Þjóðviljinn - 10.03.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Page 8
SUNNUDAGSPISTIIl Vanmetakennd og gikksháttur í tilefni tíðínda at þingi Norðurlandaráðs Þing Norðurlandaráðs hefur verið mikið í fréttum bæði hér heima og erlendis. Og eins og gerist á fjölmiðlaöld, þá hefur þetta ekki orðið vegna þess að fréttamenn hafi tekið eftir því sem menn sögðu viturlega heldurvegnaýmislegraund- arlegra upphlaupa. Upph- laupa sem sýna heldur leiðin- lega hlið á íslendingum. Hvort sem nú Albert Guðmundsson líkir því við apartheid í Suður- Afríku að menn látasérdetta það í hug að stofna þróunar- sjóð fyrir vesturhluta Norður- landa. Eða þá Jón Baldvin sendir undarlega glósur sænskum og dönskum krö- tum og meinar Anker Jörg- ensen að haldatölu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. leiðara í Morgunblaðinu í gær er einmitt sagt á þá leið, að ekkert af því sem Jón Baldvin hafi sagt við norðurlandakrata sé fréttnæmt. Það eitt sé fréttnæmt að það „skuli hrikta í norræna kratasam- starfinu“. Og það er að því leyti rétt, að formaður Alþýðuflokks- ins íslenska hefur í frammi um- mæli sem að inntaki og orðfæri minna miklu frekar á íslenskt íhald en sæmilegan sósíaldem- ókratisma. Morgunblaðið hnykkir á þessu með þeirri sér- stæðu ósvífni að veita Jóni Bald- vin einskonar áminningu fyrir að hann skuli hafa lofað Finnum því að nota aldrei framar orðið „finnlandisering". Morgunblað- inu finnst bersýnilega nauðsyn- legt að hafa það hugtak með áfram í pólitískri orðasennu - rétt eins og Indriða G. Þorsteinssyni í grein, sem birtist einmitt á leiðar- aopnu Morgunblaðsins í gær. En leiðarahöfundur Morgunblaðsins Og fjölmiðlar hrökkva helst úpp þegar farið er með einhverja vitleysu... Stríðið við krata Það er svo sem ekkert nýmæli að íslensk blöð og stjórnmála- menn eru að hnýta í norræna krata fyrir eitt og annað. En yfir- leitt eru þeir þá að verki, sem lengst standa til hægri, og munu telja framlag sitt til þess fallið að koma í veg fyrir að íslenskt samfélag smitist af hættulegri vinstrimennsku. Þessi saga nær allar götur aftur til Jóhanns Bog- esens og þeirra fugla, sem áttu jafnan erfitt með að gera það upp við sig hvorir væru skæðari ís- lensku einstaklingsframtaki Dan- ir eða Rússar. Um tíma var það mikill siður í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins að fitja upp á Danahatri í tíma og ótíma - þótt- ust glöggir menn sjá í þeirri áráttu tilhneigingu til að breiða yfir vonda samvisku út af undirlægju- hætti við Bandaríkin með því að hamast gegn smáríki sem gat ekki gjört okkur neitt mein lengur. Enn síðar var í sama blaði fitjað hvað eftir annað upp á sviksemi Svía við Vesturlönd - það var vegna þess að sænskir sósíaldem- ókratar tóku afstöðu gegn hern- aði Bandaríkjamanna í Víetnam. Nýmœli Þetta er semsagt allt gamal- kunnugt og heldur áfram. I fyrir ljóð sem tveir íslenskir rit- höfundar hafa fengið þessi ágætu verðlaun). Hitt er svo miklu lakara í þess- um málflutningi, þegar heimtað- ur er sérstakur réttur fyrir íslend- inga en látið sem vandi til dæmis finnskra höfunda sé ekkert stór- mál - en verk þeirra verður einn- ig að þýða vegna þessara verð- launa. Og síðan bætist við vandi Grænlendinga, Sama og Færey- inga. Það er náttúrlega hægt að halda áfram og bera fram þá kröfu, að dómnefndarmenn séu læsir bæði á íslensku og finnsku og jafnvel enn fleiri mál. En þá þurfa menn að leita að tiltölulega sjaldgæfum tungumálagörpum og getur verið nokkuð undir hæl- inn lagt hvað líður þeirra yfirsýn eða áhuga á fagurbókmenntum. Eg er ekki með... Antti Tuuri: bókmenntir fámennra þjóða geta orðið alheimseign... sendir formanni Alþýðuflokksins undir lokin þessa háðsglósu um „finnlandiseringuna": „Með hvaða hætti hann ætlar að lýsa sjálfsritskoðun af þessu tagi í framtíðinni kemur í ljós“... Bœkur á íslensku í brambolti Alþýðuflokksfor- mannsins kemur fram tóntegund sem nokkuð er eðlisskyld tali Árna Johnsen á Norðurlanda- ráðsþingi í fyrradag. Árni sagði margt undarlegt um ruglaða menn og krata sem kynnu dönsku og um íslenska tungu. Mál