Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 2
1. MAÍ Kaupmáttar- trygging er grund- vallaratriði Hefur stéttasamvinna tekið við af stéttabaráttu? „Ég held að munurinn á stétta- baráttunni nú og áður fyrr sé ekki eins mikill og af er látið. Það voru misjafnir tímar þá, rétt eins og nú, misjafnt hversu oft menn lögðu út íverkföll. Nú er að ýmsu leyti erfiðara að standa í verkföll- um, vegna þess að fólk á meira á hættu nú en áður. Það getur misst eignir og orðið þannig fyrir mjög varanlegum áföllum ef illa fer. Einn ágætur flokksbróðir okkar orðaði þetta á þann veg að Karl Marx hefði gleymt því í skil- greiningu sinni á þjóðfélaginu að öreigar þyrftu að verja eignir sínar. Stéttabaráttan hefur að sjálf- sögðu sama innihald og áður þ.e.a.s. að bæta kjör og félags- lega aðstöðu verkafólks, enda eru stærstu skrefin í uppbyggingu velferðarkefisins afrakstur af baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar. Verkfallsvopnið er enn okkar sterkasta vopn, það vopn sem við beitum þegar það er skynsamlegt og óhjákvæmilegt. En því verður að beita með gát. Það er raunar líklegt að til þess þurfi að grípa strax í haust. Menn verða að búa sig undir það.” Stór samflot í samningum hafa um árabil verið megin regia. Tel- urðu slíkt vinnuiag rétt? „Þessi aðferð er félagslega skaðleg vegna þess að fjarlægðin milli félagsmanna og forystunnar getur orðið nokkuð mikil. Mörg atriði er á hinn bóginn ekki hægt að semja um nema sameiginlega eins og til dæmis um kaupmátt- artryggingu, veikindarétt, líf- eyrismál og fl. f sumum tilfellum getur verið hættulegt að gefa at- vinnurekendum aðstöðu til þess að spila hópunum hverjum gegn öðrum.” Samningar í félögunum gætu styrkt hreyfinguna, ekki satt? At- vinnurekendum yrði teflt hverj- um gegn öðrum? „Jú, og með þeim hætti er hugsanlegt að nýta sér mismun- andi aðstæöur, en það þýðir ekki endilega, að atvinnurekendum sé stefnt hverjum gegn öðrum, vegna þess að Vinnuveitenda- sambandið hefur allt á einni hendi. Þeim megin er samflot hvað sem við gerum. Aðferðin hlýtur að fara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Það væri óskynsamlegt að binda sig fast í eina ákveðna óumbreytanlega aðferð.” Var ekki ástæða til þess að verkalýðshreyfingin brygðist miklu harðar við afnámi samn- ingsréttar á fyrstu dögum ríkis- stjórnarinnar en gert var? „Við aðgerðum af þessu tagi verður að bregðast af allri þeirri hörku sem mögulegt er. Það var hinsvegar óumdeilt að ekki væru aðstæður til að grípa til verkfalla eða sambærilegra aðgerða á þeim tíma.” Hvers vegna? „Ástæðan er tvíþætt. í fyrsta lagi var fólk orðið langþreytt á mikilli verðbólgu sem var vax- andi, og í öðru lagi nýtur ný ríkis- stjórn mikillar þolinmæði af hálfu fólks. Það er tilbúið til að gefa henni tækifæri. Við ákváðum því að fara í upplýsingaherferð til að skýra afleiðingar laganna, sýnd- um fram á hver kaupmáttarrýrn- unin yrði í kjölfar þeirra. Undir- skriftasöfnunin réði svo úrslitum um að ríkisstjórnin gaf eftir og afnam samningsbannið.” Febrúarsamningarnir 1984, fyrstu samningarnir cftir að bannið var afnumið, sættu mikilli gagnrýni. Hafði hún við rök að styðjast? „Annars vegar snerist gagnrýnin um það að ekki skyldi gengið lengra en að stoppa kjar- askerðinguna, og hinsvegar voru ýmsir óánægðir með þá sérstöku hækkun sem kom á lágmarks- tekjutrygginguna og mátu einskis þær aðgerðir sem gripið var til fyrir einstæða foreldra, barn- margar fjölskyldur og lágtekju- fólk. Mér finnst fyrri hluti gagnrýninnar eðlilegur en er ekki jafn skilningsríkur á síðari hlut- ann.” Samningar voru gerðir sl. haust án kaupmáttartryggingar og félög Alþýðusambandsins boð- uðu