Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 9
GLÆTAN Músík- tilraunir ’85 Fréttaflutningur blaðanna í hnotskurn í gærkvöldi hófust í Tóna- bæ „Músíktilraunir 85“. Þetta er í þriöja skipti sem þær eru haldnar og hafa hinar fyrri not- ið mikilla vinsælda og veriö vel sóttar. Hljómsveitin Dúkk- ulísurnar voru sigurvegarar síðustu Músíktilrauna 83. Músíktilraunir eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistar- menn til að koma á framfæri frumsömdu efni sínu og ef vel tekst til að vinna með efni sitt í hljóðveri. Músíktilraunir 85 eru opnar öllum upprennandi hljómsveit- um alls staðar af landinu og munu aðstandendur Músíktilrauna 85 reyna að létta undir ferðak- ostnaði hljómsveita utan af landsbyggðinni, Músíktilraunir ’85 verða hald- nar 3 fimmtudagskvöld í apríl í Tónabæ. Á hverju þessara til- raunakvölda koma fram 5-7 hljómsveitir og mun hver þeirra flytja 4 frumsamin lög. Ahorf- endur munu síðan gefa hljóm- sveitunum stig eftir frammistöðu. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar af hverju tilraunakvöldi keppa síðan til úrslita föstudagskvöldið 26.04.85 þar sem áhorfendur og sérstaklega skipuð dómnefnd velja sigurvegara Músíktilrauna 85. Þrjár bestu hljómsveitirnar fá síðan 20 tíma hver í hljóðveri í verðlaun. Eftirtalin stúdíó hafa gefið 20 tíma hvert til Músíktil- rauna 85: Mjöt, Hljóðriti og Stú- díó Stemma. Músíktilraun 1 var haldin í gær. Þar kepptu til úrslita hljóm- sveitirnar Rocket, Bandalagið, Qtzji-Qtzji-Qtzji, Gypsy og Wo- odoo. Gestur kvöldsins var hljómsveitin Drýsill. Músíktil- raun 2 verður fimmtudag 18. apr- íl. Þá verða Dúkkulísurnar gestir kvöldsins. Þriðja tilraunakvöldið er 25. apríl og hljómsveitin Riks- haw kemur í heimsókn. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músíktilraunum 85 geta skráð sig í Tónabæ í síma 35935. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Tónabæ. Nú er nærri fullskipað á fimmtudagskvöldin og þeir sem vilja skrá sig verða að hafa hraðan á! Þessi hnitmiðaða athugun á fréttaflutningi dagblaðanna varð til í kollinum á Benedikt Helga- syni. Hann tók þátt í könnun Há- skóla íslands á fjölmiðlanotkun unglinga og fékk þessa hugljómun, heima í stofu fyrir framan sjónvarpið. Sannleikurinn: Ungur drengur bankar upp á í kaupfélaginu á ísafirði um há- nótt í 26° frosti. DV: 32 pönkarar ryðjast á stórum mótorhjólum inn í kaupfélagið á ísafirði um hánótt. Ljós- myndari blaðsins komst und- an við illan leik. Tjónið talið á aðra milljón. Þjóðviljinn: Yfirvaldið á ísafirði ginnir til sín ungan dreng um hánótt og býður honum eiturlyf. Komst undir mannahendur í tæka tíð. Morgunblaðið: Óknyttadrengir og óþjóðalýð- ur brýtur allt og bramlar í kaupfélaginu á ísafirði um há- nótt. Sýslumaður og fógeti vörðust fimlega. Alþýðublaðið: Kom ekki út í þessari viku. NT: Frétti ekki af atburðinum. Fermingarbókin Bókin er allt i senn: Minninga, mynda og gestabók. í bókinni er ávarp til fermingar- barnsins, ritningargreinar og sálmar. Fermingarbókin er bók sem fermingarbarniö skráir i merkis- atburöi í lifi sínu. Fermingarbókin er fjölskyldubók Vegieg og vönduð listaverkabók sem kostar aðeins 1.282.- Fæst i öllum helstu bókaverslunum landsins. Hátíðisdagur í lífi minu. Vanðveitir minninguna um fermingardaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.