Þjóðviljinn - 22.02.1985, Blaðsíða 11
Góðgerðarstarfsemí eða
verkalýðsbarátta
eftir Maríu Kristjánsdóttur
„Andspœnis launafólki
standa gróðaöflin ósvífnari enfyrr.
Á sama tíma eru pólitísk verkfœri
launamanna, vinstri flokkarnir
ogforysta verkalýðshreyfingarinnar,
að stórum hluta bitlaus
1. Miklar breytingar hafa orö-
ið á íslensku atvinnulífi undan-
farna áratugi. Þróaöri tækni hef-
ur krafist menntaöra vinnuafls.
Sá hópur er aflar sér háskólam-
enntunar hefur margfaldast. Inní
menntaskólana og háskólann
hafa streymt nemendur úr öllum
þjóðfélagshópum. Að námi
loknu hverfur aðeins fámennur
hópur inní valdasétt þjóðfélags-
ins. Nokkuð stærri hópur verður
handbendi hennar, en mikill
meirihluti verður aðeins launa-
menn með sérþekkingu. Þeir
selja vinnuafl sitt á almennum
markaði, eða þjónustustofnun-
um.
Samfara þessum breytingum
varð á sjöunda áratugnum ákveð-
in vitundarvakning meðal há-
skólamenntaðra manna. Þeir
skipuðu sér í ríkari mæli en fyrr
við hlið annarra launamanna í
baráttunni fyrir bættum kjörum
og betra íslandi. Þessu var að
sjálfsögðu svarað af afturhalds-
öflunum. Alið hefur verið á tor-
tryggni gegn menntamönnum og
ýmsar tilraunir hafa verið gerðar
til að skapa sundrungu milli há-
skólamenntaðra og annarra
launamanna. Þetta bergmálar nú
víða í röðum verkalýðshreyfingar
og vinstri manna.
2.
í grein, sem Engilbert Guð-
mundsson ritaði í Þjóðviljann 11.
jan. sl. um það, hvernig rétta
megi hlut lág-launafólks á fs-
landi, segir hann: „Réttlætis-
kennd fólks er ofboðið“. Þá er
hann ekki að hugsa til vinnu-
kaupenda eða braskara, sem
sjaldan hafa hrifsað til sín meir af
arði vinnunnar en einnmitt nú.
Nei , hann hugsar annað. Hann
hugsar til háskólamenntaðra
manna og kröfuhörku þeirra.
Kröfuharka þeirra er slík að á
meðan aðrir launamenn lepja
dauðann úr skel lifa þeir „við
meiri allsnægtir en nokkru sinni
fyrr“. Að vísu læðist að honum sá
grunur að meðal háskólam-
enntaðra manna sé að finna
„mjúka“ kvenlega hópa, sem
ekki hafi gott kaup. En karlarnir í
„hörðu“ greinunum: verkfræð-
ingar, tæknifræðingar, læknar og
lögfræðingar o.fl., hafa „launa-
kjör sem styðjast ekki við neitt
velsæmi“, „laun uppá 50-80
þús.“, sumir miklu meir. Þessi
siðlausu laun eru þannig tilkom-
in, að þeir hafa með ópum og
öskrum um stutta starfsævi hrifs-
að til sín bróðurpartinn af „þjóð-
arkökunni". Hnípnir og hljóðir
hafa aðrir launamenn orðið að
láta sér nægja molana og ruslið.
í rökréttu frahaldi af þessari
upplifun á veruleikanum leggur
greinarhöfundur til, að í fyrsta
lagi verði ákveðin einhver lág-
markslaun fyrir alla launamenn,
sem miðist við það, að „á þeim
verði hægt að skrimta". í öðru
lagi að enginn fái hærri en tvöföld
þau laun.
Með slíkri tilskipun álítur
hann, að hægt sé að koma í veg
fyrir, að í landinu skapist tvær
þjóðir. Einnig að þannig megi
rétta hlut láglaunafólks, sem sé
að verða „minnihlutahópur“, er
hætta sé á að „gleymist"
3.
