Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 8
1. MAÍ
Látlaust var reynt að smygla bensíni til bæjarins. Verkfallsmenn urðu að leita í fjölda bíla.
Var á það bent í umræðunum
við ríkisstjórnina, að allt frá þing-
byrjun hefði legið fyrir Alþingi
tillaga til þingsályktunar, þar sem
skorað væri á ríkisstjómina að
gera ráðstafanir til verðlækkun-
ar, en fram að þessu hefði sú til-
laga mætt fullum fjandskap
stjórnarflokkanna, þar sem hún
hefði ekki einu sinni fengist tekin
til fyrstu umræðu."
Vinstri
samfylking
Á þessum tíma sat ríkisstjórn
íhalds og Framsóknar undir for-
sæti Ólafs Thors. Haustið 1954 er
Hannibal Valdimarsson kjörinn
forseti Alþýðusambandsins.
Hafði um það tekist samvinna
milli sósíalistanna á þinginu og
ýmissa vinstri sinnaðra Alþýðu-
flokksmanna. Var miðstjórnin
samansett í samræmi við það. Á
þessu tímabili fer fram í landinu
mikil barátta fyrir því að vinstri
flokkarnir nái saman. Hafði Al-
þýðusambandið að miklu leyti
forystu fýrir þeim tilraunum en
segja má þeir hafi skilað árangri
með myndun vinstri stjórnarinn-
ar árið 1956.
Ótti
stjórnarflokkanna
Það leikur því varla vafi, á að
stjórnarflokkarnir hafa nú óttast
mjög þá samfylkingu vinstri
manna, sem að nokkru leyti var
þegar komin á með Alþýðusam-
bandsþinginu 1954, og virtist
einnig ætla að skila sér á pólitíska
sviðinu. Harka stjórnarliðsins og
Vinnuveitendasambandsins í
verkfallinu, verður ekki skýrð
með neinu öðru, en óttanum við
að breytingar væru í vændum, á
valdahlutföllum ílandinu. Þesser
einnig vert að minnast að á þessu
tímabili er bandaríski herinn til-
tölulega nýkominn til landsins
aftur. Miklir hagsmunir voru í
húfi, fyrir ýmsa máttarstólpa
stjórnarflokkanna, sem sinntu nú
margvíslegum ábatasömum verk-
um á vegum hernámsliðsins, af
miklu kappi.
Kröfur og
samninganefnd
í skýrslu Hannibals til 25. þings
ASÍ segir síðan um undirbúning
að kjarasamningunum:
„Kröfur þær, sem félögin settu
fram, voru ýmiskonar, en þær
helztu, sem félögin stóðu öll að
voru þessar:
Grunnkaupshækkun 25-30%.
Þriggja vikna orlof.
Full vísitala á allt kaup út-
reiknað mánaðarlega.
Síðan voru málin undirbúin á
þann hátt, að iðnfélögin héldu
sameiginlega fulltrúafundi um
kröfur iðnfélaganna. - Síðan var
haldinn sameiginlegur fulltrúa-
fundur allra þeirra félaga í
Reykjavík og Hafnarfirði, sem
sagt höfðu upp samningum.
Á þeim fundi sem var kosin 6
manna framkvæmdanefnd skip-
uð þessum mönnum:
Eðvarð Sigurðsson, Dagsbrún
Hermann Guðmundsson,
Hlíf.
Eggert G. Þorsteinsson,
Múrarafélagi Reykjavíkur.
Benedikt Davíðsson, Tré-
smíðafélagi Rykjavíkur.
Snorri Jónsson, Félagi járn-
iðnaðarmanna.
Björn Bjarnason, Iðju, fél.
verksmiðjufólks, Reykjavík.
Eðvarð Sigurðsson var kjörinn
formaður nefndarinnar.
Á þessum fulltrúafundi var
samþykkt að fresta verkfallsboð-
un um óákveðinn tíma til þess að
tóm gæfist til að reyna til þrautar
að ná samningum, án þess að til
vinnustöðvunar þyrfti að koma.
Þann 23. febrúar var svo sam-
eiginlegur fundur með fulltrúum
frá Vinnuveitendasambandi ís-
lands og sex-manna nefndinni.
Þar voru rædd ýmis fyrirkomu-
lagsatriði við væntanlega samn-
inga og meðal annars ákveðið, að
sérkröfur félaganna yrðu ræddar
fyrst og félögin flokkuð niður
eftir skyldleika. Var talið
æskilegt, að reynt yrði að flýta
umræðunum um sérkröfurnar
eins og hægt væri, en síðan yrðu
aðalkröfurnar teknar fyrir á eftir.
