Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Geislalækningatœki Rauð fjöður fyrir línuhraðal Línuhraðall gerir mögulegar geislameðferðir við nú ráðum ekki við hérlendis Ahverju ári greinist krabba- mein hjá um það bil 700 ís- lendingum. Meðferð gegn krabbameini er í örri framför og skilar batnandi árangri. Reyndar er meðferðin háð tegund sjúk- dómsins, staðsetningu hans og út- breiðslu. Helstu þættir meðferðar gegn krabbameini eru skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferð. Undan- farin ár hafa 250-300 sjúklingar komið til geislameðferðar í Kó- balttæki Landspítalans. Að minnsta kosti helmingur þeirra fengi betri meðferð með línu- hraðli. Kóbalttækið kom til landsins- árið 1970 og er orðið mjög slitið eftir um það bil 30-50 geislanir daglega. Þrátt fyrir mikið og kostnaðarsamt viðhald er útilok- að að byggja áframhaldandi geislameðferð á fslandi á þessu tæki. Svo mælti Garðar Mýrdal, eðl- isfræðingur, er blaðið hitti hann að máli vegna fjársöfnunar Lionsmanna til kaupa á geisla- lækningatæki því, sem nefnist línuhraðall. Rauð f jöður Lionsmanna Og Garðar Mýrdal heldur áfram máli sínu: - Um næstu helgi munu félagar í Lionshreyfingunni á íslandi selja landsmönnum rauðar fjaðr- ir og verður því fé, sem þannig safnast, varið til kaupa á línu- Grásleppuhrogn 39 krónur kílóið Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað í gær að lágmarksverð á grásleppuhrognum upp úr sjó skuli vera 39 kr. fyrir hvert kíló. Er miðað við að seljandi afhendi hrognin á flutningstæki við skipshlið. hraðli fyrir krabbameinslækn- ingadeild Landspítalans. Tæki þetta þarf sérhannað húsnæði með tilliti til geisla- varna. Kaup á tækinu til landsins er því háð, að framvinda við byggingu K-álmu Landspítalans fari fram samkvæmt fram- kvæmdaáætlun. Undirbúningur fyrir K-álmu hefur tekið langan tíma, en það var fyrst með af- greiðslu fjárlaga nú í vetur að framkvæmdir komust á veru- legan skrið. Ef framkvæmdaáætl- un stenst er möguleiki á að tækið verði tekið í notkun í ársbyrjun 1988. Línuhraðall gerir mögulegar geislameðferðir, sem við nú ráðum ekki við hérlendis. T.d. má nefna: Dæmi um meðferðar- leiðir sem fást með línuhraðli 1. Geislameðferð gegn ýms- um æxlum hjá börnum þar sem sérstaklega er þörf mikillar nákvæmni. 2. Geislameðferð gegn brjóstakrabbameini. Víða hérlendis hefur á undan- sem fömum ámm verið gefin geislameðferð eftir brott- nám æxlis, þó þannig að konan geti haldið brjóstinu. 3. Geislameðferð gegn ýms- um krabbameinstegundum í kviðar- og brjóstholi t.d. í blöðm og blöðruhálskirtli, meltingarvegi og öndunar- fæmm. Geislun á þessu svæði með línuhraðli yrði með minni aukaverkunum en nú er og hægt væri að gefa hærri geislaskammta og fá jafnari dreifingu í meðferðarsvæðið, og þar með von um betri árangur. Nákvæmni í undirbún- ingi nýtist ekki í núverandi mynd Á undanförnum ámm hafa verið keypt til Landspítalans tæki til undirbúnings geislameðferð- ar. Með tölvusneiðmyndatækinu, sem keypt var 1982, kom til landsins geislaáætlanakerfi, sem er tölvubúnaður, sem gefur möguleika á undirbúningi geislameðferðar eins og hann gerist meðal nágrannaþjóða okk- ar. Vegna skorts á nýju með- ferðartæki hefur ekki verið unnt að nýta alla möguleika, sem þessi tækjabúnaður gefur. Bætum krabbameins- meðferð á ísiandi íslenska þjóðin hefur nú á að skipa mjög hæfum sérfræðingum í krabbameinslækningum. Það er því á allan hátt skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja upp góða krabbameinsmeðferð í landinu. En gæði meðferðarinnar em háð því, að vel sé að henni búið, bæði í húsnæði, tækjabúnaði og mann- afla. Tvö stærstu úrlausnarefnin í þessu sambandi eru kaup á línu- hraðli og stofnun legudeildar með sérhæfðu hjúkrunarfólki og aðstöðu til að annast krabba- meinssjúklinga. Með kaupum á rauðri fjöður frá