ekki til verkfalla til að knýja á um samninga eins og BSRB. Hefði ekki tekist að fá kaupmátt- artryggingu ef Alþýðusambands- félög hefðu einnig farið í verkfall? „Þegar BSRB lagði af stað í sitt verkfall voru viðræður okkar að- ildarfélaga ekki það langt komn- ar að verkfall væri rökrétt. Þegar á leið hefði verið hugsanlegt að samræma kröfur og aðgerðir en menn mega þá ekki gleyma því að Alþýðusambandsféiögin voru ekki með samræmdar kröfur í upphafi og ekki var lagt af stað í samfloti, heldur stefnt að samn- ingum á vettvangi landssam- banda og félaga. Slík samræming innan ASÍ kom ekki til fyrr en á síðari stigum. Hvort hægt hefði verið með sameiginlegum aðgerðum að try.ggja 25% kauphækkun er erf- itt að fullyrða nokkuð um, en segja má að viðbrögð stjórnvalda væru fyrirsjáanleg. Þau tóku á á skömmum tíma aftur ávinning samninganna og nú sitjum við með sama kaupmátt og var fyrir samningana. Ef ekki verður sam- ið fyrir fyrsta september kemur þá til með að skorta svona þrjú til fjögur prósent upp á þann kaup- mátt“. Enn eru samningar á dagskrá. Hvað líður undirbúningi þeirra? „Ákvarðanir hafa ekki verið teknar um það hvernig staðið verður að samningum. Samn- ingaviðræður eru því ekki hafnar og enn liggur kröfugerð af okkar hálfu ekki fyrir. Viðræður við at- vinnurekendur um atvinnumál eru að hefjast. Hvorugur aðilinn lítur á þær sem hluta samninga- viðræðna. Við höfum rætt við ríkisstjórnina um húsnæðismál, en lausn í þeim efnum má ekki dragast fram að samningsgerð. Viðræður við ríkisstjórnina hafa líka leitt til þess að hún hefur fallið frá áformum um framleng- ingu á banni við vísitölubindingu launa. Réttur til að semja um kauptryggingu er að okkar mati algjör forsenda samninga um- fram fáa mánuði.” Treystir ríkisstjórnin ekki á að atvinnurekendur muni standa svo fast fyrir að það verði ekki um neina kauptryggingu samið? „Eflaust er samstaða milli at- vinnurekenda og ríkisstjórnar í því efni eins og flestum öðrum. En það er þó grundvallaratriði að um þetta sé hægt að semja. Ég verð að treysta því að við berum gæfu til að standa vel saman um þetta atriði. Hvernig sem staðið verður að samningum er kaup- máttartryggingin grundvallar- atriði að mínu mati.” Hvaða lausnir eru sjáanlegar í húsnæðismálunum? „Vandinn er tvíþættur. Annars vegar vandi þeirra sem hafa byggt á síðustu árum og eru komnir í greiðsluþrot. Hins vegar vandi þeirra sem ekki hafa burði til að ráðast í húsbyggingar, eru hús- næðislausir. Við leggjum áherslu á, að bæta þarf stöðu beggja þess- ara hópa. Lækka þarf vexti þann- ig að þeir fari aldrei yfir 3%, lengja lánstímann, gera ráðstaf- anir til þess að leiðrétta það mis- gengi sem orðið hefur á milli kauphækkana annars vegar og verðhækkana hins vegar. Bæta þarf fólki það tjón sem það hefur orðið fyrir vegna rangrar vísitölu- mælingar á undanförnum misser- um. Gefa á því fólki sem er að byggja í fyrsta sinn, og er að byggja hóflegt húsnæði, aukna fyrirgreiðslu og jafna þarf að- stöðu þeirra sem eru að byggja, og hinna sem eru að kaupa hús- næði. Svo ég nefni nokkur atriði í Ásmundur Stefánsson, forseti ASl: Líklegt að þurfi að grípa til verkfallsvopna strax í haust. tillögum ókkar um húsnæðismál. Miklu skiptir að aðgerðir sem nú verður gripið til, þeim til aðstoð- ar sem nú eru í vandræðum, verði ekki til þess að stöðva þá sem þurfa að eignast húsnæði í fyrsta sinn.” Athygli vekur, að í nýlegri skýrslu þinni til miðstjórnar, um atvinnumál, eru ekki sett fram skilgreind markmið um atvinnu- stefnu verkalýðshreyfingarinnar, þó skýrslan sé grunnurinn að við- ræðum við Vinnuveitendasam- bandið. Hvað veldur? „Ég held að það sé ekki alls- kostar