Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 23

Þjóðviljinn - 14.02.1985, Side 23
Stjörnuhlaup Auðvelt hjá Jóni Dikk Jón Diðriksson vann frekar auðveldan sigur í öðru Stjörnu- hlaupi FH sem fram fór í Hafnar- firði á sunnudaginn. Hann kom í mark tæpri hálfri mínútu á undan Keflvíkingnum Má Hermanns- syni sem varð annar. Bragi Sig- urðsson, Armanni, varð þriðji. Jón keppti nú í fyrsta sinn undir merki FH-inga en hann gekk ný- verið til liðs við þá. Guðrún Eysteinsdóttir sigraði í kvennaflokki eftir harða keppni við Rakeli Gylfadóttur. Súsanna Helgadóttir varð þriðja en allar eru úr FH. Steinn Jóhannsson, ÍR, sigraði í drengjaflokki, Gunnar Guðmundsson, FH, í piltaflokki og Helen Ómarsdóttir í telpnaflokki. Knattspyrna Gerets til Maastricht Eric Gerets, fyrrum landsliðs- fyrirliði Belga í knattspyrnu, höfuðpaurinn í mútumálinu fræga í fyrravetur, hefur skrifað undir samning við hollenska 1. deildarfélagið Maastricht. Hann byrjar að leika með því næsta haust en þá rennur út keppnis- bannið sem hann hlaut. Gerets var leikmaður með AC Milanó á Ítalíu þegar mútumálið kom upp en ítalirnir vildu ekkert með hann hafa eftir það. Handbolti Haukar á toppnum Haukastúlkurnar eiga lang- bestu möguleikana á sæti í 1. deild kvenna í handknattleik. Pær eru komnar með 6 stiga for- ystu eftir stórsigur á Þrótti ný- lega, 26:11. Stjarnan og Þróttur eiga mestu möguleikana á að fylgja Haukum upp í 1. deild en staðan í 2. deild er þessi: Haukar........10 8 1 1 17 Próttur....... 9 5 1 3 11 Ármann........10 5 0 5 10 Stjarnan....... 7 4 12 9 Breiðablik.... 9 3 3 3 9 Fylkir......... 7 3 13 7 (BK........... 9 2 2 5 6 HK............. 9 0 18 1 -HrG/VS Handbolti ÍBV áfram ÍBV er komið í 8-liða úrslit í bikarkeppni kvenna í handknatt- leik eftir sigur á ÍA á Akranesi, 15:13, sl. föstudagskvöld. Áður höfðu Haukastúlkurnar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með stór- sigri á ÍBK, 30:8, en okkur er ekki kunnugt um að aðrir leikir hafi farið fram í keppninni. _________________-HrG/VS V. Þjóðverjar Einn nýliði Vestur-Þjóðverjar hafa bætt einum nýliða í landsliðshóp sinn fýrir leikinn gegn Portúgölum 24. febrúar í undankeppni HM í knattspyrnu. Pað er Norbert Me- ier, 26 ára gamall miðjumaður frá Bremen, sem á drjúgan þátt í vel- gengni Bremenliðsins í Bundes- ligunni í vetur. ÍÞRÓTTIR Svavarsmálið Vísað frá! Víkingar hafa endanlega tapað stigunum gegn Val Dómstóil ÍSÍ vísaði í gær frá sér áfrýjun handknattleiksdcildar Víkings í Svavarsmálinu. Eins og kunnugt er, úrskurðaði dómstóll HSI að Svavar Magnússon hefði verið ólöglegur með Víkingi í sigurleiknum gegn Val ■ 1. deild þann 8. janúar sl. Víkingar áfrýj- uðu dómnum til dómstóls ÍSÍ. Þar með Hafa Víkingar endanlega tapað stigunum tveimur tii Vals og eru því með 10 stig úr 10 leikjum og langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppn- inni um meistaratitilinn en Vals- menn hafa þá aðeins tapað þrem- ur stigum, tveimur meira en FH sem er í efsta sæti 1. deiidarinnar. -VS Handbolti Gurrí rekin útaf Framstúlkur efldust