hans er framhald af tillögu sem komið hefur fram á Alþingi um að tilhögun starfs þeirra sem úthluta bók- menntaverðlaunin Norðuríand- aráðs verði breytt. Með þeim hætti, að íslendingar geti lagt fram verk sinna höfunda á ís- lensku - eða þá einhverju hinna stóru utannorðurlandamála ef svo ber undir, ensku, frönsku eða þýsku. Sú hugsun sem liggur að baki þessari tillögu er rétt: íslenskir rithöfundar og þá ekki síst ljóð- skáld standa verr að vígi en kol- legar þeirra sem skrifa á dönsku, norsku og sænsku og eru því ekki háðir þýðendum þegar fjallað er um verk þeirra á sameiginlegum vettvangi. (Annars er vert að minna á það, að það er einmitt Þýðingavandinn er raunveru- legur, en það er vart unnt að komast hjá honum hvenær sem efnt er til alþjóðlegra bók- menntaverðlauna. Og það bætir lítt stöðu íslenskra bókmennta í málum sem þessum, þótt menn reyni að smíða sér kenningu um mikla sérstöðu íslenskrar tungu á Norðurlöndum. Okkar skylda er vitanlega að virða og varðveita þessa sérstöðu sem best. En við getum ekki ætlast til að aðrar þjóðir fari að hneigja sig fyrir samanburði á íslensku og öðrum tungum, sem er niðrandi fyrir tungur frændþjóða eins og brá fyrir í máli Árna Johnsens. Sem fyrr segir: í þessu máli bregður fyrir tóntegund af leiðin- legra tagi, sem alltof oft vill slæð- ast inn í íslands þúsund radda brag. Þá er sagt sem svo: ef þið hinir gerið ekki eins og ég vil, þá er ég farinn. Ef þið lesið ekki ís- lensk ljóð á frummálinu þá göngum við út úr samstarfi um norræn bókmenntaverðlaun. Og svo framvegis. Eitt er að koma fram við aðra án þess að kikna í hnjánum af vanmetakennd - allt annað að snúa þessari sömu vanmetak- ennd upp í gikkshátt óþekks krakka. Orð Antti Tuuris Og að því er varðar líf bók- mennta: menn eiga ekki að mikla svo mjög fyrir sér þýðingarvand- ann að allt sé ónýtt nema á frum- málinu. Nær væri að taka undir við finnska rithöfundinn Antti ÁRNI BERGMANN Tuuri, en hann sagði í ávarpi sínu á þriðjudagskvöldið þegar hann tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs m.a. á þessa leið: „Úrval þýddra bókmennta ætti að vera ámóta á öllum Norður- löndunum. Og það vantar nánast alveg bækur frá minnstu tungu- málasvæðunum. Þetta orsakar á- kveðna takmörkun á heimsmynd mannsins þegar horft er til lengri tíma. Við höfum fundið, ekki síst hér á íslandi, að bókmenntir fá- menns lands, sem skapaðar eru út frá þjóðlegum uppruna, geta orðið alheimseign. Og við höfum einnig séð hversu djúpstæð áhrif þessar bókmenntir geta haft á þenkingar manneskjunnar: að gera heiminn að örlítið betri stað að lifa í“. Það er vitanlega mjög gleðilegt þegar það besta úr bókmenntum smárra þjóða verður eign hins læsa heims. En við megum vel vita að það er engin trygging fyrir því að það gerist svo sem vert væri. Þar inn í koma ótal aðstæð- ur - nú síðast sú fræga fjölmiðla- holskefla sem margir óttast og mun að líkindum enn efla vald engilsaxnesks afþreyingariðnað- ar í okkar heimshluta. Varla gerir það menn styrkari á fótum að standast hana að efna nú til óþarfra leiðinda út af ágætu fyrir- bæri eins og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. ÁB. Leggur alla Súmokappa Bandarískur glímurmaður veldur þjóðarsorg í Japan Súmo heitir glíma sem vinsæl er í Japan og hefur sá beðið ósigur í henni sem kastað er útaf glímumottunni. Súmo- garpar eru stórir og feitir, því líkamsþyngd er þeirra helsta vopn auk snerpunnar. Nú mega Japanir bíta í það súra epli að bandarískur þegn hefur sigrað alla súmokappa þeirra. Sá heitir Salevaa Fuauli Atisanoe, tvítugur að aldri og vegur 215 kfló. Hann er fæddur á Samóa- eyjum. Þekkt íþróttarit í Japan hefur talað um sigra Amríkanans, sem keppir undir nafninu Konisjiki, sem „smán fyrir Japan“. Talað er um að mynduð hafi verið hreyf- ing til að stöðva sigurgöngu út- Atisanoe er til hægri: þetta er hneisa fyrir Japan. lendingsins - kannski með því að sykri í mat hans og gera hann syk- múta honum til að tapa, kannski ursjúkan. með því að lauma of miklum _ áb. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.