Þjóðviljinn - 16.02.1985, Page 6
SKÁK
Leiðarljós Karpovs, leikkonan Marina
Neyolova hafði gott auga á sínum
manni allan tímann.
engu minna þekkt og afar vinsæl í
Sovétríkjunum. Leikkonan Mar-
ina Neyolova 36 ára gömul sem
hefur ekki sleppt augunum af
Kasparov meðan einvígið hefur
staðið yfir er manna á meðal
kölluð „jafnteflisfrúin". Návist
hennar hefur að sögn þeirra er til
þekkja orðið skáksnillingnum
mikil uppörvun ekki síst þegar öll
sund sýndust lokuð. Vörn var
snúið í sókn og úrslitin sýndust í
nánd, þegar slitið var á þráðinn.
Við verðum því að bíða eftir lok-
auppgjörinu þar til í haust. f>á
mæta þeir að nýju meistararnir í
Verkalýðshöllinni í Moskvu og
úti í salnum munu sitja að öllum
líkindum stjórnandinn Klara og
hin fagra Neyolova.
- Ig. (People).
Lífsglaður og skemmtilegur segja þeir sem til hans þekkja. Óvenjuleg mynd af
snillingnum en skákin er hvergi langt undan eins og lesa má á húfuderinu.
Kasparov
Hinn sanni
sigurvegari
Klara og hinfagra Neyolova létu sig ekki
vanta á eina einustu skák
Ákvðrðun Campomanesar
forseta Alþjóðaskáksambandsins
sem tilkynnt var í Moskvu í gær
um að heimsmeistaraeinvígi
þeirra Karpovs og Kasparovs
skuli hætt hefur að vonum vakið
mikla athygli. Þykjast margir sjá
þá einu skynsamlegu skýringu að
Campomanes sé nú að borga so-
véskum skákyfirvöldum stuðn-
inginn frá síðasta FIDE-þingi
með því að bjarga núverandi
heimsmeistara og fulltrúa sové-
skra yfirvalda, Karpov, úr
bráðum vanda. Uthaldið er búið,
taugarnar gáfu sig og Kasparov
sem áður sýndist heyja vonlausa
baráttu stendur uppi, í það
minnsta í augum almennings, sem
sigurvegari þessa um margt
óvenjulega einvígis sem nú hefur
skyndilega verið stöðvað.
„Gary Kasparov mun líklega
ekki vinna heimsmeistaratitilinn,
en hann hefur unnið hug og
hjörtu þjóðar sinnar“, segir í fyr-
irsögn í grein um skáksnillinginn í
bandaríska tímaritinu People á
dögunum. Það eru orð að sönnu.
Mömmustrákur
En hver er þessi ungi piltur?
Aðeins 21 árs gamall og yngsti
skákmaður sem nokkru sinni hef-
ÍÞRÓTflR
ur komist í sjálft heimsmeistara-
einvígið. Eftir 5 mánaða stranga
setu og 48 skákir er hann kominn
á fulla ferð, hafði haft allar hrak-
spár að engu og stefndi ótrauður
á sigur.
Náið samband Kasparovs við
móður sína Klöru er löngu þekkt,
en hún er hans sterkasti bakhjarl
og mesti stuðningur og stjórnar
öllu er lýtur að undirbúningi og
aðstoð af mikilli festu. Það var
hins vegar faðir hans, Kim
Weinstein vélfræðingur og fiðlu-
leikari góður sem kenndi synin-
um strax á unga aldri galdur skák-
íþróttarinnar. Weinstein sem var
gyðingur féll frá þegar Gary var 7
ára og þá tók hann eftirnafn móð-
ur sinnar Kasparov sem ekki
hljómaði eins gyðingslega. Klara
hélt stráknum við efnið og 10
árum síðar var stórmeistaraá-
fanginn í höfn. „Hún mamma
stjórnar þessu, hún er bossinn",
segir skáksnillingurinn. Allar
skákirnar 48 hefur Klara setið úti
í sal og fylgst með stráknum sín-
um og stytt sér stundir með því að
lesa í bók.
„Jafnteflisfrúin"
En það er önnur kona sem ekki
hefur heldur látið vanta sig á einu
einustu skák í einvíginu. Sú er
Tómas á
samning
Tómas Guðjónsson, einn
fremsti borðtennismaður íslands
um árabil, hefur gert auglýsinga-
samning við JL-húsið. Tómas
hlýtur styrk frá JL-húsinu og
skuldbindur sig á móti til að spila
með auglýsingu frá fyrirtækinu á
keppnisbúningi sínum. Adidas-
umboðið á íslandi, Heildsala
Björgvins Schram, hefur enn einu
sinni sýnt velvilja sinn í garð
íþróttamanna með því að útvega
Tómasi allan þann útbúnað sem
þarf til æfinga og keppni.
Körfubolti
Enn vinnur UMFN
Tíundi íröð gegn Haukum, nú 76-73
Járngrip Njarðvíkinga á
Haukum virðist ekki ætia að
linna, í gærkvöldi sigruðu Njarð-
víkingar 76-73 í fjórðu viðureign
liðanna á þessu keppnistímabili
og þeirri tíundu í röð. Forskot
Njarðvíkinga á Hauka er nú sex
stig þegar hvort liðið um sig á
aðeins tvo leiki eftir. Þó að staða
næstu liða á eftir geti breyst þá er
allt útlit fyrir að Njarðvíkingar
mæti KR í undanúrslitum móts-
ins og Haukar fái Val.
