Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 22

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 22
HEIMURINN Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangegnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1984, svo og sölu- skattshækkunum, álögðum 21. nóv. 1984 - 7. jan. 1985; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1984; skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjald- föllnu 1984; þungaskatti af dísilbifreiðum fyrir árið 1985 og skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingarið- gjaldi ökumanna fyrir árið 1985; aðflutningsgjöldum 1984, svo og skemmtanaskatti fyrir maí, juní, júlí, ág- úst, sept. okt nóv. og des. 1984. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 8. febrúar 1985 Þýðingarsjóður Umsóknarfrestur um framlög úr þýðingasjóði vegna útgáfu erlendra bókmennta á íslensku máli er fra- mlengdur til 1. mars 1985. Tilskilin umsóknareyðu- blöð fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Ákreeén-ferðastyrkurinn Auglýst er eftir umsóknum um Ákerrén-feröastyrkinn svonefnda. Styrkurinn er ætlaöur Islendingum sem hyggjast fara til náms á Norðurlöndum. Gert er ráö fyrir aö veittir veröi 2 styrkir, aö fjárhæö 2.000 sænskar krónur hvor. Umsóknum skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. april n.k. - Umsóknareyöublðð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 11. febrúar 1985 9 Heilbrigðisfulltrúi Staöa heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkursvæðis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars 1985. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavík- ursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 25. febrú- ar nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðis- eftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SIMI46711 ÓDÝRARI bamaföt bleyjur leikföng Kjarnorkuvopn Fordæmi Nýja Sjálands Bandarískum herskipum með kjarnorkuvopn bannað að koma til hafnar. Ríkisstjórn Lange sýnir afdrifaríktfordœmi Baráttan gegn kjarnorkuvíg- búnaði risaveldanna eflist með margvíslegu móti. Fjölda- hreyfingar efna til aðgerða. Ríki mynda bandaiög um ákveðnar stefnukröfur. Ein- staka ríkisstjórnir stíga skref sem marka tímamót. Verkamannaflokkurinn á Nýja Sjálandi hefur hrint í framkvæmd kosningafyrirheiti um að banna komu herskipa sem kunna að hafa kjarnorku- vopn innanborðs. Þessi stefna hefur skapað mikla spennu innan Anzus bandalagsins sem er hernaðarbandalag Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja Sjálands. Hún hefur einn- ig orsakað mikinn óróa í Was- hington vegna þess að önnur ríki kynnu að fylgja fordæmi Nýja Sjálands. Þar með væri kippt mikilvægri stoð undan kjarnorkuvígbúnaði risaveld- anna. Einstök ríki gætu þá komist upp með að ákveða einhliða að banna flutning á kjarnorkuvopnum um haf- svæði sín. Baráttan fyrir kjarn- orkuvopnalausum svæðum hefði þá eignast áhrifaríkt tæki. Slík fordæmi gera alvarleg strik í vígbúnaðarreikning kjarnorkuveldanna. Þess vegna eru afdrif hinnar nýju stefnu ríkisstjórnarinnar Da- vids Lange áhugaefni allra sem vilja takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna. Nýja Sjáland - kjarnorkuvopna- laust svæði Baráttan gegn kjarnorkuvopn- um hefur lengi átt sterkan hljóm- grunn á Nýja Sjálandi. Innan Verkamannaflokksins hefur öfl- ug forystusveit stutt kröfuna um að Nýja Sjáland verði í reynd kjarnorkuvopnalaust svæði og sýni á þann hátt fordæmi í friðar- baráttunni. Andstaðan gegn kjarnorkuvopnatilraunum á eyjum í Kyrrahafi hefur verið öfl- ugur drifkraftur í þessari baráttu. Samúðin með íbúum ýmissa smá- eyja sem orðið hafa fórnarlömb kjarnorkuvopnatilrauna hefur átt ríkan hljómgrunn á Nýja Sjá- landi. Óttinn við að vígbúnaðark- apphlaup risaveldanna myndi færast í auknum mæli út í heimshöfin hefur einnig sett svip á röksemdir Verkamannaflokks- ins. Eyþjóðirnar yrðu því að standa saman og rísa gegn þessari þróun. f aðdraganda síðustu kosninga ákvað Verkamannaflokkurinn að gera algert bann við komu her- skipa, sem kynnu að hafa kjarn- orkuvopn meðferðis, að horn- steini stefnunnar í utanríkismál- um. Þegar Lange (framborið: Longí) vann yfirburðasigur töldu margir í Washington og ýmsir fréttaskýrendur í heimspressunni að þessu stefnumáli yrði þegjandi og hljóðlaust stungið undir stól. Það hafði gerst