Alhæfingarnar um kjör ein-
stakra hópa háskólamanna eru
þekktar. ímyndanirnar um að ák-
veðin háskólamenntun ein og sér
tryggi mikil forréttindi eru líka
þekktar.
Það er vert að ítreka það einu
sinni enn, að könnun Hagstof-
unnar og BHM á kjörum há-
skólamanna í maí 1984 sýnir að
dagvinnulaun háskólamenntaðra
manna er starfa hjá ríkinu eru að
meðaltali 23.000 kr. og meðal-
laun þeirra er starfa á almennum
markaði eru 40.000 kr. Á sama
tíma áleit Þjóðhagsstofnun, að
framfærslukostnaður fjögurra
manna fjölskuldu næmi 54.000
kr. á mánuði.
Það er líka ástæða til að benda
á það, að lögfræðingur, sem er
launamaður og starfar td. sem
fulltrúi hjá sýslumannsembætt-
inu á Húsavík, selur vinnu sína
eftir 5 ára starf fyrir 26.200 kr. á
mánuði og fær enga yfirvinnu.
Svipaða sögu er að segja af stær-
stu hópunum innan Læknafélags-
ins, heilsugæslulæknum og að
stoðarlæknum á sjúkrahúsum.
Þeir fyrrnefndu hafa eftir 8 ára
starf 26.200 kr í dagvinnulaun á
mánuði, hinir síðarnefndu 29.200
kr. Þeir geta með miklu vinnuá-
Framhald á bls. 12
Náttúmvemd og nýting fara saman
eftir Hörð Sigurbjarnarson
„Náttúruvernd og nýting getafarið saman
og verða að gera það, og ekkertsíður íMývatnssveit
en annars staðar á Islandi“
Þegar iðnaðarráðherra fram-
lengdi námaleyfi Kísiliðjunnar
nú fyrir skemmstu til næstu 15 ára
olli það hinu mesta fjaðrafoki
vegna þess að Náttúruverndarráð
mælti aðeins með að veita það til
5 ára. Á Alþingi urðu heitar um-
ræður um málið. Þegar ég fékk
loks tækifæri til að lesa um þær í
Alþingistíðindum, undrast ég all-
an þann vaðal vanþekkingar og
sleggjudóma sem þar er skjalfest-
ur, ekki síst míns flokks og ann-
arra svokallaðra vinstri flokka.
Fjölmiðlar fengu kærkomna
söluvöru, og sögðu glaðhlakka-
lega frá undirskriftum og ósætti
fólks í MýVatnssveit. En hvers
vegna öll þessi læti?
Með lögunum úm verndun
Laxár og Mývatns var Náttúru-
vemdarráði fengið mikið vald á
þessu svæði. Það hefur því verið í
verkahring þeirrar sveitarstjórn-
ar sem setið hefur hverju sinni að
hafa mjög náið samstarf við Nátt-
úruverndarráð. Þetta samstarf
hefur undantekningarlítið verið
gott. Nú þegar fréttist um afstöðu
ráðsins til leyfisveitingarinnar
brá svo við að sveitarstjórn Skút-
ustaðahrepps sendi frá sér álykt-
un, þar sem hún mælti með að
leyfið yrði veitt til 15 ára, en með
uppsagnarákvæðum þess efnis að
ef rannsóknir, sem fram eiga að
fara leiddu í Ijós að lífríki vatna-
svæðisins stafaði hætta af starf-
semi Kísiliðjunnar skyldi leyfíð
endurskoðað. Að þessari ályktun
stendur öll sveitarstjórnin, og ég
hygg að hún sé ekki samin í
neinni fjótfærni, miklu heldur að
vandlega yfirveguðu máli.
