Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Landsfundur Sjálfstæöisflokksins Nú stendur yfir landsfundur Sjálfstæðis- flokksins. Upphaflega átti fundurinn ekki að verða fyrr en í byrjun vetrar, en innbyrðis stymp- ingar forystumanna flokksins um ráðherrastóla leiddu til þess að ákveðið var að flýta fundinum til að ráða innanflokksátökum til lykta. Jafnframt átti fundurinn að verða til þess að skera úr um áframhaldandi þátttöku flokksins í núverandi ríkisstjórn. En sem kunnugt er einskorðast óá- nægjan með ríkisstjómina ekki við stjórnar- andstöðuflokkana, heldur nær langt inn í raðir Sjálfstæðismanna. Nú er hinsvegar búið að leysa þau mál sem landsfundinum var ætlað. Þorsteinn Pálsson hefur verið kveðinn í kútinn og verður enn um hríð að sætta sig við að vera gerviformaður með gervivöld sem fyrir flokk sem einu sinni var þekktur fyrir skelegga foringja hlýtur að vera óþægilegt fráhvarf frá atburðaríkri fortíð. Jafnframt er búið að ákveða að setja ríkis- stjórnina á. Um hríð leit út fyrir að Framsóknar- flokkurinn ætlaði henni sömu örlög og hinum nýuppfundnu páskalömbum samvinnu- hreyfingarinnar sem er slátrað í kringum páska, en einsog vera ber hjá flokki sem ekki getur tekið ákvarðanir féll það einhvern veginn um sjálft sig. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem fæstir geta gert ráð fyrir að fá sæti í annarri ríkisstjórn, gripu tilboð Framsóknar um fram- haldslíf einsog gullegg á lofti og bjuggu um hnúta á þann veg að kröfur innan Sjálfstæðis- flokks um slit stjórnar voru mjög deyfðar. Það er of mikil hætta á fylgistapi ef við förum í kosning- ar núna, sögðu þeir við flokkslýðinn, en meintu í rauninni að það væri of mikil hætta á að þeir töpuðu ráðherrastólum. Hitt er rétt, að yfir flokknum vofði fylgistap, brysti hann ekki kjark til að fara í kosningar. Það skýrist mæta vel þegar litið er yfir afrekaskrá flokksins: • Hann tók þátt í afnámi samningsréttar verka- lýðshreyfingarinnar. • Hann hefur haft forystu um nærfellt 30% kaupmáttarhrap. • Oddamenn flokksins brutu landslög með því að leyfa afnot af flokkshöllinni, Valhöll, undir ólöglega útvarpsstöð sem var sett á laggirnar til að útvarpa níði um verkalýðshreyfinguna. • Ráðherra flokksins misbeitti valdi sínu til að stöðva rannsókn lögreglunnar á hinni ólög- legu útvarpsstöð. • Sjúklingasköttum var komið á fyrir tilstilli flokksins. Þannig var öldruðum og öryrkjum gert að greiða stórhækkað verð fyrir bráð- nauðsynleg lyf og læknisþjónustu. • Tekjunum sem ríkissjóður fékk með sjúkling- asköttunum af gamla fólkinu var varið til þess að stórminnka skatta stóreignafólks, sem flest er að sjálfsögðu í Sjálfstæðisflokknum. • Lækkun skatta á hlutafjáreign og arði hefur þannig sparað gróðapúngum landsins um 1600 milljónir króna. • Lækkun eignaskatts hefur sparað þeim 160 milljónir. • Eftirgjöf á vangoldnum sköttum nemur 260 milljónum. • Varðandi stórfellt innflutningssvindl heildsal- astéttarinnar hefur ríkisstjórnin sett kíkinn fyrir blinda augað. Þó má leiða gild rök að því jað 600-800 milljónum sé stolið af umboðs- launum og faldar á erlendum reikningum. Sömuleiðis er líklegt að óhagkvæmur inn- flutningur (sem í mörgum tilvikum miðar að því að hækka álagningu innflytjenda) kosti þjóðina 5-7% af þjóðartekjum. Síðast en ekki síst má svo nefna húsnæðis- málin. Landsfundargestir ættu að minnast lof- orða flokksins fyrir síðustu kosningar. Þá var í síbylju kyrjað stefið um að flokkurinn myndi í stjórn beita sér fyrir að húsbyggjendur fengju 80% lán til 40 ára. Þetta loforð hefur verið brotið mélinu smærra. Þúsundir fjölskyldna um allt land eru að tapa heimilum sínum og hamingju á nauðungarupp- boð meðal annars fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks- ins. Okurvextir af húsnæðislánum og geipilegt misgengi milli kauplags og lánskjara hefur hækkað greiðslubyrði húsnæðiskaupenda um 30 til 50% að sögn sjálfs Morgunblaðsins. Þjóðviljinn tekur heils hugar undir þau orð sem féllu af því tilefni í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins: „Hvar er siðgæðisvitund þeirra manna, sem að siíku standa?