Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 7
1. MAÍ Vegatálmanir voru óhjákvæmilegar. Ósvífnustu smyglaramir reyndu annars að aka á fleygiferð framhjá verkfallsvörðum. Atvinnuleysistryggingar Þessi sjálfsögðu mannréttindi fengust meðeinhverju lengsta og harðvítugastaverkfalli sem háð hefurverið hér á landi. Stuttlega rakin saga sem ekki má gleymast. Þann 28. apríl, voru liðin rétt þrjátíu ár frá lokum eins langvinnasta og harðvítug- asta verkfalls, sem háð hef- ur verið hér á landi. Verk- fallið, sem háð var í Reykja- vík og á Akureyri, stóð í sex vikur leiddi meðal annars til þess að komið var á atvinnuleysistryggingum á íslandi. Atvinnuleysistryggingar og at- vinnuleysisbætur þykja nú sjálf- sögð mannréttindi í öllum sæmi- lega þróuðum þjóðfélögum, einnig hér á landi. Þessi mannréttindi fengust hins vegar ekki færð á silfurfati. Það kostaði verkfallsátök í margar vikur að koma þeim á, átök sem reyndu mjög á þolrifin í verkalýðssam- tökunum og mörgum félags- manna þeirra. Brynjólfur Bjarnason segir meðal annars um þetta í 2. hefti Réttar árið 1955. Mikill sigur „Þetta var mikill sigur fyrir verkalýðssamtökin, einhver hinn mesti sem þau hafa unnið síðan 1942 miðað við allar aðstæður, enda þótt mjög hafi orðið að slaka á hinum upprunalegu kröf- um. Einkum voru atvinnuleysis- tryggingarnar mikilvægar. 14 ár eru nú liðin síðan sósíalistar báru þetta mál fyrst fram á Alþingi og síðan hefur staðið um það látlaus barátta. Þetta varð lengsta stórverkfall, sem háð hefur verið til þessa hér á landi og eitt hið harðasta. Því lauk með miklum sigri vegna hinnar frábæru samheldni sam- takanna og þróttmikillar og ein- huga forustu. Engin ágreinings- mál komu upp allan tímann sem verkfallið stóð, enda þótt að því stæðu menn með ýmsar stjórnmálaskoðanir. Má það heita einsdæmi í slíkum stórá- tökum, þar sem varla líður svo dagur að ekki þurfi að taka vand- asamar og djarfar ákvarðanir. Allstaðar ríkti samhugur og ein- ing. Aldrei fyrr hefur slíkur fjöldi tekið virkan þátt í rekstri verk- falls. Fómfýsi og þrautseigja ver- kfallsvarðanna, sem lögðu nótt við dag, var frábær“. Undirbúningur Miðstjórn Alþýðusambands- ins, undir forsæti Hannibals Valdimarssonar, ákvað á fundi sínum hinn 12. janúar 1955 að ræða við fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, um að kalla saman formannaráðstefnu verka- lýðsfélaganna við Faxaflóa, til að kanna afstöðu félaganna til upp- sagnar á samningum. í skýrslu Hannibals til 25. þings Alþýðu- sambandsins 1956 segir meðal annars: „Formannaráðstefna þessi var haldin í Reykjavík þann 19. janú- ar. Mættu þar fulltrúar frá 29 fé- lögum í Reykjavík og 10 félögum utan Reykjavíkur. Þar var sam- þykkt með öilum atkvæðum gegn einu að segja upp samningum fyrir 1. febrúar. Með fundi þess- um var teningunum kastað um það, að samningum mundi al- mennt verða sagt upp á Faxaflóa- svæðinu, enda tóku félögin nú hvert á fætur öðru ákvarðanir um uppsögn samninga. Sama daginn sem formannar- áðastefnan var haldin, óskaði forsætisráðherra, Ólafur Thors, viðræðna við miðstjórn A.S.Í. um hvort óhugsandi væri, að sambandsstjórn gæti komið því til vegar viö félögin, að þau frest- uðu samningsuppsögnum til vors (1. júní) gegn því, að ríkisstjórnin lofaði að gera allt, sem í hennar vaidi stæði, til þess að semja um lækkað verðlag við nokkur til- greind stórfyrirtæki, sem einna mest áhrif gætu haft á verðlag í landinu. - Miðstjórn Alþýðu- sambandsins tók þessari mála- leitan ríkisstjórnarinnar vel. Hún harmaði þó hve seint ríkisstjórn- in gæfi kost á að reyna þessa leið, en benti á, að enn væru 40 dagar til stefnu, þar til verkfall skylli á, ef ekki tækjust samningar fyrir þann tíma. Gæti það dregið veru- Iega úr verkfallshættunni, ef stjórnin ynni rösklega að því að koma fram verðlækkun á næstu 6 vikum. Hins vegar tók miðstjórn Al- þýðusambandsins dauflega í að beita sér fyrir frestun samnings- uppsagnar á þessu stigi málsins, meðan ekkert lægi fyrir um það hvernig unnið yrði að því að lækka verðlagið. j. Það rynni enginn verkfallsbrjótur gegnum þessa vörpulegu sveit varða í verkfallinu mikla 1955. Frá vinstri: Ágúst F. Jónsson, járnsmiður, Björn Bjarnason í iðju, Guðmundur J. Guðmundsson núverandi formaður Dagsbrúnar og VMSl, Cýrus Hjartarson bifreiðarstjóri, Kristján Jóhannsson frá Skjaldfönn, Jón Ásgeirsson sem síðar varð formaður Einingar. Miðvlkudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.