Þjóðviljinn - 14.02.1985, Page 21
Bandaríkin
Fjárlagahalli
Hemaðarútgjöld
Ríkisstjórn Reagans byggir vaxandi hern-
aðarumsvif á aukinni skuldasöfnun
Ríkisskuldir senn helmingur þjóðar-
framleiðslunnar
Vítahringur vígbúnaðar og fjárlagahalla
Þegar Ronald Reagan bar
sigurorð af Jimmy Carter var
krafan um hallalaus fjárlög að-
alkjörorðið. Baráttan gegn
auknum ríkisútgjöldum og
vaxandi skuldasöfnun var
kjarninn í stefnu sigurvegar-
ans. Á fyrsta kjörtímabilinu
reyndust efndirnar ganga
þvert á loforðin. Fjárlagahall-
inn óx ár frá ári og ríkisskuld-
irnar náðu nýjum methæðum. í
glímunni við Mondale skaut
Reagan sér svo bak við „tíma-
bundna erfiðleika“ og lofaði
nýjum atlögum að skulda-
skrímsli fjárlaganna. Æðsti
prestur frjálshyggjutrúboðs-
ins átti erfitt með að gerast
ríkisskuldakóngur Bandaríkj-
anna.
Að loknum kosningasigri birti
forsetinn nýtt fjárlagafrumvarp.
Gamla skuldasöfnunin var enn
efst á blaði. Fjárlagahallinn ríkj-
andi einkenni. Efnahagsstefnan
byggð á nýjum og nýjum lán-
tökum. Ekkert hefur breyst.
Framtíðin í rauninni verri en
reynslan á fyrra kjörtímabili. Og
orsökin er áfram hin sama. Sí-
aukin áhersla á vaxandi hernað-
arútgjöld er undirrót hallarekst-
ursins. Stjörnustríð, kjarnorku-
eldflaugar, sprengjuflugvélar og
fleiri leikföng dauðans og alls-
herjar tortímingur eru fjármögn-
uð með nýjum og nýjum lánum.
Vígbúnaðurinn er ekki aðeins
ógnun við framtíð barnanna.
Þeim er líka ætlað að borga hann!
í lok þessa áratugar munu ríkis-
skuldirnar nema um helmingi
þjóðarframleiðslunnar í Banda-
ríkjunum.
Þessi þróun hefur afdrifaríkar
afleiðingar um heim allan. Þörfin
á síauknum lántökum vegna vax-
andi hernaðarumsvifa eykur
styrkleika dollarans og knýr vext-
ina upp á við. Afborganir og
lánakjör verða að sama skapi
óhagstæð fyrir gjaldmiðla ann-
arra ríkja. Efnahagsbatanum í
Evrópu seinkar og skuldabyrði
hinna fátæku ríkja þriðja
heimsins verður þungbærari.
Hungur og eymd í Suður-
Ameríku, Afríku og Asíu eiga að
hluta rætur í áhrifunum sem hall-
astefnu Reagans hefur á lánakjör
á alþjóðlegum mörkuðum. Sama
gildir um skuldir útgerðarinnar á
Islandi, iðnaðarfyrirtækja og
annarra hérlendra rekstraraðila
sem tekið hafa lán í dollurum og
eru nú komnir í greiðsluþrot.
Þannig endurspeglast áhrifin frá
hallapólitík Reagans á Seyðis-
firði, Þórshöfn og Akranesi.
Skuldir, skuldir -
Meiri skuldir
Þegar Jimmy Garter yfirgaf
Hvíta húsið og kappinn frá Kalif-
omíu settist í húsbóndasætið var
skuldastaða ríkisins um 900
billjónir dollara. Á fjórum árum
hefur Ronald Reagan tekist að
tvöfalda þessa upphæð. í árslok
munu heildarskuldir bandaríska
ríkisins nema 1841 billjón doll-
ara. Hlutfall þessarar skulda-
stöðu af þjóðarframleiðslu hefur
vaxið úr 28% í 37% og mun sam-
kvæmt talnagrundvelli hins nýja
fjárlagafrumvarps verða um 50%
árið 1990 þegar Ronald Reagan
yfirgefur Hvíta húsið.