Síðan voru kröfur félaganna
lagðar fram og samningar hafnir.
Kom brátt í ljós, að þunglega
horfði um samkomulag og var því
verkfalli lýst yfir frá 18. marz að
telja“.
Ríkisstjórnin
þögul
„Meðan samningar voru
reyndir og áður en verkfall var
ákveðið, var gengið eftir svari við
því hjá forsætisráðherra, hvort
nokkur árangur hefði náðst með
tilraunum hans til að knýja fram
verðlækkanir. Því neitaði forsæt-
isráðherra. Kvaðst hafa fengið
neikvæð svör frá flestum þeirra
stórfyrirtækja, sem hann leitaði
til. Hann gæti því fullyrt að ein-
skis árangurs væri að vænta af
þeim leiðum.
Á þeim tíma, sem leið frá því
verkalýðsfélögin ákváðu að
fresta verkfalli, heyrðist ekkert
frá ríkisstjórninni annað en það,
að hún ritaði samninganefnd
verkalýðsfélaganna bréf og fór
fram á, að skipuð yrði nefnd til að
rannsaka greiðsluþol atvinnuveg-
anna, enda væri öllum verkfalls-
aðgerðum frestað á meðan.
Þetta töldu verkalýðsfélögin
ekki fært að samþykkja og höfnu-
ðu þessu erindi ríkisstjórnarinn-
ar.
Hins vegar hafði miðstjórn Al-
þýðusambandsins strax í janú-
armánuði snúið sér til tveggja
hagfræðinga, þeirra Torfa As-
geirssonar og Haralds Jóhanns-
sonar og beðið þá að gera athug-
un á kaupmætti vinnulauna
nokkur undanfarin ár - helst allt
síðan 1947. - Þetta verk tóku þeir
að sér og skiluðu skýrslu sinni um
þetta á fundi miðstjórnar hinn 9.
marz. Sýndi sú athugun, að
kaupmáttur launa hafði rýrnað
svo, síðan 1947, að kaupið þyrfti
að hækka um 20% til þess að það
hefði sama kaupmátt og það
hafði þá“.
Framkvæmd
verkfallsins
Tilraunir til að ná samningum
án verkfalla báru engan árangur
og kom verkfallið til fram-
kvæmda þann 18. mars og náði til
7300 manna strax í upphafi, segir
einnig í skýrslunni.
Föstudaginn 18. raars 1955, var
forsíða Þjóðviljans að sjálfsögðu
lögð undir fréttir af verkföllun-
um, sem hófust þá um nóttina.
Eins og sjá má, á því sem þar
stendur, bjuggu verkalýðsfélögin
sig þegar undir öfluga verfalls-
vörslu og langvinn átök, enda
höfðu engin boð borist frá at-
vinnurekendum eða ríkisstjórn,
þrátt fyrir frestun á verkföllum og
hvatningu verkalýðsfélaganna,
um að reyna að ná samningum án
verkfalla.
Ríkisstjórnin setti á laggirnar
sáttanefnd er starfaði með Torfa
Hjartarsyni sáttasemjara. í
nefndinni áttu sæti Brynjólfur
Bjarnason, alþingismaður, Emil
Jónsson alþingismaður, Gunn-
laugur Briem skrifstofustjóri í at-
vinnumálaráðuneytinu og Jónat-
an Hallvarðsson hæstaréttar-
dómari. Segir svo um starf nefnd-
arinnar í áðurnefndri skýrslu til
25. þings ASÍ:
„Vann sáttanefndin mikið verk
og vandasamt og á mikla þökk
skylda fyrir þolgæði, sanngirni og
hugkvæmni, er hún sýndi í erfiðu
hlutverki“.
Stöðug varsla
Verkfallið varð því vanda-
samara í framkvæmd sem það
náði eingöngu til félaganna á
Reykjavíkursvæðinu í byrjun en
síðar einnig til Verkamannafé-
lags Akureyrarkaupstaðar og
Verkakvennafélagsins Einingar á
Akureyri. Verkfallsvarslan varð
því að vera stöðug allan sólar-
hringinn og mjög víða. Settar
voru upp varðstöðvar við helstu
vegi að og frá höfuðborginni og
þurfti alveg sérstaklega að gæta
að olíufélögunum, því að, svo
enn sé vitnað til skýrslunnar
góðu:
„Allt frá fyrsta degi verkfall-
sins var mestu auðfélögum lands-
ins, olíufélögunum, beitt af
mikilli heipt gegn verkalýðsfélög-
unum. Fyrstu verkfallsnóttina
vargerð tilraun til að lauma olíu í
land í Örfirisey og til átaka kom
viðlöndunolíuíbirgðastöðB.P. í
Laugarnesi fyrsta verkfallskvöld-
ið. Síðan héldu olíufélögin áfram
látlausum verkfallsbrotum með
flutningaskipunum Skeljungi og
Litlafelli, uns þau voru stöðvuð í
iðju sinni með karlmannlegum og
djarflegum aðgerðum þeirra fé-
laga Guðmundar J. Guðmunds-
sonar og Magnúsar P. Bjarna-
sonar.