og burstuðu Víking Guðríður Guðjónsdóttir, sem hafði skorað 28 mörk í síðustu tveimur leikjum Fram í 1. deild kvenna, var rekin af leikvelli fyrir munnsöfnuð í fyrri hálfleik gegn Víkingi í Seljaskólanum í gær- kvöldi. Umdeild ráðstöfun, en hún bitnaði síður cn svo á leik Framstúlkna - eftir að hafa leitt 13-8 í hléi fengur þær bara tvö mörk á sig í seinni hálfleik og unnu yfirburðasigur, 27-10. Mörk Fram: Erla Rafnsdóttir 7, Oddný Sigsteinsdóttir 6, Guðríður 6, Guðrún Gunnarsdóttir 3, Arna Steinsen 3, Sigrún Blomsterberg 2 og Margrét Blöndal 1. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 4, Valdís Birgisdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 1 og Inga Lára Þóris- dóttir 1. -HrG Bjarni Guðmundsson skorar gegn Júgóslövum í fyrrakvöld. Hann átti góðan leik í Eyjum í gærkvöldi. Mynd: E.ÓI. Eyjaleikurinn „ÓfyrírgefanlegtÍC Island missti niður góðaforystu og tapaði 15-20 fyrir Jógóslövum í Eyjum. Sigurðurfékk rauða spjaldið. Vitleysa að fara útí hörku, sagði Þorbergur. „Það er ófyrirgefanlegt að spila leiknum svona úr höndunum á sér, úr 11-8 í 12-13. Að klikka á vítakasti í stöðunni 14-15 má heldur ekki ske“, sagði Bogdan Kowalczyck landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við Þjóð- viljann eftir 15-20 ósigur íslands gegn Olympíumeisturum Júgósl- ava í ýestmannaeyjum í gær- kvöldi. íslenska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni en síðan datt botninn úr leik þess og þá var ekki að sökum að spyrja. Stemmningin var gífurleg strax í byrjun, löngu uppselt á leikinn og hátt í 900 manns troðfylltu húsið. „Gaman að spila fyrir svona áhorfendur“, sagði Por- bergur Aðalsteinsson eftir leikinn. Stress og fum einkenndu leikinn í byrjun, einkum hjá ís- lenska liðinu sem gekk illa til að byrja með gegn framstæðri júg- óslavneskri vörn. Samt náði liðið forystu, 1-0 og 2-1, með þrumu- mörkum Sigurðar Gunnars- sonar. Júkkar jöfnuðu tvisvar en þá hrökk íslenska liðið í gang svo um munaði. Porbjörn Jensson skoraði 3-2 og Kristján Arason tvívegis, í fyrra skiptið með stór- brotnu undirskoti, og staðan 5-2. Síðan kom 6-3 og 7-4 og stemmningin rosaleg. Bjarni Guðmundsson hafði algerlega klippt á hornamanninn snjalla, Isakovic, en sá tók til sinna ráða og færði sig utar. Hann reif júg- óslavneska liðið í gang og skoraði þrjú síðustu mörk þess í fyrri hálf- leik. Sigurður gerði þó eitt inná milli og staðan í hálfleik 8-7 fyrir ísland. Isakovic tók Sigurð strax úr umferð í seinni hálfleik en Bjarni og Porbergur skoruðu bara á meðan, 10-7. Isakovic svaraði en Páll Ólafsson kom inná fyrir Sig- urð og skoraði, 11-8. En þá kom upphafið á endinum. Á nokkrum mínútum breyttu Júgóslavar stöðunni í 12-13 sér í hag. Bjarni jafnaði en það reyndist vera síð- asta hálmstráið. Næst 13-15, Sig- urður kom aftur inná og skoraði 14-15 og síðan fékk ísland víta- kast. Kristján vippaði yfir mark- vörðinn, en líka yfir markið. „Þegar vítið klikkaði héldum við ekki haus og misstum þetta útúr höndunum á okkur“, sagði Por- bergur. Vujovic skoraði tvisvar, 