Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 15
1. MAI Ávarp 1. maí nefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands Fyrir þjóðfélagi þar sem jöfnuður ríkir Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins fylkjum við liði, lítum yfir farinn veg, hugum að verkefnum næstu framtíðar, minnum á hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag og búum okkur til átaka um aukin réttindi og betri lífskjör. íslenskt launafók hefur á und- anfömum tveimur ámm mátt sæta harkalegri árásum á kjör sín og mannréttindi af hálfu ríkis- valdsins en þekkst hefur um ára- bil. Samningsrétturinn var afnum- inn á vordögum 1983 og lögfest bann við vísitölubindingu launa. Þó okkur hafi tekist að knýja stjómvöld til þess að afnema bann við gerð kjarasamninga er enn bann við hverskonar vísitölu- bindingu launa. Allt bendir þó til þess að þau lög verði ekki fram- lengd. Þá fyrst höfum við endur- heimt að fullu samningsrétt okk- ar. Þýðingarmesta viðfangsefni okkar nú er því að móta mark- vissa áætlun um endurheimt og tryggingu þess kaupmáttar, sem var fyrir afnám samninga 1983. Til þess að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd þarf einhuga og sam- henta verkalýðshreyfingu, þar sem allir félagsmenn em virkir þátttakendur. Markmið okkar em því skýr og ótvíræð. -Við stefnum að endurheimt kaupmáttarins. - Við stefnum að tryggingu kaupmáttar. - Við stefnum að sérstakri hækkun lægstu launa. Verkalýðsfélögin líta einnig fram á veginn og aldrei má gleymast sú skylda sem á þeim hvílir, að gæta hagsmuna þeirra sem minnst mega sín, að berjast fyrir auknu frelsi og meiri jöfn- uði, að berjast fyrir þjóðfélags- breytingum sem leiða til þess að af vinnandi fólki verði aflétt vinn- uþrældómi annarsvegar og ör- yggisleysi óstöðugrar atvinnu hinsvegar. Því viljum við mannsæmandi eftirlaun fyrir launafólk. Við viljum atvinnuöryggi fyrir fiskverkunarfólk. Við viljum mannsæmandi starfsumhverfi og vinnuað- stæður fyrir allt vinnandi fólk. Við viljum dagvistarrými fyrir böm þeirra foreldra sem þess óska. Við okkur blasir misskipting auðsins, sóun og rangar fjárfest- ingar. Við krefjumst nýrrar at- vinnustefnu sem tryggi skynsam- lega ráðstöfun fjármuna í at- vinnulífinu, atvinnuöryggi og rétt vinnandi fólks til að hafa áhrif á fjárfestingar og vinnuumhverfi. Við vitum að launafólk er að shgast undir nær óbærilegum húsnæðiskostnaði. Hundmðfjöl- skyldna um land allt standa nú frammi fyrir því að geta ekki staðið í skilum með afborganir af lánum. Við blasir eignaupptaka og húsnæðismissir, verði ekki að gert. Ungt fólk getur ekki eignast íbúðir, leiguhúsnæði er dýrt og af skornum skammti. Þess vegna krefjumst við tekj- ujafnandi skattakerfis og mót- mælum hugmyndum um virðis- aukaskatt. Við krefjumst öryggis til handa leigjendum og byggingu leiguí- búða á félagslegum gmndvelli. Við krefjumst aukins fjár til verkamannabústaða. Við krefjumst varanlegra lausna í húsnæðismálum, með- al annars með lækkun vaxta og lengingu lána. Við ítrekum enn að þá því að- eins getum við sætt okkur við verðtryggingu fjárskuldbind- inga að kaupmáttur launanna sé einnig tryggður. Nú sem fyrr búa miljónir manna víða um heim við ófrelsi, ófrið, hungur og vanþekkingu. Bilið milli ríkra þjóða og snauðra hefur breikkað, mannréttindi eru fótum troðin og heilum þjóðum haldið í helgreipum hervalds. í Suður-Afríku