Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 5
Sveitarstjórnir hafa með ýmsum hætti mikil áhrif á þró- un atvinnumála í sínu byggð- arlagi. Sveitarfélögin eru sjálf meðai stærstu atvinnurek- enda og geta auk þess með sínum stjórnvaldsaðgerðum og eigin framkvæmdum ráðið miklu um hve mikið er að gera hjá fyrirtækjum af ýmsu tagi. Byggingar skóla og annarra stofnana á vegum sveitarfé- laganna hafa þar mikil áhrif, enda eru sveitarfélögin oft stærstu verkkaupar á staðn- um. Akureyrarbær hefur nokkur hundruð manns á launaskrá á hverju ári. Þegar fjárhagsáætlun er afgreidd er því um leið verið að taka ákvarðanir um verkefni og þjónustu sem mikill fjöldi manna vinnur að. Hinn 19. mars síð- astliðinn birtist í Þjóðviljanum úrdráttur úr viðtali sem blaðið átti við Sigríði Stefánsdóttur bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins á Akureyri, en þann dag var fjárhagsáætlun bæjarins afgreidd í bæjarstjórn. Viðtalið í heild fer hér á eftir: „Við leggjum í þessari áætlun sérstaka áherslu á skólamálin. leggjum tæpar 18 miljónir til byggingar Síðuskóla og svipaða upphæð til Verkmenntaskólans. Til Verkmenntaskólans er að sönnu veitt minna fé en við hefð- um viljað. Þetta skýrist meðal annars af þvf að ríkið leggur ekki á móti okkur til Síðuskólans og ýmissa annarra sameiginlegra verkefna eins og því ber. Við erum að ráðast í annan áfanga Síðuskólans og höfum raunar lagt út fyrir langmestum hluta kostn- aðarins hingað til. Þá má nefna miklar endurbætur og stækkun á Æskulýðsheimilinu í Dyn- heimum. Þar er ætlunin að taka í notkun heila nýja hæð. Stefnt er að byggingu nýrrar lyftu í Hlíðar- fjalli sem margoft hefur verið lögð áhersla á af skíðaáhuga- mönnum á undanförnum árum.“ Akureyri „Það er ljóst að með langvar- andi samstarfi sem auðvitað byggir á málamiðlunum, er viss hætta á að, sérstaðan, það sem skilur flokkana að, týnist. Ég tel hins vegar engan vafa leika á að til dæmis þessi fjárhagsáætlun væri mjög mikið öðruvísi ef Al- þýðubandalagið stæði ekki að henni. Áhrifin eru meiri og betri í samstarfi en án þess. Má í því efni minna á þá byltingu sem orðið hefur í félagslegu þjónustunni á sl. tíu árum.“ Nú verða kosningar á næsta ári. Ætlarðu að mæla með áfram- haldandi samstarfí við Fram- sóknarmenn? „Ég tel það ekkert sjálfgefið, vegna þess að þeir sem ráða ferð- inni í þeim flokki eru í raun hallir undir samstarf við Sjálfstæðis- menn. Ég held á hinn bóginn að það sé betra fyrir félagshyggju- fólk að Framsóknarflokkurinn sé í samstarfi við Alþýðubandalagið en Sjálfstæðisflokkinn eins og best sést af núverandi ríkis- stjórn." Eruð þið með fjárveitingar til atvinnumála? „Við leggjum þrjár miijónir í framkvæmdasjóð bæjarins í ár og hefur það framlag þrefaldast á þremur árum. Það er grundvall-. armunur á okkar sjónarmiðum og allra hinna flokkanna, einkum Sjálfstæðis- og Framsóknar- manna. Þó mikið sé talað um úr- bætur í atvinnumálum þá hafa Sjálfstæðismenn ekki áhuga fyrir að bærinn sé beinn þátttakandi í atvinnumálum öðru vísi en að skapa skilyrði tii atvinnurekstrar með nægu framboði af lóðum og þvíumlíku. En við í Alþýðu- bandalaginu teljum hins vegar að sveitarfélögin eigi í mörgum til- vikum að vera beinir þátttakend- ur í atvinnurekstri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa þegar lagt fram verulegt fé til atvinnumála með stofnun og rekstri Iðnþróunarfélagsins. Á vegum atvinnumálanefndar og félagsins hefur verið og er unnið Ríkið á eftir með fjárveitingar Bœjarsjóður leggur út hlut ríkisins íýmsum sameiginlegum framkvœmdum Málefni aldraðra og heilsu- gæsla.? „Við reiknum með að leggja 9 miljónir til viðbyggingarinnar við Dvalarheimilið Hlíð. í því efni búum við við þann vanda, eins og vafalaust margir aðrir, að ríkið þ.e. Framkvæmdasjóður aldr- aðra leggur miklu minna fram en menn höfðu vænst. í heilbrigðismálunum er auk framlags til nýstofnaðrar heilsu- gæslustöðvar helst að geta fram- lags til nýbyggingar Fjórðungs- sjúkrahússins. Þar er í allt reiknað með að framkvæma fyrir 28 miljónir á árinu og þar af leggur bæjarsjóður fram þrjár miljónir byggingakostnaðar og eina miljón til tækjakaupa.