Tölur um árlegar vaxta-
greiðslur ríkissjóðs sýna einnig
skuldastefnu forsetans í fram-
kvæmd. Árið 1979 og 1980 voru
vaxtagreiðslurnar 32 og 36
billjónir dollara. í fyrra námu
þærhinsvegarlll billjónum,eða
höfðu nær fjórfaldast. Sam-
kvæmt áætlunum sérfræðinga
gæti upphæð árlegra vaxta-
greiðslna verið komin upp í um
200 billjónir dollara þegar nýhaf-
ið kjörtímabil forsetans er á
enda.
Þetta eru hrikalegar tölur. Þær
vekja eðlilega spurningar um
hvernig eigi að tryggja endur-
greiðslur þessara skulda. Þar er
forsetinn á gati. Sumir ráðgjafar
hans hafa bent á tvær megin
leiðir. Annars vegar að auka
skattana og draga þannig úr
skuldasöfnuninni. Reagan segir
nei. Hin leiðin er að draga úr út-
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
gjöldum. Þá segir Reagan já ef
bent er á útgjöld til velferðarmála
en nei ef hrófla á við aukningu
hernaðarútgjalda.
Minni velferð -
Meiri vopn
Á sama tíma og herforingjarnir
ríða feitum hestum frá fjárlaga-
gerð Reagans bíða sjúklingar,
skólafólk, húsbyggjendur, aldr-
aðir og bændur lægri hlut. Fjár-
lögin endurspegla gildismatið
sem ræður í Hvíta húsinu. Herinn
hefur forgang. Velferð og sam-
hjálp eru sett á skurðarborðið.
Fjárframlög til læknishjálpar
aldraðra eru skorin niður um
rúmar 4 billjónir dollara. Aðstoð
við barnmargar fjölskyldur sem
geta ekki vegna fátæktar keypt
eigin mat er skorin niður um 5
billjónir dollara. Styrkir til
menntamála, starfsþjálfunar og
félagsmála eru einnig lækkaðir
verulega. Sama gildir um framlög
til strætisvagna, járnbrautarlesta
og annarra farartækja almenn-
ings. Styrkir til húsnæðis fyrir fá-
tæka og aldraða eru skorin niður
um tæpar 5 billjónir. Framlög til
matargjafa minnkuð um tæpar
700 milijónir dollara. Barnsmeð-
lög til fátækra fjölskyldna skorin
um nokkur hundruð milljónir
dollara. Þannig mætti lengi telja.
Á þessum sviðum er hnífurinn og
skurðarbrettið kærkomið stjórn-
tæki.
í hernaðarköflum fjárlaga-
frumvarpsins birtist hins vegar
önnur saga. Þar eru útgjöldin
hækkuð og hækkuð á öllum svið-
um og það ekkert smáræði. For-
setinn og varnarmálaráðherrann
Weinberger boða í frumvarpinu
13% árlega aukningu á útgjöld-
um til hermála á næstu þremur
árum. Þetta jafngildir nær þre-
földun að raungildi. Útgjalda-
aukningin birtist á öllum sviðum
vígbúnaðarins og er þá ekkert
hirt um þótt áður hafi verið sagt
að vopnaprógramm A hafi átt að
gera vopnaprógramm B óþarft.
Nú er beðið um aukin framlög til
bæði A og B.
í fjárlagafrumvarpinu er óskað
eftir 4 billjónum dollara til að
framleiða 48 ný MX flugskeyti.
Það samsvarar aukningu um 2.8
billjónir frá fjárveitingu fyrra árs.