er fjölskyldum tvístrað, fólk aðskilið eftir litar- hætti, hinir hvítu og ríku drottna yfir hinum fjölmenna svarta og fátæka meirihluta, í skjóli ógnar og ofbeldis. Vopnabúrin stækka, helsprengjum fjölgar, hver- skonar stríðsrekstur og hernaðar- brölt er stóraukið. Árlega verja herveldin meiri fjármunum en þarf til að brauðfæða hina hung- ruðu og margfalt hærri upphæð- um en nauðsynlegar eru til að út- rýma sjúkdómum, ólæsi og ör- birgð. Þess vegna lýsum við fordæm- ingu okkar á framleiðslu ger- eyðingarvopna. Við lýsum samstöðu okkar með þeim sem berjast fyrir friði og afvopnun. Við viljum að Alþingi lýsi því yfir að kjamorkuvopn verði aldrei leyfð á íslandi. Við viljum að Norðurlönd og hafsvæði norðursins verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Við mótmælum áformum um uppsetningu ratsjárstöðva og önnur aukin hemaðarumsvif á landi okkar. Við lýsum yfir þeim vilja okkar að ísland verði herstöðvarlaust land, utan allra hernaðar- bandalaga. Á ári æskunnar blasir við okkur sú staðreynd að kyn- slóðir framtíðarinnar munu alast upp í skugga gereyðingar- vopna, sem geta eytt allri heimsbyggðinni margfaldlega. Hvenær sem er getur tortím- ingin orðið jafnvel fyrir slysni eina saman. Á ári æskunnar er það hlut- skipti miljóna vel menntaðra ungmenna í iðnríkjum vestur- landa að fá enga vinnu. Sköp- unargleði og athafnaþrá fá ekki útrás, með þeim afleiðing- um meðal annars, að margvís- leg vímuefni eyðileggja líf og framtíð þeirra sem verst verða úti, en á sama tíma eiga miljón- ir ungmenna engan kost á menntun. Aldrei fyrr hefur mannkynið átt j afn mikinn auð, aldrei áður hefur tækniþekkingin staðið á hærra stigi, aldrei fyrr hafa menntunarmöguleikar verið jafn miklir. Aldrei áður hefur mannkynið átt betri möguleika á að búa æskufólki sínu bjarta framtíð. Með hugsjónina um frelsi, jafnrétti og bræðralag mun verkalýðshreyfingin berjast fyrir þjóðfélagi framtíðarinn- ar, þjóðfélagi þar sem auður og þekking sem verkafólk skapar með vinnu sinni er tekið í þjón- ustu þess, þjóðfélagi þar sem jöfnuður ríkir. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Halldór Jónasson. Björk Jónsdóttir. Hreinn S. Hjartarson. Hjálmar Bjarnason. Sigfinnur Sigurðsson. Guðmundur Hallvarðsson. Sigurður Pólsson. Matthildur Einarsdóttir. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Sigurveig Sigurðardóttir. Guðrún Árnadóttir. F.h. Iðnnemasambands ís- lands Kristinn H. Einarsson. 1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum Sú ríkisstjóm, sem nú situr við völd, hefur gert grimmari atlögu að íslensku launafólki en þekkst hefur um áratugaskeið. í valdatíð hennar hafa launin lækkað um 30%. Það samsvarar því að launþegi á lágmarkslaunum (14.075 kr.) afhendi stjóm- völdum og atvinnurekendum 7 þús. kr. á mánuði eða hátt í 100 þús. kr. á ári. Þeir, sem hafa hærri laun, greiða á sama hátt meira með sér. Kjararánið hefur bitnað harðast á láglaunastéttun- um og þar em konur fjölmenn- astar. Nú er þannig ástatt á heimilum láglaunafólks að ekki dugar að bæði karlar og konur vinni fullan vinnudag, heldur verður einnig að koma til aukavinna nótt sem nýtan dag. Þó ná endar ekki sam- an. Láglaunakonur, sem vinna einar fyrir heimilinu, verða að taka hverju sem býðst og þrátt fyrir tvöfaldan vinnudag og þrælkun í erfiðustu störfunum geta þær aldrei um frjálst höfuð