Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 6
AWINNUUF Styrkja könnun nýrra hugmynda Atvinnumálanefnd Akur- eyrar hefur auglýst styrki til þeirra sem kunna að hafa áhugaverðar hugmyndir um nýja atvinnu starfsemi eða framleiðslu. Nefndin hefur fengið tvær milljónir í þessu skyni. Enn sem komið er hefur engin umsókn borist enda málið nýlega kynnt. Þá hefur atvinnumálanefndina nýlega fengið til athugunar niður- stöður úr könnunarferð fulltrúa frá Iðnþróunarfélaginu til Skot- lands, þar sem kannaðar voru að- gerðir Skota í þróun og uppbygg- ingu rafeindaiðnaðar þar í landi. Ekki liggur enn fyrir hvort hægt verður að hagnýta þessar upplýs- ingar, við uppbyggingu á raf- eindaiðnaði á Akureyri. -hágé ■ Á næstu mánuðum munu verkalýösfélögin á Akureyri flytja inn i nýtt hússem þau hafa reist viðSkipagötu á Akureyri. Það hefur lengi verið draumur margra manna í verkalýðshreyfingunni í bænum að félögin eignuðust sameiginlegt hús fyrir starfsemi sína. A undanförn- um áratugum hafa verið gerðar nokkrartilraunirtil að koma á samstarfi félaganna um byggingu húss, en það hefur ekki tekist fyrr en nú. í hinu nýja húsi verða skrifstofur og félagsaðstaða fyrir fjórtán verkalýðsfélög en aukþess hefurútibú Alþýðubankansaðseturáneðstu hæðinni. Akureyri - miðstöð lífefnaiðnaðar „Með öflugan sjávarútveg og landbúnað og ríka iðnaðarhefð, hefur Akureyri upp á fyrsta flokks aðstæður að bjóða til að hýsa slíka stofnun Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi ey- stra er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi til laga um rann- sóknastofu lífefnaiðnaðarins, sem komið yrði á fót á Akur- eyri. Meðflutningsmenn hans að frumvarpinu eru Ingvar Gíslason og Halldór Blöndal. Þjóðviljinn innti Steingrím eftir meginrökum hans fyrir því að setja slíka stofnun á fót á Akureyri. Hugmyndir um framtíðarhlut- verk Akureyrar á sviði lífefnaiðn- aðar felast í fáum orðum sagt í þvf að nýta ákjósanlegar aðstæður sem Akureyri hefur uppá að bjóða í því sambandi og hefja sícipulegar rannsóknir á vegum hins opinbera í sérstakri rannsóknarstofnun lífefnaiðnað- arins. Tilkoma slíkrar rannsóknarstofnunar yrði síðan væntanlega hvati að uppbyggingu í greininni, ekki síst þar í ná- grenninu en einnig um land allt. Það er að minni hyggju skynsam- legt að fela einni stofnun forystu- hlutverk í þessum efnum þótt að sjálfsögðu eigi að vinna að rann- sóknum og framþróun á þessu sviði víðar. Menn kunna að vera misjafnlega bjartsýnir á mögu- leika okkar Islendinga á þessu sviði og kann að greina eitthvað á um þörfina á að hefja slíkar rann- sóknir. En naumast getur nokkur því í móti mælt að þarna kunna að vera fyrir hendi möguleikar sem við hljótum að athuga og um eitt eru allir sammála, fyrsta skrefið er rannsóknir. Starfsemi af því tagi sem hér um ræðir fellur vel að því sérstaka hlutverki sem Akureyri á að geta sinnt sem miðstöð menningar, lista og rannsókna utan höfuð- borgarsvæðisins. Allmiklar umræður urðu um frumvarp okkar þingmannanna, Ingvars Gíslasonar, Halldórs Blöndal og míns, um rannsóknar- stofu lífefnaiðnaðarins, sem stað- sett verði á Akureyri, á Alþingi á dögunum. Ég ætla að birta hér á eftir nokkra kafla úr ræðum mín- um við það tækifæri til skýringar þeim áherslum sem þar voru lagðar. Um staðarvalið var þetta sagt og þar vitnað til greinagerðar frumvarpsins: „Gerð er tillaga um að Rannsóknarstofu lífefnaiðnaðar- ins verði valinn staður á Akur- eyri. Er það m.a. gert vegna þess að hér þarf nánast að byggja frá grunni nýja stofnun og gefst því gott tœkifœri til að sýna í verki vilja til dreifingar ríkisstofnana um landið. Einnig má á það benda að á Eyjafjarðarsveeðinu fellur mikið til af hráefnum frá landbúnaði og sjávarútvegi sem ætla má að geti orðið undirstaða öflugs lífefnaiðnaðar. Þá mundi tilkoma slíkrar