Þjóðviljinn - 16.02.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 16.02.1985, Side 4
LEIÐARI Fjörutíu ámm síðar Um þetta leyti eru fjörutíu ár liðin frá því að leiðtogarBandamanna, þeir Churchill, Stalín og Roosevelt, komu saman á fund í Jalta á strönd Svartahafs til að ræða um framtíð Evrópu. Herir ríkja þeirra voru að Ijúka því verkefni sem brýn- ast var fyrir Evrópu og reyndar heim allan: Að losa mannkynið við þýska nasismann. Sovéski herinn hafði borið mestan þunga í þeim mikla bardaga eins og menn ættu að muna og hafði hrakið þýska herinn frá Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu og að nokkru leyti Júgóslav- íu. Herir Vesturveldanna voru við vesturlanda- mæri Þýskalands. Það var vor í lofti og Evrópu- menn bjartsýnir. Brátt yrði lokið mikilli hörmung- artíð og tími uppbyggingar og frelsis hæfist. Hinar bjartsýnu vonir rættust ekki nema að litlu leyti. Og lengi síðan hafa menn rakið þá þróun til þess sem gerðist í Jalta fyrir fjörutíu árum. Þá hafi leiðtogarnir-og eru þeir Churchill forsætisráðherra Breta og Stalín marskálkur helst tilnefndir - skipt löndum Evrópu í áhrifa- svæði og upp úr því hafi járntjald risið þvert yfir Evrópu sem fáir komust yfir um tíma nema fugl- ar fljúgandi. Þessari kenningu hefur að sönnu verið mót- mælt oftlega. Skiptingin í áhrifasvæði hafi aldrei verið neinum fastmælum bundin. Stalín hafi í Jalta lofað að virða lýðræðislegar leikreglur í Austur-Evrópu. Skiptingin hafi gerst síðar, þeg- ar Sovétmenn fluttu sína þjóðfélagsgerð út til grannríkjanna og Vesturveldin reyndu með Marshallaðstoð og fleiri ráðum að koma í veg fyrir að sú þróun yrði endanleg. Hvað sem því líður: Það sem rætt var undir borðum í Jalta hefur mjög gengið eftir. Ríki Evrópu fengu pólit- íska forystu sem réðist af því, hvar herir sigur- vegaranna námu staðar, en ekki af því hver var styrkleiki borgaralegra flokka eða verkalýðs- flokka. Og það sem verra var: Þeir draumar um „sósíalisma í lýðræði" sem svo margir góðir drengir töldu sig hafa verið að berjast fyrir í heimsstyrjöldinni, þeir viku fyrir óhrjálegum staðreyndum kalda stríðsins og fullkomins fjandskapar milli hernaðarblakka þeirra, sem hin nýju risaveldi höfðu komið sér upp. Það hafa síðan komið ýmsar gloppur á járn- tjaldið fræga. Menningarstaf og viðskiptahags- munir hafa lækkað það verulega. Menn hafa betri yfirsýn en áður um það hvað er að gerast- ef þeir kæra sig um að horfa í kringum sig. En tvískipting álfunnar er sem fyrr mikil og háska- leg staðreynd. Margir hafa gefist upp fyrir henni, segja sem svo, að það sé ekki hættandi á nein frávik, neitt sjálfstæðisbrölt smærri ríkja - þá sé jafnvægið fræga rofið, það jafnvægi óttans sem tryggi friðinn. Þessi uppgjöf er að því leyti háska- samleg að hún gerir ríki Evrópu fyrst og síðast að leiksoppum risanna, að vettvangi þar sem þeir skáka til herjum, eldflaugum og kjarnorku- vopnum. Nú, þegar senn líður að því að haldið verði upp á fjörutíu ára afmæli sigurs yfir Hitler, er það mikils virði að stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn leggi nokkuð á sig í leit að leiðum sem liggja út úr þeim vítahring sem dæmdir Evrópumenn til óvirkrar biðstöðu í málum sem varða bæði frið og frelsi. Þær leiðir eru hvorki auðfundnar né auðfarnar. En þær eru helst forsenda fyrir því, að Evrópumenn í austri og vestri geti litið vonaraugum til framtíðarinnar. Og að því er okkur íslendinga varðar: Það minnsta sem við gætum lagt til mála er að hlaupa ekki á eftir nauðhyggju kalds stríðs, heldur taka vel undir hvert frumkvæði meðal- stórra og smárra ríkja, rfkja sem ekki hafa bund- ið hendur sínar fyrirfram, til að stöðva þá þróun, sem nú um hríð hefur ekki leitt til annars en nýjar vopnabirgðir hrúgast upp af miklum hraða. - ab Ó-ÁUT „Hugsið ykkur bara. Ef þið væruð kennarar í einkaskóla, fenguð þið miklu, miklu miklu hærri laun.“ DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqmann, Össur Skarphéðinsson. Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Laugardagur 16. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.