Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 9
t,
Markar tímamót
í verkfallinu var að líkindum gerð
úrslitatilraun til að brjóta á bak aftur vald verkalýðsfélaga í
verkföllum.
Verkfallsverðir stóðu vörð allan sólarhringinn við helstu leiðir til og frá Reykja-
vík. Myndirnar með greininni eru úr myndasafni Jóns Bjamasonar sem var
fréttastjóri á Þjóðviljanum á þeim tíma sem verkfallsátökin áttu sér stað.
Það vekur sérstaka at-
hygli við þá atburði sem hér
hafa verið teknir til athug-
unar að kröfur um atvinnu-
leysistryggingar voru ekki
settar fram af verkalýðsfé-
lögunum áður en samning-
aumleitanir og verkföll hóf-
ust.
Benedikt Davíðsson, formað-
ur Sambands byggingamanna átti
sæti í hinni sameiginlegu samn-
inganefnd verkalýðsfélaganna,
segir um þetta atriði:
„Krafan um atvinnuleysis-
tryggingar var búin að vera ofar-
lega á baugi í hinum pólitíska
armi verkalýðshreyfingarinnar
og Alþýðusambandsþing höfðu
gert samþykktir um að atvinnu-
leysistryggingum yrði komið á,
en hún var mjög lítið rædd í
verkalýðsfélögunum sjálfum.
Þegar farið var að leita leiða til að
leysa deiluna með minni
kauphækkun en fleiri félags-
legum atriðum þá komu hug-
myndir um atvinnuleysistrygg-
ingar upp á borðið að frumkvæði
sáttanefndarinnar, sérstaklega
Brynjólfs Bjarnasonar og Emils
Jónssonar, og þá komu líka á
dagskrá hugmyndir um sjúkra-
sjóði.
í því máli varð niðurstaðan sú
að iðnaðarmannafélögin fengu
10% launahækkun og 1% í
sjúkrasjóði, en almennu félögin
hinsvegar 11% launahækkun.
Ákvæðin um atvinnuleysistrygg-
ingar, lengingu orlofsins og
verðtryggingu kaupsins komu til
allra.
„Var mikiil ágreiningur í
verkalýðsfélögunum um niður-
stöðuna?
„Menn voru auðvitað óá-
nægðir með það að ná ekki nema
tíu eða ellefu prósent hækkun út
úr kröfu sem var 25-30%. En
atvinnuleysi millistríðsáranna var'
afar mörgum í svo fersku minni
að atvinnuleysistryggingar skiptu
miklu máli. Þess vegna reyndist
auðveldara að sætta sig við lægri
kauphækkun. Hjá okkur iðnað-
armönnum varð þetta erfiðara
vegna þess að við vorum að taka
sjúkrasjóðinn líka og það var
augljóst að kauphækkunin var
lægri vegna þess, hann kom í
staðinn fyrir kauphækkunina,
þetta varð auðvitað sérstaklega
erfitt vegna þess að kjararýrnun-
in hafði verið mjög mikil þegar
kröfurnar voru settar fram. Þrátt
fyrir þetta voru samningarnir alls
staðar samþykktir og hjá okkur
til dæmis með miklum meiri
hluta.“
„Hvar fóru samningaviðræð-
urnar fram?“
„í Alþingishúsinu. Sáttafundir
hófust yfirleitt þegar þingfundum
lauk og stóðu fram undir mog-
run. Þegar líða tók á mátti heita
að við héldum til í Alþingishús-
inu. Verkalýðsfélögin höfðu sína
aðstöðu í þingflokksherbergi Al-
þýðuflokksins.“
„Sú kenning hefur heyrst að
þetta verkfall hafi verið úrslitatil-
raun af hálfu atvinnurekenda og
ríkisvalds til að brjóta á bak aftur
vald verkalýðsfélaganna í verk-
föllum. Markar verkfallið tíma-
mót í þessum efnum?“
„Það tókst hvergi að brjóta
verkfallsmenn á bak aftur, ein-
staka upphlaup eða tilraunir til
verkfallsbrota kunna að hafa tek-
ist en hvergi tókst að halda ver-
kfallsbrotum áfram. Ég held að
deilan hafi kennt mönnum það að
ef verkfall ætti hljómgrunn hjá
fólki, eins og þetta verkfall átti,
þá þýddi ekki að reyna að brjóta
það niður með verícfallsbrotum.
Auk þessa markaði deilan öll
tímamót vegna þess árangurs sem
náðist, ekki síst í félagslegum efn-
um með atvinnuleysistrygging-
um, lengingu orlofs og tilkomu
sjúkrasjóða og jafnframt því að
stefna hægristjórnarinnar var
brotin á bak aftur. Árið eftir var
svo mynduð vinstri stjórn sem
lagði grunninn að stórfelldri at-
vinnuuppbyggingu. “
hágé.