UMFN hafði yfirleitt nokkura
stiga forystu í fyrri hálfleik, þeir
komust í 31-21 og í hálfleik höfðu
þeir yfir 47-37.
Haukar byrjuðu seinni hálf-
leikinn með miklum látum, kom-
ust í 51-50, Njarðvíkingar sigu
framúr aftur og síðan skiptust lið-
in á forystunni. Rétt fyrir leikslok
höfðu Haukar náð tveggja stiga
forskoti 71-69, en Njarðvík var
Kynning
á bogfimi
Bogfimideild íþróttafélags
Fatlaðra í Reykjavík verður með
kynningu á bogfimi á morgun,
sunnudag, eins og áður hefur
komið fram. Kynningin fer fram í
húsi Öryrkjabandalagsins að
Hátúni 10-a í Reykjavík og hefst
kl. 15.
sterkara undir lokin, skoraði 7
stig án svars og breyttu stöðunni í
76-71. Síðasta karfan var eign
Hauka og lokatölur því 76-73.
Valur Ingimundarson var yfir-
burðarmaður hjá Njarðvík,
skoraði 29 stig, þar af 15 úr 3 stiga
skotum. ísak Tómasson var einn-
ig sterkur.
Hjá Haukum var ívar Webster
bestur, náði ógrynni af fráköstum
auk þess sem hann var lang stiga-
hæstur maður liðsins.
Stig UMFN: Valur 29, Hreiðar Hreiðars-
son 18, Isak 12, Ellert Magnússon og
Gunnar Þorvarðarson 6, Teitur örlygsson
3, Helgi Rafnsson 2.
Stig Hauka: Ivar 26, Hálfdán 12, Pálmi
11, Ólafur Rafnsson 10, Kristinn Kristins-
son og Sveinn Sigurbergsson 6, Henning
Henningsson 2.
England
Sunderland
í úrslit?
Sunderland á mikla möguleika á að
leika til úrslita um Mjólkurbikarinn
enska í knattspyrnu í fyrsta skipti.
Sunderland vann fyrri undanúrslita-
leikinn gegn Chelsea, 2-0, á Roker
Park, heimavelli sinum, í fyrrakvöld.
Colin West skoraði bæði mörkin en
liðin eiga eftir að leika á Stamford
Bridge í London og samanlögð
markatala ræður úrslitum. Leik
Ipswivch í undanúrslitunum var frest-
að. _VS
Sigurður Valur og Rob Iliffe
dæmdu leikinn vel.
-SÓM/Suðurnesjum.
Akureyri
KA marði
sigur
KA marði sigur á Þór, 26-25, í
fyrri leik liðanna í Akureyrar-
mótinu í handknattleik sem fram
fór í fyrrakvöld. Þórsarar köst-
uðu frá sér sigri í lokin, voru
tveimur mörkum yfir þegar
skammt var til leiksloka. Anton
Pétursson, ungur nýliði, skoraði
sigurmark KA á síðustu stundu.
-K&H/Akureyri
Handbolti
Tveir leikir voru háðir í 2. deild
handboltans í gærkvöldi. í Selja-
skólanum unnu Haukar Ar-
menninga með fjögurra marka
mun, 25-21, eftir að þeir fyrr-
nefndu höfðu haft einu marki bet-
ur í hálfleik, 12-11.
í íþróttahúsi Seltjarnarness tók
heimalið Gróttu á móti Fylki.
Gestirnir höfðu betur í mjög
jöfnum leik, lokatölur 21-20 eftir
að Fylkir hafði verið með foryst-
una í hléi, 11-10. - Frosti.
Knattspyrna
Þróttur
úr leik
Þróttarar verja ekki íslands-
meistaratitil sinn í innanhúss-
knattspyrnu í ár, þeir mega hins
vegar hafa sig alla við til að falla
ekki í 2. deild. í gærkvöldi töpuðu
þeir tveimur leikjum sínum af
þremur í 1. deild, 3-6 fyrir KR og
1-9 fyrir Fram.
Úrslit í íslandsmótinu í
Laugardalshöll í gærkvöldi urðu
þessi:
1. delld:
A: FH-Vlkingur.......................4-4
A: Valur-FH..........................5-4
C: KR-ÞrótturR.......................6-3
C: Fram-Þróttur R...................9-1
3. deild:
D: IK-Stjarnan......................7-6
Kvennaflokkur:
A: Breiðablik-Stokkseyri.............6-2
A: Vlkingur-Afturelding..............5-3
A: Víkingur-Stokkseyri...............4-3
A: Breiðablik-Afturelding............9-0
A: Breiðablik-Víkingur...............4-3
A: Afturelding-Stokkseyri...........3-1
B: Fram-Stjaman.....................2-1
B: Valur-lBK........................8-1
B: (BK-Stjarnan.....................3-1
B: Valur-Fram.......................3-1
B: Valur-Stjarnan...................12-0
B: (BK-Fram..........................3-0
Breiðablik og Valur eru því komin í
undanúrslit í kvennaflokki. Keppt
verður í dag frá kl. 10 til 22 og á
sunnudag frá 10 til 19.30. Úrslita-
leikur í kvennaflokki fer fram kl.
18.46 á sunnudagskvöld og úrslita-
leikur í karlaflokki á eftir, eða kl. 19.
- VS
6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 16. febrúar 1984