Að auki vill forsetinn fá rúmar
600 milljónir dollara til að borga
rannsóknir á enn nýjum kjarn-
orkuflugskeytum sem eiga að
taka við af MX, sjálfsagt á næsta
áratug. Síðan er skráð þreföldun
á framlögum til Stjörnustríðsá-
ætlunarinnar og á að verja nærri 4
billjónum til rannsóknanna
einna. Þá er beðið um rúmar 6
billjónir dollara til að smíða B-1
sprengjuflugvélar til að styrkja
enn frekar árásargetu kjarnorku-
veldisins. Þetta eru bara nokkur
dæmi um vígbúnaðarstefnuna
sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.
Hvað gerir
þingið?
Samspil aukins vígbúnaðar,
vaxandi fjárlagahalla og minnk-
andi velferðarþjónustu hefur
vakið mikla andstöðu innan þing-
sins og nær hún langt inn í raðir
Republikana flokksins. Forystu-
menn hans á þingi hafa sagt að
þeir geti ekki stutt að aldraðir,
sjúkir og fátækir séu látnir taka á
sig auknar byrðar á sama tíma og
forsetinn sendi þinginu langan
pöntunarlista frá Weinberger
sem fjármagna eigi með sívax-
andi skuldum.
Þessir flokksmenn forsetans á
þinginu munu því líklega taka
höndum saman við Demókrata
og gera tilraunir til að breyta
frumvarpinu allverulega. Mestar
deilur munu standa um framlög
til fleiri MX eldflauga og til
Stjörnustríðsáætlunarinnar.
Weinberger varnarmálaráð-
herra mun áreiðanlega eiga erf-
iða daga þegar hann verður kall-
aður fyrir þingnefndir til að rök-
styðja aukin hernaðarútgjöld.
Aðaltromp hans verður að þetta
sé allt saman nauðsynlegt til að
knýja Sovétríkin til samninga.
Margir munu þá benda á að
Weinberger og aðstoðarráðherra
hans Richard Perle hafa verið
hörðustu talsmenn þess að alls
ekki ætti að semja við Rússa því
allir afvopnunarsamningar væru
„bölvun fyrir Bandaríkin".
Andstaða Evrópu
og Þriðja heimsins
Fjárlagahallinn í Bandaríkjun-
um hefur samfara skuldasöfnun
og hækkandi vöxtum haft alvar-
legar afleiðingar fyrir hagkerfin í
öðrum heimshlutum. Stefna Re-
agans hefur aukið á atvinnuleysið
í Evrópu og magnað skuldabagga
vanþróaðra ríkja. Kreppan í hag-
kerfi margra landa í Suður-
Ameríku og Afríku stafar af
glímunni við annars vegar aukna
vaxtarbyrði af erlendum lánum
vegna ákvarðana í Washington
og hins vegar við fátækt og hung-
ur íbúanna. Því meiri gjaldeyrir
sem fer til að borga af dollaralán-
um - þótt lánsupphæðirnar séu
óbreyttar hafa vaxtahækkanir í
Washington aukið greiðslubyrð-
ina - því minna verður afgangs til
að bæta kjör fólksins.
Sérhver forystumaður frá Evr-
ópu og ríkjum þriðja heimsins
sem situr fund með Reagan og
ráðherrum hans hefur því
gagnrýnt þessa efnahagsstefnu
harðlega. Þeir hafa sýnt fram á að
fjárlagahalli og hernaðrútgjöld
Bandaríkjanna séu á kostnað
efnahagsframfara í öðrum
heimshlutum. Ronald Reagan sé
því ekki aðeins að auka framtíð-
arbyrðar unga fólksins í Banda-
ríkjunum. Hann sé einnig að
magna efnahagskreppu í öðrum
löndum. Það er hins vegar vafa-
mál hvort bandaríska þinginu og
forystumönnum annarra ríkja
tekst að snúa við þessari óheilla-
þróun.
Ólafur Ragnar
UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN
Fimmtudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 21