Það þarf ekki miklar vanga-
veltur til að gera sér ljós þau áhrif
sem það hefði hér í byggðar-
laginu ef hillti undir rekstrar-
stöðvun Kísiliðjunar á næstu 5 til
7 árum. Á íbúaskrá í Skútustaða-
hreppi eru alls um 580 manns en
Kísiliðjan ein veitir um 80 manns
vinnu, mest verkamönnum og
fólki sem stundar búskap með.
Hefðbundinn landbúnaður er hér
sem annars staðar á undanhaldi
hvort sem mönnum líkar það bet-
ur eða verr. Og ég spyr, hvernig
gengur svona yfirleitt að koma á
fót nýjum atvinnutækifærum á
landsbyggðinni?
Til Alþýðubandalagsfólks vil
ég alveg sérstaklega beina eftir-
farandi: Hver man ekki eftir slag-
orðinu okkar góða, „íslensk at-
vinnustefna?" 1. Kísiliðjan er
ekki stóriðja, 2. Kísiliðjan er að
meirihluta í eigu íslendinga. 3.
Kísiliðjan vinnur úr innlendu
hráefni. 4. Kísiliðjan notar til
vinnslunnar innlenda orku, jarð-
gufu og rafmagn. 5. Kísiliðjan
selur afurð sína á erlenda mark-
aði.
Ef þetta er ekki það sem átt er
við með slagorðinu þarf ég senni-
lega að lesa mér betur til í stefnu-
skrá flokksins. Einhvers staðar
var líka minnst á að æskilegt væri
að starfsfólk ætti aðild að rekstri
fyrirtækjanna. Þetta hafði Stefán
Jónsson, fyrrverandi alþingis-
maður í huga þegar hann kom því
svo fyrir að einn verkamannanna
fengi sæti í stjórn Kísiliðjunnar,
(af tilviljun valdist til þess flokks-
bundinn Alþýðubandalagsmað-
ur). Seinna skipaði svo þáverandi
iðnaðarráðherra Hjörleifur
Guttormsson þennan sama mann
formann stjórnar Kísiliðjunnar
og það er hann enn.
Til þessa hafa ekki verið gerðar
neinar rannsóknir að ráði á áhrif-
um kísilgúrnámsins á lífríki vatn-
asvæðisins. Og fátt, ef nokkuð,
bendir til þess að þau séu slæm en
hins vegar eru staðkunnugum
mönnum augljós ýmis jákvæð
áhrif dýpkunar Ytriflóa. Nú eru
hins vegar ákveðnar yfir-
gripsmiklar framhaldsrannsóknir
á lífríkinu í heild, og einnig áhrif
gúrnámsins sem þegar hefur átt
sér stað. Á grundvelli þessara
rannsókna mun svo að einhverj-
um árum liðnum verða hægt að
taka ákvarðanir af eða á um
rekstur Kísiliðjunnar. Mín niður-
staða er því sú að rök fyrir svo
harkalegum viðbrögðum Nátt-
úruverndarráðs séu ekki fyrir
hendi í dag. Nú vil ég taka það
fram að ég tel mig vera eindreg-
inn náttúruverndarmann, og hef
fram til þessa ekki séð ástæðu til
að amast við valdi Náttúrvern-
darráðs eða aðgerðum þess, þó
eru á því nokkrar undantekning-
ar.
Að mínu viti var stigið stórt
framfaraspor þegár Náttúru-
verndarráði var komið á fót. Og
starf þess frá upphafi hefur víða
stuðlað að betri umgengni við
landið en áður tíðkaðist. En nú er
svo komið að ég get ekki orða
bundist um klaufalega framkomu
þess. Ég tel að ályktun sveitarst-
jórnar Skútustaðahrepps sem
vitnað var til, sé ákveðið hættu-
merki um að ráðið hafi gengið of
langt, og hættumerkin eru því
miður fleiri. Mér barst nýlega
plagg sem ber yfirskriftina: „Til-
laga Náttúruverndarráðs um
reglugerð um akstur og um-
gengni í óbyggðum". Ég get því
staðfest að það er rétt sem Ári
Framhald á bls. 12
Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11