Þjóðviljinn - 22.02.1985, Síða 2
FRETT1R
Kaffibaunahneykslið
Vissi um tekjumar
Halldór Asgrímsson þáverandi endurskoðandi SÍS:
Eilíft deilumál hvernig á að skipta tekjum milli rekstrareininga
Kaffibaunamálið svokailaða er
nú til umfjöllunar hjá ríkis-
saksóknara. Hefur Þórður
Björnsson ríkissaksóknari fengið
langar og ýtarlegar ritgerðir til
lestrar. Mun ákvörðunar hans
um framhald málsins vera að
vænta innan tíðar.
Á þeim árum sem umræddur
kaffibaunainnflutningur átti sér
stað var Halldór Ásgrímsson nú-
verandi sjávarútvegsráðherra fé-
lagskjörinn endurskoðandi
reikninga Sambands íslenska
samvinnufélaga.
Þjóðviljinn spurði Halldór Ás-
grímsson um það hvort veittur af-
sláttur á kaffibaunum hafi komið
fram í bókhaldi SÍS á þeim árum
sem rannsókn nær nú til. Halldór
sagði m.a.:
„í endurskoðunarskýrslu aðal-
endurskoðanda Sambandsins
árið 1981 til stjórnarinnar kom
fram að innflutningsdeild Sam-
bandsins hafði verulegar tekjur
af innflutningi á kaffibaunum.
Það er hins vegar eilíft deilumál í
stóru fyrirtæki eins og SÍS hvern-
ig á að skipta tekjum milli rekstr-
areininga.
Það er auðvitað ljóst að innan
Sambandsins styður ein deildin
aðra. Má í því sambandi nefna að
á þessum árum var mjög mikill
taprekstur á iðnaði Sambandsins
á Akureyri.
Við sem vorum félagslega
kjörnir endurskoðendur litum
sérstaklega eftir því hvort tap-
rekstur væri viðvarandi í ein-
hverjum greinum sem ógnaði
starfsöryggi fólks.“
Hafa félagslega kjörnir endur-
skoðendur fullnœgjandi aðstöðu
til að fylgjast með bókhaldi og
reikningum Sambandsins?
„Reikningar eiga að gefa rétta
mynd af þeim athöfnum sem eiga
sér stað í hverju fyrirtæki. Félags-
legir endurskoðendur byggja
störf sín að mestu leyti á störfum
löggiltra endurskoðenda og ann-
arra sérfræðinga. Þeir ráða að
sjálfsögðu ekki við allt og verða
því að einbeita sér að ákveðnum
málum og geta því ekki komið í
staðinn fyrir hina löggiltu endur-
skoðendur. Ég lagði á sínum tíma
til að ráðinn yrði sérstakur óháð-
ur endurskoðandi sem starfaði í
fullu starfi. Þetta var gert.
Félagslega kjörnir endurskoð-
endur eru mjög mikilvægir til að
hafa eftirlit með rekstri en þeir
hafa ekki möguleika til að vinna
endurskoðunina sjálfa eins og
ýmsir virðast telja.“
- hágé.
TORGIÐ
Ætlar ekki Þjóðviljinn að krefj-
ast 10% innheimtulauna hjá
HSÍ?
Verðlagsstofnun
Sýknar SÍS
og Kaaber
Verðlagsstofnun telur að Sam-
band íslenskra sam vinnufélaga og
O. Johnson og Kaaber hafi ekki
brotið verðlagslöggjöfina vegna
verðlagningar á kaffi á árunum
1979 til 1981. Telur stofnunin
ekki ástæðu til frekari aðgerða í
málinu.
Ríkissaksóknari hefur það mál
á sínu borði og er um að ræða
álitsgerðir frá rannsóknardeild
ríkisskattstjóra og einnig frá
Seðlabankanum varðandi meint
brot á gjaldeyrislögum. _ v.
Halldór Ásgrímsson innfelldur í vegg höfuðstöðva Sambandsins við Sölvhólsgötu: félagslega kjörnir endurskoðendur
hafa ekki möguleika á að endurskoða reikninga sjálfir. Ljósm.: E.ÓI.
Útvarpsmálið
Yfirlýsing
Vegna frétta Þjóðviljans sl.
miðvikudag (20. febrúar) um
íhugaða málsókn HSÍ á hendur
Ámunda Ámundasyni, skal það
tekið fram, að Ámundi Ámunda-
son tók að sér fjáröflun fyrir HSÍ
1983-84 (stjórn happdrættis og
auglýsingaöflun vegna blaðaút-
gáfu). Sú fjáröflun bar verulegan
árangur.
Vegna tregðu á innheimtu
auglýsinga var uppgjöri Ámunda
Ámundasonar við HSÍ ekki lokið
á tilskildum tíma. Á stjórnar-
fundi sl. mánudag var okkur
undirrituðum falið að ganga frá
þeim málum. Því uppgjöri er nú
að fullu lokið. Þar með er Ám-
undi ekki í neinum vanskilum við
HSÍ.
Við væntum þess að þessi yfir-
lýsing verði birt á sama stað í
Jblaði yðar og umrædd frétt.
I Reykjavík, 21. febrúar 1985.
Virðingarfyllst,
Þórður Sigurðsson
(gjaldkeri HSÍ),
Guðmundur Friðrik Sigurðsson
(fyrrv. gjaldkeri HSÍ).