nokkru áður í Ástralíu þegar Hawke komst þar til valda. Hann saltaði bara stóru orðin um sjálfstæða stefnu í kjarnorkuvopnamálum. Lange reyndist hins vegar staðfastari. Þegar ríkisstjórn Bandaríkj- anna tilkynnti fyrir nokkrum vik- um að herskipið Buchanan ætlaði að koma til hafnar á Nýja Sjá- landi tóku ráðamenn í ríkisstjórn Verkamannaflokksins málið til gaumgæfilegrar athugunar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að líklegt væri að Buchanan væri með kjarnorkuvopn innanborðs. Þess vegna neituðu þeir að leyfa komu herskipsins til hafnar á Nýja Sjálandi. Lange og féiagar höfðu stigið fyrsta skrefið til að sanna að þeim væri alvara með að gera Nýja Sjáland að kjarnorku- vopnalausu svæði. Anzus-bandalagið Weinberger varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna og Bob Hawke forsætisráðherra Astralíu sneru bökum saman í árásum á þessa ákvörðun ríkisstjórnar Lange. Ástæður þeirra voru þó mismunandi. Weinberger óttað- ist að önnur ríki kynnu að fylgja í kjölfarið og smátt og smátt yrðu Bandaríkjunum settar þröngar skorður við flutningi kjarnorku- vopna um heimshöfin. Hawke var hins vegar í mun að koma í veg fyrir eigið fylgistap í Ástralíu. f kosningunum fyrir skömmu hafði nýr flokkur kjarnorku- vopnaandstæðinga unnið fylgi frá flokki Hawke vegna tvískinnungs ríkisstjórnarinnar í þessum mála- flokki. Ef Nýja Sjáland kæmist. upp með að framfylgja banninu væri Hawke kominn í slæma stöðu. Nýja Sjáland hefði sannað að hægt væri að hafa sjálfstæða stefnu. Röksemdir Hawke um skyldur við Anzus-bandalagið hefðu þá reynst haldlitlar. Á sama hátt og Bandaríkin mynduðu um og uppúr 1950 hernaðarbandalög í flestum heimshlutum voru Ástralía og Nýja Sjáland dregin inn í þriggja landa bandalag með Bandaríkj- unum, Anzus-bandalagið. Á veg- um þess hafa reglulega farið fram heræfingar og á sínum tíma sendu Nýja Sjáland og Ástralía her- menn til Víetnam með tilvísun til skuldbindinga innan Anzus- bandalagsins. Þessi tengsl hafa reynst Bandaríkjunum notadrjúg og þau hafa komið sér upp marg- víslegum tæknibúnaði og hernað- araðstöðu í skjóli þessa banda- lags. Þegar Nýja Sjáland ákveður einhliða að setja hernaðarum- svifum Bandaríkjanna þröngar skorður hafa viðbrögð Weinber- ger og Hawke verið fólgin í að benda á alvarlegar afleiðingar þess fyrir samheldnina í Anz- us-bandalaginu. Þær röksemdir eru að vísu þekktar frá umræðum innan annarra hernaðarbanda- laga. Lange forsætisráðherra hef- ur hins vegar haldið því fram að bann við siglingu herskipa með kjarnorkuvopn muni ekki hafa áhrif á aðra þætti í framlagi Nýja Sjálands til hinnar hefðbundnu samvinnu innan Anzus- bandalagsins. Það hafi hins vegar verið dregið strik sem sýni tak- mörkin. Þvinganir og neitanir Margir velta því nú fyrir sér hver verði viðbrögð ríkisstjórnar og hernaðaryfirvalda í Washing- ton. Nýja Sjáland þarf mjög á markaði í Bandaríkjunum að halda fyrir útflutning á landbún- aðarafurðum. Sá markaður nýtur góðs af undanþágum og fyrir- greiðslu stjórnvalda. Það hefur því verið haft á orði síðustu daga að Reagan og Weinberger kunni að grípa til efnahagslegra gagnráðstafana og þrengja mjög markaðsmöguleika Nýja Sjá- lands. Viðskiptaþvinganir af því tagi væru vissulega grófar hefndir. í umræðum á Nýja Sjálandi hefur komið fram að slík viðbrögð Bandaríkjanna myndu þjappa þjóðinni saman og gera almenn- ing enn harðari í stuningi við stefnu Lange. Þjóðarstoltið væri þá komið í spilið. Nýja Sjáland myndi sanna að það léti ekki múta sér. Viðskiptaþvinganir geta því reynst tvíeggjað vopn. Annað atriði hefur einnig vak- ið athygli í ummælum banda- rískra ráðamanna og blandast saman við svör Weinberger þegar Papandreou gaf yfirlýsingu um flutning kjarnorkuvopna frá Grikklandi. Stefnunni um að neita hvorki né játa tilvist kjarn- orkuvopna á tilteknum land- svæðum eða stöðum var skyndi- lega vikið til hliðar í umfjöllun um stefnu Nýja Sjálands og Grikklands. Weinberger ræddi nú eins og ekkert væri um stað- setningu kjarnorkuvopna. Geir Hallgrímsson ætti að hafa þetta í huga þegar hann þarf næst að biðja um yfirlýsingu frá Was- hington um hugsanlega stað- setningu kjarnorkuvopna á fs- landi. Væntanlega fer Weinber- ger ekki að setja ísland á annan bás en Grikkland og Nýja Sjá- land! Olafur Ragnar 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.