Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 9
Reimleikar ◦ prestssetrinu Reimleikar eru ekki með ölhi af lagðir í Svíþjóð. Eða svo segir að minnsta kosti séra Bengt Rand- olfsson, sem er sóknarprestur í bænum Hjertsberga. Eða réttara sagt var hann prestur þar: nú hef- ur hann yfirgefið brauð sitt vegna draugagangs á prestssetrinu. Prestur kveðst hafa þolað við í þrjá mánuði. Hann varð þó að halda draugunum niðri með því móti að ganga í fullum skrúða um húsið og lesa trúarjátninguna í hverju herbergi. Ef hann hætti því fór dyrabjallan að hringja án þess að nokkur stæði úti fyrir dyr- um, ósýnilegar verur sneru hurð- arhúnum og létu hringla í lyklum og þar að auki heyrði klerkur þung skref ofan af mannauðri efri hæð hússins. Hundar prestsins ruku einatt upp með hárin út í loftið og hestar eru sagðir hafa forðast prestsetrið sem mest þeir máttu. Tæknimenn sem skoðuðu hús- ið, en það er byggt árið 1930, gátu Séra Bengt og draugahúsið hans. enga skýringu fundið á ósköpum draugaleit með myndavélar og an var reyndar ónýt þegar til átti þessum. Sænska sjónvarpið fór í hljóðnema en fann ekkert. Film- aQ taka. -áb Kynsvall ?9 njosnir Ein útskýringin á njósnaferli Arne Treholts hins norska er sú, eins og fram kemur í fréttum vik- unnar, að hann hafi lent í svalli með kvenfólki í Moskvu og þá hafi verið teknar af honum mynd- ir. Og eins og gerist í reyfurum og veruleika, þá hafi myndirnar síð- an veríð notaðar til að gera hann þægari við leynUögregluna KGB. I þessu tilefni skal rifjuð upp sönn saga af finnskum iðjuhöidi sem átti viðskiptaerindi til Mos- kvu. Karl þessi lenti á kvennafari í ferðinni. Skömmu eftir að hann kom heim til Helsinki ber einhver KGB-maður upp á hjá honum og sýnir myndir af Finnanum á kvennafarinu. Sá finnski brást mjög glaður við. Ég ætla að fá fjórar af þessum, sagði hann. Og sex af þessum hér. Ég má til með að sýna vinum mínum að ég er enginn aumingi, þótt ég sé hátt á sextugsaldri.... Ádegi hverjum eru framin yfir40 ofbeldisverk í neðanjarðarbrautum NewYork Bandaríkin þegar spurt er hvort þú viljir nótu - það er öruggara Óhugn- anlegur fjöldi ofbeldis- verka Á ári hverju eru framin 23 þús- und morð í Bandaríkjunum. Ein- ungis í neðanjarðarbrautum í New York voru framin 14.500 of- beldisverk, sem þýðir að fleiri en 40 ofbeldisverk hafi verið framin þar á degi hverjum. í Bandaríkjunum eru framin 14 sinnum fleiri morð en í Frakk- landi miðað við fólksfjölda, 46 sinnum fleiri í New York. Það er einnig haft til marks um ofbeldið, að árið 1971 sem var hið blóðug- usta í sögu norður-írsku borgar- astyrjaldarinnar, voru framin fleiri morð í Bandaríkjunum en á írlandi miðað við fólksfjölda. Það er freistandi að segja nei, þegar þér stendur til boða ríflegur afsláttur. En nótulaus viðskipti geta komið þér í koll. Sá sem býður slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum þeim sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. FJÁRMÁLARÁÐUNEYUÐ ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 Auglýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.