rétt. Við höfum á liðnum árum verið með tilburði til að móta okkur skýrari stefnu í at- vinnumálum. Má í því efni minna á ýmsar þingsamþykktir Alþýðu- sambandsins og sameiginlega ál- yktun ASÍ og BSRB vorið 1983, auk þess sem fram kemur í skýrsl- unni. En það er rétt að í hana vantar ýmislegt sem þar á að mínu viti heima eins og lýðræði í atvinnulífinu, og eignarhald á at- vinnutækjum.” Hvers vegna? „Við höfum ekki náð að móta nægilega skýra stefnu í þessum málum. Ég tel þó skynsamlegt að ræða atvinnumálin við atvinnu- rekendur sem sitja inni með mikið af upplýsingum um atvinnulífið, og með þessu móti verður líka auðveldara að draga fram aðstoð frá opinberum stofn- unum með upplýsingaöflun og úrvinnslu.” Til hvers telurðu að viðræð- urnar geti leitt? „Við höfum í gegnum tíðina búið við ákaflega mikla óreiðu og stefnuleysi í atvinnumálum. Síð- asta stefnumarkandi ákvörðunin sem tekin var, var ákvörðunin um uppbyggingu togaraflotans og fiskvinnslunnar, fyrir fimmtán árum. Síðan hefur allt meira og minna rekið á reiðanum. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því hvað við höfum dregist aftur úr öðrum þjóðum á undanförnum árum. Við vorum meðal allra ríkustu þjóða fyrir áratug. Við erum að vísu ekki komnir í hóp þeirra fá- tækari, en við höfum sigið mikið á listanum. Þessari þróun verður að snúa við. Það er hinsvegar alls ekki gefið að niðurstaðan verði sameigin- leg. En við hljótum að draga fram á hvaða sviðum mögulegt er að ná árangri, hvar er það sem við getum beitt okkur. Ég reyni að átta mig á í skýrslunni hvar þessir möguleikar eru og hvað þurfi að gera til að ná árangri í atvinnu- málum. Það er nauðsynlegt að samhæfa mjög marga þætti í fjár- festingarmálum, menntamálum, rannsóknum og á fleiri sviðum. Móta þarf heildarstefnu svo allir viti að hverju er stefnt.” Hvað hefur af hálfu Alþýðu- sambandsins verið gert til að mynda það nýja landsstjórnarafl sem Alþýðusambandsþing álykt- aði um? „1 upphaflegu tillögunni var gert ráð fyrir myndun nýs lands- stjórnarafls, sem myndað væri af stjórnarandstöðunni við hliðina á verkalýðshreyfingunni. Niður- staðan varð hins vegar sú að verkalýðshreyfingin yrði að mynda nýtt landsstjórnarafl. Verkalýðshreyfingin er eðli málsins samkvæmt pólitísk og hefur verið með pólitísk verkefni á sinni könnu alla tíð. Með um- fjöllun okkar nú um húsnæðis- mál, lífeyrismál og atvinnumál erum við að stíga skref f þá átt að gera hreyfinguna betur undir- búna til að taka þátt í hinni pólit- ísku umræðu. Með því verður hún sterkari í hinni daglegu bar- áttu. Það hafa blásið hægri vindar í þjóðfélaginu síðustu árin. Hér hefur hver frjálshyggjumaðurinn á fætur öðrum vaðið uppi, þar sem tillitsleysi gagnvart náungan- um hefur verið grundvallarboð- orðið. Við verðum að hefja bræðralagshugsjónina og tillit hver til annars til vegs og láta ekki niðurrifsöfl, sem eru málsvarar tillitsleysisins ráða þróun þjóðfé- lagsins til frambúðar.” Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar eru í mismunandi stjórnmálaflokkum sem eru í grundvallaratriðum ósammála. Er því ekki óhugsandi að ná nokkru samkomuiagi um þá stefnumörkun sem þetta þarf að hafa í för með sér? „Nei alls ekki. Þá sem eru að vinna að verkalýðsmálum greinir að vísu á í ýmsum grundvallar- atriðum. Ég held hins vegar að þeir eigi það allflestir sameigin- legt að vera félagslega sinnaðir. Þeir sem eru virkir innan verka- lýðshreyfingarinnar eru að minni hyggju allir í andstöðu við þau andfélagslegu öfl sem komið hafa fram undir frjálshyggjuheitinu.” 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 1. mal 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.