“ -ÖS KLIPPT OG SKORID Húsnæðismál eru mála stærst um þessar mundir í okkar sér- kennilega þjóðfélagi þar sem íbúðir fara sístækkandi eftir því sem erfiðara er að kaupa þær og ógjörningur lágtekjufólki. ASI hefur lagt fram ellefu viðræðu- punkta fyrir ríkistjórnina fyrir sitt ieyti, eins og komið hefur fram í fréttum og því frumkvæði er m.a. fylgt eftir nú með hefti af tímarit- inu Vinnunni sem helgað er hús- næðismálum alfarið. Þar koma fram margar upplýsingar nytsam- legar og viðhorf fróðleg - m.a. í hringborðsumræðum átta manna sem í ritinu birtast. Hér skal grip- ið niður í þær með nokkrum dæmum. Bara gálga- frestur? Sigurgeir Þorgeirsson, fulltrúi Sigtúnshópsins svonefnda, komst m.a. svo að orði um neyðarað- stoð og ráðgjöf á vegum Húsnæð- ismálastjórnar: „Ef fólk er að sökkva í skuldir líta margir svo á að þessi aðstoð upp á 100-150 þúsund sé bara frestun á hengingu, það sé of illa statt til að þessi tiltekna aðstoð geti leyst vanda þess. Greiðslu- byrðin er að kæfa það í dag og ég er ekki í vafa um að þeir, sem eru að lenda í algjöru greiðsluþroti, eru miklu stærri hópur en þessir 600 sem leitað hafa til Húsnæð- ismálastjórnarinnar. Það eru þúsundir manna sem una ekki þessu ástandi og sjá hvert stefnir miðað við áframhaldandi þróun. Margt af því fólki sem talaði við okkur fSigtúnshópnum er ekki komið í gapastokkinn, en hefur miklar áhyggjur af nánustu fram- tíð“. Það fé er horfið Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ komst m.a. svo að orði um það sem hann taldi grundvall- arvanda - þ.e.a.s. kaupmáttar- hrapið: „Fólk sem var að hefja bygg- ingarframkvæmdir fyrir fjórum- fimm árum reyndi að reikna sitt dæmi þannig, að fjórði partur af tekjum færi til að standa straum af afborgunum og vöxtum af lán- um. Sá fjórði partur er horfinn úr launaumslögum fólks. Þessi staðreynd hlýtur að vega þyngst, hvernig sem lánaskil- málar eru að öðru leyti. Það fé, sem fólk ætlaði að nota til að lækka sínar skuldir, er nú ekki til staðar í buddunni. Hjá launafólki er enginn peningur eftir þegar búið er að greiða mat, klæði, raf- magn og hita. Ég er hræddur um að einmitt þetta fólk verði útundan í kerf- inu, fólk sem hefur lágar tekjur og hefur aldrei steypt sér í miklar skuldir, en þær skuldir sem það hefur tekið á sig eru nú orðnar því óbærilegar.“ Þeir sem áður byggðu Hrafn Magnússon hjá Sam- bandi almennra lífeyrissjóða mælti með hugmyndum, sem einnig eru í ASÍ-punktum, um lækkun raunvaxta í þrjú prósent og minni skattbyrði þeirra sem bera þunga greiðslubyrði. Hrafn sagði ennfremur á þessa leið: „Við þurfum að byrja á því að útvega viðbótarfjármagn til að laga stöðuna í dag. í fyrsta lagi aukið fjármagn frá ríkissjóði og svo mætti hugsa sér að leggja skyldusparnað á þá launþega sem hafa háar tekjur. Leggja mætti eignaskatt á stórar eignir því að fjármagnstilfærslan hefur verið gífurleg að undanförnu. Þeir sem áður byggðu fyrir óverðtryggð lán hafa nú ákveðnar skyldur við þjóðfélagið, og þeir sem nú standa í húsbyggingum þurfa á aðstoð þeirra að halda, sem nú þegar hafa komið sér upp hús- næði“. í eitt skipti? Sigurgeir Þorgeirsson spyr m.a. þeirrar spurningar, að hve miklu leyti ríkisvaldið ætlar að aðstoða fólk við að eignast hús- næði, sem er .ftórpólitísk spurn- ing“ eins og hann kemst að orði. Um þetta farast honum svo orð m.a.: „Slíka aðstoð á að minni hyggju aðeins að veita við bygg- ingu fyrsta húsnæðis og kannski við stækkun þess - að menn hafi á lífshlaupi sínu rétt til einnar há- marksaðstoðar, sem þeir hugsan- lega mættu skipta í tvennt eða þrennt eftir því sem við á, en ekki sótt aftur og aftur í sama kerfið. í húsnæðiskerfinu er verulegt fjármagn, sem rennur til fólks sem á í rauninni annan siðferðis- legan rétt á opinberri aðstoð til húsbygginga - fólk sem á ágætar skuldlitlar eða skuldlausar eignir fyrir." Eignar- fórnir í umræðunni er oftast gengið út frá eignaríbúðakerfi sem vísu - en um þetta sagði Ásmundur Stefánsson m.a. á þá leið að það væri sjálfsagt að fólk gæti valið um það hvort það kýs að eignast húsnæði eða leigja - t.d. með Búseta-fyrirkomulaginu, Hrafn Magnússon sagði um þetta atriði: „Eignaríbúðakerfið er ekkert náttúrulögmál hér á landi. Ég tel hugmyndir Búsetamanna vera merkt skref í átt að nýju formi, sem kallar fram almenna virkni félagsmanna. Eitt mesta hagsmunamálið núna er að lækka byggingarkostnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Það verður ekki gert með núverandi fyrirkomu- Iagi - að einstaklingarnir séu sjálfir að bjástra við þetta, hlaupandi út um allan bæ í vinnu- tíma sínum. Svarið við þessu er því að stórauka framlag til félags- legra íbúða, hverju nafni sem þær nefnast". Það eru líka viðtöl í þessu Vinnuhefti við fólk í vandræðum - við þann sem borgar helming launa í húsaleigu, við þann sem er ellefu mánuði að vinna fyrir af- borgunum af húsi í smíðum nú, en reiknaði með tveim mánuðum eða þrem. Af nógu er að taka... DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœöur: Ðergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverö á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.