rannsóknar- stofnunar efla skólastarf á æðri stigum á viðkomandi stað og verða lyftistöng í menntunarmálum jafnt sem í atvinnulegu tilliti”. Þá er það ekki ólíklegt að ein- hverjir þykist sjá á því vankanta að byggja slíka starfsemi upp ann- ars staðar en í Reykjavík. Því er til að svara í því tilfelli að ef menn gefast sífellt upp fyrir slíkum raunverulegum eða ímynduðum erfiðleikum verður auðvitað ekk- ert afþví nú og enn síður íframtíð- inni að stofnanir af þessum toga byggist upp utan höfuðborgar- svœðisins. Þá má heldur ekki gleyma því að því getafylgt ýmsir kostir að setja niður starfsemi af þessum toga á stað eins og Akur- eyri. í minna samfélagi skapast nánari tengsl milli manna, stofn- ana og atvinnulífs og skóla. Með öflugan sjávarútveg og landbún- að og ríka iðnaðarhefð, m.a. í matvœlaiðnaði, hefur Akureyri upp á fyrsta flokks aðstœður að mínu mati að bjóða til að hýsa slíka stofnun. Og hvað sem öllu öðru líður, herra forseti, hefur mér vitanlega enginn sannað enn- þá að mönnum gangi verr að hugsa vestan við Borgarfjörð, norðan við Holtavörðuheiði eða austan við Flóa svo að ekki ætti það að vera til fyrirstöðu í þessu tilfelli. Og áfram voru kostir Akur- eyrar tíundaðir á eftirfarandi hátt. / bœjarfélagi eitis og Akureyri, sem á sér mikla iðnaðarhefð, og hvar er að finna t.a.m. iðnrekstur Sambands ísl. samvinnufélaga, einhvern hinn stærsta af þeim toga á landinu, öflugan matvæla- iðnað, eru auðvitað fyrir hendi þekking, rannsóknaaðstaða og bækur sem hægt er að nýta íþessu skyni. Það er einnig til húsnœði á Akureyri. Þar er laust íbúðarhús- næði á jafnvel betri kjörum en bjóðast í Reykjavík. Ég gœti lengi talið það fram sem Akureyri sem slík hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Ég tel því ekki ástœðu til þess að gefast upp að órann- sökuðu máli fyrir þeim erfið- leikum sem hugsanlega eru á því að hleypa þessari starfsemi afstað norðan heiða. Ég bið hv. þm., hvort sem þeir eru af landsbyggð- inni komnir eða úr Reykjavík, að athuga að ef við viljum vinna að jafnvægi í byggð landsins er mikilvœgt að hvert slíkt tœkifœri, sem kemur upp í hendurnar á okkur til að hleypa af stokkunum starfsemi sem á að fara af stað einhvers staðar á landinu, verði ekki látið ónotað því nægir eru erfiðleikarnir á því samt að finna þau tækifœri sem upp á þetta bjóða. Og ég minni aftur á þá erf- iðleika sem því eru samfara að œtla sér að flytja starfsemi sem þegar er fyrir hendi og þegar er búin að festa rætur, sem þm. hafa hér rætt um, í einhverju ákveðnu byggðarlagi. Svo mörg voru þau orðin og læt ég duga þó hér hafi fremur verið fjallað um hina byggðarlegu hlið málsins en minna um rökstuðn- ing fyrir þessari starfsemi og möguleika lífefnaiðnaðarins sem atvinnugreinar. Að lokum vil ég nefna tillögu þá sem fulltrúar okkar íslendinga á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hér í Reykjavík á dög- unum lögðu þar fram til kynning- ar. Sú tillaga er nú til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs og ég hvet Akureyringa eindregið til að láta í sér heyra og bjóða þá stofn- un velkomna norður í góða veðr- ið. Óvíða er skilningur meiri á gildi byggðastefnu en einmitt í grannlöndum okkar á hinum Norðurlöndunum og nægir að nefna Noreg í því sambandi. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að gera hvort tveggja í senn að taka myndarlega til hendinni við rannsóknir á þessu sviði í þágu allra Norðurlanda og stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins í leiðinni. Steingrímur J. Sigfússon AUGlýSING UM INNLAUSNARVERÐ VERDTÞM3GÐRA SRARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) 1.000 KR. SKÍRTEINI 1980-1. fl. 15.04.1985-15.04.1986 Kr. 8.380,35 *' Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN FÖ8,UdagUr 12‘ aPríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.