“ Nú vekur það athygii að minnihlutinn, Sjálfstæðisflokk- urinn stendur ekki að afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar gagnstætt veiyu. Hvað véldur? „Þetta hófst með ágreiningi um álagningu fasteignaskatta, Sjálf- stæðismenn lögðust gegn því að þeir yrðu lagðir á með fullu álagi eins og meirihlutinn leggur til. Frá þeim eru svo komnar breytingartillögur um 3% niður- skurð rekstrarliða og niðurfell- ingu framlags til Síðuskóla. Það er í raun og veru alveg furðulegt að þeir skuli reisa ágreining um þetta. Þeir leggja sem saj t til að við hættum við framkvæmdir við skólann í bili, en hefjum þess í stað framkvæmdir við sundlaug í Glerárhverfi og tökum á leigu húsnæði í kjallara hinnar nýju Glerárkirkju til þess að kenna í þeim bömum sem ekki komast í Síðuskólann. Það er öllum ljós nauðsyn þess að reisa sund- laugina en hingað til hafa menn þó verið sammála um að tefla ekki fram þessum mikilvægu verkefnum sem andstæðum. Fyrir þá sem ekki þekkja til má benda á að Síðuhverfið er hlið- stætt við Grafarvogshverfi í Reykjavík, nýbyggingarhverfi þar sem koma þarf upp allri þjón- ustu nema hvað fólk hefur búið lengur í Síðuhverfi en í Grafar- voginum og þar eru fleiri börn á skólaaldri. Við viðurkennum að sjálfsögðu nauðsyn þess að reisa skóla fyrir börn í Grafarvoginum, en þykir þó nokkuð athyglisvert að sjá það í fjárlögum að ríkið veitir2,l miljónum í Síðuskóla en 13 miljónum til Grafarvogs- skóla.“ í meirihlutanum eru fjórar konur af sex fulitrúum og í bæjar- stjórninni allri fímm konur af ell- efu. Hefur þetta breytt einhverju um starfsemi bæjarstjórnar? „Samstarf Alþýðubandalags- ins og kvennaframboðsins hefur verið mjög gott. Það má kannski segja að meirihlutinn sé saman- settur af Alþýðubandalaginu og kvennaframboðinu annars vegar og Framsóknarflokknum hins vegar. Það er erfitt að fullyrða neitt um hver áhrif þessa eru. Það kemur stundum fyrir að konur eru í meirihluta á bæjarstjómar- fundum. Það breytir sjaldnast því að ágreiningur er við Sjálfstæðis- flokkinn hvort sem konur sitja á fundum eða ekki. Það er að sjálf- sögðu eðlilegt því konur rétt eins og karlar skipa sér í flokka eftir lífsskoðun sinni og pólitískum skoðunum.“ Eftir svona langa setu í meiri- hlutasamstarfí, fer þá ekki svo fyrir litlum flokki að hann dragi nokkurn dám af sínum sessunaut- um? að fjölmörgum verkefnum til að skapa fleiri störf. Ég held hins vegar aö við þurfum að fá hingað miklu meira af opinberri þjón- ustu, veita þarf miklu meira af fjármunum rikisins út á land t.d. til skólamála svo nokkuð sé nefnt. Það era ýmis jákvæð teikn á lofti í atvinnumálum, útgerð- arfélagið er að fá togara, í Slipp- stöðinni er mjög mikið að gera og með stefnumótun og skipulagn- ingu á endurnýjun flotans eru miklir möguleikar á því sviði. Auk þess eru miklir möguleikar í greinum sem eru tengdir sjávarútvegi. Til þess að þeir möguleikar nýtist þarf rannsókn- ir og þróunarstarf. Sveitarfélagið hefur ekki bolmapn til þess, og því er nauðsyn á íacira op- inberu fé til þessara verka en hingað til.“ hágé. Föstudagur 12. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.