Þess vegna teljum vér oss skylt,
að senda yður þá aðvörun, að ef
áðurnefnd skip verða lestuð enn
á ný frá skipi yðar, eftir þau verk-
fallsbrot, sem þau hafa nú fram-
ið, þá mun Alþýðusamband ís-
lands ekki sjá sér annað fært en
að tilkynna erlendum alþjóða-
samböndum verkamanna, að
skip yðar hafi blandað sér í verk-
fallið á íslandi, og myndi Alþýðu-
sambandið því biðja um, að skip
yðar verði sett í bann og neitað
um afgreiðslu í erlendum
höfnum.
Það eru því vinsamleg tilmæli
vor til yðar, að þér tilkynnið
Olíufélaginu, að þér hafið fengið
þessa aðvörun og getið ekki tekið
á yður eða skip yðar afleiðingar
verkfallsbrota Hins íslenska
olíufélags og munið því ekki
leyfa, að olía sé sett úr skipi yðar í
íslensku „tankbátana“ Skeljung
og Litlafell.
Virðingarfyllst,
f.h. Alþýðusambands íslands.
Hannibal Valdimarsson.“
Stuðningur og
sérsamningar
Þannig varð ljóst, strax í upp-
hafi, að hvergi mátti slaka á. Þeg-
ar séð varð, að verkfallið myndi
dragst á langinn, var sett á lagg-
irnar fjáröflunarnefnd, sem
skipulagði almenna söfnun til
stuðnings verkfallmönnum.
Söfnuðust alls um 585.000 krón-
ur, sem þá jafngilltu 200-300
mánaðarlaunum. Það má því
ljóst vera, að verkfallið hefur
orðið margri fjölskyldunni erfitt.
Þó vinnuveitendasambandið
og ríkisstjórn virtust staðráðin í
að brjóta verkalýðssamtökin á
bak aftur, þá var greinilegt að
brestur var atvinnurekenda-
megin. Kom þetta meðal annars
fram í því, að einstakir atvinnu-
rekendur náðu samkomulagi við
verkalýðsfélög, sem fólu í sér að
þeir gengu að öllum kröfum fé-
laganna meðan á verkfalli stæði.
Samningunum skyldi svo breytt
þegar heildarsamningar yrðu
gerðir. Segir svo í margnefndri
skýrslu:
„Ekki hafði verkfallið lengi
staðið, þegar nokkur fyrirtæki
völdu þann kostinn að semja sig
út úr verkfallinu með því að
ganga að fullum kröfum í bili og
síðan þeim kjörum, sem um
semdist að lokum. Lang stærsti
atburður verkfallsins þessarar
tegundar, var það þegar Hafnar-
fjarðarbær, Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar og öll fyrirtæki bæjarins
sömdu við Verkamannafélagið
Hlíf um að ganga að fullum kröf-
um verkfallsmanna. Fóru brátt
fleiri atvinnurekendur í Hafnar-
firði að dæmi þessara aðila.
Þessu svöruðu olíufélögin með
því að leita allra bragða til að
stöðva alla olíu- og bensínflutn-
inga til Hafnarfjarðar. Þannig
gerðu þau allt, sem þau gátu til að
stöðva aftur það atvinnulíf, sem
leyst var úr læðingi.
Um þessar mundir barst Al-
þýðusambandinu svohljóðandi
erindi frá flugfélaginu Loftleiðir:
„Stjórn Loftleiða h.f. leyfir sér
hér með að fara þess á leit við
stjórn Alþýðusambands íslands,
að félaginu verði heimilað að
halda uppi flugi milli Ameríku og
Evrópu án þess að það taki flutn-
inga að eða frá íslandi, - eða þá
að stjórn Alþýðusambands ís-
lands amist ekki við, að félagið
geri nauðsynlegar ráðstafanir er-
lendis til, að slflcu flugi verði uppi
haldið, vegna erlendra markaða.
Kristján Guðlaugsson.
Sigurður Helgason.
Alfreð Elíasson."
Mál þetta var hið vandamesta.
En ljóst var, að líf Loftleiða lá
við, að félagið gæti haldið milli-
landafluginu áfram.
Sýndi verkfallsstjórnin fyllsta
skilning á þessu máli og leystist
það hinn 3. apríl á þann hátt, að
Loftleiðir fengju að hefja aftur
millilandaflug sitt upp á væntan-
lega samninga. Einnig varð sam-
komulag um, að það greiddi fé-
lögum flugmanna og flugvirkja
75.000 krónur, og ákváðu þau að
láta féð renna í verkfallssjóð.
Áður hafði Vinnuveitendasam-
bandið neitað að Loftleiðir
mættu fá bensín ef félagið semdi
um meira en 7% kjarabætur.“
Af því, sem að fráman er rakið
má sjá, að taka þurfti á margvís-
legum vandamálum, þar sem
hvort tveggja í senn varð að sýna
ákveðinn sveigjanleika þegar það
átti við og fyllstu hörku, ef ekki
var hjá því komist. Því varð nauð-
synlegt að halda uppi öruggri
verkfallsvörslu hjá þeim aðilum
sem verkfall var hjá meðan unnið
var á fullu hjá þeim sem samið
var við til bráðabirgða.
hágé
yÖubankinn
launafólki
um land allt
báráttukveöjur
1.MAÍ
Miftvikudagur 1. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Alþýöubankinn