Þjóðviljinn - 16.02.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Page 2
___________________________FRÉTTIR____________ Kjarnorkuvopn Óþolandi ógnun Guðrún Helgadóttir mœltifyrir tillögu um bann við kjarnorkuvopnum á íslandi Kjarnavopn eru glæpur gegn mannkyninu, tilvist þeirra er óþolandi ógnun við allt líf á jörðinni“, sagði Guðrún Helga- dóttir alþingismaður á þingi í fyrradag þegar hún mælti fyrir þingsályktunartillögu sem hún flytur ásamt Páli Péturssyni, Stef- áni Benediktssyni, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Geir Gunn- arssyni um bann við geymslu og notkun á hvers konar kjarnorku- vopnum hér á landi jafnt á tímum friðar sem ófriðar. f tillögunni er einnig kveðið á um bann við staðsetningu her- sveita sem sérþjálfaðar eru í með- ferð kjarnorkuvopna og búnaði sem nauðsynlegur er fyrir notkun þeirra. f ítarlegri framsögu sinni sagði Guðrún m.a. að um eitt gætu allir landsmenn sameinast í öryggis- málum og það væri að hér á landi yrði aldrei kjarnorkumiðstöð. Guðrún Helgadóttir. „varnar- sáttmálinn" margbrotinn. Benti hún á að fyrir hendi væri búnaður á íslandi til að taka við kjarnorkuvopnum og beita þeim og rakti dæmi þar um. „Af þessu má sjá að herstöðin á Miðnes- heiði er kjarnorkustöð hvað sem yfirlýsingum íslenskra og banda- rískra stjórnvalda líður“. Guðrún benti á að nýjustu uppljóstranir gæfu til kynna brot á svokölluðum varnarsáttmála: „Það er ljóst að Bandaríkjastjórn hefur farið gróflega á bak við ís- lensk stjórnvöld í öllum atriðum varnarsáttmálans“. Skoraði hún á þingmenn að leggja flokkspól- itík ágreiningsmál til hliðar og taka höndum saman um að verja rétt hvers og einasta íslendings til að taka þátt í baráttunni fyrir heimi þar sem gereyðingarvopn- um er hafnað. Geir Hallgrímsson tók undir það sjónarmið að ekki yrði geymd hér á landi kjarnorkuvopn en taldi Guðrúnu gefa í skyn að hér væru slík vopn nú þegar. Har- aldur Ólafsson kvað ástæðu til að spyrja: Getur það skaðað fsland og hagsmuni Islands á nokkurn hátt þó hér verði einhliða lýst yfir að ekki skuli höfð hér kjarnorku- vopn, hvorki á friðartímum né tímum ófriðar? Kjartan Jóhannsson svaraði þess- ari spurningu: „Já ég held að það sé verra. Ég held að það sé verra vegna þess að hér er um einhliða yfirlýsingu að ræða sem ekki krefst neins af umhverfi sínu“. Guðrún Helgadóttir benti m.a. á í lokaræðu sinni að í 10 ár hefði legið fyrir leyfi til að flytja til ís- lands kjarnorkuvopn á hættutím- um án þess að íslensk stjórnvöld hefðu haft hugmynd um - og menn hljóti nú að hafa dregið einhvern lærdóm af því. Það verði að vera lýðum ljóst að al- þingi íslendinga hafni slíkum leyfum og með samþykkt tillög- unnar yrðu tekin af öll tvímæli. Að lokinni umræðu var tillög- unni vísað til utanríkisnefndar. -óg- Trjáklippingar Nú er réttí tíminn! Það er ekki amalegt að nota góða veðrið þessa dagana til að grisja, klippa og snyrta trjá- gróður í görðum sínum, en unda- nfarna daga hefur mátt sjá menn við þá iðju á opnum svæðum borgarinnar og hjá Skógrækt- arfélaginu. Ólafur Sæmundsson hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að nú væri aðal tíminn til þessara verka, áður en sól færi að hækka meira á lofti. Einkum væri það birkið sem þyrfti að klippa sem fyrst, þar sem því hætti til að blæða ef lengra liði fram á vorið. Þá er þetta einnig upplagt veður- far til að vetrarúða gegn trjá- maðki, en skilyrði til þess að þurfa að vera frostleysa og þurrk- ur. Best er að jörð sé auð, kring- um trjástofnana en garðar í Reykjavík uppfylla þessi skilyrði mjög vel um þessar mundir. Ólafur sagði að Skógræktarfé- lagið hefði vetrarúðað mikið í fyrra, enda væru tjöruefnin sem til þess eru notuð hættuminni en önnur úðunarefni. Það hefði gef- ið góðan árangur og er meiningin að úða aftur núna. -ÁI Larsen einn efstur! Vann biðskák sína gegn Margeiri í gœr í gær voru biðskákir tefldar á alþjóðamótinu í skák sem fram fer á Loftleiðum. Larsen átti ekki 1 erfiðleikum með að innbyrða vinninginn í biðskák sinni gegn Margeiri. Þar með er Larsen orð- inn einn efstur á mótinu, með IVi vinning af 3 mögulegum. Næstir eru Spassky og Van der Wiel með 2 vinninga hvor. Jón L. og Hort tefldu í gær skák sína er frestað