14-17, Sigurður skoraði, 15-17, en það reyndist síðasta mark ís- lands. Júgóslavar skoruðu þrisv- ar á síðustu fimm mínútunum og lokaðstaðan 15-20. Allt fór á háa c-ið á síðustu mínútunni - Mrkonja barði á Guðmundi Guðmundssyni, Sigurður hefndi og fékk fyrir það rauða spjaldið. Dönsku dómararnir sem dæmdu mjög vel framan af misstu tökin á leiknum þegar á leið - „þeir voru mjög slæmir“, sagði Bogdan en honum var heitt í hamsi í lokin ásamt fleirum. Petta var köflótt hjá íslenska liðinu. Pað sýndi skemmtilegan handbolta í fyrri hálfleik og lék af miklum krafti. Harka færðist í leikinn í seinni hálfleiknum og þá fóru íslensku leikmennirnir hall- oka. „Það var hryllileg vitleysa hjá okkur að fara útí hörku við Júkkana, það þýðir ekkert á móti svona Iiði“, sagði Pqrbergur. „Við létum reiðina fara með okk- ur, þeir voru rosalcga grófir og við þoldum ekki mótlætið. Þetta var „brútal“ leikur hjá þeim, þeir sættu sig ekki við að vera undir í leiknum“, sagði Bjarni. Bogdan tók í svipaðan streng: „Ég er óá- nægður með grófan leik Júgó- slava í seinni hálfleiknum“, sagði hann. Sigurður átti stórleik í fyrri hálfleiknum og skoraði glæsileg mörk. Bjarni stóð sig mjög vel í sókn og vörn og Einar Þorvarðar- son varði af prýði í seinni hálf- leik, 10 skot þá á móti íjorum í þeim fyrri. Aðrir léku vel þegar vel gekk, illa þegar á móti blés. Bogdan tókst einhverra hluta vegna ekki að fylgja eftir orðum sínum um að nota fleiri leikmenn en í leiknum í fyrra kvöld. Þegar 45 mín. voru liðnar hafði hann aðeins notað 8 leikmenn en síðan fengu Þorgils Óttar Mathiesen og Hans Guðmundsson að spreyta sig. „Þetta er búið, við hugsum framí tímann og ætlum að gera betur á morgun“, sagði Bjarni við undirritaðan og vonandi tekst strákunum að fylgja því eftir og sigra Ólympíumeistarana í þriðja og síðasta leiknum í Laugardals- höllinni kl. 20.30 í kvöld. Mörk íslands: Sigurður 6, Bjarni 2, Krist- ján 2, Þorbjörn 2, Þorbergur 1, Páll 1 og Guðmundur 1. Mörk Jugóslaviu: Isakovic 8(1 v), Vukoc- vic 3, Vujovic 3, Kuzminovski 3, Mrkonja 2 og Rntc 1. - JR/Eyjum. Borðtennis Engin 3. deild- arkeppni? Þjóðir 3. deildar treysta sér ekki hingað. Fær ísland sœti í 2. deild? Ekkert verður af því að 3. deild Evrópukeppninnar í borðtennis fari fram hér á landi um helgina eins og fyrirhugað var og allar líkur eru á að keppnin falli alfarið niður í ár. Þjóðirnar sem eiga sæti í 3. deild treysta sér ekki hingað til lands vegna kostnaðar og er þetta mjög bagalegt fyrir borðtenniss- ambandið sem staðið hefur að undirbúningi um langt skeið. Þá er landsliðsfólkið nýkomið úr erf- iðri æfinga- og keppnisför um Danmörku. Á þingi Evrópusambandsins verður, samkvæmt heimildum Þjóðviljans, farið fram á að BTÍ fái endurgreiddan þann kostnað sem farið hefur í undirbúninginn og jafnframt að ísland f?,i sæti í 2. deild næsta vetur. ísland fékk rét.t til að leika í 2. deild sl. vetur en síðan varð samkomulag um að sá réttur yrði ekki nýttur og ísland yrði áfram í 3. deild. - VS Fimmtudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.