Þjóðviljinn - 22.02.1985, Síða 17

Þjóðviljinn - 22.02.1985, Síða 17
UMSJÓN: ÞRÖSTUR HARALDSSON Föstudagur 22. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 17 Kjarvalsstaðir Fjorar sýningar Hvorki fleiri né færri en fjórar listsýningar verða opnaðar að Kjarvalsstöðum um helgina. Gefur þar að líta erlendar Ijós- myndir, höggmyndir úr ís- lensku grjóti, málverkog skúlptúra úr leir og bronsi. í Austursal verða sýndar myndir eftir bandaríska ljós- myndarann Margaret Bourke- White sem uppi var á árunum 1904-71. Hún vakti fyrst athygli sem ljósmyndari með myndum úr bandaríska þungaiðnaðinum sem þóttu óvenjulegar. Bourke- White starfaði við tímaritið Life frá stofnun þess og átti ma. fyrstu forsíðumynd þess. Bourke-White lét eftir sig u.þ.b. 20 þúsund ljósmyndir en af þeim verða 190 sýndar að Kjar- valsstöðum á sýningu sem haldin er á vegum Ljósmyndasafnsins, Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Kjarvalsstaða. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1930-32 en þá dvaldist Bourke-White í Sovét- ríkti í þá daga. Árið 1938 er hún í Tékkóslóvakíu og myndar stolta og frjálsa Tékka sem nokkrum mánuðum síðar lutu ofurvaldi nasismans. í stríðinu myndaði hún óspart og lagði sig í ýmsar hættur til að ná myndum af óhugnaði stríðs- ins. Hún tók þátt í sprengjuflugi Bandamanna yfir Þýskalandi og í apríl 1945 var hún í för með her- sveitum Pattons sem lögðu undir sig útrýmingarbúðir nasista í Buchenwald. Þaðan fór hún til Leipzig og lagði á sig mikið erfiði við að sanna fyrir heiminum að Buchenwald hafi ekki verið nein undantekning. Eftir stríð fór hún til Indlands og tók ma. myndir af Mahatma Gandhi sem hlutu heimsfrægð. Árið 1950 fór Bourke-White til Suður-Afríku og lýsti kjörum blökkumanna í áhrifamiklum myndum. Síðustu myndirnar á sýningunni eru frá Kóreustríð- inu. Auk þessa eru á sýningunni fjöldi mynda sem hún tók í Bandaríkjunum. Ekaterina Drjúgasvili, móðir Jóseps Stalín. Myndina tók Margaret Bourke- White árið 1932. ríkjunum og myndaði mannlífið, ekki síst iðnverkafólk en einnig alþýðufólk og fyrirmenn á borð við Stalín og móður hans. 1936 var hún við myndatökur í suður- ríkjum Bandaríkjanna og þykir lýsa vel þeirri örbirgð sem þar Sýningin ber heitið „Mannlegt sjónarmið" og verður eins og hin- ar þrjár opin til 10. mars. Hefð f grjóti Á ganginum fyrir framan Austursal sýnir ungur Borgfirð- Kristjana Samper horfir hér í gegnum einn skúlptúrinn. (Mynd: E.ÓI.) Leir, brons og olía Vestursalnum skipta tvær stöllur á milli sín. Kristjana Samper og Rut Rebekka Sigur- jónsdóttir eru jafnöldrur en þekkjast þó ekkert. List þeirra er Ííka æði ólík. Kristjana gerir skúlptúra, flest- ir eru úr leir og brenndir með mis- munandi tækni en einn er úr bronsi. Verkin eru flest frá síð- ustu tveimur árum og unnin í vinnustofu Kristjönu í Kópavogi. Hún hefur aldrei sýnt verk sín áður hér á landi en tók þátt í sam- sýningum í Bandaríkjunum með- an hún var þar við nám. Kristjana stundaði fyrst nám í Myndlistarskólanum árið 1962-3 en á árunum 1975-79 var hún í Myndlista- og handíðaskólanum. Síðan var hún einn vetur við há- skólann í Arizona í Bandaríkjun- um. Rut Rebekka stendur á fertugu eins og Kristjana og sýnir 42 myndir í hinum helmingi Vest- stemmningar og konuímyndir. Þær síðastnefndu eru sóttar í hattabúð sem lengi hefur verið starfrækt á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. „Gínuhöfuðin með kvenhattana eru mér í barns- minni og ég mála þau eins og þau voru á æskuárum mínum. Þessar og Kristjana og lauk síðan við MHÍ árið 1982. Hún hefur tekið þátt í tveim samsýningum, hér heima og í Kaliforníu, og haldið tvær einkasýningar, aðra í Mos- fellssveit en hina í Viborg í Dan- mörku. - ÞH Páll Guðmundsson við eina höggmynd sína. (Mynd: E.ÓI.) ingur, Pál'l Guðmundsson frá Húsafelli, höggmyndir úr ís- lensku grjóti. Grjótið er tvenns konar, en allt komið úr gili fyrir ofan bæinn að Húsafelli. Það er hefð fyrir því í ætt Páls að vinna úr þessu grjóti því forfeður hans, feðgarnir Jakob Snorrason og Þorsteinn sonur hans, voru frægir legsteinasmiðir á öldinni sem leið. Myndir sínar vinnur Páll með meitli og slaghamri og jafnvel vfrbursta. Fyrirmyndir mótar hann í svonefndan deiglu- mó sem finnst í öðru gili við Húsafell. Á sýningunni eru 23 verk. Páll lærði myndlist við Myndlistar- skólann í Reykjavík og var aðal- kennari hans Björgvin Sigurgeir Haraldsson. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar í Reykja- vík og Borgarfirði og tekið þátt í einni samsýningu. ursalar. Flestar myndanna eru ol- íumálverk en einnig sýnir hún nokkur silkiþrykk. Olíumálverk- in skiptast í tvennt: náttúru- kvenímyndir eru því síðan í stríði eða svo“, sagði Rut. Rut Rebekka hóf námsferil sinn í Myndlistarskólanum eins Rut Rebekka Sigurjónsdóttir með olíumálverk sín í bakgrunni. (Mynd: E.ÓI.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.