strokið. Gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar A þennan hátt hefur ríkis- stjórnin og gæðingar hennar lagt klafa þrældóms á almúga þessa lands. Sú frelsissvipting sem vinnuþrælkunin felur í sér sýnir best h'tilsvirðingu og skilingsleysi stjórnvalda á kjömm launafólícs. Niðurlæging launafólks er al- gjör. Að nýju er fólk hneppt í fjötra fátæktar - þeirrar fátæktar sem kemur fram í ógreiddum reikningum, kreditkortum og matarúttektinni hjá Bogesen, og skuldabagginn stækkar um hver mánaðamót. Sagan segir okkur að fátækt og vinnuþrældómur fæðir oft af sér félagsleg og persónuleg vanda- mál, sérstaklega vegna þess að fólk reynir í lengstu lög að fela örðugleika sína. Aðgerðir stjórnvalda vegna þessa mannlega þáttar hafa falist í niðurskurði á allri opinberri þjónustu sem nú á að sinna í anda frjálshyggjunnar. Ef ríkisstjórnin fær óáreitt að framfylgja stefnu sinni verður uppbyggingarstarf síðustu kynslóða brotið niður. Þá fá þeir einir að ganga menntaveginn sem fjármagnið hafa og umönnun ungra og aldr- aðra verður háð markaðslögmál- unum. Þessu verður launafólk að neita og krefjast samneyslu í stað einkaneyslu. Stéttaskiptingin í landinu verð- ur skýrari. Þessi ríkisstjóm hefur að markmiði að efla eignasöfnun, einkaneyslu og valdastöðu fárra útvalinna á kostnað almenns launafólks. Við verðum að snúa vöm í sókn. BSRB-verkfallið í haust var dæmi um samtakamát og baráttu- hug launafólks. Þar sást að fólk hafði bæði vilja og afl til að knýja á um bætt kjör. Þar sást einnig að barátta og samstaða er eina raunhæfa leiðin fyrir verkalýðshreyfinguna - verkfallsrétturinn er það vopn sem bítur. Kjaradómur eða samningamakk fárra skilar litlum árangri. Samtök kvenna á vinnumark- aði vara við lokuðum samningum og samráði verkalýðsforystunnar við vinnuveitendur og ríkisvald. Lýðræðisleg forsenda fjölda- virkni er sú að félagsmenn eigi að móta þá kröfugerð sem forystan síðan fer fram með. Launaliðir samninga verða lausir 1. september ef forystan semur ekki af sér. Því verður nú þegar að hefja undirbúning að aðgerðum í haust - annað er ekki hægt. Að mati Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum eru eftirfar- andi kröfur mikilvægastar: • TAFARLAUS KAUPHÆKK- UN. Samtök kvenna á vinnu- markaðinum taka undir kröfuna um 20 þús. kr. lágmarkslaun og að laun þar fyrir ofan hækki síðan um jafna krónutölu. • ENGIR KAUPTAXTAR UNDIR LÁGMARKSLAUNUM. Við krefjumst þess að tvöfalda launakerfið verði afnumið í eitt skipti fyrir öll. Það er smánarlegt að greiða verkafólki bónus og yf- irvinnu á töxtum, sem eru langt undir lágmarkslaunum, þó svo að það spari atvinnurekendum væn- an skammt af launatengdu gjöld- unum. • AT VINNUÖRY GGI FYRIR FISKVERKAFÓLK. Því þurfa sumir hópar launafólks að búa við öryggisleysi og vera án lág- marksuppsagnarfrests - og háðir geðþóttaákvörðunum atvinnu- rekenda ? ? ? • VISITÖLUBINDING LAUNA. Reynslan frá í haust sýnir að það er glæpsamlegt að semja án vísitölubindingar. Ræn- ingjastjómin tók kjarabót launa- fólks til baka með einu penna- striki. „Rauð strik og punkta- kerfi“ eru ekki vísitölubinding og gefa stjóminni vald til að ráðsk- ast með launin áfram. Við höfn- um þessum blekkingarleik og krefjumst VÍSITÖLUBIND- INGAR á ný. Launafólk, göngum sameinuð til baráttu - krefjumst réttlætis. Ml&vlkudagur 1. maí 1985 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.