ítalska tankskipið Smeralda
var bundið og undir strangri
verkfallsgæslu uppi í Hvalfirði
allt til verkfallsloka og rússneska
tankskipið Leningrad fór úr landi
með nokkum hluta olíufarms
síns, þegar Alþýðusambandið
hafði sent sveit vaskra manna um
borð með svohljóðandi bréf:“
„Reykjavík, 24. marz 1955.
Herra skipstjóri
Olíuskipinu Leningrad,
Reykj avíkurhöfn.
Álþýðusamband íslands vill ■
hér með tilkynna yður, að hér á
iandi ér nú mjög víðtækt verkfall
og að íslensku skipin Skeljungur
og Litlafell eru verkfallsbrjótar,
sem lýstir hafa verið í afgreiðslu-
bann.
Verkfallsdagar 1955
Föstud. 18. mars: Verkfall
skellur á. Verkfallsvarsla
hefst. Tilraunir til verkfalls-
brota eru þegar gerðar
einkum af hálfu Olíufélag-
anna.
Fimmtudagur 24. mars.
Iðja semur við nokkur fyrir-
tæki. Akureyrarfélögin
boða verkfafl frá og með 1.
apríl. Engirsamningafundir
hafa verið haldnir alla vik-
una.
Laugardagur 26. mars. Hafn-
arfjarðarbær og fyritæki hans
semja. Stuttur en árangurslaus
samningafundur.
Mánudagur 28. mars. Fjöl-
mennur fundur í Dagsbrún. Ár-
angurslaus samningafundur.
Miðvikudaginn 30. mars. Sett
hefur verið á stofn þriggja manna
nefnd til að skipuleggja fjársöfn-
un til verkfallsmanna.
Föstudagur 1. apríl. Verka-
mannafélag Akureyrarkaupstað-
ar og Verkakvennafélagið Eining
á Akureyri hefja verkfall. Birt
áskorun frá miðstjórn Alþýðu-
sambandsins um fjársöfnun.
„Einn fyrir alla - allir fyrir einn“
er kjörorð söfnunarinnar.
Laugardagur 2. apríl.
„Loftleiðamálið" til umræðu á
sáttafundi. Tilraunir nokkurra
leigubílstjóra til að smygla bens-
íni til bæjarins stöðvaðar.
Mánudaginn 4. apríl : Loft-
leiðir semja við verkalýðsfélögin.
Átök á veginum í Smálöndum
(leiðin til Vesturlands).
Miðvikudagur 6. apríl. Sér-
kröfur ræddar. Fjölmennur fund-
ur í Gamla bíói í Reykjavík.
Miðvikudagur 13. apríl. Verk-
fallsvarsla hefur verið tekin upp á
vegum í nágrenni Akureyrar.
Veist að verkfallsvörðum þar.
Fjölmennur útifundur á Lækjar-
torgi. Næturfundir með samning-
anefndum.
Laugardagur 16. aprfl. Árang-
urslausir næturfundir. Verkfalls-
verðir hafa alls staðar örugg tök á
verkfallinu.
Mánudagur 18. aprfl. Verk-
fallsverðir á Akureyri stöðva af-
greiðslu Kveldúlfstogarans Egils
Skallagrímssonar á Hjalteyri.
Fimmtudagur21. apríl. Nætur-
fundur með sáttasemjara, ennþá
engin sýnileg hreyfing á málum.
Sunnudagur 24. apríl. Samn-
ingafundir standa hverja nótt.
Ýmislegt bendir nú til tíðinda
dragi innan tíðar.
Þriðjudagur 26. apríl. Samúð-
ar vinnustöðvun vélstjóra í frysti-
húsum hefst. Langir samninga-
fundir. Orðrómur um að samn-
ingar séu að takast.
Miðvikudagur 27. aprfl. Stöð-
ugir samningafundir.
Fimmtudagur 28. apríl. Samn-
ingur undirritaður um nóttina.
Samþykktur í Dagsbrún kvöldið
eftir. Verkföllunum lýkur.-hágé.
■I 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mióvlkudagur 1. maí 1985