Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Fatlaðir Hvaða hjálpar- tæki em í boði? Fyrsta alhliða sýningin á hjálpartœkjumfyrirfatlaða hefst á Hótel Loftleiðum í dag |yg egintilgangurinn með þess- Einar Hjörleifsson frá Sjálfs- björg, landssambandi fatl- aðra og Þór Þórarinsson frá Svæðisstjórn Reykjaness um málefni fatlaðra: hér geta þeir sem þurfa að nota hjálpartæki séð það sem er í boði á einum stað. Ljósm.: Valdís. ari sýningu er að opna augu fatlaðra fyrir þeim möguleikum sem eru á því að gera sér lífið léttara með hvers konar hjálpar- tækjum sem í boði eru, sögðu þeir Einar Hjörleifsson og Þór Þórar- insson sem hafa haft veg og vanda af undirbúningi Hjálpartækja- sýningar sem hefst á Hótel Loft- leiðum í dag. Sýningin, sem stendur fram á þriðjudagskvöld er haldin að frumkvæði Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra en einnig hafa fjölmörg önnur samtök lagt hönd á plóginn. Á sýningunni verður fjölbreytt úrval hjálpartækja frá um 20 fyrirtækjum og er stærstur hlutinn tæki fyrir hreyfihamlaða. Einnig eru margvísleg hjálpar- tæki fyrir þroskahefta, blinda og heyrnarlausa. Þeir Einar og Þór sögðu að samhliða sýningunni, sem er í Kristalssal, færi fram ýmiss konar fræðslu- og skemmistarfsemi annars staðar í hótelinu. Meðal erinda sem flutt verða í ráðstefn- usal má nefna fyrirlestur Jette Bentzen iðjuþjálfa sem ræðir um börn og hjálpartæki, en einnig flytur dr. Ole Bentzen erindi á sýningunni. „Hér er ekki síst um alhliða fjölskylduskemmtun að ræða, sérstaklega nú um helgina", sögðu þeir Einar og Þór. „A laug- ardag og sunnudag verður sýning á tískufatnaði fyrir fólk í hjóla- stólum, mikill söngur og hljóð- færaleikur hafður í frammi og þá má nefna sýningu Catu Lie og Gitte Molberg í hjólastóladansi, en þau koma gagngert hingað til að sýna list sína á þessari hjálp- artækjasýningu.“ Öll erindi sem flutt verða á dönsku verða túlkuð yfir á ís- lensku svo og á táknmál vegna heyrnarlausra. Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis. _ v. Bílafríðindin Frestað en ekki breytt Bankarnir hafafrestað að greiða út kaupaukann til bankastjóranna. Bankastjórar ríkisbankanna hafa fengið skattfrjálsa niður- fellingu á aðflutningsgjöldum bfla allt frá árinu 1970. Nýlegar sam- þykktir bankaráðanna breyta ekki öðru en því að þessar sporsl- ur hafa verið umreiknaðar í kaupauka, verðtryggðan sam- kvæmt lánskjaravísitölu. Greiðslan hefur verið hækkuð þannig að bankastjórar fái jafn- mikið í bflastyrk og þeir höfðu áður meðan þeir fengu skatt- frjálsa niðurfellingu aðflutnings- gjaldanna. Bankarnir greiða m.ö.o. skattinn. Þetta voru meginatriðin sem fram komu í utandagskrárum- ræðum í sameinuðu þingi í gær. Jóhanna Sigurðardóttir hóf um- ræðuna. Taldi hún ákvörðun bankaráðanna siðlaust lögbrot (þeirra sem ákváðu að vísitölu- tryggja kaupaukann) og ætti Al- þingi ekki annarra kosta völ en að svipta bankaráðsmennina um- boði sínu og kjósa aftur í banka- ráð. Benti Jóhanna á að mánað- arlegur bflstyrkur til bankastjór- anna væri jafngildur fjögurra mánaða framfærslueyri aldraðra og öryrkja. Spurði Jóhanna við- skiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen nokkurra spurninga, meðal annars hvort hann teldi ráðstöfun bankaráðanna lög- mæta. Því svaraði ráðherra á þennan veg: „Varðandi skoðun mína á vísitölubindingu umræddra launagreiðslna þá er hún sú að vísitölubindingin sé andstæð lög- unum.“ Þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt í umræðunni. Guðmundur Einarsson (BJ) taldi þetta ráðslag vera til marks um að nú væri að myndast nýr aðall vellaunaðra yfirmanna. Þessar greiðslur væru að vísu ekki nýjar af nálinni ættu rætur að rekja allt til ársins 1970. Nú sæju menn hins vegar svart á hvítu hvað sakleysislegur bflastyrkur þýddi í krónum. Guðmundur var harðorður í garð þeirra alþingis- manna sem sitja í bankaráðum ríkisbankanna þar sem þeir hefðu ekki upplýst Alþingi um málið, það hefðu duglegir blaðamenn hins vegar gert. Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna gerði grein fýrir afstöðu þingflokks framsóknarmanna sem væri sú að kjaradómur ætti að ákveða laun El Salvadornefndin Fræðslu- fundum frestað Auglýstum fræðslufundum E1 Salvadornefndarinnar í aprfl- mánuði er öllum frestað, segir í frétt frá nefndinni. Hins vegar verður félagsfundur haldinn á morgun, laugardag kl. 14 að Mjölnisholti 14, 3. hæð. Segir ennfremur að sá staður sé á horni Mjölnisholts og Brautarholts. Húsnœði Aðgæslumenn að sligast Raunvextir á húsnæðislán þýða að menn verða að hafa laun til að borga af lánunum. Lækki launin verða afborganir að minnka. - Þetta er meginniður- staða ncfndar sem fél- agsmálaráðherra fól að gera til- lögur um að létta byrði húsnæðis- skuldara. Nefndin kynnti í gær almenna athugun sína á fast- eignamarkaði og sérstaklega hug- myndir sínar um „greiðslu- jöfnun“ til að jafna byrði af hús- næðislánum. í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að greiðslubyrði verðtryggðra fasteignaveðlána hefur aukist um liðlega 37% um- fram launahækkanir frá árinu 1980, og segja nefndarmenn að „jafnvel fólk sem sýndi ítrustu aðgæslu við húsnæðiskaup sé nú komið að mörkum greiðslugetu sinnar eða yfir hana“. Nefndin segir að leiðir einsog breyting raunvaxta, afnám verðtryggingar og lenging lánstíma muni ekki einar sér leysa þennan vanda, og mæla þess í stað með „greiðslu- jöfnun“, sem felst í að afborganir af lánum minnka þegar láns- kjaravísitala fer frammúr launa- hækkun en endurgreiðslu er hraðað þegar laun hækka meira en vísitalan. Þyrfti þetta að gilda um allar gerðir fasteignalána. Til að reikna út afborganir með þessari aðferð vill nefndin fá nýja „launavísitölu“ sem miðaðist við mánuð í senn og væri ekki búin stökkeðli núgildandi viðmiðun- arkvarða. Nefndin gerir engar tillögur um afturvirkni greiðslujöfnunar- kerfisins. - m Iðnverkafólk Töhfutækni til umræðu Landssamband iðnverkafólks með ráðstefnu á laugardag um tölvur og nýsköpun í atvinnulífi. Guðmundur Þ. Jónsson: Mikill áhugifyrirþessari umrœðu L gengst fyrir ráðstefnu á laug- ardag á Hótel Esju í Reykjavík þar sem fjallað verður um nýja tækni í iðnaði. Þeir Páll Jensson og Jón Torfi Jónsson hjá raunvís- indadcild Háskólans, Ingjaldur Hannibalsson forstöðumaður Iðntæknistofnunar og Ingvar Ás- mundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík flytja erindi á ráð- stefnunni. „Það er fyrst og fremst tölvu- tæknin og notkun hennar í fram- tíðinni, menntunarmál á tölvu- sviði, hagnýting tölvutækninnar og nýsköpun í atvinnulífinu“, sagði Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðn- verkafólks í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Guðmundur sagði að kominn væri tími fyrir iðnverkafólk að ræða alvarlega þá þróun sem nú ætti sér stað í atvinnulífinu með tilkomu tölvutækninnar og þó hún hefði enn sem komið er ekki haldið innreið sína í stórum mæli í störf iðnverkafólks þá væri þess ekki lengi að bíða. „Það er mikill áhugi fyrir þess- ari umræðu og iðnverkafólk víða af landinu hefur skráð sig til þátt- töku“, sagði Guðmundur. -lg- bankastjóranna. Launaaukann taldi Páll út í hött og vísitölu- trygginguna fráleita. Bankastjór- arnir yrðu þó að hafa góð laun og geta með sæmilegum hætti kom- ist á milli bankaútibúanna. Hugs- anlegt væri að bankarnir ættu bfla í þessu skyni. Kristín Halldórsdóttir (Kvennalista) sagði Kvennali- stann vera á móti því að fjölga i þeim virðulega klúbbi sem fengi laun sín ákveðin af kjaradómi. Taldi hún að afnema bæri fríðind- in. Varla væri hætta á að ekki fengjust nýir bankastjórar þó þeir sem nú gegna þessum störf- um hættu vegna óánægju með kjör sín að niðurfelldum bíla- styrk. Þá minnti Kristín á að við endurskoðun á þessu máli mætti ekki gleymast að ráðherrarnir nytu sambærilegra fríðinda sem einnig þyrftu endurskoðunar við. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins kynnti ályktun þingflokksins sem efnislega er á þá leið að upphæðin sem um ræðir væri úr öllu hófi, fresta ætti útborgun styrksins og endurskoða allar slíkar greiðslur í opinberum rekstri. Ólafur taldi að dæmalausrar hræsni gætti í ýmsum ummælum þingmanna. Taldi hann að bankaráð Lands- bankans í formennskutíð Lúð- víks Jósepssonar hefði gefið tón- inn. Svavar Gestsson sagði að svipta ætti bankaráðin vald til að á- kveða laun bankastjóranna og af- henda það kjaradómi. Þá rakti hann efnisatriði frumvarps sem Alþýðubandalagið flytur um að bankastjórar verði sviptir hinum umdeildu fríðindum, auk þess sem kjaradómi yrði falið að á- kveða launin. Svavar sagði að ei^ginn flokkur gæti talið sig heilagan í málinu ekki einu sinni þeir sem nýir væru í þinginu, þar sem þeir hefðu ekki lagt til að bflakaupafríðindin væru afnumin. Jón Baldvin og Ellert Schram fordæmdu báðir þá óheyrilegu umbun sem bankastjórunum væri ætluð og taldi Jón eðlilegt að þeir fengju svo sem helminginn af ferðastyrk Reykjavíkurþing- manna sem þýddi innan við 2000 krónur á mánuði. Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans skýrði afgreiðslu bankaráðsins meðal annars á þann veg að það kærði sig ekki um að þeirra bankastjórar nytu lakari kjara en starfsbræður þeirra í hinum bönkunum. - hágé. Flmmtudagur 11. apríl.1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.