Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Blaðsíða 17
Róttæka verka- lýðsbaráttu án nokkurrar málamiðlunar við auðvaldið Bjarnfríður Leósdóttir frá Akranesi hefur um áratuga skeið verið virkur þátttakandi í launþegahreyfingu hér á landi og jafnframt í Alþýðubanda- laginu. Guðmundur Sæ- mundsson lætur eftirfarandi orð um hana falla í bók sinni Ó, það er dýrlegt að drottna: „Ó- rólega deildin" í Alþýðubanda- laginu hefur oft velgt foryst- unni undir uggum. Forsprakk- arnir hafa lengi verið þau Bjarnfríður Leósdóttir - Bía - ... frá Akranesi... Klofningur hefur þó aldrei orðið m.a. vegna ótrúlegrar tryggðar hinna órólegu." Fyrir skömmu var svo Bjarnfríður kjörin formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins í sögulegum kosningum. Ekki þótti úr vegi í tilefni alþjóðadags verkalýðs- Ins að taka hana tali. Hver álítur þú að stefna ASÍ og Alþýðubandalagsins skuli vera í verkalýðsmálum? Stefnan skal vera sú að ná valdi á tekjuskiptingunni í landinu, hún á að taka mið af þörfum verkalýðsstéttarinnar. Stefnt skal bæði að efnahagslegum og félags- legum jöfnuði. Steftia þessi verð- ur best knúin fram með mark- vissri og róttækri verkalýðsbar- áttu án nokkurrar málamiðlunar við auðvaldið. Ef stefnumið jöfn- uðar nást ekki fram í samningum þá skal beitt faglegu og pólitísku afli verkalýðshreyfingarinnar, t.d. verkfallsaðgerðum. í því sambandi eiga forystumenn að ganga fram fyrir skjöldu, standa og falla með hugsjónum sínum. Víkjum að öðrum heildarsam- tökum launþega en ASÍ. Nú er aðalstarf þitt kennsla við Fjöl- brautaskólann á Akranesi og þú virkur félagsmaður í Kennara- sambandi íslands og BSRB. Hvað vUtu segja um aðgerðir BSRB sl. haust og frammistöðu forystunn- ar? Ég vil taka það fram að ég hef ekki verið virkur félagi í BSRB fyrr en í verkfallinu í haust. Aðal- vettvangur minn í kjarabaráttu hefur verið innan ASI eins og svo margra kennara fyrr og síðar, t.d. Hannibals Valdimarssonar og Karls Steinars Guðnasonar. Verkalýðsfélag Akraness er mitt gamla stéttarfélag og ég var í for- ystu fyrir því um langt árabil eða allt frá því að ég sem ung kona saltaði síld og vann aðra verka- kvennavinnu. í þá daga hikuðum við ekki við að fara í ólögleg verk- föll ef svo bar undir. Afstaða mín til forystu BSRB var sú hin sama og til forystu ASÍ þar til hún hlýddi kalli félags- manna um aðgerðir sl. haust og hóf verkfallsaðgerðir, þegar til- raun til þess að ná viðunandi samningum hafði mistekist. Fram til þess tíma var forysta BSRB jafn deig og forysta ASÍ. En batnandi mönnum er best að lifa. BSRB-verkfallið leiddi í ljós að kennarar, sú stétt er ég til- heyri, voru aðai slagkraftur að- gerðanna, enda höfðu þeir hvað mest knúið á um þær. Verkfallið var skipulegt og vel rekið og bar mikinn árangur sem slíkt. Það var þó öllum augljóst, að þar sem verðtrygging náðist ekki fram, þá yrði árangurinn eyðilagður af þeirri rikisstjóm sem nú situr. ASÍ og BSRB hefðu þurft að standa saman í þessari deilu, raunin varð þó allt önnur. Varst þú ekki þátttakandi í hin- um hörðu verkfallsátökum á Grundartanga? Þar var háður einn bryggjuslagurinn. Það má eiginlega segja að ég hafi haldið til inni á Grundar- tanga meðan á verkfalli BSRB stóð. Við höfðum það verkefni að hindra tollafgreiðslu Urriða- foss, sem í fyrstu lá fyrir ankerum úti á Hvalfirði og vildum við þá einnig koma í veg fyrir að skipið yrði bundið við landfestar. Með vélabrögðum og stórvirk- um vinnuvélum tókst hafnar- stjóranum, með aðstoð hlaupa- stráka, að binda skipið við land- festar, hindra okkur þegar við vildum ná í aðstoð og koma í veg fyrir að skipið legðist að bryggju. Þarna skapaðist lífshættulegt sl. haust. Síðan stóð Hið íslenska kennarafélag fyrir uppsögnum í mars og kennsla í framhaldsskól- unum lá niðri um þriggja vikna skeið. Hvað sýnist þér um fram- tíð þessarar baráttuglöðu stéttar, mun hún t.d. sameinast í einu fé- lagi innan skamms, utan BSRB og BHM? Ég