var úr 1. umferð. Búist var við hörku viðureign. Skákmennirnir virtust hinsvegar ekki vera í baráttuskapi og sömdu um jafntefli eftir aðeins 14 leiki. Það sem af er mótinu hefur borið alltof mikið á stuttum „stórmeistarajafnteflum“. Tefl- endur vírðast ekki taka neina áhættu í byrjun mótsins, en von- andi rætist úr þessu er síga fer á seinni hlutann. Endataflið í skák Jusupov og Guðmundar var störmerkilegt. Guðmundi tókst að hanga á jafn- tefli með hárnákvæmri tafl- mennsku. Við skulum líta á hvernig skákin tefldist eftir bið. Jusupov lék biðleik í þessari stöðu: Hvítt: A. Jusupov Svart: Guðmundur 57. Kxa6 Kc6! Lokar útgönguleið hvíta kóngsins. 58. Be3 Beí 59. g4 Þetta er eini leikurinn sem gefur hvít- um einhverja vinningsmöguleika. Eftir t.d. 59. Bf4 Bf2 og hvítur kemst ekkert áleiðis. 59. - hxg4 60. h5 g3 61. h6 g2 62. h7 Bc3 63. Ka7 Be5 64. Bf2 Kc7 65. Bc5 Kc6 66. Bb6 Bf6 67. Bgl Eftir 67. Kb8 Be5+! 68. Kc8 Bf6! getur hvítur ekki unnið. 67. - Be5 69. Bf2 Bf6 68. a6 Kc7 70. Bg3+ Kc8 Hér kom einnig til greina að leika 7U. - Kc6. 71. Bh2 Bd4+ 72. Ka8 Bf6 73. Bgl Kc7 74. Be3 Bg7 imii neiur texist aö halda hvít konungnum í stofufangelsi! 76 Bb6+BK 78‘ Bh2+ Kc6 /o. liboT- Kc6 *7o ifhfi 77. Bgl Kc7 Kb8 Nú verður svartur að tefla nákvæmt. Hann leikur eina leiknum. 79. - Be5+! 80. Kc8! Eftir 80. Bxe5 gl(D) 81. h8 (D) Db6+ 82. Kc8 Dxa6+ nær svartur jafntefli. Ef svartur leikur nú 80. - Bxh2? kemur 81. a7 gl(D) 82. a8(D)+ Kd6 83. h8(D) og hvítur vinnur. 80. - Kb6! Tryggir jafnteflið. T.d. 81. Bxe5 gl(D) 82. h8(D) Dc5+ o.s.frv. Lær- dómsríkt endatafl. Að lokum birtist hér framhald biðskákar þeirra Larsens og Margeirs. Margeir, sem hafði svart lék biðleik í þessari stöðu: 41. - He8 Larsen taldi 41. - Hd8 betri leik. En ekki er gott að finna vörn fyrir svart eftirt.d. 42. e6! Margeirreynirheldur að skapa sér mótspil eftir c-línunni. 42. d6 Dcl 43. Kh3 Nú væri vegur að fá sér lás fyrir ísskápinn í eldhúsinu Vinátta Grikklands- vinir stofna samtök Kaflar úr Lýsiströtu fluttir á stofnfundi Islendingar sem gist hafa Grikkland á liðnum átta árum eru komnir eitthvað á fjórða þús- und. Nokkrir þeirra hafa nú tekið saman höndum um að stofna með sér samtök um að efla tengsl milli Grikkja og íslendinga, jafnt í menningarefnum sem á öðrum sviðum, og verða þau opin öllum Grikklandsvinum. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í „Risinu“, fundarsal Veitinga- og ferðaþjónustunnar að Hverfis- götu 105, föstudaginn 22. febrúar og hefst klukkan 20:30. Fundar- salurinn er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar, gengið inn frá Hverfisgötu, en bílastæði í Hörp- uporti. Auk þess sem gengið verður frá formlegri stofnun samtak- anna, samþykkt lög og kosin stjórn fyrir næsta ár, verður boð- ið upp á grískan úrvalsrétt mat- reiddan af þarlendum fagmanni og grísk vín eins og hver vill hafa. Að sjálfsögðu verður þjóðar- drykkur Grikkja, ouzo, einnig á boðstólum. Meðal skemmti- atriða verða valdir kaflar úr gam- anleik Aristófanesar, Lýsiströtu, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu fyrir allmörgum árum, upplestur úr Grískum þjóðsögum og ævint- ýrum í þýðingu Friðriks Þórðar- sonar, og sýning á vinsælum grískum dönsum. Leikin verður grísk tónlist allt kvöldið ög stig- inn dans eftir því sem verkast vill. Með því að undirbúa þarf matargerð fyrirfram, eru væntan- legir stofnendur Grikklandsvin- afélagsins beðnir að gera viðvart um þátttöku í síma 24631 (Zorba) þriðjudaginn 19. febrúar milli klukkan 14 og 18. Þátttökugjald verður 400 krónur á mann, mat- urinn er innifalinn. Þarna er hvíti kóngurinn í góðu skjóli. 43. - Hc4 47. Dg6+ Kg8 44. Dc3 Ddl 48. De8+ Kh7 45. e6! fxe6 49. Dh5+ Kg8 46. Dxe6+ Kh7 Þar með hefur hvítum tekist að valda hrókinn á f3. Larsen gerir nú út um taflið með einföldum peðsleik. 50. f6 Og Margeir gafst upp. Hann verður mát eftir 50. - gxf6 51. Dg6+ Kh8 52. Dxf6+ Kg8 53. Df8+ Kh7 54. Hf7+ Kg6 55. Dg7+ og mát í næsta leik. í dag verður 4. umferð tefld. Hefst hún kl. 14 og leiða þá sam- an hesta sína: Jusupov - Hort Spassky - Jón L. Larsen - Guðmundur Karl - Hansen Helgi - Margeir Jóhann - Van der Wiel - HL 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.