Skipt inná
í útvarpsráði
María Jóhanna Lárusdóttir
kennari var í gær kjörin varamað-
ur Kvennalista í útvarpsráð í stað
Ingibjargár Hafstað, sem orðin
er aðalmaður. Þá var Guðrún
Sæmundsdóttir kjörin varamað-
ur sama lista í stjórn Húsnæðis-
stofnunar í stað Kristínar Einars-
dóttur, sem orðin er aðalmaður.
-ÁI
Fjölbreytni án auglýsingavalds
Breytingatillögur Hjörleifs Guttormssonar
jörleifur Guttormsson hefur
lagt fram breytingatillögur
við útvarpslagafrumvarp stjórn-
arfiokkanna ásamt nefndaráliti,
þar sem lögð er höfuðáhersla á að
Ríkisútvarpið sé eflt, að nýjar
stöðvar byggi ekki starfsemi sína
á auglýsingatekjum og að tryggt
verði opinbert eignarhald á
dreifikerfum útvarpsins.
Tillögur Hjörleifs, sem er full-
trúí Abl. í menntamálanefnd
neðri deildar lúta m.a. að eftir-
farandi:
• stuðningi við gerð innlends
dagskrárefnis og ákveðnum lág-
markskröfum í því sambandi,
• efni fyrir börn í Ríkisútvarp-
inu sé aukið.
• áhrif starfsmanna RUV séu
aukin (m.a. með stofnun starfs-
mannaráðs), þá séu útvarpsstjóri
og framkvæmdastjóri útvarps
ráðnir til fimm ára í senn,
• banni við verslunar- og við-
skiptaauglýsingum í svæðisstöðv-
um.
• dreifikerfi útvarpsstöðva um
þráð- og endurvarpsstöðvar verði
í opinberri eigu.
Þá er gert ráð fyrir því að út-
varpsréttamefnd fái ákveðna
fjárhæð m.a. til að koma upp í
hverjum landshluta vel búnu út-
varpsveri sem útvarpsréttarnefnd
veitir þeim sem útvarpsleyfi hafa
fengið aðgang að gegn viðráðan-
legu leigugjaldi. Þessi fjárhags-
stuðningur við svæðisstöðvar á að
„auðvelda þeim dagskrárgerð og
útsendingu og tryggja sem mesta
fjölbreytni“.
- áb
Kennarar
25 þúsund í desember
Hagfrœðingur BHM: heildarlaun BHM-ara í desember ná ekki
dagvinnulaunum á almennum markaði
Iplöggum sem fjármálaráðu-
neytið hefur tekið saman kem-
ur auk an,:ars fram að mcðallaun
kennara á síðasta ári voru 37 þús-
und á mánuði miðað við desemb-
erverðlag. Þessar fréttir voru
lesnar í útvarpi í vikunni, en Indr-
iði Þorláksson í launadeild ráðu-
neytisins segir að starfsmenn hafi
tekið saman upplýsingarnar
Kjaradómi til aðstoðar. Þær séu
ekki komnar í útvarp frá sér.
iKennarar halda því fram við
Þjóðviljann að tölur fjármála-
ráðuneytisins séu villandi. f
fyrsta lagi sýni taxtar í desember
ekki ársafkomu kennara eða há-
skólamanna hjá ríkinu þarsem
nokkrar kjarabætur fengust í lok
ársins. í öðru lagi sé hér um að
ræða mikla yfirvinnu. Dagvinnu-
laun kennara voru að meðaltali
um 25 þúsund í desembermán-
uði.
Birgir Björn Sigurjónsson hag-
fræðingur hjá BHM sagði Þjóð-
viljanum í gær að hann gætí
hvorki staðfest upplýsingar ráðu-
neytisins né mótmælt þeim, þær
væru byggðar á gögnum sem
launadeildin ein hefur aðgang að.
Birgir sagði þessar tölur sýna það
sem BHM-arar hefðu haldið
fram að ríkisstarfsmenn byggju
við gríðarlegt yfirvinnuálag. Það
væri hinsvegar athyglisvert að
þráttfyrir yfirvinnugreiðslurnar
næðu launin ekki almennum dag-
vinnulaunum háskólamanna í
einkageiranum.
- m
Útvarpslögin
Rædd á mánudag
45 breytingatillögur frá minnihlutanum.
Varaformaður Sjálfstœðisflokksins lýsir
andstöðu við brœðing stjórnarflokkanna
Fulltrúar stjórnarflokkanna í
menntamálanefnd neðri
deildar hafa komið sér saman um
bræðing í útvarpslagamálinu og
skiluðu meirihlutaáliti á
fimmtudag. I gær komu svo fram
þrjú álit minnihlutans ásamt 45
breytingatillögum en jafnframt
lagði Friðrik Sófusson, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins fram
3 breytingatillögur.
Búist er við að útvarpslögin
verði rædd á alþingi á mánudag. I
bræðingi stjórnarflokkanna er
fallist á það sjónarmið Fram-
sóknarflokks að ekki skuli fjár-
magna einkasjónvarp með aug-
lýsingum, en tillögur Friðriks
Sófussonar beinast í þveröfuga
átt. Alþýðubandalagið flytur 12
breytingatillögur, Bandalag jafn-
aðarmanna 12 og Alþýðuflokk-
urinn 21 breytingatillögu.
-ÁI