Þjóðviljinn - 03.03.1985, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Qupperneq 17
UEIÐARAOPNA íýja góubyrjun? Stefán Friðbjarnarson Morgunblaðinu Lifa oft lengur en heilsufarið leyfir Helgi Pétursson hljóðvarpinu Stefán Friðbjarnarson Morgun- blaðinu. Það er jafn erfitt að spá í ís- lensk stjórnmál og íslenska veðr- áttu. Veðurspár eru sjaldan til lengri tíma en tveggja daga. Ríkisstjórnin lifir örugglega það spátímabil. Ríkisstjórnir lifa oft lengur en heilsufar þeirra leyfir; lifa gjarnan sjálfa sig; Þjóðviljinn ætti gjörla að þekkja dæmi þar um. Núverandi ríkisstjórn fór vel af stað, en hefur lækkað flugið í seinni tíð. Ég vona að Eyjólfur hressist og geti þanið brjóst og sperrt stél á Góu að ári; en von er ekki vissa. Árni Þórður Jónsson NT Ég er nú ekki gamall í hettunni í þessu starfi og ætti ekki að fást við spádóma af þessu tagi. En í augnablikinu virðist mér ekki neitt það málefni vera á döfinni sem valdið geti stjórnarslitum. Það hrikti vissulega í innviðum stjórnarinnar í verkfallinu í haust og efnahags- og kjaramálin virt- ust ætla að keyra stjórnarsam- starfið í gröfina á tímabili en svo er að sjá á látbragði ráðherranna að undanförnu að allt sé fallið í ljúfa löð á stjórnarheimilinu. En eitt ár er langur tími í stjórnmálum og margt getur vissulega gerst.... Árni Þórður Jónsson NT Margt getur gerst Otímabœr kosningaslagur Helgi Pétursson hljóðvarpinu ásetning, eru stjórnarandstæð- Ég held að ríkisstjórnin muni ingar ekki líklegir ti! að fella sitja út kjörtímabilið, nema hana. eitthvað óvænt komi fyrir innan Þeir virðast nú komnir í bull- stjórnarflokkanna. andi ótímabæran kosningaslag; Stjórnarandstaðan mun ekki eru kannski í svipuðum sporum fella hana. Þó að ég hallist að því og þeir sem reynt hafa að sækja til að ríkisstjórnin sé einskonar pól- Moskvu: Aðdráttarleiðirnar itískur minnisvarði um fyrri verða of langar. Álfheiður Ingadóttir Þjóðviljanum Það verða kosningar Sitji þessi sama ríkisstjórn hér að ári, verða trúlega allir aðrir farnir! En grínlaust þá hef ég enga trú á því að henni endist lífdagar langt fram á árið 1986. Flokkarnir munu auðvitað reyna að forðast kosningar í lengstu lög vegna minnkandi fylgis og kann- ski gera þeir alvöru úr því að skipta út ráðherrum eða kippa einhverjum litlu þingflokkanna uppí til sín. Engu að síður verða knúðar fram kosningar þarsem stjórnin verður felld og ég spái því að það verði búið og gert á sama tíma að ári. Við skulum ekki gleyma því að helsta valda- stoð Sjálfstæðisflokksins stendur og fellur með Reykjavíkurborg og Davíð Oddsson mun áreiðan- lega krefjast þess að óánægja kjósenda með flokkinn almennt fái útrás áður en kosið verður til borgarstjórnar í júní 1986. Sunnudagur 3. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.