Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 1
ATVNNULÍF GLÆTAN UM HELGINA Sjómenn Treysta sér ekki í námið Yfirmenn áfiskiskipum með undanþágufá 4000 kr. á mánuði ínámsstyrk til að sœkja réttindanámskeið. Fá 400 kr. til viðbótar efþeir eru giftir. Enginn réttur til námslána. Fjölmargir yfirmenn á fiski- skipum sem eru á undanþág- um, sjá sér ekki fært af fjárhagsá- stæðum að sækja sérstök réttindanámskeið sem nú eru að hefjast víða um land. Þeir sem sækja námskeiðin sem standa í þrjá mánuði, fá í styrk úr sérstök- um undanþágusjóði 4000 kr. á mánuði. Ef þeir eru giftir fá þeir 400 kr. til viðbótar og síðan 600 kr. með hverju barni. „Þessi upphæð er ekki einu sinni fyrir þeim sköttum sem ég þarf að borga á hverjum mánuði. Við höfum enga möguleika á námslánum til að framfleyta okk- ur á meðan á þessu stendur og eins og staðan er nú þá sé ég ekki að mér sé fært að sækja námskeið og þannig er farið fyrir fleirum“, sagði Sigurjón Sigurðsson skip- stjóri á Auðbjörgu frá Grinda- vík. Allir fjórir yfirmenn á bátn- um eru á undanþágu og höfðu hugsað sér að fara á réttindanám- skeið í haust. Slík námskeið fyrir vélstjóra á undanþágum eru byrj- uð í Reykjavík þar sem 8 sitja námskeiðið og á Höfn í Horna- firði þar sem 16 eru í námi. „Þetta eru góð námskeið og mikill áhugi þar sem ég þekki til að taka þátt í þessu en það virðist alveg hafa gleymst að gera ráð fyrir því að við verðum að lifa og sjá fyrir fjölskyldum okkar á meðan á þessu stendur. Þessi ASÍ Oþolandi og vítavert Miðstjórn ASÍskorar á bankana að afnema þegar bílafríðindin Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti á fundi sínum í gær harðorð mótmæli gegn bfla- fríðindum bankastjóra ríkis- bankanna og er skorað á alla þá sem hlut eiga að máli að aftur- kalla nú þegar allar fyrri ákvarð- anir um bflafríðindin. í ályktuninni segir að „sam- ræmd ákvörðun ríkisbankanna um bifreiðagreiðslur til banka- stjóra opinberi mengað hugarfar manna, sem fara eiga með fjárm- ál nokkurra æðsta stofnana ríkis- ins. Ætla mætti af fjárhæð bifr- eiðastyrksins, að bankastjórar væru ráðnir í snatt og snúninga, en ekki til stjórnunarstarfa". Þá segir ennfremur: „Launafólki hefur um langt skeið verið ætlað að búa við þröngan kost. Stórir þjóðfélagshópar búa við da- gvinnulaun sem nema minna en hálfum bflafríðindum banka- stjóra. Framferði af þessu tagi er óþolandi og vítavert“. -v Sjá bls. 2 og 3 styrkur dugir þar skammt", sagði Sigurjón. Yfirmenn sem eru á undanþág- um, en þeir eru nú um 600 greiða 1000 kr. á mánuði fyrir undan- þáguna og rennur sú greiðsla í sjóðinn sem veittur er styrkur úr til þeirra er sækja réttindanám- skeiðin. Hálfdán Henrysson hjá Siglinga- málastofnun sem hefur umsjón með undanþágusjóðnum sagði í gær að sjálfsagt væri betra ef hægt væri að tryggja þeim sem sækja námskeiðin einhverskonar náms- lán. Það væri hins vegar ekki rétt- indanefndarinnar að stjórna þeim málum heldur yrðu stjórnvöld að grípa þar inní. -*g- Þorsteinn Pálsson flytur setningarræðu sína undir einkennisfugli Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í gær. Fjölmenni yar við setninguna í Laugardalshöll í gær, en ekki mikil stemmning. Mynd. E.OI. Landsfundur Ásælni Sambandsins vex Formaður Sjálfstœðisflokksins kvartar undan vaxandi ásœlni SlS ígegnum Framsóknarflokkinn í ríkisstjórninni Sjálfstæðismenn hafa af því áhyggjur að langvarandi seta Framsóknar í ríkisstjórn geti leitt til þess að SÍS-hringurinn fái óeðlilega sterk ítök í atvinnulífinu og fyrirtæki einstaklinga og fé- lagasamtaka einkaframtaks- manna eigi af þeim sökum í vök að verjast. Þetta er ekki nýtt vandamál. I byrjun þessa sam- starfs gætti þessarar ásælni mikið. En hún hefur heldur aukist upp á síðkastið, sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins m.a. í setningar- ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Landsfundurinn hófst með léttu saunglistarprógrammi „Bláu augun þín”. f ræðu sinni kom Þorsteinn Pálsson víða við. Hann kvað ekki rétta augnablik- ið á þessum landsfundi að bera fram og svara spurningu um kosningar. Þorsteinn kvað það megin verkefni stjórnvalda á þessu ári að plægja akurinn fyrir þríhliða samstarf til þjóðarsáttar með viðræðum aðila. Þær við- ræður þurfi að fjalla um launa- breytingar, nýsköpun í atvinnu- málum og um húsnæðismálin. „f mörgu tilliti falla þessar tillögur saman við þær hugmyndir sem fram hafa komið frá Alþýðu- sambandinu í þessu efni”, sagði Þorsteinn Pálsson. Formaðurinn sagði flokk sinn myndu verja vaxtafrelsið, halda fast við hugmyndir um uppsetn- ingu ratsjárstöðvanna, hafna ein- hliða yfirlýsingum um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd og ekki láta undan kröfunni um „frjálst útvarp” með auglýsingum. Hann kvað þessi atriði m.a. ráða úr- slitum og Sjálfstæðisflokkurinn væri hvergi banginn við kosning- ar. Undir lok ræðu sinnar vitnaði Þorsteinn í Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar, þarsem segir af „bununum bláu”. -óg Regnbogasilungur Dafnar vel í Þorleifslæk Nœr 2ja punda sjógenginn silungur veiðist í lœknum Dágóð veiði hefur verið á regn- bogasilungi í Þorleifslæk í Olf- usi undanfarna daga en nokkur þúsund silungaseiði sluppu út frá fiskeldisstöðinni Fiskalóni í Ölf- usi fyrir ári síðan. „Við misstum dálítið út í fyrra en náðum stórum hluta af því aft- ur. Seiðin sem sluppu virðast hafa dafnað vel og líklega verið í sjó í vetur”, sagði Ólafur Skúla- son fiskræktarmaður í samtali í gær. Regnbogasilungurinn sem veiðst hefur í Þorleifslæk hefur verið allt upp í 2 pund að þyngd en seiðin voru um 100 gr. að sögn Ólafs þegar þau sluppu út. „Ég hef ekki heyrt annað en menn séu ánægðir með þessa bú- bót í læknum. Einhverjir vildu halda því fram að silungurinn gæti raskað öðru fiskalífi þarna en það er engin hætta á því. Það eru taldar hverfandi líkur á því að fiskurinn geti fest sig í vötnum”, sagði Ólafur. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.