískt upphlaup á Alþingi og hót-
anir frá vissum stuðnings-
mönnum ríkisstjórnarinnar, sem
hafði valtan þingmeirihluta eins
og menn muna.
Orkuskorturinn
svonefndi
Þessu tengdist svo orkuskort-
urinn svonefndi, sem varð vegna
afbrigðilegs árferðis og leiddi til
nokkurrar skerðingar á afhend-
ingu orku, einkum til stóriðjufyr-
irtækjanna á árunum 1980-’82.
Mun meira var úr þessu gert en
efni stóðu til og var orkuskortur-
inn notaður af hálfu Landsvirkj-
unar og þess pólitíska meirihluta
sem þar stóð að baki til þess að
knýja á um aukna orkufram-
kvæmdir, sem síðan hafa komið
til með Kvíslaveiturn, til viðbótar
við það sem fyrir var. Fátt skýrir
þessa stöðu betur en ósk Lands-
virkjunar vorið 1982 um að fá að
ráðast í byggingu nýrrar Búrfells-
virkjunar samhliða Blönduvirkj-
un, þar sem talið var þörf á því að
Búrfell II kæmi í gagnið 1986 og
Blanda 1987. Þetta var að mati
Landsvirkjunar forsenda fyrir því
að einhver raforka gæti orðið
aflögu til stóriðju eins og t.d. kís-
ilmálmverksmiðju, umfram hinn
almenna markað. Við beiðni
Landsvirkjunar um Búrfell II var
hins vegar ekki orðið.
Lágu að baki þessum óskum
fyrirœtlanir um stækkun álvers-
ins?
Vissulega má leiða getum að
því að hugmyndir um stækkun ál-
versins hafi búið að baki þessari
uppsetningu mála, en þær komu
ekki opinberlega fram.
Hvaða virkjunarframkvœmdir
voru ákveðnar ístjórnartíð þinni í
iðnaðarráðuneytinu?
Þegar litið er til þeirrar um-
framorku, sem nú er í landinu og
svarar til 700-800 gígawatta-
stunda á ári, þá verður í rauninni
aðeins framkvæmdin við Sultar-
tangastíflu rakin til ákvarðana
sem teknar voru í iðnaðarráðun-
eytinu í minni tíð, en hún var fyrst
og fremst rökstudd af Lands-
virkjun sem öryggisatriði vegna
reksturs Búrfellsvirkjunar, þótt
orkuvinnslugetan hafi jafnframt
aukist um 130 gwst.
16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1984