held að kennarafélögin standi á miklum tímamótum, það hefur sannast á þessum vetri að það er mjög mikilvægt að kennar- ar sameinist í einu stéttarfélagi. Ég dreg þó mjög í efa að rétt sé að slíkt stéttarfélag sé utan BSRB. Innan þess höfum við samnings- og verkfallsrétt og þeim réttind- um vil ég ekki afsala mér. Æski- legast væri að innan BSRB hefði hvert aðildarfélag sérstakan samnings- og verkfallsrétt, líkt og innan ASÍ, og að kennarar sam- einuðust í einu í slíku félagi. Hvað varðar uppsagnir sem undan, það sé komin margra mánaða biðröð hvað uppboðin varðar. Atvinnuleysi og eignaupptaka blasir við fjölda heimila. Það virðist vera stutt í hina klassísku öreigastétt, sem mun fylla kjallaraholur auðvalds- ins. Hvað viltu segja um hlut stjórnarandstöðunnar og þar með Alþýðubandalagsins? Gegn ríkisstjórn, sem leikur al- menning svo grátt eins og núver- andi ríkisstjórn gerir, þarf sterka sameinaða stjórnarandstöðu. Slíkri stjómandstöðu höfum við því miður ekki á að skipa, enda stjórnarandstaðan í mörgum flokkum. Þá finnst mér Alþýðubanda- lagið alls ekki koma fram sem skipulagður flokkur, það er allt of oft sem hver talar gegn öðrum. Það er auðvitað vegna þess að flokksmenn hafa ekki mótað Bjarnfríður Leósdóttir ræðirum verkalýðsmál, ríkisstjórnina, verkfaíl BSRB og baráttuna framundan ástand, munaði minnstu að einn félaga okkar félli í sjóinn, því menn voru eltir um bryggjuna af hlaupastrákunum hvar þeir sátu við stjórnvöl vinnuvélanna. Þrátt fyrir þá miklu hættu sem við komumst í álít ég það vera nauðsynlegt að menn fái séð framan í stéttaróvin sinn grímu- lausan. Því að þó þeir menn sem að vélabrögðunum stóðu séu launþegar eins og við þá er þeim beitt í þágu auðvaldsins. Það verður að segjast um verk- fallsvörsluna á Grundartanga að þrátt fyrir þá spennu sem stund- um ríkti var oftastnær rólegt. Eitt sinn sem oftar spiluðum við t.d. bridge úti við, í blíðunni, við keflvíska félaga, er komið höfðu okkur til aðstoðar, eins og svo margir aðrir, t.d. félagar í Hinu íslenska kennarafélagi. Hvalfjörðurinn skartaði oftum sínu fegursta, spegilsléttur, í fölri haustsólinni. Þá er líða tók á verkfallið jukust samskiptin við þá Grundartangamenn og voru nú góð. Ljáðu þeir mér stundum reiðhjól og fór ég eftirlitsferðir um nágrennið jafnframt því sem mér var boðið upp á kaffisopa í mötuneytinu hjá þeim. Kennarafélögin á tímamótum Nú segir þú Bjarnfríður að kennarar, þ.e. félagar í Kennara- sambandi Islands, hafi verið þeir sem fyrst og fremst knúðu fram verkfallsaðgerðir af hálfu BSRB baráttuaðferð, en það kom og til greina að Kennarasambandið beitti henni, þá er það mín skoðun að hér sé um ákaflega krefjandi aðgerðir að ræða hvað varðar hvern og einn sem þátt í þeim tekur. Sú hætta er fyrir hendi að samstaðan rofni og að- gerðirnar verði brotnar á bak aft- ur. Kjallaraholur auðvaldsins Svo við víkjum nú lítillega frá launþegahreyfingunni og að landsmálum almennt, hvernig finnst þér rfldsstjórn þeirri er nú situr hafa tekist til? Ástandið verkar þannig á mig eins og ég gæti hugsað mér að það geysaði drepsótt og það hefðist ekki undan að koma þeim dauðu fyrir. Byggðarlögin flagga í hálfa stöng, eins og fram kom í frétt Þjóðviljans á dögunum frá Grundarfirði, þegar verið var að bjóða upp skuttogarann Sigur- fara. Atvinnutæki sem skapar stórum hluta bæjarbúa atvinnu lagt í rúst. Þannig er byggðastefn- an í raun, vítt og breitt um landið er verið að bjóða upp atvinnu- tæki fólksins; Húsavík, Akranes, Hafnarfjörður, Suðurnes, hvar sem litið er. Seðlabankinn og aðrar gróða- stíur virðast þrífast vel á refsi- vöxtum þjóðarinnar. Svo er verið að bjóða upp eignir almennings í svo stórum stíl að ég hef fyrir satt að uppboðshaldarar hafi ekki stefnu sína sameiginlega. Þetta kemur átakanlega fram í verka- lýðspólitíkinni. Hvað er tíl ráða? í fyrsta lagi, breyta lífskjörun- um. Afnema vísitölubindingu vaxta og jafnframt lækka þá, þannig að lánakjörin