Lionsmönnum gefst nú þjóðinni kostur á að leysa úr mikilli þörf fyrir línu- hraðal, sagði Garðar Mýrdal. -mhg. Nú getur maóur farið að skreyta sig með annarra fjöðrum. Suðurland Allaballar skemmta sér Árshátíð á morgun Alþýðubandalagsfólk á Suður- landi ætlar að kveðja veturinn ei- lítið fyrr en aðrir landsmenn með árshátíð sem haldin verður á morgun, laugardaginn 13. aprfl í Félagsheimili Ölfusinga. í frétt frá undirbúningsnefnd segir m.a. að meðal skemmtiatriða verði söngur Helga Seljans alþingismanns, söngur Kristínar Á. Ólafsdóttur og þá muni Hljómsveit Stefáns P. leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Húsið mun opnað kl. 20.00 stundvíslega og eiga skemmtiatriði að hefjast hálfum öðrum tíma síðar. Er tekið fram að fljótandi veitingar verði á staðnum (hvað nú sem það er!) og að miðaverð á herlegheitin kosti 500 krónur. Sjávarútvegsráðuneyti Árni ráðuneytis- stjóri Árni Kolbeinsson var í gær að tillögu sjávarútvegsráðherra skipaður ráðuneytisstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu frá 1. maí nk. en þá lætur Jón L. Arnalds af störfum samkvæmt eigin ósk. Auk Árna sóttu um stöðuna Jón B. Jónsson og Rósmundur Guðnason. Árni Kolbeinsson er fæddur í Reykjavík 17. júlí 1947. Réðst hann til ráðuneytisins að loknu lagadeildarnámi 1973. Hann varð deildarstjóri tekjudeildar í árs- byrjun 1977, skrifstofustjóri í árs- byrjun 1985. -v Garðar Mýrdal við geíslaáætlanakerfl á Landspítalanum. Þetta tæki var keypt árið 1982þegarsneiðmyndatækið komtil spítalans og er þessi búnaður forsenda þess að hægt só að nýta línuhraðalinn í þágu krabbameinssjúkl inga. Á innfelldu myndinni má sjá línuhraðalinn sem Lionsmenn ætla að afla fjár til. Ljósm. Valdís. Bílafríðindin Aðeins foimbreyting Yfirlýsingfrá LúðvíkJósepssyni. Skattskyld aukalaun ístaðfríðinda. Mánaðarlaun bankastjóra nýlega hœkkuð um 10þús. íkjölfar úrskurðar Kjaradóms Lúðvík Jósepsson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans og fyrrum for- maður bankaráðsins hefur sent frá sér eftirfarandi skýringar vegna umræðna sem orðið hafa um bifreiðahlunnindi banka- stjóra. 1. Bifreiðahlunnindi banka- stjóra hafa verið óbreytt í gildi í 15 ár eða frá 1. ágúst 1970. 2. Bifreiðahlunnindi þessi eru hin sömu og ráðherrar hafa og hafa allan þennan tíma verið skattfrjáls. 3. Þegar þessi hlunnindi voru ákveðin var Alþýðuflokks- maður bankamálaráðherra og einnig formaður í bank- aráði Landsbankans. Þetta er tekið fram í tilefni af til- raun Alþýðuflokksins til að koma sök á mig í þessu máli. 4. Bankaráð Landsbankans gerði formbreytingu á greiðslu þessara umsömdu fríðinda 28. desember 1984 og var þá ákveðið að með hinu nýja fyrirkomulagi skyldu bankastjórar halda „áður umsömdum hlunn- indum sem næst óbreyttum". 5. Bankaráð samþykkti því enga hækkun á bifreiða- hlunnindum bankastjóra heldur aðeins form- breytingu. 6. Formbreytingin var ákveð- in samkvæmt ábendingum löggiltra endurskoðenda ríkisbankanna þar sem þeir töldu ekki fært að hlunnindi þessi væru skattfrjáls. í stað fyrri skattfrjálsra fríðinda voru því ákveðin skattskyld aukalaun. 7. Nú hefur bankaráð að ósk bankamálaráðherra frestað samþykkt sinni og taka þá við bifreiðahlunnindi þau sem verið hafa skattlaus s.l. 15 ár. 8. Bifreiðahlunnindi banka- stjóra eru miðuð við hlunn- indi ráðherra. Ef ríkistjórn eða Alþingi ákveða að fella niður skattfrjáls bifreiða- hlunnindi ráðherra, falla bifreiðahlunnindi banka- stjóra niður af sjálfu sér. 9. Hið rétta er það, að ríkis- stjórn og Alþingi hafa ekki komið sér saman um breytingar á þessum fríð- indum ráðherra. 10. Tekið skal fram að launa- kjör bankastjóra hafa lengi fylgt launum hæsta- réttardómara og hefir Kjaradómur nýlega hækk- að þessi laun um rúmar 10 þúsundir á mánuði. Lúðvík Jósepsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.