Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 7
að leggja undir iðandi mannlíf og fjölbreytt, svipað og á stóru torgi. Innan um uppákomur dansa álfar, púkar, nornir, tröll og aðr- ar þær kynjaverur sem leggja leið sína í höll karnivalsins. Ekki mun heldur vanta fasta liði eins og skák, borðtennis, bridds, fjöltefli, vídeó, ljósmynd- un og kvikmyndun og svo fram- vegis. Gert er ráð fyrir að hafa bása þar sem kynnt verður starf í greinum svo sem leirmótun, flug- uhnýtingum, leðurvinnu, plastmódelsmíði, skrautritun og yfirleitt öllu því sem boðið er uppá í tómstundastarfinu. í Höll- inni verður pláss fyrir allt það sem unglingar fást við í frítímum sínum bæði utan veggja, skólans og innan. Diskótek verður í gangi báða dagana og á miðvikudags- kvöld gefst hljómsveitum kostur á að spila á aðalsviði Hallarinnar. Síðast en ekki síst fyrir þá sem hafa látið hugfallast og halda að allt sé um seinan, verða starf- ræktar nokkurs konar vinnustof- ur eða leiðbeiningabásar þar sem þeir óundirbúnu og óuppádress- uðu geta búið til grímur í hvelli eða fengið framan í sig karne- valsförðun. Allt til að komast í nána snertingu við þá ómótstæði- legu karnevalstemmningu sem eflaust ríkir í Höllinni síðasta dag vetrar og fyrsta dag sumars 1985. Það eru bara félagsskítar sem sitja heima þá dagana, grímu- lausir og gleðskaparlausir. -aró ynwí -1 Dagana 24. og 25. apríl verður haldið veglegt Karnival í Laugardalshöll. Karnivalið öðru nafni lokahátíð æsku- lýðs- og tómstundastarfs í gunnskólum verður með nokkuð öðru sniði en venja er um kynningar á tómstunda- starfi. Sérstök nefnd á vegum Æskulýðsráðs hefur unnið að undirbúningi karnevalsins, en eins og fyrri daginn er tiltektin að öllu leyti undir undir þátt- takendunum sjálfum komin. í ýmsum skólum borgarinnar er nú þegar hafinn undirbúningur að hátíðinni. Þar eru í gangi nám- skeið í ýmsum karnevalgreinum, til dæmis stultusmíð og grímu- gerð, í öðrum skólum eru leiklist- arhópar að æfa leikrit, eða dans eða önnur atriði til sýningar á hátíðinni og svo mætti lengi telja. En þó stutt sé til stefnu er aldrei of seint að byrja og ekki úr vegi að gægjast upp á háaloft og máta gömlu fötin foreldranna- allt er gillt á karnevalhátíð. Þá mæta allir dressaðir í furðuflíkur og koma fram sjálfir. Það út af fyrir sig er skemmtun nóg. Á sviðinu og allt um kring innan um fjöldann verða uppá- komur af öllum tosa. Höllina á Áfram með karnevalið! Föstudagur 12. apríl 1985 ' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.