Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 19
1. MAÍ Laugardalshöll Jónas frá Hriflu. Aldarafmæli Jónasar frá Hriflu AFAKAFFIÐ &JÖMMUKAFFIÐ *%?$'•ma9* í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu Jónasar frá Hriflu, eins litríkasta forystumanns síns tíma - um hann sagði Sverrir Krist- jánsson á þá leið að í íslandssög- unni yrði aldrei hljótt um þann mann. Jónas kom víða við sögu á langri æfi og þá ekki síst sem for- ystumaður Framsóknarflokksins og mikill skelfir íhaldsins í landinu. En hann var ekki síst þekktur sem skólamaður og lengst af skólastjóri Samvinnu- skólans frá stofnun þess skóla 1918 og til 1955. Núverandi skólastjóri Samvinnuskólans, Jón Sigurðsson, hefur skrifað grein um Jónas sem skólamann í tilefni aldarafmælisins. Hann segir þar á þá leið að víst hafi Jónas einnig verið umdeildur sem skólamaður. En, segir Jón, þótt hann skrifaði vinsælustu kennslu- bækur þjóðarinnar notaði hann enga bók í eigin kennslu. „Hann veitti nemendum sínum innblást- ur og mótaði þannig líf þeirra æ síðan“. í greininni segir ennfremur á þessa leið: „Hann var sífellt að hamra á gildi skólanna sem orkuveitu innblásturs fyrir alla þjóðina; þess vegna áttu skólamir að tengjast lífi og starfi almennings fremur en einum saman lærdómi Borgarnes- dagar ’85 Borgnesingar munu leggja undir sig Laugardalshöllina dag- ana 2.-5. maí n.k. Þar fer þá fram kynning á atvinnulifi, þjónustu og menningarlífi í Borgarnesi og Borgarfírði. Er það nýlunda að heilt byggðarlag skuli flytja þann- ig til Reykjavíkur sýningu, sem það stendur eitt að. Rúmlega 20 fyrirtæki, félög og stofnanir taka þátt í sýningunni. Atvinnumálanefnd Borgar- ness hreyfði fyrst hugmyndinni, sem fékk þegar hinar ágætustu undirtektir. Skipuð var nefnd til að hafa yfirumsjón með undir- búningi og framkvæmd. Formað- ur hennar er Gísli Halldórsson, formaður atvinnumálanefndar Borgamess. Henry Þór Granz er framkvæmdastjóri sýningarinn- ar, Gunnar Bjamason hönnuður hennar og Vilhelm G. Kristins- son frá Kynningarþjónustunni sf. sér um kynningu. Síðar verður sagt nánar frá þessu merkilega framtaki Borg- firðinga. - mhg höfðingsmanna. Enn var Jónas róttækur eldhugi sem lagði sið- ferðilegan dóm á störf og stefnu í skólamálum. í augum hans sner- ust skólamál um siðferði, þjóð- rækni og lífsstefnuog tækniþekk- ing og sérþekking átti að lúta líf- inu, - átti að vera innblásin lífs- stefnuog ekki hvaða lífsstefnu sem vera skyldi heldur þjóðlegri og alþýðlegri lífsstefnu. Vantar okkur nokkuð fremur nú á dögum?“ ÍVAR - SKIPHOLTI 21 - SÍMI(91) 23188 og (91)27799 Auglýsið í ÞjóðvHjanum Samvinnufélögin árna vinnandi fólki til lands og sjávar allra heilla á baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verhalýðshreyfingar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.