þjóni eðli- legri fjárfestingu í landinu. Skila atvinnutækjunum til þess að fólk hafi atvinnu þar sem það á heima, svo byggð haldist í landinu. Fólk þarfnast húsnæðis og fjár- magn þarf til félagslegrar upp- byggingar. Skila verður okkur því sem rænt hefur verið af okkur með ránsvöxtum og með því að hrifsa stóran hluta launa okkar, svo þau yrðu afhent gróðaöflun- um í landinu. Verkalýðshreyf- ingunni ber að vera helsti aflgjafi baráttunnar fyrir leiðréttingu þessa og það getur hún auðvitað ef hún skilur sinn vitjunartíma. Ég er alin upp á krepputímum, og þykist örlítið vita hvernig það líf var, fátækt almennings, menntunarleysi og almennt úr- ræðaleysi. Mín kynslóð reis upp úr þessu, náði því að verða efna- hagslega sjálfstæð, geta komið bömum sínum til náms, sem átti að gera þau hæfari til að bjarga sér. Ég vil ekki horfa aðgerðar- laus á það að þetta verði allt eyði- lagt á örfáum árum, að allt lífs- starf mitt og annarra fari forgörð- um, að allt sé unnið fyrir gýg. Rísum upp, rísum upp, enga málamiðlun, sækjum rétt okkar, sameinuð. Bónusvinnan spillir Bjarnfríður, nú ert þú starf- andi í Samtökum kvenna á vinnu- markaðnum, samtökin voru stofnuð í desember 1983. Hefur ykkur orðið eitthvað ágengt? Hvati stofnunar þessara sam- taka er það ójafnrétti sem ríkir milli karla og kvenna á vinnu- markaðnum, æ dregur í sundur með kynjunum hvað launin varð- ar. Þær konur sem eru sér þessa meðvitaðar hafa tekið höndum saman og hafið baráttu gegn ó- réttlætinu. í dag, þá er kvennaáratug fer senn að ljúka, standa konur verr að vígi gagnvart körlum, bæði kjaralega og varðandi stöðu- veitingar, en við uphaf áratugar- ins. Þá er staða kvenna innan stéttarfélaganna veik. Jafnvel þótt farið sé aftur til þess tíma, þá er lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu voru sett af Alþingi á sjö- unda áratugnum, þá hefur síðan enn hallast á konur. Konur í verkalýðsstétt og þá sérstaklega þær sem vinna í bónus eru mjög illa settar og löngu vitað að slík vinna spillir bæði líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Ég held að Samtökum kvenna á vinnumarkaði hafi talsvert orð- ið ágengt í starfi sínu. Félagar í samtökunum voru td. hvað virk- astir í BSRB-baráttunni sl. haust, en það verður að segjast eins og er að enn eru fleiri konur frá BSRB og BHM innan samtak- anna en frá ASÍ, því miður. Þú ert fædd og uppaiin í útgerð- arbænum Akranesi og hefur ver- ið búsett þar alla tíð síðan... Hver er stefna þín í landbúnaðarmál- um? Landbúnaðurinn er annar að- alatvinnuvegur þjóðarinnar, líkt er á komið með honum sem sjáv- arútveginum, báðir á vonarvöl. í landbúnaði er því brýn þörf á uppbyggingu. Ég tel öllu væn- legra að styrkja landbúnaðinn heldur en td. að greiða niður orkuverð fyrir erlenda auð- hringa. Það sama er að verða uppi á teningnum hvað varðar þau byggðarlög sem grundvallast á verslun og iðnaði í tengslum við landbúnaðinn og útvegsbæina, þar má greina veruleg samdrátt- areinkenni. Hér í Vesturlands- kjördæmi höfum við eitt dæmi um slíkt en það er Borgarnes. Að lokum Bjarnfríður, í dag er alþjóðadagur verkalýðs 1. maí, hver eru þau mál hér í henni ver- öld sem þú álítur mikilvægust fyrir mannkynið? Nákvæmlega þau hin sömu og hér á landi, þe. að jöfnuði verði á komið og þar með friði. í því sambandi vildi ég vitna til orða spekingsins hvar hann segir að friður byggist á réttlæti og réttlæti sé forsenda friðar. Sú helstefna sem stórveldin virðast altekin af, hvar þau met- ast um hvert þeirra geti tortímt mannkyni oftar, vekur ugg. Steinn Steinarr sagði: það bjarg- ast ekki neitt, það ferst sem ferst. En gamla fólkið sagði nú samt oft, þegar voraði eftir langan og strangan vetur, að nú væri kom- inn lífsteinn í jörðina og ætli ég fari ekki út og gróðursetji aním- óníurnar mínar í þeirri von að þær blómstri í sumar. Jóhannes Ágústsson. Miðvlkudagur 1. maí 1985 PJÖÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.