Þjóðviljinn - 22.02.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Side 7
 ' f Leiklistarhópur MS Brjálæðisleg vinna Múmían... Litið inn á œfingu á Draugasónötu Strindbergs í lok næstu viku frum- sýnir Talía, leiklistarfélag Menntaskólans við Sund, leikritið „Draugasónatan“ eftir Ágúst Strindberg. Glætan hafði ekki lengri for- mála á því, heidur barði á dyr kennslustofu nr. 24 í MS og bað viðstadda leiklist- arfélaga að segja sér allt af létta. „Við vorum búin að lesa mörg leikrit yfir en við lesturinn á Draugasónötunni stóðum við á öndinni. Eftir það komu engin önnur leikrit til greina. Leikritið er hundgamalt, samið 1907 en þrátt fyrir aldurinn á það alltaf erindi til fólks. Atburðirnir í leikritinu gerast ekki í lógískri röð, þetta er draumleikur. Petta er fyrsta absúrdleikritið og mark- aði upphaf nýbylgjunnar í leik- list. Draugasónatan fjallar um lífið, hvað það er flókið og spillt“. Söguþráður „Gamall maður tekur með sér ungan Stúdent inn í Hús. Stú- dentinn gæti verið Gamli maður- inn þegar hann var ungur, Gamli maðurinn er að hugsa um liðna tíð. Hann opnar augun á Stúdent- inum og í lok leiksins er Stúdent- inn gamall og þreyttur. Húsið er tákn lífsins og stúdentinn er tákn sakleysisins. Gamli maðurinn lokkar hann með sér inn í Húsið með Ungfrúnni sem Stúdentinn hrífst af. íbúar Hússins gætu ver- ið dánir en þeir gætu líka verið lifandi. í Húsinu hafa allir verið með öllum og í raun og veru eru persónurnar bara mismunandi hliðar á gangi lífsins eða á mannlífinu. Eftir að hafa kynnst íbúunum stendur Stúdentinn eftir lífsreyndur og búinn að sjá í gegnum allt. Hann tekur í raun ekki þátt í leiknum heldur er bara áhorfandi, stendur utan við. Allt er lygi og blekking; fallegt á yfir- borðinu en spillt undir niðri eins og Ungfrúin sem Stúdentinn hrífst af. Jú, jú, leikritið er vissulega svartsýnt en það dregur mann ekki niður þrátt fyrir það. Það hrærir upp í manni tilfinninga- lega, maður fær gæsahúð, og vöknar um augu. Við lofum að enginn fer héðan ósnortinn út“. Glæsileg sýning „Þetta á allt upptök sín í nám- skeiði sem haldið er á haustin á leiklistarsviði. Síðastliðið haust var bæði byrjenda- og framhalds- námskeið. Eftir námskeiðin sam- einuðumst við í einn hóp og byrj- uðum að vinna að uppsetningu á leikritinu. Við fórum út úr bæn- um þegar búið var að ákveða leikritið og tókum eina helgi í það að teikna búninga, sviðsmynd og allt annað sem sýningunni við kemur. Við erum um 25 sem vinnum í sýningunni úr öllum bekkjum. Hluti kórsins kemur líka fram í sýningunni. Tónlistin er frumsaminn, hana samdi Egill Árnason en hann leikur líka í leikritinu. En því er þannig varið með flesta að þeir eru í mörgu, leika í leikritinu, sauma búninga, smíða leiktjöld og standa í redd- ingum. Það hefur verið mikið stúss í kringunt þessa sýningu en allir sem við höfum leitað til um lán á leikmunum og þvíumlíku hafa verið mjög hjálpsamir. Við fengum styrk úr skólasjóði til að setja Draugasónötuna upp. Og hefðum ekki sett upp annars, því þetta er dýr sýning miðað við hinar sem við höfum sett upp, það hefur ekkert verið sparað til þess að hún verði glæsileg. Það hafa verið grimmar æfing- ar síðan um jól. Upp á síðkastið höfum við varla farið úr skólan- um og alveg haldið til hér. Við fengum afnot af einni skólastofu meðan þorravakan stóð yfir en urðum að rýma hana í lok vök- unnar og þurftum að koma dót- Framhald á bls. 8 Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.